Að finna nýjan takt – þrír mánuðir í Mexíkó

Sunna Dís Másdóttir hóf árið í veikindaleyfi, rétt rúmu ári eftir að maðurinn hennar var á barmi útbruna í sínu starfi. Nokkrum vikum eftir að veikindaleyfið hófst kviknaði lítill neisti í brjósti hennar og þegar góð vinkona hennar stakk upp á því að hún myndi stinga af kom hún heim með nýja glóð og gamlan draum í hjarta. Má það? Hjónin eru nú búin að segja upp í vinnunni, selja bílinn og eru mætt með börnin til Mexíkó.

Að finna nýjan takt – þrír mánuðir í Mexíkó
Fjölskylda á ferð í leit að nýjum takti. 
ritstjorn@stundin.is

Í kvöldhúminu hjólar churros-salinn niður götuna okkar. Hann flautar með annarri hendi, öðru hvoru ber hann gjallarhornið að vörunum með hinni: Churros! Churros! Synir mínir sperra eyrun, líta löngunarfullum augum niður af litlu svölunum okkar hér við Calle de Pinos, Furugötu. Hundarnir á þaki nágrannans lyfta höfði, velta sér á hina hliðina. Félagi þeirra á húsþaki við Sedrusviðargötu svarar hrópum götusalans með hásu gelti. Skógi vaxið fjallið stendur vörð um borgina eins og vanalega; óhagganlegt, ævafornt, vingjarnlegt.  

Við erum stödd í Oaxacaborg í samnefndu fylki í syðsta hluta Mexíkó, handan fylkisins Chiapas eru landamærin að Guatemala. Oaxaca er fimmta stærsta fylki landsins, um 93 þúsund ferkílómetrar, með ríka sögu og menningararfleifð. Rétt utan borgarinnar má finna Monte Albán rústirnar, þar sem höfuðborg Zapotec menningarinnar blómstraði í um þúsund ár, frá 500 fyrir Krist. Oaxaca er líka vagga matarmenningar í Mexíkó, víðfræg fyrir ljúffengu mole sósurnar sínar sjö, fyrir gnægt hráefnis ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Sýnum spillingunni kurteisi

Andri Sigurðsson

Sýnum spillingunni kurteisi

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

Brynjar Níelsson um Siðmennt: „Vonlaus félagsskapur“ og „einhver sá vitlausasti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rannsakar íslenska ofbeldismenn

Rok í Reykjavík

Rok í Reykjavík

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Rafmagn víða farið af um norðanvert landið

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Varðskipið Þór til taks fyrir vestan

Í upphafi var orðið

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson

Í upphafi var orðið

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Oslóartréð flæktist og sat fast í krana

Reyna að bjarga jólakettinum

Reyna að bjarga jólakettinum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap

Soffía Auður Birgisdóttir

Samfélagið speglað með íhygli, alvöru og prakkaraskap