Auðmenn tengdir skattaskjólum eiga í 1.300 íbúðum gegnum GAMMA

Dagar fjárfestingarfélagsins GAMMA eru senn taldir í núverandi mynd. Einungis eru 9 starfsmenn eftir hjá fyrirtækinu en árið 2017 voru þeir 35. Félagið stýrir hins vegar enn meira en 100 milljarða króna eignum, meðal annars 50 milljarða króna leigufélagi sem leyndarmál er hverjir eiga.

Auðmenn tengdir skattaskjólum eiga í 1.300 íbúðum gegnum GAMMA
Milljarðar og menning GAMMA var með um 140 milljarða króna í stýringu þegar mest lét og gerði forstjórinn Gísli Hauksson mikið út á að fyrirtækið væri menningarlegt og voru gamlar bækur á skrifstofu félagsins gjaran í bakgrunni þegar myndir voru teknar af honum.  Mynd: b'Styrmir K\xc3\xa1ri'
ingi@stundin.is

Hvaða fjárfestar það eru sem eiga nærri 1.300 íbúðir í útleigu í gegnum Almenna leigufélag sjóðstýringarfyrirtækisins GAMMA liggur ekki og hefur aldrei legið fyrir. Hluthafalisti félagsins er ekki opinber þar sem sjóður í stýringu GAMMA, Almenna leigufélagið eignarhaldssjóður, þarf ekki að opinbera hluthafaupplýsingar um endanlega eigendur sjóðsins frekar en aðrir sambærilegir sjóðir.

Almenna leigufélagið skilaði tæplega 400 milljóna króna rekstrarhagnaði í fyrra en hagnaðurinn var tæplega 1.500 milljónir króna árið áður, 2017.

Hagnaður félagsins er tilkominn vegna bókfærðra hækkana á fasteignaverði og mismunarins á leigutekjum Almenna leigufélagsins og kostnaði félagsins við rekstur og fjármögnun sína.  Fjármagnskostnaður Almenna leigufélagsins jókst um ríflega 250 milljónir króna á milli áranna 2017 og 2018 þegar hann var ríflega 2 milljarðar króna.

Niðurstaðan er því: Almenna leigufélagið hefur hagnast á hækkun húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu sem og á leigugreiðslum þeirra um 1.300 aðila sem eiga í viðskiptum við það, þótt hagnaðurinn sé reyndar ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Stærsta lífsverkefnið

Soffía Auður Birgisdóttir

Stærsta lífsverkefnið