Mest lesið

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
2

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
3

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
4

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
5

Er líf á K2-18b?

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
6

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Stundin #102
Október 2019
#102 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 18. október.

Illugi Jökulsson

Falsaðar útrýmingarbúðir á Wikipedíu

Þjóðernisofstopamenn í Póllandi „bjuggu til“ heilar útrýmingarbúðir á alfræðisíðunni Wikipediu til að reyna að sanna að þýskir nasistar hefðu ekki síður drepið Pólverja en Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.

Illugi Jökulsson

Þjóðernisofstopamenn í Póllandi „bjuggu til“ heilar útrýmingarbúðir á alfræðisíðunni Wikipediu til að reyna að sanna að þýskir nasistar hefðu ekki síður drepið Pólverja en Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.

Falsaðar útrýmingarbúðir á Wikipedíu
Fangabúðirnar í Varsjá. Ekki var um útrýmingarbúðir að ræða. Pólskir þjóðernisofstopamenn virðast vera komnir út í einhvers konar ógeðfellda samkeppni við talsmenn Gyðinga um að þeir hafi verið alveg jafn mikil fórnarlömb útrýmingaræðis þýskra nasista. 

Ritstjórar alfræðivefritsins Wikipedíu eru með böggum hildar eftir að í ljós kom fyrir skemmstu að óprúttnir aðilar í Póllandi höfðu falsað heila síðu um útrýmingarbúðir þýskra nasista í höfuðborginni Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni.

Tilgangurinn var að ýta undir þá þjóðsögu, sem pólskir þjóðernisofstopamenn halda nú mjög á lofti, að pólskir Gyðingar hafi ekki verið helstu fórnarlömb þýskra nasista í stríðinu, heldur hafi „hreinræktaðir“ Pólverjar ekki síður mátt þjást og ekki verið drepnir í hrönnum.

Í raun er um að ræða gamla sögu sem virðist hafa orðið til þegar pólski dómarinn Maria Trzcinska tók þátt í að rannsaka glæpi þýskra nasista í Póllandi snemma á áttunda áratugnum. Hún taldi sig hafa fundið sannanir fyrir því að í járnbrautargöngum í Varsjá hefðu verið starfræktar útrýmingarbúðir þar sem fólk var tekið af lífi með gasi, fyrst og fremst pólskir andspyrnumenn.

Þrátt fyrir að vandaðir fræðimenn hafi aldrei viljað líta við kenningum Trzcinsku tóku aðrir þeim fegins hendi.

Það voru þeir sem vildu gera sem mest úr glæpum þýskra nasista gegn Pólverjum en sem minnst úr glæpum gegn Gyðingum. Og þeir sem vilja draga úr því hve „verksmiðjumorð“ Þjóðverja gegn Gyðingum, Rómafólki og fáeinum öðrum hópum hafi verið einstakur og sérstakur viðburður.

Því hefur gjarnan verið haldið fram fullum fetum að 200.000 Pólverjar hafi verið myrtir með gasi í þessum „útrýmingarbúðum“ í Varsjá.

Nú hefur sem sagt komið í ljós að til var á Wikipedíu, bæði þeirri pólsku en líka hinni ensku, grein um þessar meintu útrýmingarbúðir í Varsjá, sem aldrei voru þó til.

Þjóðverjar gengu vissulega fram með ofstopa gegn Pólverja og drápu fjölda þeirra.

En það var þó ekki um að ræða kerfisbundna útrýmingu með gasi, eins og fölsuðu Wikipedíu-greinarnar héldu fram. Í Varsjá voru fangabúðir sem voru notaðar til að smala saman ýmsum föngum, en þar voru aldrei sérstakar útrýmingarbúðir fyrir Pólverja eins og haldið hefur verið fram upp á síðkastið.

Nýlega var meira að segja sett upp minnismerki til að minnast þeirra 200.000 sem þar áttu að hafa verið drepnar með gasi.

Einna verst þykir Wikipedíu-sérfræðingum að svo virðist einn af helstu og virtustu Wikipedíu-skrifurum Pólverja, Krzsysztof Machocki, hafi átt mestan þátt í fölsuninni. Hann lést í fyrra.

Meðal þeirra sem fordæma skrifin um „útrýmingarbúðirnar“ í Varsjá er pólski sagnfræðingurinn Jan Grabowski, en hann hefur vakið úlfúð þjóðernisofstopamanna í heimalandi sínu með því að beina athyglinni að þeim Pólverjum sem lögðu Þjóðverjum lið við að drepa Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.  Tilraunir til að endurrita söguna virðast færast í vöxt í Póllandi, samanber nýleg lög sem áttu að gera það ólöglegt að fjalla um hlut Pólverja að helförinni.

Wikipedíu-síða Grabowskis sjálfs sætir stöðugt árásum hinna pólsku þjóðernisofstopamanna.

Hér má sjá Wikipedíu-síðu fangabúðanna í Varsjá, þar sem meðal annars er nú fjallað um fölsunin.

Ísraelska blaðið Haaretz rekur þessa sögu í löngu máli í vefútgáfu sinni í dag, og má finna greinina hér.

Söguprófessorinn Havi Dreifuss í Tel Aviv segir um hina furðulegu „öfund“ þjóðernisofstopamanna í Póllandi í garð Gyðinga vegna helfararinnar:

„Sannleikurinn er sá að Pólverjar og Gyðingar voru alls ekki samskonar fórnarlömb. Pólverjar voru fórnarlömb hræðilegrar þjóðernishreinsunar, en það var ekki sú kerfisbundna útrýming sem Gyðingar máttu þola. Sú tilhneiging [Pólverja] nú til að finna upp fjöldamorð og fórnarlömb sem engin voru, er skelfilegt fyrirbæri sem gæti á endanum grafið undan sögunni um þær hryllilegu ofsóknir sem Pólverjar máttu þola af hendi þýskra nasista. Sannleikurinn er sá að það var ekki um kerfisbundin fjöldamorð á pólskum íbúum að ræða - og það er auðvitað gott. Helförin er ekki fyrirbæri sem menn ættu að öfunda [Gyðinga] út af.“

Tengdar greinar

Flækjusagan

„Úrþvætti, fábjánar og skækjur“

Illugi Jökulsson

„Úrþvætti, fábjánar og skækjur“

Illugi Jökulsson
·

Viðhorf íslenskra nasista til „undirmálsfólks“ var heldur hrottalegt. Sem betur fer náðu nasistar ekki fjöldafylgi á Íslandi.

Mesti fjársjóður fornaldar fundinn?

Illugi Jökulsson

Mesti fjársjóður fornaldar fundinn?

Illugi Jökulsson
·

Illugi Jökulsson ræður sér vart fyrir spennu nú þegar hugsanlega verður hægt að ráða í hvað stendur í 2.000 bókrollum sem grófust í ösku í borginni Herculaneum í sama eldgosi og gróf borgina Pompeii

Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson
·

Í kjölfar kreppunnar miklu og uppgangs nasista í Þýskalandi spratt upp nasistahreyfing á Íslandi. En voru einhverjar líkur á að hún gæti náð völdum?

„Námurnar tökum við allavega“

Illugi Jökulsson

„Námurnar tökum við allavega“

Illugi Jökulsson
·

Var farið voðalega illa með Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina? Hvernig hefðu þeir sjálfir skipulagt heiminn ef þeir hefðu unnið?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
2

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
3

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
4

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
5

Er líf á K2-18b?

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
6

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum
7

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
3

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
5

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
6

Er líf á K2-18b?

·

Mest deilt

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
1

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
2

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
3

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
4

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu
5

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Er líf á K2-18b?
6

Er líf á K2-18b?

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
3

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Draumur að eiga dúkkubarn
2

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
3

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“
5

Öskraði af verkjum ellefu ára: „Á þetta virkilega að vera svona?“

·
Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól
6

Fjölskyldan sparaði 1,3 milljónir með því að skipta bíl út fyrir rafmagnshjól

·

Nýtt á Stundinni

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Bjarni, við erum best!

Bjarni, við erum best!

·
Er líf á K2-18b?

Er líf á K2-18b?

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Skáldskapur

Listflakkarinn

Skáldskapur

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·
Pírati í Prag ögrar Peking

Listflakkarinn

Pírati í Prag ögrar Peking

·
Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·