Mest lesið

Þegar lögreglan er upptekin
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
2

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
3

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn
4

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
5

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal
6

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“
7

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

Stundin #111
Febrúar 2020
#111 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 21. febrúar.
Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Illugi Jökulsson

Falsaðar útrýmingarbúðir á Wikipedíu

Þjóðernisofstopamenn í Póllandi „bjuggu til“ heilar útrýmingarbúðir á alfræðisíðunni Wikipediu til að reyna að sanna að þýskir nasistar hefðu ekki síður drepið Pólverja en Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.

Illugi Jökulsson

Þjóðernisofstopamenn í Póllandi „bjuggu til“ heilar útrýmingarbúðir á alfræðisíðunni Wikipediu til að reyna að sanna að þýskir nasistar hefðu ekki síður drepið Pólverja en Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.

Falsaðar útrýmingarbúðir á Wikipedíu
Fangabúðirnar í Varsjá. Ekki var um útrýmingarbúðir að ræða. Pólskir þjóðernisofstopamenn virðast vera komnir út í einhvers konar ógeðfellda samkeppni við talsmenn Gyðinga um að þeir hafi verið alveg jafn mikil fórnarlömb útrýmingaræðis þýskra nasista. 

Ritstjórar alfræðivefritsins Wikipedíu eru með böggum hildar eftir að í ljós kom fyrir skemmstu að óprúttnir aðilar í Póllandi höfðu falsað heila síðu um útrýmingarbúðir þýskra nasista í höfuðborginni Varsjá í síðari heimsstyrjöldinni.

Tilgangurinn var að ýta undir þá þjóðsögu, sem pólskir þjóðernisofstopamenn halda nú mjög á lofti, að pólskir Gyðingar hafi ekki verið helstu fórnarlömb þýskra nasista í stríðinu, heldur hafi „hreinræktaðir“ Pólverjar ekki síður mátt þjást og ekki verið drepnir í hrönnum.

Í raun er um að ræða gamla sögu sem virðist hafa orðið til þegar pólski dómarinn Maria Trzcinska tók þátt í að rannsaka glæpi þýskra nasista í Póllandi snemma á áttunda áratugnum. Hún taldi sig hafa fundið sannanir fyrir því að í járnbrautargöngum í Varsjá hefðu verið starfræktar útrýmingarbúðir þar sem fólk var tekið af lífi með gasi, fyrst og fremst pólskir andspyrnumenn.

Þrátt fyrir að vandaðir fræðimenn hafi aldrei viljað líta við kenningum Trzcinsku tóku aðrir þeim fegins hendi.

Það voru þeir sem vildu gera sem mest úr glæpum þýskra nasista gegn Pólverjum en sem minnst úr glæpum gegn Gyðingum. Og þeir sem vilja draga úr því hve „verksmiðjumorð“ Þjóðverja gegn Gyðingum, Rómafólki og fáeinum öðrum hópum hafi verið einstakur og sérstakur viðburður.

Því hefur gjarnan verið haldið fram fullum fetum að 200.000 Pólverjar hafi verið myrtir með gasi í þessum „útrýmingarbúðum“ í Varsjá.

Nú hefur sem sagt komið í ljós að til var á Wikipedíu, bæði þeirri pólsku en líka hinni ensku, grein um þessar meintu útrýmingarbúðir í Varsjá, sem aldrei voru þó til.

Þjóðverjar gengu vissulega fram með ofstopa gegn Pólverja og drápu fjölda þeirra.

En það var þó ekki um að ræða kerfisbundna útrýmingu með gasi, eins og fölsuðu Wikipedíu-greinarnar héldu fram. Í Varsjá voru fangabúðir sem voru notaðar til að smala saman ýmsum föngum, en þar voru aldrei sérstakar útrýmingarbúðir fyrir Pólverja eins og haldið hefur verið fram upp á síðkastið.

Nýlega var meira að segja sett upp minnismerki til að minnast þeirra 200.000 sem þar áttu að hafa verið drepnar með gasi.

Einna verst þykir Wikipedíu-sérfræðingum að svo virðist einn af helstu og virtustu Wikipedíu-skrifurum Pólverja, Krzsysztof Machocki, hafi átt mestan þátt í fölsuninni. Hann lést í fyrra.

Meðal þeirra sem fordæma skrifin um „útrýmingarbúðirnar“ í Varsjá er pólski sagnfræðingurinn Jan Grabowski, en hann hefur vakið úlfúð þjóðernisofstopamanna í heimalandi sínu með því að beina athyglinni að þeim Pólverjum sem lögðu Þjóðverjum lið við að drepa Gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.  Tilraunir til að endurrita söguna virðast færast í vöxt í Póllandi, samanber nýleg lög sem áttu að gera það ólöglegt að fjalla um hlut Pólverja að helförinni.

Wikipedíu-síða Grabowskis sjálfs sætir stöðugt árásum hinna pólsku þjóðernisofstopamanna.

Hér má sjá Wikipedíu-síðu fangabúðanna í Varsjá, þar sem meðal annars er nú fjallað um fölsunin.

Ísraelska blaðið Haaretz rekur þessa sögu í löngu máli í vefútgáfu sinni í dag, og má finna greinina hér.

Söguprófessorinn Havi Dreifuss í Tel Aviv segir um hina furðulegu „öfund“ þjóðernisofstopamanna í Póllandi í garð Gyðinga vegna helfararinnar:

„Sannleikurinn er sá að Pólverjar og Gyðingar voru alls ekki samskonar fórnarlömb. Pólverjar voru fórnarlömb hræðilegrar þjóðernishreinsunar, en það var ekki sú kerfisbundna útrýming sem Gyðingar máttu þola. Sú tilhneiging [Pólverja] nú til að finna upp fjöldamorð og fórnarlömb sem engin voru, er skelfilegt fyrirbæri sem gæti á endanum grafið undan sögunni um þær hryllilegu ofsóknir sem Pólverjar máttu þola af hendi þýskra nasista. Sannleikurinn er sá að það var ekki um kerfisbundin fjöldamorð á pólskum íbúum að ræða - og það er auðvitað gott. Helförin er ekki fyrirbæri sem menn ættu að öfunda [Gyðinga] út af.“

Tengdar greinar

Flækjusagan

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Illugi Jökulsson

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Illugi Jökulsson

Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen notuðu eins og fleiri lönd (til dæmis Finnland) tækifærið þegar Rússland var í greipum borgarastyrjaldar til að lýsa yfir sjálfstæði. En það kostaði mikið stríð.

Heill her lögbrjóta

Illugi Jökulsson

Heill her lögbrjóta

Illugi Jökulsson

Hundrað ár eru liðin frá því lög sem bönnuðu áfengi tóku gildi í Bandaríkjunum. Ætlunin var að draga úr drykkju, glæpum og félagslegum hörmungum. Það mistókst – illilega.

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Þegar Austurríkiskeisarinn Jósef II tók að sér kynlífsfræðslu fyrir Maríu Antonettu systur sína og Loðvík XVI eiginmann hennar

„Siðferðilegt drep“

Illugi Jökulsson

„Siðferðilegt drep“

Illugi Jökulsson

Ein öld er liðin frá því að úrslit réðust í borgarastyrjöldinni í Rússlandi, einum örlagaríkasta viðburði 20. aldar. Alexander Koltsjak virtist á tímabili þess albúinn að sigrast á kommúnistastjórn Leníns en það fór á annan veg og örlög Koltsjaks urðu hörmuleg.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þegar lögreglan er upptekin
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
2

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi
3

Sautján ára transstrákur fær ekki vernd á Íslandi

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn
4

MAST: Laxadauðinn hjá Arnarlaxi er 470 tonn

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin
5

Ólöglegt að hækka leigu í Berlín næstu fimm árin

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal
6

Skip sem flutt getur 3200 tonn af meltu úr dauðum eldislaxi komið á Bíldudal

Mest lesið í vikunni

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
1

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
3

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Þegar lögreglan er upptekin
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
5

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna
6

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna

Mest lesið í vikunni

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
1

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
2

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
3

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Þegar lögreglan er upptekin
4

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
5

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna
6

Inga Sæland fer með ósannindi um kórónaveiruna

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
6

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
3

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
6

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Nýtt á Stundinni

Reykjavík suðursins

Reykjavík suðursins

Baltasar febrúar: A Little Trip to Heaven

Baltasar febrúar: A Little Trip to Heaven

Erfiðast að halda þessu leyndu

Erfiðast að halda þessu leyndu

Flatneskjan er verst af öllu – mér þykir hún viðsjárverð

Flatneskjan er verst af öllu – mér þykir hún viðsjárverð

Fjölskyldan sameinast í matarást

Fjölskyldan sameinast í matarást

Vesen í Venesúela

Vesen í Venesúela

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

Kennarar senda Áslaugu Örnu opið bréf vegna brottflutnings transdrengs

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Illugi Jökulsson

Vildu hvorki vera þrælar Rússa né Þjóðverja

Hlaðvarp: Stytting vinnuvikunnar

Guðmundur Hörður

Hlaðvarp: Stytting vinnuvikunnar

Sólin í storminum

Melkorka Ólafsdóttir

Sólin í storminum

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

„Við viljum fá fleiri á flug með okkur“

Þjóðarsáttin 30 ára: „Ekkert fer verr með þá lægstlaunuðu en verðbólgan“

Guðmundur Gunnarsson

Þjóðarsáttin 30 ára: „Ekkert fer verr með þá lægstlaunuðu en verðbólgan“