Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Draumur að eiga dúkkubarn

Nokkr­ar sein­fær­ar ung­ar kon­ur hafa að und­an­förnu feng­ið sér dúkk­ur sem þær kalla „dúkku­börn“. Með­al ann­ars er um að ræða dúkk­ur sem fram­leidd­ar eru er­lend­is með fólk í huga sem misst hef­ur barn og vega minnstu dúkk­urn­ar álíka mik­ið og fyr­ir­bur­ar en einnig eins og ný­fætt barn. Dúkk­urn­ar eru hand­gerð­ar og á sum­um þeirra eru manns­hár. Lena Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir og Dag­mar Ósk Héð­ins­dótt­ir eru í hópi fyrr­nefndra kvenna og finna þær fyr­ir mik­illi vernd­ar­til­finn­ingu gagn­vart dúkk­un­um, þær láta dúkk­urn­ar liggja í vögg­um og barna­kerr­um, þær kaupa á þær barna­föt og hugsa í raun um þær að sumu leyti eins og um börn­in þeirra væri að ræða.

Tvær konur heilsa hlýlega. Sú yngri, Lena Ósk Sigurðardóttir, virðist halda á nýfæddu barni. Það er hins vegar dúkkan, eða dúkkubarnið, Amelía Ósk. Sú eldri, Lára Dan Daníelsdóttir, er móðursystir Lenu.

Lena heldur þétt utan um dúkkubarnið sitt nærri því allan tímann sem viðtalið stendur yfir og lítur reglulega á það eins og til að athuga hvort það sofi vært.

„Lena var mjög rólegt barn, hún dundaði sér mikið og var mikil dúkkustelpa. Svo liðu árin og hún sótti alltaf mikið í það að passa og passar meðal annars barnabörnin mín,“ segir Lára, sem er fjögurra barna móðir og á 14 barnabörn. „Þráin eftir því að eignast barn hefur aukist undanfarin ár og hún fór að gera sér grein fyrir því að hún gæti ekki sjálf átt börn og hún er ekki þannig kandítat að hún gæti fengið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár