Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hispurslaus og sjálfmiðuð dónakelling, fyrsta flokks drag og útlagakántrí

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 4.-17. októ­ber.

Hispurslaus og sjálfmiðuð dónakelling, fyrsta flokks drag og útlagakántrí

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Sequences listahátíð

Hvar? Reykjavík
Hvenær? 11.–20. október
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburðinum

Tvíæringa-myndlistarhátíðin Sequences er haldin í níunda skiptið, en hún einblínir á framsækna nútímasjónlist. 34 listamenn taka þátt í hátíðinni að þessu sinni og spannar framlag þeirra vítt svið; tónlist, texta, kvikmyndir, innsetningar, teikningar og skúlptúra svo eitthvað sé nefnt. Heiðurslistamaður hátíðarinnar er Kristinn Guðbrandur Harðarson, en hann hefur verið virkur í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið. Í verkum Kristins á sér stað persónuleg og ljóðræn úrvinnsla á hans nánasta umhverfi þar sem hann notast við fjölbreyttar miðlunarleiðir, texta, útsaum, skúlptúra, veggmálverk, teiknimyndir og gjörninga svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðin er haldin í Ásmundarsal, Bíó Paradís, Fríkirkjunni, Hafnarhúsinu, Harbinger, Kling & Bang, Marshallhúsinu, Nýlistasafninu og Open.

Shakespeare verður ástfanginn

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 4. okt. til 6. nóv. 
Aðgangseyrir: Frá 2.500 kr.

Fáir leikhöfundar eru jafn frægir og skáldið sjálft, William Shakespeare, og hafa ófá verk verið skrifuð um hans persónu. Meðal þeirra var Óskarsverðlaunamyndin Shakespeare in Love sem kom út 1998, en leikrit byggt á sömu sögu hefur farið sigurför um England og er nú komið til Íslandsstranda. Spunnið er frjálslega úr ævi skáldsins í þessum rómantíska gamanleik.

APE OUT: Leikandi tónlist, lifandi leikur

Hvar? Mengi
Hvenær? 4. okt. kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Þessi viðburður markar nýja gerð af tónspuna, en hann felur í sér samspil tveggja djasstónlistarmanna og tölvuleikjaspilara. Gjörningnum svipar til lifandi undirspils þögulla bíómynda, nema þá að í þessum þurfa flytjendur að túlka það sem er að gerast í leiknum í rauntíma. Leikurinn APE OUT er flóttasaga górillu í hefndarhug gegn mennsku föngurum sínum. Gjörningurinn var frumfluttur á Isle of Games í sumar.

Tímaflakk í tónheimum

Hvar? Harpa
Hvenær? 5. okt. kl. 14.00
Aðgangseyrir: Frá 2.600 kr.

Þetta eru fyrstu tónleikar Litla tónsprotans, fjölskylduröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en á þeim er tónleikagestum boðið í tímaflakk um tónheima þar sem Sinfóníuhljómsveitin staldrar við vel valin og merk kennileiti á tímaási tónlistarsögunnar. Hlustendur á öllum aldri verða leiddir á lifandi hátt um lendur og dali, klífa hæstu tinda og kanna dulúðugar sögusagnir um vatnaskrímsli og goðsagnir á þurru landi.

Une Misère, Elli Grill, Volcanova

Hvar? Dillon
Hvenær? 5. okt. kl. 22.00 
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Íslenska dúndursveitin Une Misère hefur verið leiðandi afl í þungarokki á Íslandi, en eitt helsta áherslumál hennar er andleg heilsa ungra karlmanna. Sveitin er komin heim úr sumartúr um Evrópu og gefur breiðskífuna Sermon út næsta mánuð. Með þeim spila Suðurríkja-rokkararnir Volcanova og klikkaðasti og grillaðasti rappari landsins, Elli Grill.

Stórsveit Reykjavíkur fagnar Nat King Cole

Hvar? Harpa
Hvenær? 6. okt. kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 4.990 kr.

Stórsveit Reykjavíkur fagnar 100 ára afmæli stórsöngvarans Nat King Cole og minnist um leið dóttur hans, söngkonunnar Natalie Cole. Flutt verður tónlist frá öllum ferli söngvarans og komið við á hinni vinsælu plötu dótturinnar, Unforgettable, þar sem hún minntist föður síns og söng með honum.

Um tímann og vatnið

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 8. & 22. okt. kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Ný bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, fjallar um stóru breytingarnar sem vísindamenn sjá fyrir sér á næstu 100 árum hvað varðar eðli alls vatns á jörðinni. Þegar jöklar bráðna, hafsborðið rís, höfin súrna og veðrakerfin fara úr jafnvægi. Bókin er ferðasaga, heimssaga og fjölskyldusaga, en Andri Snær heldur nokkur sagnakvöld í tilefni útgáfunnar á stóra sviði Borgarleikhússins.

Fleabag í beinni

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 8. & 13. okt. kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Fleabag hefur hlotið lof sem ein af bestu og skemmtilegustu sjónvarpsseríum þessarar aldar. Þessi persóna, sem er sköpuð og leikin af  Phoebe Waller-Bridge, er ein hispurslausasta, kaldhæðnasta og óvægnasta dónakelling sem komið hefur fram í sjónvarpi. Hugmyndin byrjaði sem einleikur á sviði sem Waller-Bridge er að flytja aftur. Þessi sýning verður sýnd í beinni frá Þjóðleikhúsi Bretlands vörpuð á tjald Bíó Paradís.

Gerum skandala

Hvar? Loft
Hvenær? 10. okt. kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hvort sem þú ert áhugapenni í leit að uppbyggilegri gagnrýni, eða lengra kominn höfundur með ritstíflu þá er þetta kvöld fyrir þig. Aðstandendur (and)menningarritsins Skandali hafa skipulagt þennan viðburð, en ritið snýst allt um frjálsa tjáningu, um að losna við óttann við mistök, að vilja deila verkum. Nokkur vel valin verk verða lesin áður en skrif hefjast, en eftir það býðst þátttakendum að deila afrakstri sínum.

Skúraleiðingar #1

Hvar? Hard Rock Cafè
Hvenær? 10. okt. kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Það verður líf og fjör þegar nokkrar bílskúrshljómsveitir koma úr skúrnum í haust og stinga í samband. Á þremur fimmtudagskvöldum munu þrjár hljómsveitir troða upp í hvert skipti og flytja frumsamið efni og ábreiður í bland. Búast má við rokki, pönki, blús og öðru slíku. Á þessu fyrsta kvöldi koma fram Kallabandið, Nostalgía og Band nútímans.

Moses Hightower

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 11. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 5.900 kr.

Ljúflingarnir í Moses Hightower gáfu út plötuna Fjallaloft fyrir tveimur árum, en á henni heldur hljómsveitin áfram að fjalla um náin viðfangsefni á blíðan hátt með silkimjúku undirspili. Haldnir voru útgáfutónleikar í Háskólabíói 2017, en sveitin segir að færri komust að en vildu og því blása þeir til aukatónleika tveimur árum síðar.

Hrekkjavökusýning Drag-Súgs

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 11. okt. kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Dragdrottningarnar (og -konungarnir) í kabaretthópnum Drag-Súgur fagna hrekkjavöku snemma með sérstakri sýningu fullri af glamúr og blóði. Búast má við gríni og glensi og metnaðarfullum tilþrifum sem RPDR mætti taka sér til fyrirmyndar. Ástralski grínistinn Jonathan Duffy er kynnirinn þetta draugalega kvöld.

Krummi

Hvar? Djúpið, Hornið
Hvenær? 12. okt. kl. 21.00 
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Krummi Björgvinsson hefur komið víða við í tónlistarsögu Íslands, en hann var einn af forsprökkum Mínuss, Legend, Esju og Döpur. Nú hefur hann skilið eftir rafmögnuðu hljóðfærin og öskrin og fundið sig með sólóverkefni sem er skírskotun í þá þjóðlagatónlist og útlagakántrí sem var vinsælt á sjötta og sjöunda áratugnum.

Eintal

Hvar? Listasafn íslands
Hvenær? 12. okt. til 26. jan.
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Eintal er yfirlitssýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur (1953−1991) sem kom stuttlega fram á sjónarsviðið á níunda áratug síðustu aldar með eftirminnilegum hætti. Expressjónísk málverk Jóhönnu Kristínar vöktu eindæma hrifningu samferðamanna hennar og lofuðu gagnrýnendur einum rómi þennan unga listamann sem þótti óvenju þroskaður og fágaður. Samhliða þessari yfirlitssýningu verður gefin út bók um listferil Jóhönnu.

EITTHVAÐ úr ENGU

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? Til 12. jan.
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Magnús Pálsson á að baki sér langan feril sem listamaður og kennari, en hann hefur unnið í sýningum í leikhúsum, sem gjörningalistamaður og myndlistarmaður. Á þessari sýningu er áherslan á efnislegan myndheim listamannsins. Valin eru saman verk frá því snemma á sjöunda áratugnum til samtímans sem endurspegla þá frjósömu hugsun sem einkennir verk Magnúsar. Hinn 17. október klukkan 20.00 býður sýningarstjóri upp á leiðsögn um sýninguna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár