Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Þegar Klaus Ortlieb kom fyrst til Íslands sem ungur maður varð hann ástfanginn af litum og fegurð Reykjavíkur. Nú þykir hóteleigandanum hins vegar höfuðborgin hafa misst sinn sjarma og vera á góðri leið með að tapa flestu því sem gerir hana sérstaka. Hann kennir stefnuleysi yfirvalda um og segir hrun blasa við í ferðamannabransanum.
Ég kom fyrst hingað til Íslands snemma á þrítugsaldri, eða var það jafnvel fyrr?“ segir Klaus Ortlieb í hálfum hljóðum og hugsar sig um stutta stund. Hann hefur tekið á móti blaðamanni Stundarinnar á Hlemmi Square, hótelinu sem hann á og rekur í félagi við vin sinn, Auðun Guðmundsson. Fyrsta spurningin sem hann hefur fengið er dæmigerð. Hvað varð til þess að hann gerði Reykjavík að sínu öðru heimili? „Ég staldraði alltaf við í tvo daga og gisti í Reykjavík. Ég varð ástfanginn af öllum litunum og fegurð Reykjavíkur. Ég féll líka fyrir Íslendingum, hegðun þeirra og viðhorfi til lífsins. Þeir voru alltaf til í partí en samt tilbúnir að leggja hart að sér í vinnu. Næturlífið var þá þegar orðið nokkuð gott og auðvitað þurfti ég sem ungur maður að njóta þess. Mér fannst þetta frábær borg og finnst það enn, þó að margt hafi því miður breyst til …
Athugasemdir