Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
2

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
3

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
4

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Nei, nei og aftur nei!
7

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Jökull Sólberg Auðunsson

Stofnun sem sinnir sínum en ekki okkur

„Vegagerðin er í rauninni með umboð sem er ómögulegt að uppfylla nema að rústa borginni og ógna öryggi einmitt þeirra sem hafa tekið lífstílsákvarðanir sem draga úr umferðarteppum,“ skrifar Jökull Sólberg. „Eltingaleiknum við aukið flæði er senn að ljúka. Íbúar láta ekki bjóða sér upp á þetta lengur.“

Jökull Sólberg Auðunsson

„Vegagerðin er í rauninni með umboð sem er ómögulegt að uppfylla nema að rústa borginni og ógna öryggi einmitt þeirra sem hafa tekið lífstílsákvarðanir sem draga úr umferðarteppum,“ skrifar Jökull Sólberg. „Eltingaleiknum við aukið flæði er senn að ljúka. Íbúar láta ekki bjóða sér upp á þetta lengur.“

Stofnun sem sinnir sínum en ekki okkur

Vegagerðin hefur tvö megin umboð: öryggi og flæði. Þetta er ekki ósvipað Seðlabanka Bandaríkjanna; þar á bæ þurfa sérfræðingar að vega og meta tvenn umboð — atvinnustig og fjármálastöðugleika. Það er ekki alltaf auðvelt þegar þessi umboð stangast á. Hvort verður þá ofan á? Fyrir Vegagerðina hlýtur það að vera öryggið. Eða hvað?

Öryggisumboðið segir sig sjálft: Það ætti ekki að fara í framkvæmdir ef þær leiða til slysa og dauða. Ef Vegagerðin kemst upp með að stýra virkum fararmátum frá sínum mannvirkjum þá heppnast þetta ágætlega. Óþveranleg mislæg gatnamót, rampar, vegrið, grindverk o.fl. fylgihlutir hraðbrauta hjálpa til við að hafa umhverfið sterílt og einhæft; þ.e.a.s. bílvænt. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að þjóðvegir eru sumir í miðjum íbúðahverfum og þá hefur hönnun allt of sjaldan tekið mið af þörfum þeirra sem þurfa að þvera og nota þessi mannvirki til að sækja grunnþjónustu á borð við grunnskóla, hverfisverslun og strætóskýli. Við sáum hræðilegt slys í Vesturbæ á Hringbraut þar sem hraðinn var alltof mikill. Það sama er upp á teningnum í Hlíðum en ástandið er í raun enn verra þar því umferðarþunginn er meiri og skiltahraði 60km/klst á þjóðvegum sem umkringja og skera hverfi í sundur; Bústaðavegur, Kringlumýrabraut og Miklabraut.

Flæðisumboð Vegagerðarinnar er flóknara. Vegagerðin ber ábyrgð á að sinna eftirspurn bílferða sem eykst á hverju ári án þess að landsvæði sé fyrir hendi til að anna þeirri eftirspurn. Einu lausnirnar eru aukinn hlutur ferðamáta sem nýta þetta takmarkaða landsvæðið betur: gangandi, hjól og strætó. Vegagerðin er komin á vegg og það er í rauninni lítið hægt að gera. Jú nema eitt ...

Örvæntingarfull lausn hjá Vegagerðinni er sú að taka minna tillit til gangandi, hjólandi og strætó. Það eykur flæði bíla til skamms tíma því þá er hægt að loka gönguljósum, fækka forgangsreinum strætó og gefa bílum meiri tíma til að hleypa þeim yfir gatnamót. Ávinningurinn er skammvinnur því allt svona eykur enn á hlut bíla og það endar að sjálfsögðu bara á því að Vegagerðin er aftur farin að pæla hvernig má auka flæði þegar enn fleiri nýta sér þennan bætta forgang bílsins, flytja í úthverfi og fjölga bílum heimilisins. Snattbíllinn lifði af þann bardagann, en tapar stríðinu þegar hann situr aftast í halarófunni nokkrum mánuðum síðar. 

Áhersla á forgang gangandi er ekki gæluverkefni meirihluta borgarstjórnar. Meðal langflestra skipulagsfræðinga og allra sveitarfélaga ríkir sátt um að auka hlut virkra fararmáta og strætó. Sjálfsagt er að setja spurningamerki við allar umferðarhvetjandi aðgerðir í því samhengi, sama hversu sjálfsagðar þær þykja fyrir þeim sem horfa pirraðir í gegnum stýrið á bílnum og sjá eftir því að hafa ekki keypt sér rafhjól þann morguninn. Íbúar í hverfinu eigi þar að auki sjálfsagða kröfu á að börn og aðrir geti gengið og hjólað um hverfið sitt með öruggum hætti. 

Ég hugsa oft út í þetta flæðisumboð. Er þetta ekki alltof vítt og samhengislaust umboð? Vegagerðin er í rauninni með umboð sem er ómögulegt að uppfylla nema að rústa borginni og ógna öryggi einmitt þeirra sem hafa tekið lífsstílsákvarðanir sem draga úr umferðarteppum. Eltingaleiknum við aukið flæði er senn að ljúka. Íbúar láta ekki bjóða sér upp á þetta lengur. Við vitum að það er ekki til borgarland fyrir fleiri einkabíla. Borgarlínan, hjól og strætó er ljósleiðaravæðing en Vegagerðin er að finna upp örlítið betri leiðir til að nýta koparinn. Hingað og ekki lengra.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
2

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
3

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
4

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Nei, nei og aftur nei!
7

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Nei, nei og aftur nei!
3

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Nei, nei og aftur nei!
3

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Nýtt á Stundinni

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

·
Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·