Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Stundin #106
Nóvember 2019
#106 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. desember.

Henry Alexander Henrysson

Ekki treysta Alþingi

Almenningur ber að mörgu leyti mjög takmarkaðar skyldur gagnvart kjörnum fulltrúum. Hin siðferðilega skylda um að efla traust liggur hjá kjörnum fulltrúum en ekki hjá stjórnsýslu eða almenningi.

Henry Alexander Henrysson

Almenningur ber að mörgu leyti mjög takmarkaðar skyldur gagnvart kjörnum fulltrúum. Hin siðferðilega skylda um að efla traust liggur hjá kjörnum fulltrúum en ekki hjá stjórnsýslu eða almenningi.

Ekki treysta Alþingi

Fólk virðist gjarnan á þeirri skoðun að það þjóni takmörkuðum tilgangi að greina siðferðileg hugtök. Hugmyndin virðist vera sú að við höfum til að bera einhvers konar persónubundna tilfinningu fyrir þessum hugtökum. Þau hafi merkingu fyrir okkur og siðferðileg umræða sé í raun ekkert annað en lýsing á tilfinningu okkar fyrir ýmsum birtingarmyndum siðferðislífsins. „Traust“ er dæmi um svona hugtak sem kemur reglulega upp í samræðum. Og þar sem við flest höfum tilfinningu fyrir því hvernig og hvort við treystum öðru fólki, og hvers vegna það er mikilvægt, þá segir fólk  ýmislegt um traust í krafti þess að það geti í raun ekki haft rangt fyrir sér. Það byggi í raun allt eingöngu á persónulegum upplifunum.

Heimspeki gerir ráð fyrir að ofangreint viðhorf, að nota megi gildishlaðin hugtök eins og manni sýnist, sé ekki alls kostar rétt. Þetta er ein ástæða þess að heimspekingar geta þótt ákaflega leiðinlegir – þeir skemma oft og tíðum góða stemningu sem hefur myndast í kringum það að tiltekin umræða fær að fara um víðan völl þar sem hver og einn hamrar á því sem honum finnst. 

En aftur að trausti og hvernig við ræðum um það. Í raun má segja að hugtakið sé orðið harla klisjukennt í samtímanum og beri mörg merki þess að gripið sé til hugtaksins án þess að mikil yfirvegun liggi þar að baki. Hver veit nema það sé þó eðlilegt að það beri oft á góma þessi misserin. Býsna mörg svið samfélagsins líta svo á að verkefni þeirra sé að efla traust á sér. Efnahagslífið horfir til umróts í kjölfar fjármálahrunsins, vísindasamfélagið til þess veruleika sem hið svokallaða „plastbarkamál“ kynnti fyrir þjóðinni, og svona mætti lengi telja. Það sem fólk upplifir sem skort á trausti er augljóslega mikið áhyggjuefni.

„Raunverulegt traust getur hins vegar aldrei krafist þess að maður harki af sér og láti eins og mótaðilinn sé þegar trúverðugur “

Annað klögumál gagnvart heimspekingum heldur en það að þeir eigi það til að skemma góða stemningu er að þeir skapi loftkastala um fyrirbæri tilveru okkar sem fólk tengir almennt ekki við. Þegar kemur að trausti á þessi ávirðing alls ekki við svo ég viti til. Heimspekileg greining á þessu hugtaki, eins og mörgum öðrum, byggist ekki síst á að leita í hversdagslegasta skilninginn á því og leiða svo fullyrðingar röklega af þeim skilningi. Í raun reyna flestir þeir heimspekingar sem ég veit um að finna sér upphafspunkt í því hvernig við þekkjum traust á eigin skinni. Og ég veit ekki um betri birtingarmynd trausts heldur en hvernig það verður til í nánu sambandi tveggja einstaklinga. Í vissum skilningi má segja að þar sé um að ræða nokkurs konar kjörmynd trausts. Hvort sem er í vináttu- eða ástarsambandi vex traust í nánum samskiptum þar sem aðilar sýna að þeir geri sér grein fyrir hvers hlutverkið krefst af þeim. Líklega er helsta birtingarmynd þessa að fólk sýni að það ætlar að deila hagsmunum sínum með öðrum einstaklingi. Trúverðugleiki manns sem maki eða vinur eykst við að láta ekki eins og eigin þarfir eigi ávallt að ganga fyrir. Og þá leyfir sá sem treystir sér þá berskjöldun sem raunverulegt traust krefst. Maður treystir ekki öðrum einstaklingi ef maður er alltaf á verði.

Vissulega eru til undantekningar frá þessum grundvallarskilningi á trausti. Stundum er traust til dæmis ekki persónubundið og snýst um almenn samfélagsleg gæði. Við gerum til dæmis ráð fyrir að það fólk sem við hittum á förnum vegi hagi sér eins og manneskjur. En þá erum við ekki að tala um raunverulegt traust heldur fremur að fólk sé fyrirsjáanlegt í hegðun. Að það sé áreiðanlegt. Hér greina heimspekingar milli þess að maður reiði sig á einhvern og að maður treysti viðkomandi. Annað dæmi þar sem hugtakið „traust“ er notað án þess að um traust sé að ræða er þegar við segjumst ætla að treysta einhverjum en gerum það í raun ekki. Þannig er vissulega til nokkurs konar traust í meðferðarskyni sem nota má til að komast út úr vítahring vantrausts. Þekktasta birtingarmynd þessa er að á vissum tímapunkti verður að treysta ungu fólki til að gera hluti upp á eigin spýtur. Ef þetta unga fólk verður sífellt vart við vantraust er hætt við að það verði aldrei nægilega myndugt til að takast á við verkefnin sem lífið býður upp á. Yfirleitt neyðir fólk sjálft sig til að treysta á þennan hátt vegna þess að það ber vissar skyldur til viðkomandi. Slíkt traust er nokkuð sem foreldrum ber að sýna börnum á einhverjum tímapunkti. Raunverulegt traust getur hins vegar aldrei krafist þess að maður harki af sér og láti eins og mótaðilinn sé þegar trúverðugur. 

Alþingi

Ástæðan fyrir því að ég sting niður penna í þetta sinn og skrifa um traust er að ég var beðinn um að tala á málþingi fyrir nokkru síðan þar sem rætt var um hvernig hægt væri að auka traust til Alþingis. Nú eru væntanlega gerðar kannanir reglulega á því hvort fólk beri traust til þingsins. Sjálfur hef ég aldrei verið spurður og ég áttaði mig á því þar sem ég undirbjó erindi mitt að ég ætti nokkuð erfitt með að svara spurningunni. Ég verð að viðurkenna að ég geri mér ekki fulla grein fyrir því hvað það er sem verið er að leita eftir með því að spyrja almenning hvort hann treysti þessari tilteknu stofnun samfélagsins. Mér sýnist þó helst þrennt koma til greina.

Í fyrsta lagi gæti verið spurt um traust til starfsfólks þingsins. Án þess að ég viti nokkuð um það geri ég ráð fyrir að velta starfsfólks sé ekki mikil á þessum vinnustað og starfsfólkið því fremur en alþingismenn sem mynda einhver konar samstæða heild – nokkurs konar kjarna Alþingis. Ég verð þó að viðurkenna að ég veit ekkert um þá menningu sem er til staðar meðal starfsmanna og ég satt best að segja efast um að verið sé að spyrja um traust til þeirra í þeim könnunum sem ég var að vísa til. Í öðru lagi gæti það fólk sem stendur á bakvið kannanir sem mæla traust til Alþingis verið að vísa til stærra mengis heldur en einungis eins tiltekins hóps innan þings. Þar gæti til dæmis verið vísað til þess sem stundum er nefnt „þingheimur“. Er þá í daglegu tali yfirleitt verið að vísa til kjörinna fulltrúa sem sitja á þingi en það er svo sem ekkert því til fyrirstöðu að láta hugtakið ná einnig yfir starfsfólk, hefðir og siði. En hér gildir það sama og áður. Mér finnst þetta áhugaverður flötur og væri til í að skoða ýmislegt í kringum ólíkar skyldur innan þingheims í þessum víða skilningi og hvernig þær skyldur gætu tengst því trausti sem við berum til Alþingis. Mig grunar hins vegar að ekki sé verið að spyrja um það.

Mér sýnist því að spurningin um traust til Alþingis felist í raun í annarri og einfaldari spurningu: Treystum við alþingismönnum? Mig grunar hins vegar að flestum finnist ákaflega erfitt að svara þeirri spurningu. Hvað er átt við með henni? Er til einn alþingismaður sem ég treysti? Varla er verið að spyrja að því. Treysti ég meirihluta þingmanna? Líklega er það sem átt er við. Spurningin virðist vera sú hvort maður telji að til staðar sé trúverðugur meirihluti þingmanna sem saman getur leitt mál til lykta þannig að stofnunin gegni hlutverki sínu. En ég hef aldrei séð spurninguna orðaða á þennan hátt þannig að ég get einungis getið mér þess til að markmiðið sé að fá fram þetta viðhorf almennings. Við það bætist að ef maður ber alls ekki traust til hluta þingmanna – sem til dæmis kemur í veg fyrir að meirihlutinn nái í gegn með sín mál – þá getur maður varla svarað spurningunni um traust til Alþingis á jákvæðan máta.

„Raunverulegt traust verður til við það að einstaklingar gangist í orði og athöfnum við hlutverki sínu“

Hér er gott að hafa þann skilning á trausti í huga sem ég nefndi að ofan. Raunverulegt traust verður til við það að einstaklingar gangist í orði og athöfnum við hlutverki sínu. Við þurfum ekki að treysta neinum í einu og öllu. Ég gæti treyst vini mínum fyrir mínum helstu leyndarmálum en ekki til að mála vegg heima hjá mér. Vinir þurfa ekki að geta málað veggi (þótt það sé oft kærkomið). Maður lendir í ógöngum þegar maður reynir að svara því hvort maður treysti hópi fólks þar sem sumir eru trúverðugir í hlutverkum sínum og aðrir ekki. Og þá gildir víst að maður ætti að hugsa sig tvisvar um áður en maður kýs að svara ekki. Eina lausnin sem ég sé í stöðunni er að spyrja einmitt ekki hvort maður beri traust til Alþingis heldur hvort maður beri traust til einstakra þingmanna. Þetta kann að þykja ókurteis nálgun en ef við ætlum að tengja raunverulegt traust við þessa umræðu þá sé ég enga aðra leið. Einstakir kjörnir fulltrúar geta nefnilega unnið skipulega að því að auka trúverðugleika sinn með því að sýna í orði og verkum að þeir skilji hvað í hlutverki þeirra felst. Í raun og veru er þetta spurning um hæfni í hlutverkinu – að maður geti gert sjálfum sér og öðrum grein fyrir því hvernig maður ætlar að inna hlutverk sitt af hendi.

En hvað með traust í meðferðarskyni? Fyrst maður virðist ekki geta ákveðið að treysta öðru fólki í raun og veru, getum við þá ekki látið eins og við treystum þeim? Eigum við ekki að svara alltaf játandi þegar við erum spurð um traust til Alþingis til þess að efla anda innan þings? Erum við ekki að fóðra vítahring vantrausts með því að viðurkenna að við treystum okkur ekki til að fullyrða að við berum traust til Alþingis? Hér er að mörgu að gæta. Það sem ég vil helst draga fram í þessu sambandi er að almenningur ber að mörgu leyti mjög takmarkaðar skyldur gagnvart kjörnum fulltrúum. Skuldbindingin gengur öll í hina áttina, ef svo má að orði komast. Hin siðferðilega skylda um að efla traust liggur hjá kjörnum fulltrúum en ekki hjá stjórnsýslu eða almenningi.

Á traust við um einstaklinga eða stofnanir?

Nú gæti einhver spurt hvort við eigum þá almennt ekki að treysta stofnunum. Ég er satt best að segja frekar á þeirri skoðun. Traust krefst þess að við leyfum okkur að vera berskjölduð og ég sé enga ástæðu til þess að treysta samsettum einingum þar sem erfitt er að gera sér grein fyrir hvað ræður stefnum, ferlum og ákvörðunum. Ég myndi því svara þessari spurningu játandi. Þrátt fyrir að ólíkar stofnanir og fyrirtæki tali stöðugt um traust eins og um eign sé að ræða þá held ég að mikið af þeirri umræðu byggi á misskilningi. Og ég held að samfélagið sé í raun á sama máli. Við gerum sífellt meiri kröfur um gagnsæi og fyrirsvar í rekstri. Þá skiptir einu hvort það er opinber rekstur eða á höndum einstaklinga. Þrátt fyrir harða baráttu hagsmunaaðila um minna eftirlit og meira traust þeim til handa þá held ég að stemningin sé sú að allur almenningur hefur takmarkaðan áhuga á að vera berskjaldaður gagnvart þeim sem sýsla með sjóði hans og aðrar eignir. Stjórnmálalíf og stjórnsýsla hefur ekki farið varhluta af þessari þróun. Eftirlitið hefur verið hert á mörgum sviðum eins og eðlileg og opinber hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa er ágætt dæmi um. 

„Hver veit nema að alþingismenn gætu í framtíðinni almennt talist trúverðugir líkt og læknar á spítölum“

En er það virkilega svo að traust sé að hverfa úr hinu opinbera lífi? Er þetta ekki full dökk mynd sem ég hef rissað upp í þessum pistli? Getum við bara treyst einstaklingum en aldrei stofnunum eða fyrirtækjum? Í þessu sambandi má benda á tvennt. Í fyrsta lagi er ekkert því til fyrirstöðu að tala um áreiðanleika stofnana og fyrirtækja. En þá er ekki um traust að ræða. Á hinn bóginn kann einhver að benda á að enn eru til hópar fólks sem við treystum í krafti hlutverks þess en ekki vegna einstaklingsbundinnar hæfni. Við treystum þannig flest heilbrigðisstarfsfólki á spítölum án þess að við leiðum hugann mikið að því hvaða eftirlit sé með störfum þess. Og mörg þekkjum við hversu berskjölduð við erum þegar við treystum uppeldisstarfsfólki fyrir börnum okkar. Það má til sanns vegar færa að enginn starfar í þessum stéttum án eftirlits, en ég held að traustið sé til staðar án þessa eftirlits. Við treystum slíku fagfólki í krafti þess að við höfum sannfærst um að fagstéttin gæti þess að meðlimir skilji og geri sér grein fyrir því hvaða siðferðilegu kröfur felast í starfi þeirra.

Ég held að það gæti alveg reynst rétt ábending að mögulega gætu kjörnir fulltrúar að lokum náð þeim áfanga að við treystum þeim einfaldlega í krafti stöðu þeirra. Hver veit nema að alþingismenn gætu í framtíðinni almennt talist trúverðugir líkt og læknar á spítölum. Kannski. Og þá gætum við mögulega svarað því játandi þegar við erum spurð hvort við berum traust til Alþingis. En þá ber að hafa það í huga að þær stéttir sem ég hef nefnt hér að ofan hafa ekki bara náð þessari einstöku stöðu í samfélaginu á einni nóttu. Hér er um áratuga (ef ekki lengra) starf að ræða þar sem gætt hefur verið að því að skrá, innleiða og útskýra hvað í hlutverkinu felst. Stundum er ég bjartsýnn á að alþingismenn ýti frá sér stundarágreiningi og leggi saman í slíka vegferð. Oft er ég svartsýnn. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
1

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
2

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
4

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
5

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum
6

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
5

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Strákarnir
2

Gunnar Jörgen Viggósson

Strákarnir

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
3

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
4

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“
5

Tengja uppsagnir hjá Morgunblaðinu við kjarabaráttu: „Þér kemur einfaldlega ekkert við hvað ég er með í laun“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
6

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Áhrif mislinga á ónæmiskerfið

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Sigurborg Ósk

Tekist á við loftslagsvandann með endurhönnun borgarinnar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“