Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
2

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
3

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
4

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Nei, nei og aftur nei!
7

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

How do you like Iceland, Mr. Pence?

Það þurfti ekkert minna en sjö flugvélar til að flytja varaforseta Bandarikjanna til landsins í stutta heimsókn en hann er svarinn andstæðingur kenninga um hamfarahlýnun af mannavöldum. Hann átti reyndar ekki erindi við okkur heldur Kínverja.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Það þurfti ekkert minna en sjö flugvélar til að flytja varaforseta Bandarikjanna til landsins í stutta heimsókn en hann er svarinn andstæðingur kenninga um hamfarahlýnun af mannavöldum. Hann átti reyndar ekki erindi við okkur heldur Kínverja.

How do you like Iceland, Mr. Pence?

Mike Pence flýgur um heiminn, með hárgreiðslu sem haggast ekki, hann brosir með postulínstönnunum sínum og tekur í útréttar hendur. Hann er næstráðandi voldugustu þjóðar í heimi. Hann ákveður sjálfur hverja hann hittir og um hvað er talað. 

Flugvélin hans Mike stoppaði í sjö tíma á Keflavíkurflugvelli. Mike ákvað að drepa hérna niður fæti og honum fylgdu sjö herflugvélar og hundrað manna lið starfsfólks og öryggisvarða. Varaforsetahjónin veifuðu til viðstaddra þegar þau stigu út úr einkaþotunni Air Force Two. Umferð um borgina sætti ströngum takmörkunum meðan stórmennið Pence dvaldi hér og sums staðar var reyndar lokað fyrir umferð alfarið. Þá skriðu leyniskyttur á maganum á nærliggjandi húsþökum.

En það er víst mjög mikill heiður að fá þennan varaforseta Bandaríkjanna hingað í heimsókn, þótt hann sé vond manneskja, grimmur við börn á flótta, hatursmaður hinsegin fólks, andstæðingur kvenfrelsis og ofstækismaður í trúmálum og andstæðingur allra mótvægisaðgerða gegn hamfarahlýnun. Það er samt mikilvægt að hann geti flogið hingað í einkaþotunni með herþoturnar sér við hlið og talað við hann Guðlaug Þór um nauðsyn þess að auka vígbúnað og svo auðvitað gagnkvæm viðskipti og fjárfestingar. Það er líka mikill heiður að hann skuli stinga upp í sig snittu í félagi við forsetahjónin, og stórkostlegur diplómatískur sigur að þau stingi saman nefjum á Keflavíkurflugvelli, Katrín og Pence. 

„Meðan íslenska þjóðin vonaði að athygli stórmennisins stækkaði hana sjálfa varð niðurstaðan þvert á móti sú að við vorum svo lítil og heimóttarleg“

Ekkert sem sagt og gert var á þessum sjö tímum mun þó breyta Pence í eitthvað annað en Pence. Menn eins og hann taka líka ekkert tillit til sjónarmiða annarra yfirhöfuð. Og meðan íslenska þjóðin vonaði að athygli stórmennisins stækkaði hana sjálfa varð niðurstaðan þvert á móti sú að við vorum svo lítil og heimóttarleg í þessu samhengi að það skilur eftir sig óhugnað í sálinni. 

Hér skiptist fólk í fylkingar, þá sem vilja taka á móti honum vegna þess að hann er fulltrúi allra Bandaríkjamanna en koma á framfæri kurteisislegum mótbárum og þá sem vilja að hann láti okkur í friði. Þriðja fylkingin vill sleikja á honum hendurnar í von um að hann gefi þeim eitthvað í staðinn.

Af því fæstum okkar líkar við Pence var reynt að ráða í táknmál heimsóknarinnar. Af hverju var forsetafrúin í hvítri dragt? Af hverju var Guðni forseti með armband í regnbogalitunum? Ætli Pence hafi tekið eftir regnbogafánum verkalýðshreyfingarinnar og Advania?

„Við vorum eins og indjánaþjóðflokkur að virða fyrir okkur hvíta manninn eða lítið sveitarfélag fyrir austan að fagna Alcoa“

Við vorum eins og indjánaþjóðflokkur að virða fyrir okkur hvíta manninn eða lítið sveitarfélag fyrir austan að fagna Alcoa á sínum tíma, með flissandi ráðherra í stuttu pilsi, knékrjúpandi sveitarstjórnarmenn, lítil eftirvæntingarfull börn með blóm og náttúruverndarfólk að gera gjörninga í bakgrunninum.

Ritstjóri Morgunblaðsins fagnaði Pence og átti jafnvel von á að stórmennið gaukaði einhverju góðu að vinum sínum, „hafnaraðstöðu eða „gjaldeyrislínu“. Fleiri sáu gríðarleg tækifæri í heimsókninni, Ísland stæði með pálmann í höndunum, hlýnun jarðar hefði sett okkur aftur á alheimskortið og nú vildu allar stórþjóðir vera vinir okkar.

Nokkrir stjórnmálamenn fá af sér mynd með Pence. Allir hafa skoðun á Pence. Hann hefur hins vegar enga skoðun á okkur. Honum finnst við nauðaómerkileg. Hann hefði alveg eins getað farið út í Surtsey og drukkið kaffið sitt í félagi við sjófuglana.

Þegar tækifæri gafst lyfti Pence upp annarri afturlöppinni og pissaði og þakkaði okkur innvirðulega fyrir að hafa hafnað boði Kínverja um að taka við mútufénu, Belti og braut. Flestir sperrtu eyrun, því það var náttúrlega ekki gott að maðurinn hefði komið alla þessa leið til að þakka fyrir eitthvað sem við höfðum alls ekki gert. En tilgangi heimsóknarinnar var þar með náð, það var búið að koma skilaboðum til Kínverja um að láta Ísland í friði. Bandaríkin ættu þetta svæði. Og það var búið að koma þeim skilaboðum til okkar að ef við þæðum boð Kínverja færum við gegn vilja Bandaríkjanna.

„Það var búið að koma þeim skilaboðum til okkar að ef við þæðum boð Kínverja færum við gegn vilja Bandaríkjanna“

Og skyndilega fékk heimsóknin og þetta viðskiptamót hans Guðlaugs Þórs á sig allt annan blæ. Er eitthvað sem heitir „frjáls viðskipti“ á tímum harðnandi átaka stórveldanna? Hvað er verið að versla með? 

En Mike var búinn að ljúka sínu erindi, eftir var bara að hitta forsætisráðherrann okkar, hana Katrínu, sem tókst bara þokkalega vel að halda haus í þessum félagsskap. Það var fallegt og krúttlegt en Pence dustar bara jakkaboðunginn áður en hann fer aftur upp í flugvélina sína.

Sjálf heimsóknin skilur ekkert eftir sig nema óbragð í munni, daufa brennisteinslykt, risastórt kolefnisspor, eitrað loft úr rassi herflugvéla og svo ómerkilegt kurteisishjal að orðin detta dauð til jarðar ofan í kaffibollana eða vínglösin eða hvað það er sem svona mikilvægt fólk drekkur, áður en þau ná eyrum viðmælanda síns.

Pence er áfram bara Pence og Katrín, Guðni og Guðlaugur Þór eru Katrín, Guðni og Guðlaugur Þór.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
2

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
3

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
4

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Nei, nei og aftur nei!
3

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Nei, nei og aftur nei!
3

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Nýtt á Stundinni

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

·
Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·