Mest lesið

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
1

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Á milli okkar er strengur
2

Á milli okkar er strengur

Frelsaði sig frá fortíðinni
3

Frelsaði sig frá fortíðinni

Vara við sprengihættu hjá tíu brugghúsum
4

Vara við sprengihættu hjá tíu brugghúsum

Mjólk jórturdýra gefin börnum í þúsundir ára
5

Mjólk jórturdýra gefin börnum í þúsundir ára

Doktorsnemar hrekjast frá Íslandi
6

Doktorsnemar hrekjast frá Íslandi

Bolsonaro vefur Brasilíu um fingur sér
7

Bolsonaro vefur Brasilíu um fingur sér

Stundin #104
Nóvember 2019
#104 - Nóvember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 13. nóvember.

Jón Trausti Reynisson

Heimsókn frá heimsógn

Við eigum ekki lengur samleið með Bandaríkjunum.

Jón Trausti Reynisson

Við eigum ekki lengur samleið með Bandaríkjunum.

Heimsókn frá heimsógn
Mike Pence í Höfða Varaforsetinn kom til Íslands í því skyni að vara við Kínverjum og Rússum. Hér í Höfða, þar sem drög voru lögð að kjarnorkuafvopnunarsamningi við Sovétríkin, en skammt er síðan stjórn Trumps og Pence rifti honum.  Mynd: Pressphotos

Sumar heimsóknir sýna okkur umfram allt að sambandið við gestinn er breytt. Þú finnur það þegar hann leggur bílnum fyrir utan, eða bara sprengiþotunni sem getur borið 16 kjarnorkusprengjur, eða þegar hann lokar Reykjanesbrautinni, Sæbrautinni og Borgartúninu og raðar í kringum sig leyniskyttum af ótta við aðra í kringum sig.

Síðast þegar Bandaríkjaforseti heimsótti Íslands, árið 1986, var það til að semja um samstarf og afvopnun. Erindi Mike Pence varaforseta til Íslands í vikunni var öfugt, að ýta undir klofning og vígbúnað, í eftirfylgni við Donald Trump. Þetta gerist aðeins mánuði eftir að kjarnorkuafvopnunarsamningur Bandaríkjanna og Rússa, afrakstur fundar Ronalds Reagans og Mikhaíl Gorbatsjovs í Höfða 1986, var endanlega afskrifaður af ríkisstjórn Donalds Trump.

Dagana fyrir heimsóknina höfðu hergögn streymt til landsins og okkur var greint frá því að Ísland væri útstöð fyrir njósnaflugvél sem getur borið 16 kjarnorkusprengjur. Þetta er í forsætisráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur, sem hafði meðal annars verið einn flutningsmanna þingsályktunartillögu um bann við kjarnavopnum og hefur stutt að gera Ísland að kjarnorkuvopnalausu landi.

Örlitlu fyrir heimsókn varaforsetans hafði yfirboðari hans krafið tilvonandi gestgjafa sína um kurteislegt svar við tilboði um að kaupa næsta nágrannaland okkar og innlima það í Bandaríkin. 

Þetta var þannig að skömmu eftir að við kvöddum Okið, fyrsta jökulinn af mörgum til að hverfa, tökum við á móti manni sem vill afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum.

Nokkru áður en hann kom fögnuðum við sameiginlega frelsinu og fjölbreytileikanum á Hinsegin dögum. Gesturinn okkar hefur hins vegar í besta falli beitt sér gegn auknum réttindum samkynhneigðra og í versta falli beinlínis stutt afturför, til dæmis með því að berjast fyrir innleiðingu laga sem heimila mismunun á grundvelli trúarbragða.

Samlandi gests okkar mótmælti hátíðinni með því að strunsa út úr Hallgrímskirkju, vegna fána til stuðnings því að fólk hafi frelsi til að fylgja eigin kynhneigð og sjálfsmynd. 

En við getum ekki dæmt gestinn okkar út frá samlöndum hans, því það væru fordómar.

Alið á ótta við fólk

Ríkisstjórn Mike Pence, undir forsæti Donalds Trumps, dæmir hins vegar og meðhöndlar fólk út frá uppruna.

Þeir bönnuðu fólki frá sex löndum að ferðast til Bandaríkjanna, vegna þess að fólkið gæti verið hryðjuverkamenn, þótt enginn í Bandaríkjunum hefði fallið fyrir hendi þarlends hryðjuverkamanns.

En þegar krónprinsinn í upprunalandi 15 af 19 fjöldamorðingjunum frá 11. september 2001 var staðinn að morði á blaðamanni, brást forsetinn hins vegar við honum til stuðnings.

Forsetinn heldur fjöldafundi þar sem hann lýsir innflytjendum sem „innrás“ og nauðgurum, þótt „sumir séu líklega gott fólk“.

Eftir að hvítur fjöldamorðingi reyndi að „skjóta eins marga Mexíkóa og hann gæti“ í El Paso til að stöðva „innrásina“, stillti forsetinn sér upp skælbrosandi með þumalinn á lofti við hlið ungbarns sem var nýorðið munaðarlaust.

Eiga börn í haldi bandarískra yfirvalda rétt á sápu og svefni? Það er spurningin, sem þeir reyndu að svara neitandi.

Nýlega hvatti forseti Bandaríkjanna tvær þingkonur til að yfirgefa Bandaríkin, og fara „heim“, þar sem þær eru múslimar. Hann sannfærði forsætisráðherra Ísraels um að banna þeim að ferðast til landsins. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur breytt flokkun sinni á „gyðingahatri“ með þeim hætti að það nær yfir áskoranir um að sniðganga Ísraelsríki. Gagnrýni á yfirvöld hefur þannig verið flokkuð sem hatur á fólki og réttlætir útskúfun. Um leið hafa verið innleiddar reglur sem skylda ferðamenn í Bandaríkjunum til að gefa upp aðganga sína að samfélagsmiðlum við komuna til landsins, nokkuð sem leiddi til þess að ungum nemanda við Harvard-háskóla var vísað frá landinu eftir átta tíma í haldi, því einhverjir Facebook-vinir hans höfðu verið óvinveittir Bandaríkjunum í tjáningu á Facebook.

Gildi gestsins okkar

En gesturinn okkar, hann er ekki Trump. Hann hefur ekki verið þekktur fyrir að áreita konur kynferðislega. Þvert á móti hafnar hann því að vera einn með konum, öðrum en eiginkonu sinni, af kynferðislegum ástæðum.

Það er logið um gest okkar sums staðar á netinu. Pence vildi ekki láta samkynhneigða undirgangast raflostsmeðferð til kynleiðréttingar, eins og einhverjir hafa sagt.

Og það er rétt, Okið hefði horfið hvort sem er.

En Pence undirritaði lög sem meinuðu sveitarstjórnum að grípa inn í þegar fyrirtæki mismuna viðskiptavinum eftir trú.

Hann innleiddi lög sem kveða á um refsingar gegn læknum sem framkvæma fóstureyðingar, jafnvel vegna litningagalla.

Í kosningabaráttu sinni setti hann sem skilyrði fyrir alríkisstuðningi við meðferð gegn HIV-veirunni, að komið yrði á fræðsluátaki til að fá fólk til að „breyta kynhegðun“ sinni.

Hann neitar að viðurkenna að hlýnun jarðar sé ógn. Segist fylgja vísindunum, en á sama tíma er ríkisstjórn hans markvisst að þagga niður viðvaranir vísindamanna. Ríkisstjórn hans og Trumps hefur með margvíslegum hætti grafið undan aðgerðum til að hamla gegn loftslagsbreytingum og þar með, í túlkun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og fleiri, gerst orsakavaldur í helstu ógn samtímans. Árið 2018 varð mesta aukning í útblæstri gróðurhúsalofftegunda í Bandaríkjunum í 20 ár, eftir þriggja ára minnkun.

Pence fær A í einkunn hjá NRA, Samtökum byssueigenda, og vill engar takmarkanir á sölu árásarriffla. Einn fimmti af byssum sem finnast í Chicago-borg kemur frá Indiana þar sem Pence var ríkisstjóri og studdi rúma byssulöggjöf.

Á fundi með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, 30. maí síðastliðinn, ræddi hann hins vegar hneykslun sína yfir stuðningi við fóstureyðingar eða þungunarrof, sem hann nefndi „barnsmorð“. Enda hefur frelsi kvenna til að ráða eigin líkama verið skert í Bandaríkjunum, án þess að gest okkar hefði þurft til.

Því tilfellið er að skaðleg heimssýn og gildismat Mike Pence, sem brýtur gegn skynsemi okkar og gildismati, á sér nokkuð víðtækan hljómgrunn í Bandaríkjunum. Sáralítill munur er á stuðningi við Donald Trump og Barack Obama eftir 960 daga á forsetastóli. Hann er svipað vinsæll og Reagan var á sama tíma og vinsælli en Jimmy Carter var 1979.

Ekki lengur land tækifæranna

Ef við horfum fram hjá því að Mike Pence er kristinn bókstafstrúarmaður er engu að síður djúpstætt ósamræmi í gildismati og raunveruleika í Bandaríkjunum. Samkvæmt goðsögninni eru Bandaríkin „Land hinna frjálsu“, en engu að síður er fjórði hver fangi í heiminum staðsettur í Bandaríkjunum, þótt þar búi aðeins 5% jarðarbúa. Þótt þeldökkir séu aðeins 13% Bandaríkjamanna, eru þeir 40% fanga.

Bandaríkin gera út á þá goðsögn að vera „Land tækifæranna“, en þegar skoðaðar eru greiningar á félagslegum hreyfanleika má greinilega sjá að tækifærin til að bæta hlut sinn eru miklu minni í Bandaríkjunum en flestum öðrum ríkjum.

Trúin á ameríska drauminn hefur verið kölluð „borgaraleg trúarbrögð“. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Bandaríkjamenn ofmeta möguleika sína til að bæta hag sinn fremur en íbúar annarra landa. Munurinn á trú þeirra og raunverulegum möguleikum er mun meiri en annars staðar. Goðsögnin um bandaríska drauminn er raunveruleikanum yfirsterkari.

Af vestrænum samanburðarlöndum okkar er jöfnuður og félagslegur hreyfanleiki – möguleiki barna til að vera betur sett en foreldrar þeirra – einna minnstur í Bandaríkjunum og Bretlandi. Það er einmitt í þessum tveimur löndum sem lýðræðið er í mestum vanda samhliða því að kjósendur telja sig þurfa vernd gegn meintum utanaðkomandi ógnum, annars vegar Evrópusmbandinu, og hins vegar Kína, Mexíkóum og múslimum. 

Langmestur félagslegur hreyfanleiki er í löndum eins og Noregi, Finnlandi, Kanada, Svíþjóð og svo í Danmörku þar sem forsætisráðherrann er „nasty“ fyrir að vilja ekki ræða að selja Bandaríkjunum Grænland.

Við eigum ekki lengur samleið

Bandaríkin í dag eru ekki landið sem Íslendingar hófu varnarsamstarf við.

Þegar Ronald Reagan tók við sem forseti Bandaríkjanna árið 1981 fékk ríkasta 1 prósentið í Bandaríkjunum rúmlega 10 prósent allra tekna, en fátækari helmingurinn rúmlega 20 prósent. Þetta hefur síðan snúist við. Fátækari helmingur Bandaríkjamanna fær núna um 13 prósent tekna, en ríkasta 1 prósentið yfir 20 prósent af tekjum. Og nýjasta hugmynd Trumps til að hafa áhrif á samfélag sitt er möguleg lækkun á fjármagnstekjuskatti, sem rennur nánast öll í vasa þeirra 1 prósent ríkustu.

Ójöfnuður er svipaður í Kína og Bandaríkjunum, þótt annað ríkið hafi kennt sig við kommúnisma en hitt kapítalisma.

Allt bendir til þess að Ísland og hin Norðurlöndin nálgist að vera lönd tækifæranna og lönd hinna frjálsu, en Bandaríkin mun nær því að vera popúlískt auðræði.

Í samfélögum þar sem er mikill ójöfnuður er traust milli fólks mun minna en í jafnaðarsamfélögum. Þetta hefur áhrif á gildismat og gildismat hefur skýr áhrif á stjórnmálastefnu og þar með hernaðarhyggju.

Það sem aðgreinir lönd og þjóðir helst, ásamt birtingarmynd þeirra – stjórnmálaleiðtoga – er gildismat sem sprettur úr ójöfnuði og afleiddu trausti eða umburðarlyndi.

Vandasamur bandamaður

Í kalda stríðinu var valið einfalt, þegar upplýsingar lágu fyrir, að standa með lýðræðisríkjum fremur en einræði undir kommúnískum formerkjum. Þetta er sá grunnur sem varnarsamstarf okkar var reist á, en í dag eru alþjóðastjórnmálin flóknari. Bæði Bandaríkin og heimsmyndin hafa breyst, en íslensk stjórnvöld hafa ekki þróast með.

Trump hefur mært einvalda en gagnrýnt vestræn lýðræðisríki fyrir að eyða ekki nægilega miklu í vígbúnað. Hann hefur grafið undan samstöðu lýðræðisríkja, og um leið leitt í ljós að það er ekki bara hið formlega lýðræði sem sameinar lönd, heldur gildismat.

Trump og Pence eru afsprengi samfélagsþróunar undanfarinna áratuga, þar sem Bandaríkin hafa nálgast að verða misskipt fáræðisríki. Með því að stilla okkur upp við hliðina á agressífum, óútreiknanlegum, óábyrgum og lygnum bandarískum stjórnvöldum sköpum við verulega hættu á því að verða meðsek og innvikluð í aðgerðir sem brjóta fullkomlega gegn gildum okkar og geta um leið skert öryggi okkar til lengri eða styttri tíma.

Í stað þess að setja allt traust okkar á Bandaríkin getum við í fyrsta lagi staðfest hlutleysi okkar og í öðru lagi formgert varnarsamstarf við lýðræðisleg jafnaðarsamfélög. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með svokallaðri Stoltenberg-skýrslu, þar sem varðaður var vegur fyrir norrænt varnarsamstarf. Svo vill til að í sömu viku og Pence heimsótti Ísland til að vara við öðrum þjóðum var rætt á fundi Norðurlandaráðs að taka norrænt varnarsamstarf á næsta stig, þar sem Norðurlönd gætu lagt áherslu á hlutverk sáttasemjara í alþjóðastjórnmálum.

Nýtt varnarsamstarf

Viðskiptasendinefnd með Pence„We are highly priveleged,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra við Mike Pence.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sýnt áræðni í starfi og stefnu, til dæmis þegar kemur að mótmælum gegn fjöldamorðum á fíkniefnaneytendum í Filippseyjum. Út frá gamalli hefð bráðnaði hann þó eins og íslenskt smjör á stafla af mjúkþykkum amerískum pönnukökum á fundinum með Mike Pence, sem undir kurteisislegu yfirbragði lét skína í afbrýðisemi og yfirgang núverandi stjórnvalda.

Ísland getur verið meira en „strategísk útstöð“ Bandaríkja Donalds Trump og í því felst hugsanlega mun meiri hætta en öryggi. Fyrirhuguð uppbygging bandaríska ríkisins í Keflavík varðar hins vegar veginn í aðra átt.

Sem lítið lýðræðisland með ríka áherslu á jöfnuð, mannréttindi og frið erum við í einstakri stöðu til að viðhalda stöðu hlutleysis og hafa uppbyggileg áhrif á heiminn, en sem náinn bandamaður Bandaríkjanna virðumst við dæmd til að glata siðferðislegri stöðu.

Þetta þrennt: Heimsókn Pence, þróun heimsmála og breyting Bandaríkjanna, benda til þess að Íslendingar þurfi að fara formlega í róttæka endurskoðun á varnarsamstarfi sínu áður en það verður of seint.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
1

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Á milli okkar er strengur
2

Á milli okkar er strengur

Frelsaði sig frá fortíðinni
3

Frelsaði sig frá fortíðinni

Vara við sprengihættu hjá tíu brugghúsum
4

Vara við sprengihættu hjá tíu brugghúsum

Mjólk jórturdýra gefin börnum í þúsundir ára
5

Mjólk jórturdýra gefin börnum í þúsundir ára

Doktorsnemar hrekjast frá Íslandi
6

Doktorsnemar hrekjast frá Íslandi

Mest deilt

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
1

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Hin raunverulega stjórnarskrá Íslands
2

Listflakkarinn

Hin raunverulega stjórnarskrá Íslands

Frelsaði sig frá fortíðinni
3

Frelsaði sig frá fortíðinni

Selurinn Snorri-minningargrein
4

Listflakkarinn

Selurinn Snorri-minningargrein

Á milli okkar er strengur
5

Á milli okkar er strengur

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“
6

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“

Mest deilt

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
1

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Hin raunverulega stjórnarskrá Íslands
2

Listflakkarinn

Hin raunverulega stjórnarskrá Íslands

Frelsaði sig frá fortíðinni
3

Frelsaði sig frá fortíðinni

Selurinn Snorri-minningargrein
4

Listflakkarinn

Selurinn Snorri-minningargrein

Á milli okkar er strengur
5

Á milli okkar er strengur

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“
6

„Konur eru ekkert minna áberandi en karlkyns höfundar í dag – nema síður sé“

Mest lesið í vikunni

Allir bara að vinna vinnuna sína
1

Bragi Páll Sigurðarson

Allir bara að vinna vinnuna sína

Varð fyrir torkennilegum veikindum sem hann losnar ekki við
2

Við erum hér líka

Varð fyrir torkennilegum veikindum sem hann losnar ekki við

Þið brugðust!
3

Hallgrímur Helgason

Þið brugðust!

Sigraðist á stjórnlausum ótta við dauðann
4

Sigraðist á stjórnlausum ótta við dauðann

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
5

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Á milli okkar er strengur
6

Á milli okkar er strengur

Mest lesið í vikunni

Allir bara að vinna vinnuna sína
1

Bragi Páll Sigurðarson

Allir bara að vinna vinnuna sína

Varð fyrir torkennilegum veikindum sem hann losnar ekki við
2

Við erum hér líka

Varð fyrir torkennilegum veikindum sem hann losnar ekki við

Þið brugðust!
3

Hallgrímur Helgason

Þið brugðust!

Sigraðist á stjórnlausum ótta við dauðann
4

Sigraðist á stjórnlausum ótta við dauðann

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
5

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Á milli okkar er strengur
6

Á milli okkar er strengur

Nýtt á Stundinni

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Hin raunverulega stjórnarskrá Íslands

Listflakkarinn

Hin raunverulega stjórnarskrá Íslands

Morð á konum og/eða stuldur á rabarbara

Hermann Stefánsson

Morð á konum og/eða stuldur á rabarbara

Vara við sprengihættu hjá tíu brugghúsum

Vara við sprengihættu hjá tíu brugghúsum

Upplýsingar og jöfnuður

Heiða Björg Hilmisdóttir

Upplýsingar og jöfnuður

Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt

Trúfélög spöruðu 340 milljónir í fasteignaskatt

Doktorsnemar hrekjast frá Íslandi

Doktorsnemar hrekjast frá Íslandi

Stórfengleg frásögn án landamæra

Lífsgildin

Stórfengleg frásögn án landamæra

Hamingjan er hringrás

Hamingjan er hringrás

Hefði Rómaveldi getað tórt undir ægishjálmi Húna?

Illugi Jökulsson

Hefði Rómaveldi getað tórt undir ægishjálmi Húna?

Loftgæði - áhrif á andlega heilsu og líðan

Loftgæði - áhrif á andlega heilsu og líðan

Frelsaði sig frá fortíðinni

Frelsaði sig frá fortíðinni