Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Hann er ekkert sérstaklega flókinn maður“

Mér fannst ég vera að vinna með leik­stjóra sem er að slá ein­hvern fersk­an tón, seg­ir Ingvar E. Sig­urðs­son um sam­starf­ið við Hlyn Pálma­son, sem leik­stýr­ir Hvít­um, hvít­um degi. Þeir ræddu við Stund­ina um sam­starf­ið, kvik­mynda­gerð­ina og mann­legt eðli.

„Hann er ekkert sérstaklega flókinn maður“

Það er fallegur sumardagur á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary þegar ég hitti Hlyn Pálmason og Ingvar E. Sigurðsson, leikstjóra og aðalleikara Hvíts, hvíts dags. Róleg píanótónlist er spiluð undir á hótelinu þar sem við hittumst.

Ingvar: „Ég veit ekki hversu skapandi maður getur verið með þessari tónlist.“

Hlynur: „Maður verður bara sorgmæddur, fer að gráta.“

En blessunarlega halda þeir aftur af tárunum og eru nógu skapandi til þess að tala í heilan klukkutíma um myndina sem þeir voru að klára, næstu mynd, barnastjörnur, dans, fótbolta, kvikmyndahátíðir og skortinn á kvikmyndahúsum á landsbyggðinni. Og þeir félagar voru ekki að vinna saman í fyrsta skipti.

Ingvar: „Við unnum saman þegar hann var að útskrifast úr skólanum, Den danske filmskole. Það var náttúrlega geggjað. Hann situr auðvitað við hliðina á mér núna, en í alvörunni: það var stórkostlegt. Ég fann það bara strax í skólanum, í myndinni, að mér fannst ég vera …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu