Svona menn breytast ekki

Eftir aðeins nokkurra mánaða samband við góðan og heillandi mann á spjallsíðu á netinu ákvað Kemala að freista gæfunnar, yfirgefa heimkynni sín og fljúga á vit ævintýranna á Íslandi. Hún giftist manninum og allt var gott fyrst um sinn, þar til hún varð ófrísk og hann sýndi sitt rétta andlit. Við tóku nokkur ár af andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Svona menn breytast ekki
Óttast að hann meiði barnið Aðra hverja helgi fer barn Kemölu til pabba síns. Í hvert sinn sem það snýr aftur til mömmu sinnar grandskoðar hún líkama þess, af ótta við að hann hafi beitt það ofbeldi. Hún á erfitt með að skilja hvers vegna menn sem hafa orðið uppvísir að ofbeldi hafa rétt til að umgangast börn sín.  Mynd: Heiða Helgadóttir
holmfridur@stundin.is

Árið 2012 kynntist Kemala, sem kemur frá landi í Suðaustur-Asíu, íslenskum ríkisborgara á stefnumótasíðu. Þau byrjuðu fljótt að tala saman daglega og eftir nokkurra mánaða samband ákvað hún að taka boði hans, flytja til Íslands til að vera með honum. Hún kom því til Íslands og skömmu síðar giftu þau sig. Brúðkaupið fór fram fyrr en Kemala hefði óskað sér, en nauðsynlegt því öðruvísi gat hún ekki dvalið lengur hjá honum. „Hann var góður og heillandi fyrst um sinn og allt var fínt. Frá upphafi talaði hann mikið um að hann langaði til að gera mig ófríska. En um leið og það gerðist sýndi hann mér sitt rétta andlit. Þá byrjaði hann að vera andstyggilegur við mig. Hann byrjaði samt ekki að berja mig fyrr en eftir að barnið fæddist. Ég var svo vitlaus. Þannig líður mér núna. Af hverju giftist ég þessum manni? Af hverju varð ég ólétt eftir ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

·
Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·