Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Elti drauminn um aukið frelsi og jafnrétti

Elena frá Suð­ur-Am­er­íku sá fyr­ir sér gef­andi fjöl­skyldu­líf með ís­lensk­um manni, sem seldi henni hug­mynd­ina um jafn­rétt­ispara­dís­ina Ís­land. Í stað­inn beið henn­ar ein­angr­un, and­legt og lík­am­legt of­beldi sem varði svo ár­um skipti án þess að nokk­ur rétti henni hjálp­ar­hönd.

Elti drauminn um aukið frelsi og jafnrétti

Ég er frá litlu þorpi sem er vinsælt meðal ferðamanna. Ég hef alltaf verið forvitin um aðra menningarheima svo það lá beint við fyrir mig að fara að vinna í ferðamannabransanum. Í eitt skipti þegar ég var úti að skemmta mér með vinkonum mínum kynntist ég manninum sem átti eftir að verða faðir barnanna minna. Hann sagði mér frá landinu sínu, Íslandi, sem ég hafði varla heyrt um fyrr og vissi ekkert um. Við fórum að hittast meira. Ég var spennt fyrir honum og sá fyrir mér að við gætum kennt hvort öðru margt. Hann gæti kennt mér ensku, ég gæti kennt honum spænsku. Ég varð forvitin um hans menningu. Mér fannst hann dálítið sérstakur en samt forvitnilegur.“ 

„Hann hafði sagt mér frá því að á Íslandi væri ekkert ójafnrétti, allir væru jafnir.“

Þannig lýsir Elena, sem kemur frá Suður-Ameríku, fyrstu kynnum sínum af íslenskum manni fyrir um  tíu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár