Orsakir og afleiðingar – Nokkur orð um stóra samhengið
„Það er einfaldlega hræsni að vilja ekki að landið okkar verði aftur óhreinkað með veru bandarísks herliðs en hafa engar athugasemdir við hernaðarbandalag sem ber ábyrgð á ógeðslegum glæpum gagnvart saklausu fólki,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttafélags.
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
2
Pistill
38334
Þorvaldur Gylfason
Bankasýslan brennir af
Annað er eiginlega ekki hægt eins og ástatt er svo við byrjum á Trump þótt þessi grein fjalli um annað mál sem er að mestu – en þó ekki öllu – leyti óskylt honum.
3
Pistill
28322
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
4
Fréttir
140372
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
5
Fréttir
821
Tvöfalt fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu en gerist á hinum Norðurlöndunum
Íbúum sem búa á landsbyggðinni fækkaði um 12 prósent á tutttugu ára tímabili á meðan að landsmönnum fjölgaði um 34 prósent. Nálægð við sterka byggðakjarna hamlar fækkun.
6
Þrautir10 af öllu tagi
3765
262. spurningaþraut: Hve margir eru jarðarbúar og hver móðgaði guð?
Gætið að þrautinni frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Hver er þessi karlmaður? * Aðalspurningar: 1. Hversu margir eru Jarðarbúar af mannkyni? Hér verður að gefa nokkuð rúmt svigrúm eða um 300 milljónir til eða frá. 2. Hvað heitir höfuðborgin í Nepal? 3. Hvaða fjörður, vogur, flói eða vík er á milli Eyjafjarðar og Öxarfjarðar? 4. Hvað heitir félagið sem...
7
Fréttir
81402
Tugþúsundir mótmæla breytingum á skimun við brjóstakrabbameini
Konur verða nú ekki boðaðar í skimun fyrr en við fimmtugsaldur. Mikil reiði og áhyggjur ríkja vegna breytinganna. Yfir þrjátíu þúsund manns skora á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að endurskoða breytingarnar.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Mynd: Shutterstock / Wikimedia
Í grein sem Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingarinnar birtir í Fréttablaðinu 22. ágúst síðastliðinn, „Öfgamaður á ferð“ ræðir hann komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna, veru okkar í Nató og það hvort við viljum fá her Bandaríkjanna aftur. Sem áhugamanneskju um réttlæti í alþjóðlegu samhengi langar mig að bregðast við greininni og segja nokkur orð, sérstaklega um þátttöku Íslands í hernaðarbandalaginu Nató.
Við verðum vitni að öfgafullri grimmd nútímans hvert sem við lítum. Við sjáum hana í hinni ótrúlegu stéttskiptingu sem opinberast allt í kringum okkar, þar sem fámennur hópur fólks sölsar undir sig allt sem þeim sýnist; auð, jarðir, sjálft lífríkið eins og það leggur sig, með þeim hræðilegu afleiðingum sem nú hljóta öllum að vera ljósar. Grimmd nútímans opinberast í forseta Bandaríkjanna, skilgetnu afkvæmi hömluleysis kapítalismans, afkvæmi þeirrar sjúku dýrkunnar á ríkidæmi og völdum sem hefur fyrir löngu tekið yfir allan bandarískan veruleika með skelfilegum fórnarkostnaði fyrir vinnandi fólk og alla þá sem dæmdir eru til að hírast á botni stigveldisins, afkvæmi mannhaturs nýfrjálshyggjunnar sem útbjó það úrkynjaða samfélagslega ástand sem gerði kosningu hans mögulega. Grimmd nútímans opinberast í „alþjóðlegu samstarfi“; fríverslunarsamningum þar sem alþjóðleg stórfyrirtæki fá öll völd á kostnað alþýðu veraldarinnar, yfirþjóðlegum stofnunum sem taka ákvarðanir um efnahagslegar tilraunir á heilum samfélögum í þeim tilgangi að tryggja m.a. að eigendur kapítalsins þurfi ekki að axla ábyrgð á eigin gjörðum, og öfgafull grimmd nútímans opinberast í hernaðarbandalaginu Nató. Það er einfaldlega staðreynd sem allt skynsamt fólk hlýtur að viðurkenna.
„Já, þátttaka okkar í Nató þýðir nákvæmlega þetta“
Í stað þess að spyrja eins og Guðmundur Andri gerir, hvort að aðild okkar að Nató og þáttaka í alþjóðlegu samstarfi um varnir þurfi sjálfkrafa að tákna veru bandarísks herliðs á Íslandi er spurningin sem ég vil spyrja, spurningin sem ég tel hina réttu spurningu, þessi: Þarf þátttaka okkar að Nató sjálfkrafa að þýða að stjórnmálastétt okkar taki hvað eftir annað ákvarðanir um að fjármagna og styðja blóðsúthellingar á saklausu fólki, ákvarðanir byggðar á lygum og fölsunum? Og við þessari spurningu er aðeins eitt rétt svar: Já, þátttaka okkar í Nató þýðir nákvæmlega þetta. Hún þýðir að öll þau sem fá tækifæri til að koma að stjórn landsins taka ákvörðun um að kasta öllum hugmyndum um réttlæti og friðsemd í alþjóðlegum samskiptum út í hafsauga, sama hvað þau hafa áður sagt og skrifað, taka ákvörðun um að fela sig á bak við „real-pólitík“ og „skynsemi“, og einnig á bak við einstaklega óljóst tal um alþjóðasamstarf, sem aldrei er tekinn tími í að útskýra nákvæmlega hvað inniheldur; í frasanum „alþjóðlegt samstarf um varnir“ er falinn sá sannleikur sem aldrei má tala um upphátt, afleiðingar samstarfsins: dauði fjölda kvenna, barna og manna, ónýt samfélög, og þær skelfilegu aðstæður sem bíða fólks á flótta.
Guðmundur Andri Thorssonþingmaður Samfylkingarinnar
Mér finnst það til marks um undarlega veraldarsýn að telja það mikilvægt að Ísland verði áfram herlaust land en hafa ekki svo mikið sem minnstu efasemdir um að Ísland sé meðlimur Nató. Það er einfaldlega hræsni að vilja ekki að landið okkar verði aftur óhreinkað með veru bandarísks herliðs en hafa engar athugasemdir við hernaðarbandalag sem ber ábyrgð á ógeðslegum glæpum gagnvart saklausu fólki. Krafan getur ekki bara verið sú að Ísland fái að vera herlaust land. Krafan hlýtur að vera sú að Ísland hætti að taka þátt í blóðsúthellingum innrása og árása, hætti að fela sig á bak við innantómt tal um friðsemd á meðan íslensk valdastétt er ávallt fús til þess að stilla sér upp með útsendurum ofbeldis á alþjóðavettvangi, aldrei raunverulegur boðberi friðar, ávallt boðberi ófriðar. Það er ekki boðlegt árið 2019, eftir allt sem gengið hefur á, alla þá stríðsglæpi sem framdir hafa verið, að horfast ekki í augu við alvarleika stöðunnar á alþjóðavettvangi, stöðu sem er augljóslega ekki síst orsökuð af grimmd og blóðþorsta óstöðvandi og firrtrar hernaðarhyggju vesturveldanna og Nató.
Ég trúi því ekki að „við séum öll sek“ um það sem er gert í nafni þess þjóðríkis sem við búum í. Ég ber ekki ábyrgð á hörmungum sem eru orsakir innrása og stríðsglæpa sem valdafólk hverju sinni ákveður að styðja í nafni alþjóðlegrar samvinnu. Ég ber ekki ábyrgð á því að Ísland tók þátt í stríðsglæpnum sem aðgerðirnar í Líbýu voru, þrátt fyrir að ég hafi sannarlega kosið annan af flokkunum sem þá voru við völd, kosið hann í góðri trú árum saman sökum þess að ég trúði því þegar stjórnmálafólkið í honum sagðist vera friðarsinnar, trúði því að flokkurinn væri friðar-flokkur. En ég get tekið ábyrgð á því og mér í raun ber til þess skylda til sem manneskju sem hefur innilegan áhuga á réttlæti á alþjóðavettvangi, að krefjast þess að rætt sé um alþjóðamál og hverra hagsmuna við, með þátttöku okkar í Nató, tökum markvissan þátt í að gæta og viðhalda. Ég get og vil axla ábyrgð á því að krefjast þess að um svo grafalvarleg mál sé rætt af alvöru og þroska. Ég get og vil axla ábyrgð á því að innantómt tal um „alþjóðlega samvinnu“ sé ekki lengur í boði á stóra sviði umræðunnar.
Þessvegna spyr ég:
Hversu mikið ofbeldi er hægt að samþykkja sem ásættanlegan kostnað fyrir „varnir“? Hveru mikið „collateral damage“ er hægt að ákveða að sé eðlilegt fyrir alþýðu annara landa, saklaust fólk, að greiða fyrir þjónkun Íslands við hagsmunagæslu stórvelda? Það er ekkert „frjálslyndi“ fólgið í því að samþykkja að gera öðrum að greiða fórnarkostnaðinn, þvert á móti er það gróf afturhaldssemi, afturhaldsemi byggð á aldagömlu módeli um yfirburði hinna „siðmenntuðu“, rétt hinna „siðmenntuðu“ til að grípa til hvaða ráða sem er til að koma vilja sínum fram við þau sem ekki erum „við“. Svokallaðar „íhlutanir“ síðnýlendustefnunnar, faldar á bak við annars vegar þvaður byggt á lygum um varnir og hins vegar þvaður um að ofbeldið sé í raun innleiðing frelsis og jafnréttis, að sprengjurnar og pyntifangelsins og morðin á saklausum borgurum séu göfug frelsunarverkefni, að mannfall óbreyttra borgara sé ásættanlegur fórnarkostnaður veraldar nýrrar og góðrar, að á endanum muni allt brúna fólkið þakka okkur kærlega fyrir frelsunina, eru hver skelfilegur stríðglæpurinn á fætur öðrum. Það að alþjóðasamfélagið og alþjóðastofnanir hafi ekki látið hinu seku svara til saka fyrir stríðsglæpadómstólum; Bush, Blair, Sarkozy, Cameron, og alla siðvillingana og alla heiglana og alla realpolitik-pólitíkusana sem hlýða skipununum, er ekki vegna þess að þeir séu ekki sekir, heldur einungis til marks um spillingu hins svokallaða alþjóðasamfélagsins. Hversu mikinn kostnað finnst okkur eðlilegt að leggja á annað fólk, valdalaust, saklaust fólk sem hefur ekkert til saka unnið, svo að „alþjóðasamstarfið“ haldi áfram að lifa góðu lífi? Hversu gagnrýnislaus erum við tilbúin til að vera vegna þess að við getum ekki hugsað okkur af hrófla við þeirri utanríkispólitík sem fylgt hefur verið á Íslandi, smíðari af kaldlyndi, innleiddri af hörku og viðhaldið af öllum þeim sem komast til valda?
Ef við ætlum í raun og veru að berjast gegn þeirri hörmulegu blöndu af þjóðernishyggju, mannhatri, kynþáttahatri og auðræði sem útsendari Donald Trump, Mike Pence boðar, dugar ekki enn meira af þeirri sjálfsupphafningu sem íslensk stjórnmálastétt hefur hingað til komist upp með, þar sem hún lætur eins og hún sé málsvari friðar og mannréttinda á alheimsvísu, á meðan hún skrifar upp á hvert herkallið á fætur öðru, algjörlega sjálfviljug og full eldmóðs í þjónkun sinni við öfgafulla forherðingu valdasjúks fólks. Fólk sem vill láta taka sig alvarlega þegar kemur að því að ræða vandamálin sem við stöndum frammi fyrir á veraldarvísu, vandamál tilkomin vegna óhefts arðráns á manneskjum og lífríki, hernaðarhyggju og óbærilegs brútalisma hins alþjóðlega stigveldis, getur ekki lengur falið sig á bak við óljóst tal um „alþjóðlegt samstarf“ og „varnir“. Aðeins með því að horfast í augu við stöðuna eins og hún er, með því að viðurkenna hverjar orsakirnar eru og hvaða afleiðingar þær hafa leitt yfir fólk og samfélög, eigum við einhverja möguleika á að snúa af þeirri braut hörmunga sem hömlulaus og firrt alþjóðleg valdastétt hefur teymt okkur eftir. Tvískinnungur og einfeldni eru ekki lengur í boði. Það hlýtur öllum að vera augljóst.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
Fréttir
25128
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
2
Pistill
38334
Þorvaldur Gylfason
Bankasýslan brennir af
Annað er eiginlega ekki hægt eins og ástatt er svo við byrjum á Trump þótt þessi grein fjalli um annað mál sem er að mestu – en þó ekki öllu – leyti óskylt honum.
3
Pistill
28322
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
4
Fréttir
140372
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
5
Fréttir
821
Tvöfalt fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu en gerist á hinum Norðurlöndunum
Íbúum sem búa á landsbyggðinni fækkaði um 12 prósent á tutttugu ára tímabili á meðan að landsmönnum fjölgaði um 34 prósent. Nálægð við sterka byggðakjarna hamlar fækkun.
6
Þrautir10 af öllu tagi
3765
262. spurningaþraut: Hve margir eru jarðarbúar og hver móðgaði guð?
Gætið að þrautinni frá í gær. * Fyrri aukaspurning: Hver er þessi karlmaður? * Aðalspurningar: 1. Hversu margir eru Jarðarbúar af mannkyni? Hér verður að gefa nokkuð rúmt svigrúm eða um 300 milljónir til eða frá. 2. Hvað heitir höfuðborgin í Nepal? 3. Hvaða fjörður, vogur, flói eða vík er á milli Eyjafjarðar og Öxarfjarðar? 4. Hvað heitir félagið sem...
7
Fréttir
81402
Tugþúsundir mótmæla breytingum á skimun við brjóstakrabbameini
Konur verða nú ekki boðaðar í skimun fyrr en við fimmtugsaldur. Mikil reiði og áhyggjur ríkja vegna breytinganna. Yfir þrjátíu þúsund manns skora á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að endurskoða breytingarnar.
Mest deilt
1
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
109493
Val um sóttkví en ekki skimun er smuga inn í landið fyrir veiruna
Það er óásættanlegt að ekki hafi verið brugðist við og lögum breytt svo hægt sé að skylda fólk sem kemur til landsins í skimun við Covid-19 segir yfirlögregluþjónn. Dæmi eru um að fólk virði ekki fjórtán daga sóttkví og það býr til leið fyrir veiruna inn í landið.
2
Fréttir
81402
Tugþúsundir mótmæla breytingum á skimun við brjóstakrabbameini
Konur verða nú ekki boðaðar í skimun fyrr en við fimmtugsaldur. Mikil reiði og áhyggjur ríkja vegna breytinganna. Yfir þrjátíu þúsund manns skora á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að endurskoða breytingarnar.
3
Fréttir
38378
Tvöföld skimun verður skylda
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gefur út reglugerð í dag sem skyldar alla sem til landsins koma í tvöfalda sýnatöku vegna Covid-19. Ráðherra telur að lagaheimildir standi til þess, ólíkt því sem áður hefur verið.
4
Fréttir
140372
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
5
Pistill
38334
Þorvaldur Gylfason
Bankasýslan brennir af
Annað er eiginlega ekki hægt eins og ástatt er svo við byrjum á Trump þótt þessi grein fjalli um annað mál sem er að mestu – en þó ekki öllu – leyti óskylt honum.
6
Pistill
28322
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
7
Fréttir
25128
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
Mest lesið í vikunni
1
Viðtal
1381.821
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
Bogi Ágústsson hefur birst landsmönnum á skjánum í yfir fjóra áratugi og flutt Íslendingum fréttir í blíðu og stríðu. Hann segir heiminn hafa breyst ótrúlega mikið til batnaðar á þessum árum en því miður halli á ógæfuhliðina í rekstri fjölmiðla á Íslandi. Af öllum þeim atburðum sem hann hefur sagt fréttir af lögðust snjóflóðin fyrir vestan árið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóðinu á Flateyri.
2
FréttirCovid-19
1379
Íslendingar erlendis í „lockdown“: „Hér er önnur hver manneskja með magasár af ofdrykkju“
Mörg lönd Evrópu hafa hert reglur og jafnvel sett á útgöngubönn eftir hátíðarnar til að ná tökum á faraldrinum. Hönnuður í Berlín segist bjartsýn á að áætlanir um að allir fái bóluefni fyrir mitt ár gangi eftir.
3
Nærmynd
154831
Þrjátíu ára stuðningur Kristjáns Þórs við hagsmuni Samherja
Kristján Þór Júlíusson, núverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík, Ísafirði og Akureyri, hefur í 30 ár verið sagður hygla útgerðarfélaginu Samherja. Á síðastliðnum áratugum hefur Kristján Þór verið stjórnarformaður Samherja, unnið fyrir útgerðina sem sjómaður, umgengist Þorstein Má Baldvinsson við mýmörg tilfelli, verið viðstaddur samkomur hjá útgerðinni, auk þess sem eiginkona hans hannaði merki fyrirtækisins.
4
Fréttir
25128
Börn grétu yfir hópslagsmálum í Breiðholtinu í dag
Menn í slagsmálum brutu rúðu í Pizzunni í Hólagarði í hópslagsmálum sem áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að vopnaðir menn fóru inn í Borgarholtsskóla.
5
Greining
77381
Ritstjórinn sem líkti búsáhaldabyltingunni við innrásina í þinghús Bandaríkjanna var forstjóri „versta banka sögunnar“
Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, líkti búsáhaldabyltingunni á Íslandi árin 2008 og 2009 saman, við innrásina í þinghúsið í Washington í síðustu viku. Hann stýrði fjárfestingarbankanum VBS sem skilur eftir sig 50 milljarða skuldir, meðal annars við íslenska ríkið.
Guðbjörg Ringsted, eiginkona Kristjáns Þórs Júlíussonar, hannaði lógóið sem útgerðin Samherji notar. Hún segir að hún hafi hannað merkið þegar hún bjó á Dalvík. Þá þegar var Kristján Þór vændur um að ganga erinda Samherja í störfum sínum. Síðan eru liðin 30 ár.
7
Pistill
25
Hlédís Maren Guðmundsdóttir
Heilsuátakið fór úr böndunum
Í byrjun árs ætlaði hún rétt að léttast aðeins, en heilsuátakið fór úr böndunum.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.203
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
PistillUppgjör 2020
841.505
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
4
Fréttir
7652.898
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
5
Fréttir
3071.311
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
FréttirCovid-19
1971.581
Deildarlæknir á Landspítalanum: „Téður ráðherra ætti að segja af sér - tafarlaust“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra braut sóttvarnarreglur með viðveru í 40-50 manna samkvæmi í Ásmundarsal í gær. Deildarlæknir segir að samkoman gæti fræðilega leitt til dauðsfalla. „Ég er ekki að ýkja hérna.“ Brot Bjarna varðar 50 þúsund króna sekt.
7
Viðtal
792.486
Lætur ekki óttann aftra sér
Þegar Guðjón Reykdal Óskarsson var 15 ára las hann á netinu að lífslíkur hans væru á enda vegna vöðvasjúkdómsins Duchenne. Í dag, 29 ára að aldri, vinnur hann að doktorsverkefni í erfðafaraldsfræði og bindur vonir við að lækning finnist við sjúkdómnum.
Nýtt á Stundinni
Mynd dagsins
19
Tíræður Blíðfari
„Hann var á grásleppu í fyrravor, en þá fór skrúfan af, orðin gegnryðguð. Enda er hann Blíðfari kominn á tíræðisaldur,“ sagði Hlöðver Kristinsson þar sem hann var að huga að bátnum niður við höfnina á Vogum á Vatnsleysuströnd fyrr í dag. Nái frumvarp Sjávarútvegsráðherra fram, sem var lagt fram á Alþingi nú um daginn, verður mikil breyting á veiðunum. Í stað veiðidaga, eins og verið hefur mörg undanfarin ár, verður útgefinn kvóti á grundvelli veiða undanfarinna ára. Grásleppuvertíðin hefst venjulega upp úr miðjum mars.
Sá Rómarkeisari sem Donald Trump er skyldastur er óumdeilanlega Neró. Báðir eru sakaðir um að hafa látið reka á reiðanum meðan allt var í volli.
Fréttir
38378
Tvöföld skimun verður skylda
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gefur út reglugerð í dag sem skyldar alla sem til landsins koma í tvöfalda sýnatöku vegna Covid-19. Ráðherra telur að lagaheimildir standi til þess, ólíkt því sem áður hefur verið.
FréttirDauðans óvissa eykst
16
171 mannslát kom til kasta lögreglunnar á síðast ári
Sýnileg aukning er í fjölda mannsláta sem komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári miðað við fyrri ár. Réttarkrufning fór fram í 77 prósent tilvika sem er einnig aukining milli ára.
FréttirDauðans óvissa eykst
526
Óútskýrðum dauðsföllum fjölgar verulega
Veruleg aukning er á tilfellum þar sem réttarmeinafræðilega rannsókn þarf til að hægt sé að ákveða dánarorsök. Um 20 prósent andláta hér á landi flokkast sem ótímabær. Réttarmeinafræðingur segir að ekkert bendi til að sjálfsvígum fari fjölgandi.
Karlmennskan - Hlaðvarp#14
23
TikTok og gamer menningin - Dagný Halla
„Tölvuleikjaheimurinn er eins og sjúklega ýkt týpa af feðraveldinu.“ segir Dagný Halla Ágústdóttir læknanemi, tölvuleikjaspilari og TikTok-femínisti. Dagný hefur upplifað mikla fordóma sem „gamer“ fyrir það eitt að vera kvenkyns spilari og segir menninguna í tölvuleikjaheiminum vera litaða kvenfyrirlitningu, rasisma og ableisma. Unnið sé markvisst gegn stelpum, þær áreittar, krafðar um að vera léttklæddar og segir Dagný best að eiga samskipti skriflega, svo hún komi ekki upp um kyn sitt. Tengir hún þessa menningu við alt right pipe line, algorithma samfélagsmiðlanna og hvíta hryðjuverkamenn sem réðust inn í þinghús Bandaríkjanna. Dagný veitir sláandi en áhugaverða innsýn í menningu sem er líklega hulin flestum sem ekki spila tölvuleiki eða eru virk á TikTok.
Hér er þrautin sú síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvaða trúarbrögð tengjast mannvirkinu hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hver var Caligula? 2. Hvaða fræga sönglag hefst á þessa leið (í lauslegri íslenskri þýðingu): „Ungi maður, það er engin ástæða til að vera niðurlútur, ég segi, ungi maður, taktu þér nú tak, ég segi, ungi maður, því þú ert...
Mynd dagsins
256
Sigtryggur gíraffi
Það er einn gíraffi í Hlíðunum, hann heitir Sigtryggur og er úr járni. Í Afríku eru um 70.000 villtir gíraffar og hefur þeim fækkað um 40% á síðustu árum. Þetta eru stórar skepnur, fullorðnir vega þeir tonn og karldýrin verða um 5,5 metra há, kvendýrin eru 40 cm lægri. Gíraffar eru hæstu skepnur jarðar og verða að meðaltali 35 ára gamlir. IUCN samtökin hafa nýverið sett gíraffa á lista yfir þau dýr sem eru í alvarlegri hættu, næsta stig er rautt: útrýmingarhætta.
Pistill
28322
Jón Trausti Reynisson
Öll hús skipta máli
Tíu atriði sýna óbærilegan ósambærileika Búsáhaldabyltingarinnar og innrásar trumpista í Þinghúsið í Washington.
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19
109493
Val um sóttkví en ekki skimun er smuga inn í landið fyrir veiruna
Það er óásættanlegt að ekki hafi verið brugðist við og lögum breytt svo hægt sé að skylda fólk sem kemur til landsins í skimun við Covid-19 segir yfirlögregluþjónn. Dæmi eru um að fólk virði ekki fjórtán daga sóttkví og það býr til leið fyrir veiruna inn í landið.
Fréttir
140372
Íslendingar borga 40% meira fyrir matinn
Íslendingar greiða 40 prósent hærra verð fyrir mat og drykk en að meðaltali í öðrum Evrópuríkjum, samkvæmt nýjum tölum. Matarkarfan hér á landi er sú þriðja dýrasta í Evrópu, en var sú dýrasta árið áður. Laun á Íslandi voru 60 prósentum hærri en að meðaltali í Evrópu á sama tíma.
Þrautir10 af öllu tagi
4163
263. spurningaþraut: 007, Blondie, þrjú afmælisbörn og fleira
Þrautin í gær! * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir fjallið sem sjá má á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Þessi á líka við myndina hér að ofan. Fjallið á myndinni prýðir alkunnugt vörumerki. Hvaða vörumerki er það? 2. Í hvaða landi er höfuðborgin Canberra? 3. Hver skrifaði leikritið um Ríkarð III? 4. Hvað merkir 00 í einkennisnúmeri bresku njósnahetjunnar...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir