Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda
Það er þess virði að skoða hvort betra sé út frá umhverfislegu sjónarhorni að flytja lambakjöt inn til Íslands í stað þess að framleiða það hér skrifar Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði.
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
20237
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
Fréttir
68206
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
4
FréttirCovid-19
973
Aldraðir mótmæla opnun mötuneytis og óttast Covid-19 smit
Íbúar á öldrunaheimilinu Seljahlíð eru mjög ósáttir við fyrirhugaða opnun mötuneytis þar fyrir fólk utan heimilisins. Þau telja að með því sé verið að setja þau í hættu. Forstöðukona segir að um nauðsynlega þjónustu sé að ræða fyrir skjólstæðinga Seljahlíðar.
5
Þrautir10 af öllu tagi
4683
271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar
Landafræðiþrautin frá í gær. * Aukaspurning fyrri: Á myndinni hér að ofan má sjá (til vinstri) bandarískan forseta sem sat í embætti á stríðstímum. Lengi eftir hans dag virtu menn hann mikils fyrir hugmyndir hans um samvinnu þjóða eftir stríðið. Nú á seinni árum hefur hann fallið í áliti, því kastljósinu hefur verið beint að því að hann var í...
6
ViðtalFangar og ADHD
7213
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
7
Fólkið í borginni
3298
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Skoðunar þörfNauðsynlegt er að kanna hvort vænlegra sé að flytja lambakjöt inn til Íslands, heldur en að rækta það hér, þegar horft er til umhverfissjónarmiða.Mynd: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
Í Stundinni þann 1. ágúst var ljómandi góð grein, „Fásinna út frá umhverfissjónarmiðum að flytja inn lambahryggi“ þar sem talað var við Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing í sambandi við innflutninginn á lambahryggjum og innflutning á vörum almennt til Íslands. Það var þó nokkuð í greininni sem er vert að gera athugasemd eða tvær við.
Byrjum á fyrstu málsgreininni (mín áhersla):
Sé hægt að framleiða vöru á Íslandi er almennt séð neikvætt að flytja sambærilega vöru inn til landsins því þá er flutningurinn hrein viðbót í kolefnisfótspori vörunnar. Þetta segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur um fyrirhugaðan innflutning á lambahryggjum til landsins. Hann segir jafnframt að neytendur verði að gera breytingar á neyslumynstri sínu til að bregðast við loftslagsvánni, meðal annars þurfi fólk að sætta sig við að óeðlilegt sé að gera kröfu um að hægt sé að kaupa hvaða vöru sem er, hvaðan sem er og hvenær sem er.
Ofbeit og umhverfisvernd
Ólafur Margeirsson
Þetta er flóknara mál en sýnist á yfirborðinu. Í fyrsta lagi er ekki víst að umhverfisvænna sé að framleiða lambakjöt á Íslandi heldur en til dæmis í Evrópu og flytja það inn (Stefán bendir á þetta síðar í greininni í sambandi við nautakjötsframleiðslu). Ég reikna ekki með að sambandið sé línulegt milli magns af lambakjöti sem er framleitt á Íslandi og hinna neikvæðu umhverfisáhrifa sem af þeirri framleiðslu hlýst en það er ansi líklegt að í dag sé framleitt of mikið af lambakjöti á Íslandi miðað við þau náttúrugæði sem Ísland býður upp á. Það er til dæmis staðreynd að væri minni ofbeit á Íslandi, væri gróðurþekjan heilbrigðari.
„Í fyrsta lagi er ekki víst að umhverfisvænna sé að framleiða lambakjöt á Íslandi heldur en til dæmis í Evrópu“
Ég efast ekki um að lambakjötsframleiðsla á Íslandi getur borgað sig innan ákveðinna marka og kerfis (komum að því síðar). Landið getur fætt einhvern fjölda af sauðfé og það er sjálfsagt að nýta náttúrugæði Íslands á sjálfbæran hátt (en aldrei á ósjálfbæran hátt). En þegar fjöldi sauðfjár á landinu er kominn að þeim mörkum að það gefur ekki nýgræðingi möguleika á að vaxa byrjar neikvæð afturvirkni (e. vicious feedback cycle) að þróast þar sem ofbeit leiðir til of lítillar gróðurþekju, sem aftur leiðir til uppblásturs sem leiðir aftur til minni gróðurþekju og svo koll af kolli. Of mikið magn sauðfjár veldur, og gerir þetta umhverfisvandamál enn verra.
Svo ef innflutningur á lambahryggjum getur komið í veg fyrir að ofbeit og landfok þróist á Íslandi þá er það sannarlega þess virði að skoða hvort ekki sé betra að einmitt flytja hryggina inn út frá íslenskum og alþjóðlegum umhverfissjónarmiðum. Sama gildir um aðra matvælaframleiðslu.
Harmleikur almenninganna og neyslumynstur
Annar punktur í fyrstu málsgreininni er svo um innflutninginn og CO2 útblásturinn tengdum honum. Þetta er tengt við neyslumynstur almennt og loftslagsvána, sem ég ætla svo sannarlega ekki að gera lítið úr!
Vandamálið við neysluna og loftslagsvána almennt – og ekki bara í sambandi við innflutning á vörum ýmiss konar – er að kaupendur og framleiðendur umræddra vara bera ekki kostnaðinn við neysluna og framleiðsluna heldur eru það „allir hinir“. Loftið í kringum okkur er svipað og hagi sem allir þorpsbúarnir geta beitt sínum nautgripum á. Það er fullkomlega eðlilegur hugsunarháttur að hver og einn þorpsbúi hugsi með sér „ég ætla að setja allar mínar kusur á sameiginlega túnið sem þorpið í heild sinni á, ég hagnast á því og ég ber lítið af kostnaðinum sjálfur.“ Allir gera þetta á sama tíma og úr verður ofbeit á sameiginlega blettinum. Þetta er harmleikur almenninganna (e. tragegy of the commons).
Okkar neysla í dag er harmleikur almenninganna: Hver og einn neytandi ber ekki fullan umhverfiskostnað við að neyta hvers sem hann neytir, heldur veltir hann menguninni af sinni neyslu yfir á sína samborgara, dýralíf og plöntulíf í nútíð og framtíð.
Vandamálið er þetta veika samband milli hins raunverulega kostnaðar af neyslunni og hinum eiginlega kostnaði sem neytandinn ber. Það vantar með öðrum orðum almennilega svörun (e. feedback) á milli raunverulega kostnaðarins og kostnaðarins sem neytandinn ber. Þessi vöntun á svörun er markaðsbrestur.
Að leysa harmleikinn sem núverandi neyslumynstur er
Lausnirnar við harmleik almenninganna eru venjulega þrjár:
Sú fyrsta er að mennta fólk og fá það til að skilja hin neikvæðu áhrif. Þessu tengt er oft vitnað til samvisku fólks eða farið í einhvers konar samfélagslegar þrýstingsaðgerðir sem er ætlað að fá fólk til að skammast sín fari það yfir strikið (e. public shaming). „Flugviskubit“ er eitt dæmi um þetta. Stefán beitir þessari menntunaraðferð í greininni með því að benda á og undirstrika umhverfiskostnaðinn við innflutning.
Sú næsta er að einkavæða almenninginn. Þá ber hver og einn ábyrgð á sínu „hólfi“ og ber allan kostnað og ábata af nýtingunni eða neyslunni. Augljóslega gengur þetta ekki þegar kemur að loftinu í kringum okkur og erfitt væri að koma þessu að þegar kemur að stórum afréttum Íslands þar sem ofbeit búfjár er því miður vandamál í dag.
Hin þriðja eru opinberar aðgerðir ætlaðar til að stýra neyslunni á þann hátt að hún fari aldrei úr böndunum. Fyrsta neyslustýringaraðferðin er „umferðarljósakerfi“. Umferðarljós á gatnamótum eru dæmi um þetta, hver og einn getur ekki vaðið út á almenninginn sem gatnamótin eru hvenær sem hann vill. Sóknardagar í sjávarútvegi er annað dæmi og umferð bíla einn daginn með oddatölubílnúmer en bíla með slétttölubílnúmer þann næsta er þriðja dæmið. Hugmyndin er að ofnýta ekki yfir ákveðið tímabíl hin almennu gæði sem almenningurinn býður upp á.
Beita má skattkerfinu
Önnur opinber aðgerð er skattlagning hvers hugmynd er að bæta svörunina milli raunverulega kostnaðarins og kostnaðarins sem neytandinn ber. Kolefnisskattar eru dæmi um þetta.
Þess vegna eru kolefnisskattar ljómandi góð hugmynd, þeir bæta svörunina milli hins raunverulega kostnaðar neytandans og þess kostnaðar sem hann eiginlega ber. Framleiðendur, sem framleiða það sem neytandinn vill kaupa og í því magni sem hann vill kaupa, verða í kjölfarið að breyta sinni framleiðslu ætli þeir að lifa af. Það er mjög áríðandi að neytandinn skilji hvers konar kostnað hann er að fara út í við neysluna, framleiðendurnir fylgja neytandanum.
Svo vilji kaupandinn kaupa jarðarber frá Spáni fyrir gamlárskvöld þá er það bara í ljómandi góðu lagi svo lengi sem hann borgar kolefnisskattinn að baki flutningnum. Vilji hann það ekki má vera að hann finni innlendan framleiðanda sem fundið hefur út leið til að framleiða jarðarber í desember (til dæmis lóðréttur landbúnaður (e. vertical farming)). Eða hann notar önnur ber eða telur sig einfaldlega betur kominn með því að sleppa öllum berjum alfarið.
Ímyndið ykkur til dæmis ef kolefnisskattar væru almennir. Skítugir orkugjafar á borð við kol og gas myndu leggjast af því orka sem seld væri með kolefnisskattinum inniföldnum frá slíkum orkugjöfum væri alltof dýr, neytandinn myndi snúa sér að sólar- og vatnsorkuverum sem dæmi. Framleiðendur myndu í kjölfarið stórauka framleiðslugetu sína á slíkri hreinni orku. Bílaframleiðendur myndu kappkosta að búa til eins olíu- og bensínneyslugrönn farartæki og hægt væri, til dæmis (raf)hjól (já, þeir myndu líka framleiða aðrar vörur en bíla) og betri strætisvagna fyrir almenningssamgöngur hvers eftirspurn eftir myndi stóraukast. Og innfluttir lambahryggir frá Nýja-Sjálandi eða Evrópu væru dýrari en lambahryggir framleiddir á næsta bóndabýli við neytandann – fyrir utan vitanlega að kjötneysla myndi minnka þar sem kolefniskostnaður við hana í dag er hærri en neytandinn borgar fyrir. Grænmetisneysla ykist í staðinn.
Mynd: lambakjot.is
Almennt má segja að kolefnisskattar og -gjöld bæti neyslumynstrið því svörunin milli hins raunverulega kostnaðar og hins eiginlega kostnaðar sem neytandinn ber er bætt. Auðvitað berjast framleiðendur dagsins í dag, sem græða mest á því að neytandinn skilji ekki hversu hár umhverfiskostnaðurinn er við neysluna, um á hæl og hnakka þegar kemur að því að ræða kolefnisskatta. Þeir segja, réttilega, að verð á þeirra vörum myndi hækka. En það er einmitt nákvæmlega tilgangurinn, að bæta svörunina í neyslumynstri neytandans svo hann bæti sína neyslu sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Þessir framleiðendur verða einfaldlega að sætta sig við að breyta sínu viðskiptamódeli í kjölfar kolefnisskatta, einmitt vegna þess að þá skilur neytandinn betur hvað hann er að gera með sínum neysluákvörðunum.
Út af þessum ljómandi góðu áhrifum kolefnisskatta er virkilega jákvætt að sjá að í ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar má finna atriði á borð við hærra kolefnisgjald og færri undanþágur frá því, kolefnisjöfnun matvælaframleiðslu á Íslandi og eflingu lífræns landbúnaðar, kolefnisjöfnun sjávarútvegs og lambakjötsframleiðslu og, síðast en ekki síst, stefnu á að gera Ísland að kolefnishlutlausu hagkerfi ekki síðar en 2040.
Vonandi komast þessar aðgerðir sem fyrst í framkvæmd en rétt er að benda ríkisstjórninni á að það eina sem hún þarf að gera er að bæta svörunina milli hins raunverulega kostnaðar af neyslunni og hins eiginlega kostnaðar sem neytandinn ber. Þegar neytandinn breytir neyslumynstri sínu í kjölfarið fylgja framleiðendur á eftir.
„Væru kolefnisskattar almennir myndi neysla á lambakjöti minnka því verðið á því myndi hækka“
Þannig er það svo að það mikilvægasta sem ríkisstjórnin þarf að gera er að sjá til þess að svörunin sé bætt, markaðurinn sér um framhaldið. Það er nefnilega svo að hið opinbera og markaðurinn geta ekki hvort í sínu lagi bætt neyslumynstrið í dag svo dregið sé úr loftslagsvánni, þau þurfa að vinna þetta verkefni í sameiningu.
Frelsi bænda myndi hjálpa
Væru kolefnisskattar almennir myndi neysla á lambakjöti minnka því verðið á því myndi hækka. Margir bændur og hagsmunasamtök þeirra hugsa réttilega til slíks með ákveðnum kvíða en lausnin er afskaplega einföld: aukið frelsi bænda til betri vinnslu á lambakjöti. Hið sama raunar gildir þegar kemur að annarri matvöru.
Í dag er heimaslátrun bænda bönnuð. Væri heimaslátrun leyfð gætu bændur aukið til muna sinn hlut í virðisaukningunni sem að baki framleiðslukeðju lambakjöts liggur. Hagur bænda myndi þannig aukast til muna líkt og ég og Sveinn bróðir minn bentum á í fjögurra greina ritröð um heimaslátrun sem birtist í Bændablaðinu fyrr í sumar. Aukið frelsi til heimaslátrunar myndi einnig stuðla að auknu matvælaöryggi því þekking á matvælaframleiðslu myndi aukast í sveitum landsins. Réttmætri áherslu Stefáns í umræddri grein í Stundinni um þörfina á því að viðhalda matvælaöryggi á Íslandi væri þannig mætt.
Það er enginn vafi á að neysla á lambakjöti og kjötvörum almennt myndi minnka að magninu til ef kolefnisskattar væru almennir. En það er einmitt punkturinn með kolefnissköttum, þeim er ætlað að leiðrétta neyslumynstrið og markaðsbrestinn sem í dag er því miður til staðar. Minni neysla kjöts þarf ekki að leiða til verri afkomu bænda svo lengi sem þeim er gefinn möguleiki á því að bæta sína framleiðslu í línu við auknar kröfur og breytta neyslu neytenda. Aukið frelsi bænda til heimaslátrunar myndi þannig ekki aðeins styðja skynsamleg markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutlaust hagkerfi heldur einnig stuðla að bættum hag bænda þrátt fyrir minni kjötneyslu.
Deila
stundin.is/FC33
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalFangar og ADHD
4294
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
20237
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
Fréttir
68206
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
4
FréttirCovid-19
973
Aldraðir mótmæla opnun mötuneytis og óttast Covid-19 smit
Íbúar á öldrunaheimilinu Seljahlíð eru mjög ósáttir við fyrirhugaða opnun mötuneytis þar fyrir fólk utan heimilisins. Þau telja að með því sé verið að setja þau í hættu. Forstöðukona segir að um nauðsynlega þjónustu sé að ræða fyrir skjólstæðinga Seljahlíðar.
5
Þrautir10 af öllu tagi
4683
271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar
Landafræðiþrautin frá í gær. * Aukaspurning fyrri: Á myndinni hér að ofan má sjá (til vinstri) bandarískan forseta sem sat í embætti á stríðstímum. Lengi eftir hans dag virtu menn hann mikils fyrir hugmyndir hans um samvinnu þjóða eftir stríðið. Nú á seinni árum hefur hann fallið í áliti, því kastljósinu hefur verið beint að því að hann var í...
6
ViðtalFangar og ADHD
7213
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
7
Fólkið í borginni
3298
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
Mest deilt
1
ViðtalFangar og ADHD
27502
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
Geðheilsuteymi fangelsa er nýlegt teymi á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem býður föngum upp á meðferð við geðheilbrigðisvanda svo sem ADHD. Meðferðin er fjölþætt og er boðið upp á samtalsmeðferðir og lyf ef þarf. „ADHD-lyfin draga náttúrlega úr hvatvísinni sem maður vonar að verði til þess að viðkomandi brjóti ekki af sér aftur eða fari að nota vímuefni aftur,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur.
2
ViðtalFangar og ADHD
40445
Meirihluti fanga með ADHD: Rétt meðferð gæti komið í veg fyrir afbrot
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt það úrræðaleysi sem hefur verið í fangelsum landsins varðandi greiningar á meðferð til dæmis við ADHD þótt skriður sé kominn á málið. Hann segir að breyta þurfi um kerfi í fangelsismálum.
3
ViðtalDauðans óvissa eykst
20237
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
4
ViðtalFangar og ADHD
7213
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
5
Fréttir
68205
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
6
ViðtalFangar og ADHD
7128
Betrun ætti að byggja á vísindalegri þekkingu
Haraldur Erlendsson geðlæknir vann á sínum tíma á Litla-Hrauni og gagnrýnir skort á þjónustu við fanga með ADHD hvað varðar geðþjónustu og lyf sem virka. Fangelsiskerfið eigi að byggja á vísindalegri þekkingu um betrun en ekki refsingu eða hefnd, sem gagnast föngum með ADHD lítið.
7
Fólkið í borginni
3298
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
Mest lesið í vikunni
1
Myndband
57268
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
FréttirSamherjaskjölin
48407
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
3
Pistill
15126
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
4
FréttirSamherjamálið
8103
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
5
ViðtalFangar og ADHD
4294
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
6
Fréttir
52313
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
7
ViðtalDauðans óvissa eykst
20237
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.206
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
Myndband
57268
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
3
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
4
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
5
Fréttir
7652.900
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
51580
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
7
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
Nýtt á Stundinni
Viðtal
115
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
Bíó Tvíó#189
Fullir vasar
Andrea og Steindór ræða kvikmynd Antons Sigurðssonar frá 2018, Fullir vasar.
ViðtalFangar og ADHD
7213
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
ViðtalDauðans óvissa eykst
20237
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
Þrautir10 af öllu tagi
2954
273. spurningaþraut: Eugene Onegin og Onedin-fjölskyldan, það er aldeilis!
Jú, hér er þraut gærdagsins. * Aukaspurning nr. 1: Hvað heitir þetta unga skáld? Annaðhvort skírnarnafn eða ættarnafn dugar. * Aðalspurningar: 1. Einn helsti máttarstólpi íslenska landsliðsins í handbolta allt frá 2005 er Alexander Petersson. Hann flutti til Íslands frá öðru landi rétt fyrir aldamótin 2000 og gerðist síðan íslenskur ríkisborgari. Frá hvaða landi kom Alexander? 2. Einu sinni var...
ViðtalFangar og ADHD
7128
Betrun ætti að byggja á vísindalegri þekkingu
Haraldur Erlendsson geðlæknir vann á sínum tíma á Litla-Hrauni og gagnrýnir skort á þjónustu við fanga með ADHD hvað varðar geðþjónustu og lyf sem virka. Fangelsiskerfið eigi að byggja á vísindalegri þekkingu um betrun en ekki refsingu eða hefnd, sem gagnast föngum með ADHD lítið.
ViðtalFangar og ADHD
27502
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
Geðheilsuteymi fangelsa er nýlegt teymi á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem býður föngum upp á meðferð við geðheilbrigðisvanda svo sem ADHD. Meðferðin er fjölþætt og er boðið upp á samtalsmeðferðir og lyf ef þarf. „ADHD-lyfin draga náttúrlega úr hvatvísinni sem maður vonar að verði til þess að viðkomandi brjóti ekki af sér aftur eða fari að nota vímuefni aftur,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur.
ViðtalFangar og ADHD
40445
Meirihluti fanga með ADHD: Rétt meðferð gæti komið í veg fyrir afbrot
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt það úrræðaleysi sem hefur verið í fangelsum landsins varðandi greiningar á meðferð til dæmis við ADHD þótt skriður sé kominn á málið. Hann segir að breyta þurfi um kerfi í fangelsismálum.
ViðtalFangar og ADHD
4294
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
Þrautir10 af öllu tagi
3896
272. spurningaþraut: Berlín, skrímsli og fjölmennasta orrustan
Síðasta þrautin, hér er hún! * Fyrri aukaspurning, hver er konan á málverki Alexanders Ivanovs hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Á árunum 1977-1979 gaf tónlistarmaður einn út þrjár plötur sem í sameiningu eru gjarnan kallaðar „Berlínar-plöturnar“. Hver var þessi tónlistarmaður? 2. William Frederick Cody hét Bandaríkjamaður nokkur, sem fæddist í Iowa árið 1846 en lést í Denver í Colorado...
Fréttir
123
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
Mynd dagsins
16
Hundrað fimmtíu og átta ára
Það var norðanbál við Úlfljótsvatn í morgun, en við þetta 4 km langa vatn stendur kirkja sem kennd er við vatnið. Kirkjan sjálf var byggð úr timbri árið 1863 og síðan var turninum bætt við 98 árum seinna. Hún er ein af rúmlega 360 kirkjum í lýðveldinu - það er semsagt eitt guðshús fyrir hverja þúsund íbúa þessa lands. Vatnið er kennt við Úlfljót, fyrsta lögsögumann Íslendinga, en eftir honum voru einnig fyrstu almennu lög landsins nefnd, Úlfljótslög.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir