Mest lesið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
1

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Skilið sparifé okkar!!
2

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
3

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
4

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
5

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
6

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Stundin #109
Janúar 2020
#109 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. janúar.
Þessi grein er rúmlega 5 mánaða gömul.

Ólafur Margeirsson

Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda

Það er þess virði að skoða hvort betra sé út frá umhverfislegu sjónarhorni að flytja lambakjöt inn til Íslands í stað þess að framleiða það hér skrifar Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði.

Ólafur Margeirsson

Það er þess virði að skoða hvort betra sé út frá umhverfislegu sjónarhorni að flytja lambakjöt inn til Íslands í stað þess að framleiða það hér skrifar Ólafur Margeirsson, doktor í hagfræði.

Lambahryggir, kolefnisskattar, umhverfið og frelsi bænda
Skoðunar þörf Nauðsynlegt er að kanna hvort vænlegra sé að flytja lambakjöt inn til Íslands, heldur en að rækta það hér, þegar horft er til umhverfissjónarmiða.  Mynd: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir

Í Stundinni þann 1. ágúst var ljómandi góð grein, „Fásinna út frá umhverfissjónarmiðum að flytja inn lambahryggi“ þar sem talað var við Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðing í sambandi við innflutninginn á lambahryggjum og innflutning á vörum almennt til Íslands. Það var þó nokkuð í greininni sem er vert að gera athugasemd eða tvær við.

Byrjum á fyrstu málsgreininni (mín áhersla): 

Sé hægt að framleiða vöru á Íslandi er almennt séð neikvætt að flytja sambærilega vöru inn til landsins því þá er flutningurinn hrein viðbót í kolefnisfótspori vörunnar. Þetta segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur um fyrirhugaðan innflutning á lambahryggjum til landsins. Hann segir jafnframt að neytendur verði að gera breytingar á neyslumynstri sínu til að bregðast við loftslagsvánni, meðal annars þurfi fólk að sætta sig við að óeðlilegt sé að gera kröfu um að hægt sé að kaupa hvaða vöru sem er, hvaðan sem er og hvenær sem er. 

Ofbeit og umhverfisvernd

Ólafur Margeirsson

Þetta er flóknara mál en sýnist á yfirborðinu. Í fyrsta lagi er ekki víst að umhverfisvænna sé að framleiða lambakjöt á Íslandi heldur en til dæmis í Evrópu og flytja það inn (Stefán bendir á þetta síðar í greininni í sambandi við nautakjötsframleiðslu). Ég reikna ekki með að sambandið sé línulegt milli magns af lambakjöti sem er framleitt á Íslandi og hinna neikvæðu umhverfisáhrifa sem af þeirri framleiðslu hlýst en það er ansi líklegt að í dag sé framleitt of mikið af lambakjöti á Íslandi miðað við þau náttúrugæði sem Ísland býður upp á. Það er til dæmis staðreynd að væri minni ofbeit á Íslandi, væri gróðurþekjan heilbrigðari.

„Í fyrsta lagi er ekki víst að umhverfisvænna sé að framleiða lambakjöt á Íslandi heldur en til dæmis í Evrópu“

Ég efast ekki um að lambakjötsframleiðsla á Íslandi getur borgað sig innan ákveðinna marka og kerfis (komum að því síðar). Landið getur fætt einhvern fjölda af sauðfé og það er sjálfsagt að nýta náttúrugæði Íslands á sjálfbæran hátt (en aldrei á ósjálfbæran hátt). En þegar fjöldi sauðfjár á landinu er kominn að þeim mörkum að það gefur ekki nýgræðingi möguleika á að vaxa byrjar neikvæð afturvirkni (e. vicious feedback cycle) að þróast þar sem ofbeit leiðir til of lítillar gróðurþekju, sem aftur leiðir til uppblásturs sem leiðir aftur til minni gróðurþekju og svo koll af kolli. Of mikið magn sauðfjár veldur, og gerir þetta umhverfisvandamál enn verra.

Svo ef innflutningur á lambahryggjum getur komið í veg fyrir að ofbeit og landfok þróist á Íslandi þá er það sannarlega þess virði að skoða hvort ekki sé betra að einmitt flytja hryggina inn út frá íslenskum og alþjóðlegum umhverfissjónarmiðum. Sama gildir um aðra matvælaframleiðslu.

Harmleikur almenninganna og neyslumynstur

Annar punktur í fyrstu málsgreininni er svo um innflutninginn og CO2 útblásturinn tengdum honum. Þetta er tengt við neyslumynstur almennt og loftslagsvána, sem ég ætla svo sannarlega ekki að gera lítið úr!

Vandamálið við neysluna og loftslagsvána almennt – og ekki bara í sambandi við innflutning á vörum ýmiss konar – er að kaupendur og framleiðendur umræddra vara bera ekki kostnaðinn við neysluna og framleiðsluna heldur eru það „allir hinir“. Loftið í kringum okkur er svipað og hagi sem allir þorpsbúarnir geta beitt sínum nautgripum á. Það er fullkomlega eðlilegur hugsunarháttur að hver og einn þorpsbúi hugsi með sér „ég ætla að setja allar mínar kusur á sameiginlega túnið sem þorpið í heild sinni á, ég hagnast á því og ég ber lítið af kostnaðinum sjálfur.“ Allir gera þetta á sama tíma og úr verður ofbeit á sameiginlega blettinum. Þetta er harmleikur almenninganna (e. tragegy of the commons).

Okkar neysla í dag er harmleikur almenninganna: Hver og einn neytandi ber ekki fullan umhverfiskostnað við að neyta hvers sem hann neytir, heldur veltir hann menguninni af sinni neyslu yfir á sína samborgara, dýralíf og plöntulíf í nútíð og framtíð. 

Vandamálið er þetta veika samband milli hins raunverulega kostnaðar af neyslunni og hinum eiginlega kostnaði sem neytandinn ber. Það vantar með öðrum orðum almennilega svörun (e. feedback) á milli raunverulega kostnaðarins og kostnaðarins sem neytandinn ber. Þessi vöntun á svörun er markaðsbrestur.

Að leysa harmleikinn sem núverandi neyslumynstur er

Lausnirnar við harmleik almenninganna eru venjulega þrjár:

Sú fyrsta er að mennta fólk og fá það til að skilja hin neikvæðu áhrif. Þessu tengt er oft vitnað til samvisku fólks eða farið í einhvers konar samfélagslegar þrýstingsaðgerðir sem er ætlað að fá fólk til að skammast sín fari það yfir strikið (e. public shaming). „Flugviskubit“ er eitt dæmi um þetta. Stefán beitir þessari menntunaraðferð í greininni með því að benda á og undirstrika umhverfiskostnaðinn við innflutning.

Sú næsta er að einkavæða almenninginn. Þá ber hver og einn ábyrgð á sínu „hólfi“ og ber allan kostnað og ábata af nýtingunni eða neyslunni. Augljóslega gengur þetta ekki þegar kemur að loftinu í kringum okkur og erfitt væri að koma þessu að þegar kemur að stórum afréttum Íslands þar sem ofbeit búfjár er því miður vandamál í dag.

Hin þriðja eru opinberar aðgerðir ætlaðar til að stýra neyslunni á þann hátt að hún fari aldrei úr böndunum. Fyrsta neyslustýringaraðferðin er „umferðarljósakerfi“. Umferðarljós á gatnamótum eru dæmi um þetta, hver og einn getur ekki vaðið út á almenninginn sem gatnamótin eru hvenær sem hann vill. Sóknardagar í sjávarútvegi er annað dæmi og umferð bíla einn daginn með oddatölubílnúmer en bíla með slétttölubílnúmer þann næsta er þriðja dæmið. Hugmyndin er að ofnýta ekki yfir ákveðið tímabíl hin almennu gæði sem almenningurinn býður upp á.

Beita má skattkerfinu

Önnur opinber aðgerð er skattlagning hvers hugmynd er að bæta svörunina milli raunverulega kostnaðarins og kostnaðarins sem neytandinn ber. Kolefnisskattar eru dæmi um þetta. 

Þess vegna eru kolefnisskattar ljómandi góð hugmynd, þeir bæta svörunina milli hins raunverulega kostnaðar neytandans og þess kostnaðar sem hann eiginlega ber. Framleiðendur, sem framleiða það sem neytandinn vill kaupa og í því magni sem hann vill kaupa, verða í kjölfarið að breyta sinni framleiðslu ætli þeir að lifa af. Það er mjög áríðandi að neytandinn skilji hvers konar kostnað hann er að fara út í við neysluna, framleiðendurnir fylgja neytandanum.

Svo vilji kaupandinn kaupa jarðarber frá Spáni fyrir gamlárskvöld þá er það bara í ljómandi góðu lagi svo lengi sem hann borgar kolefnisskattinn að baki flutningnum. Vilji hann það ekki má vera að hann finni innlendan framleiðanda sem fundið hefur út leið til að framleiða jarðarber í desember (til dæmis lóðréttur landbúnaður (e. vertical farming)). Eða hann notar önnur ber eða telur sig einfaldlega betur kominn með því að sleppa öllum berjum alfarið.

Ímyndið ykkur til dæmis ef kolefnisskattar væru almennir. Skítugir orkugjafar á borð við kol og gas myndu leggjast af því orka sem seld væri með kolefnisskattinum inniföldnum frá slíkum orkugjöfum væri alltof dýr, neytandinn myndi snúa sér að sólar- og vatnsorkuverum sem dæmi. Framleiðendur myndu í kjölfarið stórauka framleiðslugetu sína á slíkri hreinni orku. Bílaframleiðendur myndu kappkosta að búa til eins olíu- og bensínneyslugrönn farartæki og hægt væri, til dæmis (raf)hjól (já, þeir myndu líka framleiða aðrar vörur en bíla) og betri strætisvagna fyrir almenningssamgöngur hvers eftirspurn eftir myndi stóraukast. Og innfluttir lambahryggir frá Nýja-Sjálandi eða Evrópu væru dýrari en lambahryggir framleiddir á næsta bóndabýli við neytandann – fyrir utan vitanlega að kjötneysla myndi minnka þar sem kolefniskostnaður við hana í dag er hærri en neytandinn borgar fyrir. Grænmetisneysla ykist í staðinn.

Almennt má segja að kolefnisskattar og -gjöld bæti neyslumynstrið því svörunin milli hins raunverulega kostnaðar og hins eiginlega kostnaðar sem neytandinn ber er bætt. Auðvitað berjast framleiðendur dagsins í dag, sem græða mest á því að neytandinn skilji ekki hversu hár umhverfiskostnaðurinn er við neysluna, um á hæl og hnakka þegar kemur að því að ræða kolefnisskatta. Þeir segja, réttilega, að verð á þeirra vörum myndi hækka. En það er einmitt nákvæmlega tilgangurinn, að bæta svörunina í neyslumynstri neytandans svo hann bæti sína neyslu sjálfum sér og öðrum til hagsbóta. Þessir framleiðendur verða einfaldlega að sætta sig við að breyta sínu viðskiptamódeli í kjölfar kolefnisskatta, einmitt vegna þess að þá skilur neytandinn betur hvað hann er að gera með sínum neysluákvörðunum.

Út af þessum ljómandi góðu áhrifum kolefnisskatta er virkilega jákvætt að sjá að í ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar má finna atriði á borð við hærra kolefnisgjald og færri undanþágur frá því, kolefnisjöfnun matvælaframleiðslu á Íslandi og eflingu lífræns landbúnaðar, kolefnisjöfnun sjávarútvegs og lambakjötsframleiðslu og, síðast en ekki síst, stefnu á að gera Ísland að kolefnishlutlausu hagkerfi ekki síðar en 2040. 

Vonandi komast þessar aðgerðir sem fyrst í framkvæmd en rétt er að benda ríkisstjórninni á að það eina sem hún þarf að gera er að bæta svörunina milli hins raunverulega kostnaðar af neyslunni og hins eiginlega kostnaðar sem neytandinn ber. Þegar neytandinn breytir neyslumynstri sínu í kjölfarið fylgja framleiðendur á eftir. 

„Væru kolefnisskattar almennir myndi neysla á lambakjöti minnka því verðið á því myndi hækka“

Þannig er það svo að það mikilvægasta sem ríkisstjórnin þarf að gera er að sjá til þess að svörunin sé bætt, markaðurinn sér um framhaldið. Það er nefnilega svo að hið opinbera og markaðurinn geta ekki hvort í sínu lagi bætt neyslumynstrið í dag svo dregið sé úr loftslagsvánni, þau þurfa að vinna þetta verkefni í sameiningu.

Frelsi bænda myndi hjálpa

Væru kolefnisskattar almennir myndi neysla á lambakjöti minnka því verðið á því myndi hækka. Margir bændur og hagsmunasamtök þeirra hugsa réttilega til slíks með ákveðnum kvíða en lausnin er afskaplega einföld: aukið frelsi bænda til betri vinnslu á lambakjöti. Hið sama raunar gildir þegar kemur að annarri matvöru. 

Í dag er heimaslátrun bænda bönnuð. Væri heimaslátrun leyfð gætu bændur aukið til muna sinn hlut í virðisaukningunni sem að baki framleiðslukeðju lambakjöts liggur. Hagur bænda myndi þannig aukast til muna líkt og ég og Sveinn bróðir minn bentum á í fjögurra greina ritröð um heimaslátrun sem birtist í Bændablaðinu fyrr í sumar. Aukið frelsi til heimaslátrunar myndi einnig stuðla að auknu matvælaöryggi því þekking á matvælaframleiðslu myndi aukast í sveitum landsins. Réttmætri áherslu Stefáns í umræddri grein í Stundinni um þörfina á því að viðhalda matvælaöryggi á Íslandi væri þannig mætt.

Það er enginn vafi á að neysla á lambakjöti og kjötvörum almennt myndi minnka að magninu til ef kolefnisskattar væru almennir. En það er einmitt punkturinn með kolefnissköttum, þeim er ætlað að leiðrétta neyslumynstrið og markaðsbrestinn sem í dag er því miður til staðar. Minni neysla kjöts þarf ekki að leiða til verri afkomu bænda svo lengi sem þeim er gefinn möguleiki á því að bæta sína framleiðslu í línu við auknar kröfur og breytta neyslu neytenda. Aukið frelsi bænda til heimaslátrunar myndi þannig ekki aðeins styðja skynsamleg markmið ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutlaust hagkerfi heldur einnig stuðla að bættum hag bænda þrátt fyrir minni kjötneyslu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
1

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Skilið sparifé okkar!!
2

Guðmundur

Skilið sparifé okkar!!

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
3

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
4

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“
5

Heimssýn boðar í hópferð til að „samfagna Brexit“

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu
6

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
4

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
5

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
6

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Mest lesið í vikunni

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
4

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
5

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
6

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

„Nei, jól eru fyrir aumingja“
6

„Nei, jól eru fyrir aumingja“

Nýtt á Stundinni

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Landið á milli heimanna: Víkingar, Tyrkjarán og uppruni Úkraínu

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Þorvaldur Gylfason

Virðulegir menn á sjötugsaldri: Nixon, Trump o.fl.

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Hulda Vilhjálmsdóttir vann Tilberann 2019

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svanavatn á torgi

Einar Már Jónsson

Svanavatn á torgi

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Ritstjórn

Um forréttindablindu og opnunartíma leikskóla

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Stuðningur berst björgunarsveitinni  á Flateyri alls staðar að af landinu

Stuðningur berst björgunarsveitinni á Flateyri alls staðar að af landinu

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Löngum dvölum á bráðamóttöku hefur fjölgað hratt

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu

Hröktust að heiman yfir jólin vegna bensínstybbu