Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

Rap­haël Costes kom til Ís­lands sem ferða­mað­ur ár­ið 2014 og hef­ur ver­ið hér síð­an. Hann er vöru­hönn­uð­ur frá Frakklandi sem býr í Vest­ur­bæn­um og bræð­ir blágrýti.

Hönnun sem líkir eftir náttúrunni

Raphaël Costes er vöruhönnuður frá Frakklandi sem hefur búið á Íslandi frá árinu 2014 þegar hann kom sem ferðamaður en endaði á að vera um kyrrt. Hann starfar hvort tveggja sem hönnuður í lausamennsku, meðal annars fyrir vöruhönnuðinn Þórunni Árnadóttur, og einnig með sín eigin verkefni undir nafninu Innri Innri. Raphaël lærði Master of Design Product í Strasbourg og sækir innblástur að miklu leyti í náttúruna. „Ég hrífst af hugmyndinni um að líkja eftir sköpun sem verður til í náttúrunni. Mér finnst áhugavert að skoða hvort við getum að einhverju leyti gert svipaða hluti og náttúran gerir. Það er svo sérstaklega spennandi að framkvæma slíkt með hreinni orku eins og finnst hér á Íslandi,“ segir Raphaël sem vinnur núna að því að bræða blágrýti og steypa í form og fékk styrk fyrir því verkefni frá Hönnunarmiðstöð. „Það er erfitt að stjórna útkomunni og hún er í rauninni eins konar slys.“ …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár