Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

0,1 prósentið: 300 manns fengu 46 milljarða í fyrra

Ís­lend­ing­ur­inn sem græddi mest ár­ið 2018 fékk jafn mik­ið og mann­eskja á með­al­laun­um myndi vinna sér inn á 254 ár­um.

0,1 prósentið: 300 manns fengu 46 milljarða í fyrra
0,1 prósentið Hópurinn samanstendur að miklu leyti af eigendum og stjórnendum fyrirtækja, útgerðarmönnum, bankamönnum, fjárfestum og fólki sem seldi hlutabréf í fyrirtækjum fyrir umtalsverða fjármuni í fyrra.

Tekjuhæstu 300 Íslendingarnir fengu samtals 46 milljarða í heildartekjur árið 2018 og greiddu 26 prósent af þeim í skatt samkvæmt upplýsingum sem Stundin tók saman upp úr álagningarskrá ríkisskattstjóra.

Framteljendur á skattgrunnskrá eru um 300 þúsund talsins. Af þeim 46 milljörðum sem runnu til 300 tekjuhæstu skattgreiðendanna voru 76 prósent í formi fjármagnstekna sem báru 22 prósenta skatt. Tekjuskattbyrði fólks sem tilheyrir 0,1 prósentinu var að meðaltali 27,7 prósent árið 2018.

Hópurinn samanstendur að miklu leyti af eigendum og stjórnendum fyrirtækja, útgerðarmönnum, bankamönnum, fjárfestum og fólki sem seldi hlutabréf í fyrirtækjum fyrir umtalsverða fjármuni í fyrra. Þá eru læknar og lögmenn áberandi á listanum og fólk sem erft hefur miklar eignir. Um er að ræða 238 karla og 62 konur, en alls var bein tekjuskattbyrði hópsins 26 prósent.

Að meðaltali 153 milljóna árstekjur

Álagningarskrár sem gerðar eru aðgengilegar hjá ríkisskattstjóra einu sinni á ári geyma ekki endanlegar upplýsingar um álagða …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár