0,1 prósentið: 300 manns fengu 46 milljarða í fyrra

Íslendingurinn sem græddi mest árið 2018 fékk jafn mikið og manneskja á meðallaunum myndi vinna sér inn á 254 árum.

0,1 prósentið: 300 manns fengu 46 milljarða í fyrra
0,1 prósentið Hópurinn samanstendur að miklu leyti af eigendum og stjórnendum fyrirtækja, útgerðarmönnum, bankamönnum, fjárfestum og fólki sem seldi hlutabréf í fyrirtækjum fyrir umtalsverða fjármuni í fyrra. 
johannpall@stundin.is

Tekjuhæstu 300 Íslendingarnir fengu samtals 46 milljarða í heildartekjur árið 2018 og greiddu 26 prósent af þeim í skatt samkvæmt upplýsingum sem Stundin tók saman upp úr álagningarskrá ríkisskattstjóra.

Framteljendur á skattgrunnskrá eru um 300 þúsund talsins. Af þeim 46 milljörðum sem runnu til 300 tekjuhæstu skattgreiðendanna voru 76 prósent í formi fjármagnstekna sem báru 22 prósenta skatt. Tekjuskattbyrði fólks sem tilheyrir 0,1 prósentinu var að meðaltali 27,7 prósent árið 2018.

Hópurinn samanstendur að miklu leyti af eigendum og stjórnendum fyrirtækja, útgerðarmönnum, bankamönnum, fjárfestum og fólki sem seldi hlutabréf í fyrirtækjum fyrir umtalsverða fjármuni í fyrra. Þá eru læknar og lögmenn áberandi á listanum og fólk sem erft hefur miklar eignir. Um er að ræða 238 karla og 62 konur, en alls var bein tekjuskattbyrði hópsins 26 prósent.

Að meðaltali 153 milljóna árstekjur

Álagningarskrár sem gerðar eru aðgengilegar hjá ríkisskattstjóra einu sinni á ári geyma ekki endanlegar upplýsingar ...

Tekjulistinn

Smelltu á nöfnin til að fá nánari upplýsingar.

1 Bergþór Jónsson fjárfestir í byggingariðnaði

2.212.128.221 kr.

Fjárfestir og eigandi fasteignaþróunarverkefna, meðal annars Vínlandsleiðar ehf. sem selt var til Reita fyrir 5.9 milljarða í fyrra.
Mánaðartekjur 2018 289.945 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 2.208.648.882 kr.
Samanlagðar árstekjur 2.212.128.221 kr.

2 Fritz Hendrik Berndsen fjárfestir í byggingariðnaði

2.200.816.240 kr.

Fjárfestir og eigandi fasteignaþróunarverkefna, meðal annars Vínlandsleiðar ehf. sem selt var til Reita fyrir 5.9 milljarða í fyrra.
Mánaðartekjur 2018 445.989 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 2.195.464.373 kr.
Samanlagðar árstekjur 2.200.816.240 kr.

3 Högni Pétur Sigurðsson fjárfestir

1.149.005.241 kr.

Högni er meðal annars framkvæmdastjóri og aðaleigandi Hard Rock Café á Íslandi
Mánaðartekjur 2018 1.736.529 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 1.128.166.900 kr.
Samanlagðar árstekjur 1.149.005.241 kr.

4 Steindór Sigurgeirsson eigandi Storms Seafood

1.111.346.269 kr.

Fyrirvari vegna hagsmuna: Steindór Sigurgeirsson er hluthafi í Stundinni í gegnum Storm Seafood og Fjélagið eignarhaldsfélag.
Mánaðartekjur 2018 267.307 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 1.108.138.596 kr.
Samanlagðar árstekjur 1.111.346.269 kr.

5 Einar Sigfússon rekstraraðili Norðurár

930.839.785 kr.

Einar Sigfússon er þekktur veiðimaður og hefur síðustu ár rekið laxveiðiána Norðurá í Borgarfirði og einnig Haffjarðará á Snæfellsnesi. Einar seldi á síðasta ári helmingshlut sinn í Haffjarðará og jarðir sem liggja að ánni til félags í eigu Óttars Magnús Yngvasonar, sem átti Haffjarðará til móts við Einar. Kaupverðið var um tveir milljarðar króna. Það er af þeim sökum sem Einar trónir á toppi lista skattgreiðenda í Garðabæ, vegna hinna gríðarháu sölutekna sem hann fékk fyrir Haffjarðaránna.
Mánaðartekjur 2018 633.234 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 923.240.982 kr.
Samanlagðar árstekjur 930.839.785 kr.

6 John Philip Madden framkvæmdastjóri hjá eignarhaldsfélaginu Kaupþing

890.925.808 kr.

Mánaðartekjur 2018 73.899.983 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 4.126.014 kr.
Samanlagðar árstekjur 890.925.808 kr.

7 Hjalti Baldursson stofnandi Bókunar

713.502.965 kr.

Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi Bókunar, fékk tæpar 700 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra. Bandaríski bókunarrisinn TripAdvisor, sem rekur stærsta ferðavef heims, greiddi andvirði 2,7 milljarða króna fyrir fyrirtækið í fyrra. Var Hjalti stærsti hluthafinn með 45 prósenta hlut.
Mánaðartekjur 2018 1.372.329 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 697.035.023 kr.
Samanlagðar árstekjur 713.502.965 kr.

8 Guðni Þórðarson framkvæmdarstjóri Borgarplasts

695.789.501 kr.

Mánaðartekjur 2018 1.713.622 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 675.226.041 kr.
Samanlagðar árstekjur 695.789.501 kr.

9 Þórey Jónína Jónsdóttir starfsmaður Íslandsbanka

555.818.612 kr.

Mánaðartekjur 2018 790.945 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 546.327.282 kr.
Samanlagðar árstekjur 555.818.612 kr.

10 Hermann Kristjánsson útgerðarmaður

538.027.172 kr.

Mánaðartekjur 2018 548.659 kr.
Fjármagnstekjur yfir árið 531.443.264 kr.
Samanlagðar árstekjur 538.027.172 kr.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Virkjanaframkvæmdir í hálendisþjóðgarði

Guðmundur Hörður

Virkjanaframkvæmdir í hálendisþjóðgarði

·
Roald Amundsen: Pólfarinn sem hvarf

Roald Amundsen: Pólfarinn sem hvarf

·
Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður

Illugi Jökulsson

Landhreinsun ef Símon Dalaskáld er dauður

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
Bjarni, við erum best!

Bjarni, við erum best!

·
Er líf á K2-18b?

Er líf á K2-18b?

·
Verður alltof mikil þögn á heimilinu

Verður alltof mikil þögn á heimilinu

·
Skáldskapur

Listflakkarinn

Skáldskapur

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

Mikil aukning sýklalyfjaónæmis í villtum höfrungum

·
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis

·
Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

·