Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Popp­aða þjóðlaga­sveit­in end­ur­fæð­ist á nýj­ustu plötu sinni Fever Dream. Sveit­in lýs­ir ferða­lag­inu frá Mús­íktilraun­um til heims­frægð­ar, úr því að vera hrá og krútt­leg yf­ir í að þróa áfram hug­mynd­ir og vera ber­skjöld­uð.

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

„Til þess að ganga vel í einhverju þá þarftu að trúa á það sem þú ert að gera og gera góða hluti, en það þarf líka alls konar annað að gerast. Músíktilraunir setti einhverja fullkomna atburðarás í gang fyrir okkur.“ Svona lýsir Ragnar Þórhallsson, annar söngvari Of Monsters and Men, lyklinum að velgengni stórsveitarinnar.

Hljómsveitin var stofnuð fyrir þessa tónlistarkeppni unga fólksins og vann árið 2010. Ári síðar gaf sveitin út plötuna My Head Is an Animal sem seldist í rúmlega milljón eintökum í Bandaríkjunum. Platan komst í sjötta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard 200, sem var þá besta frammistaða íslenskrar sveitar; til samanburðar komst plata Bjarkar Volta í níunda sæti árið 2009. Fjórum árum síðar sló sveitin þetta met með annarri plötu sinni, Beneath the Skin, sem komst í þriðja sætið. Þriðja plata sveitarinnar, Fever Dream, kom út í júlí síðastliðnum og náði níunda sæti á listanum.

Sveitin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár