Mest lesið

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
1

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
2

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
3

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni
4

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Samfarir kóngs og drottningar
5

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
6

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
7

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Stundin #109
Janúar 2020
#109 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. janúar.
Þessi grein er rúmlega 5 mánaða gömul.

Launaþjófnaður hleypur á hundruðum milljóna

Erlent launafólk, ungt fólk og tekjulágir eru þeir hópar sem atvinnurekendur brjóta helst á, samkvæmt rannsókn ASÍ.

Launaþjófnaður hleypur á hundruðum milljóna
Drífa Snædal Launaþjófnaður og kjarasamningsbrot eru að meirihluta gagnvart erlendu starfsfólki, að því fram kemur í skýrslu ASÍ.  Mynd: Heiða Helgadóttir
gabriel@stundin.is
steindor@stundin.is

„Brotastarfsemi gagnvart erlendu launafólki og ungmennum er alvarleg meinsemd á íslenskum vinnumarkaði sem uppræta verður með öllum tiltækum ráðum. Brotastarfsemi sem lýsir sér í stórfelldum launaþjófnaði, alvarlegum brotum gagnvart öryggi og aðbúnaði, illri meðferð og framgöngu fyrirtækja sem þegar verst lætur verður ekki lýst nema sem nauðungarvinnu eða vinnumansali. Dæmin skipta ekki bara tugum eða hundruðum. Brotin snerta þúsundir einstaklinga.“

Þetta er mat Drífu Snædal, forseta ASÍ, í inngangsorðum nýrrar skýrslu sambandsins um brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þar kemur fram að meirihluti launakrafna vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota séu gerðar fyrir hönd félagsmanna af erlendum uppruna. Um helmingur allra krafna kemur úr hótel-, veitinga- og ferðaþjónustu en hæstu launakröfurnar eru gerðar á fyrirtæki í mannvirkjagerð. 

„Brotin virðast einkum beinast gegn hópum sem síður þekkja réttindi sín og eru í erfiðari stöðu til að sækja rétt sinn, þ.e. erlendu launafólki, ungu fólki, tekjulágum og einstaklingum í hlutastörfum, óreglulegri vinnu eða lausbeisluðu ráðningarsambandi við atvinnurekenda,“ segir í skýrslunni. „Við slíkum brotum eru í dag engin viðurlög. Alþýðusambandið telur það óásættanlegt að atvinnurekendur geti óátalið brotið með þessum hætti á launafólki og telur forgangsmál að sett verði ákvæði um viðurlög við slíkum brotum í lög og kjarasamninga.“

Í skýrslunni kemur fram að launakröfur vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota hlaupi á hundruðum milljóna króna ár hvert meðal aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Þá hafi fjögur aðildarfélaga ASÍ gert 768 launakröfur á síðasta ári upp á samtals 450 milljónir króna og miðgildi kröfuupphæðar numið 262.534 krónur.

Leggur ASÍ til að bundin verði í lög hörð viðurlög og sektargreiðslur vegna launaþjófnaðar og annarra brota gegn launafólki. Þá verði sett í lög keðjuábyrgð fyrir allan vinnumarkaðinn og kennitöluflakk stöðvað. Endurskoða þurfi skilgreiningu á mansali, setja í lög bann við nauðungarvinnu og refsiákvæði til að tryggja skilvirka framkvæmd. Þá þurfi að veita betri upplýsingar um réttindi og styðja við brotaþola svo þeir njóti öryggis og skjóls og verja fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu.

 Helmingur krafna frá erlendu launafólki 

Launaþjófnaður hefur verið í kastljósa fjölmiðla undanfarin ár og stéttarfélög hafa haldið því fram að brotalamir á íslenskum vinnumarkaði bitni helst á erlendu vinnuafli. Skýrslan sýnir fram á að þær áhyggjur hafa verið á rökum reistar, en tekið er fram að á baki ríflega helmings launakrafna sem rata til stéttarfélaga er erlent launafólk, jafnvel þótt hlutfall erlendra launamanna sé aðeins um 19 prósent á íslenskum vinnumarkaði. Miðgildi launakrafna þessa hóps er þar að auki 80 þúsund krónum hærra en íslenskra félagsmanna, eða 385.153 krónur á móti 308.274.

Rýnt í tölur um launaþjófnaðHenný Hinz, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, leiddi vinnuhópinn sem skrifaði skýrsluna.

Um helmingur allra krafna eru tilkomnar fyrirtækja í starfsgreinum sem tengjast ferðamannaiðnaði og mannvirkjagerð. Þetta eru vinnuaflsfrekar greinar og hefur þurft að flytja vinnufólk inn til landsins til að sinna þessum störfum. Í skýrslunni segir meðal annars: „Byggingaverkamenn og iðnaðarmenn sem koma erlendis frá til að vinna við stórar framkvæmdir á Íslandi starfa gjarnan í einangruðum vinnuhópum og jafnvel landfræðilega einangraðir sem gera tengslin við samfélagið lítil og því eru þeir sérlega berskjaldaðir gagnvart launaþjófnaði.“

Bent er á að jaðarsettir hópar á vinnumarkaði séu sérstaklega berskjaldaðir fyrir launaþjófnaði, en í þeim hópi eru meðal annars tekjulágir, ungt fólk og fólk af erlendum uppruna. „Þessi staðreynd skapar jafnframt áskoranir enda eru þetta hópar sem leita síður til stéttarfélaga og þora síður að leita réttar síns gagnvart launagreiðanda milliliðalaust. Þetta eru hópar sem þekkja síður rétt sinn og eru í einhverjum tilvikum ekki meðvitaðir um að brotið sé á réttindum þeirra.“

Aðeins hluti brotaþola leita til stéttarfélaga

Varað er við því að draga ályktanir eingöngu út frá þeim málum sem rata til stéttarfélaganna, þar sem niðurstöður erlendra rannsókna bendi til þess að aðeins lítill hluti mála skili sér þangað. 

Er vitnað í nýlega rannsókn á farandverkafólki í Ástralíu sem komst að þeirri niðurstöðu að aðeins einn af hverjum tíu sem brotið var á sótti rétt sinn. „Ástæður þess að verkafólkið reyndi ekki að sækja rétt laun voru meðal annars þekkingarleysi, hræðsla við uppsögn, hræðsla við að missa atvinnuleyfi og svartsýni á að kröfur fáist greiddar.“

Starfsfólk vinnueftirlits stéttarfélaganna hefur ítrekað bent á svipaðar aðstæður og viðhorf á meðal erlends vinnuafls á Íslandi. Í sumum tilvikum hefur ótti starfsmanna við afleiðingarnar ræst, eins og þegar erlendum starfsmanni var vikið úr starfi á Hrauni í Ólafsvík eftir að upp komst að hann hefði rætt við stéttarfélag.

Fjallað erum annarskonar réttindabrot í skýrslunni, eins og að veikinda- og vinnuslysaréttur sé ekki virtur, að uppsagnarfrestur sé ekki virtur, brotið sé á orlofsrétti, brotið á reglum um vinnutíma og gerviverktaka. 

Erlent vinnuafl telur sig fá minna borgað

Auk þess sem launakröfur voru greindar var fjallað um niðurstöður tveggja kannana, annars vegar úr þjóðarúrtaki og hinsvegar úr úrtaki erlendra félagsmanna aðildarfélaga ASÍ. Í fyrri könnuninni kom fram að 27 prósent þátttakenda töldu sig hafa fengið minna greitt en samstarfsfélagar fyrir sömu vinnu, 22 prósent töldu að þeir hefðu ekki fengið greitt fyrir allar unnar stundir og 18 prósent töldu að þeir hefðu ekki fengið greitt fyrir yfirvinnu. 

Þegar svörin voru greind eftir kynjum kom í ljós að 26 prósent kvenna töldu sig ekki hafa fengið greitt fyrir allar vinnustundir, en 18 prósent karla voru á sömu skoðun. Yngsti aldurshópurinn taldi að hann fengið minna greitt fyrir sömu vinnu en eldri samstarfsfélagar, að þeir fengju ekki greitt fyrir veikindaleyfi, neysluhlé og fleira. 

Niðurstöður erlendra félagsmanna voru verri en innfæddra. Um 30 prósent töldu sig ekki hafa fengið greitt fyrir allar unnar stundir, 29 prósent taldi sig ekki hafa fengið greitt fyrir yfirvinnu, 21 prósent taldi sig ekki hafa fengið stórhátíðarálag og 26 prósent taldi sig ekki hafa fengið greitt samkvæmt kjarasamningi. Þá sögðust 28 prósent þátttakenda ekki hafa fengið skriflegan ráðningarsamning og 25 prósent sögðust ekki fá umsamið neysluhlé. Um helmingur, 47 prósent, taldi sig fá minna greitt en samstarfsfélagar fyrir sömu vinnu. 

Hagsmunir samfélagsins alls 

Í inngangsorðum skýrslunnar er ávarp Drífu Snædal, sem áréttar mikilvægi þess að senda skýr skilaboð til fyrirtækja og samfélagsins um að „brotastarfsemi á vinnumarkaði og misnotkun á erlendu launafólki og ungmennum á vinnumarkaði verði að uppræta með öllum tiltækum ráðum. Það eru hagsmunir þessara félaga okkar og alls launafólks. Það eru hagsmunir heilbrigðs atvinnulífs og samfélagsins alls.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
1

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
2

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
3

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni
4

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Samfarir kóngs og drottningar
5

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
6

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
7

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
6

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
6

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Að auka streitu foreldra og barna

Svala Jónsdóttir

Að auka streitu foreldra og barna

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Margrét Hallgrímsdóttir

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Ritstjórn

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu