Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
3

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
4

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
5

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjallið, snjórinn og við
6

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma
7

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi
8

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er rúmlega 6 mánaða gömul.

„Svona drekkum við kaffið í Aleppo“

Fyrir fimm árum kom sýrlenski bakarinn Youssef Jalabai til Íslands sem flóttamaður ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Á morgun opnar hann ásamt félaga sínum fyrsta sýrlenska kaffihúsið í Reykjavík, Aleppo Café, þar sem bragða má baklava og aðrar framandi kræsingar, gerðar frá grunni.

„Svona drekkum við kaffið í Aleppo“
Eigendur Aleppo Café Þeir Yaman Brikhan og Youssef Jalabi eru báðir frá Aleppo í Sýrlandi. Þeir nefndu því kaffihúsið sitt eftir borginni, sem þeir segja búa yfir afar auðugri matarmenningu.  Mynd: Davíð Þór
holmfridur@stundin.is

„Við erum með nokkrar mismunandi tegundir af baklava og ýmsar aðrar tegundir af bakkelsi. Við erum rétt að byrja að prófa okkur áfram og verðum síðar með fleiri tegundir. Við erum fyrsti staðurinn á Íslandi sem býður upp á alvöru baklava, búið til á staðnum frá grunni. Ég er spenntur að sjá hvort viðskiptavinir okkar eigi eftir að kunna að meta það sem við höfum uppá að bjóða,“ segir Yaman Brikhan, sem ásamt Youssef Jalabi stendur að baki nýju sýrlensku kafifhúsi, Aleppo Café, á Tryggvagötunni í miðbæ Reykjavíkur. Þar vinna þeim við hlið nokkuð stór hópur fólks sem flest kemur frá Sýrlandi. 

Eftirrétturinn sem Yaman vísar til, baklava, er vinsæll í Mið-Austurlöndum og til eru margar tegundir af honum. Nokkrar tegundir verða á boðstólum á Aleppo Café, þær verða búnar til uppá sýrlenskan eða tyrkneskan máta, þar sem Youssef hefur unnið sem bakari í báðum löndum áður en hann kom til Íslands. Auk baklava er meðal annars hægt að fá sæta bita af kanafih og mabruma, en á staðnum er líka hægt að nálgast bakkelsi sem er algengara að sjá í íslenskum bakaríum: Croissant, snúða, súrdeigsbrauð og fleira. Á Aleppo Café er líka seldur ís og ekki má gleyma kaffinu. Yaman býður uppá Aleppo-kaffi á meðan við spjöllum, rótsterkt með kardimommubragði. „Svona drekkum við kaffið í Aleppo,“ segir hann. 

Mabruma með pistasíumYussef, annar eigenda Aleppo Café, rak bakarí í Aleppo, áður en hann flúði þaðan vegna stríðsins.

Þeir Yaman og Youssef hafa báðir talsverða reynslu af veitingahúsageiranum á Íslandi. Yaman þó ívið meiri, enda hefur hann búið á Íslandi allt frá árinu 2000, eða í 19 ár. Hann er eigandi Ali Baba-skyndibitastaðanna. Þeir voru þrír þar til nýverið, þegar staðnum í miðbæ Reykjavíkur var lokað þar sem leigusamningur hans rann út, en hann leitar nú að nýrri staðsetningu í miðbænum.

Youssef hefur unnið sem kokkur, bæði, en í grunninn er hann bakari svo nú er hann kominn á sinn heimavöll á Aleppo Café . Hann rak sjálfur bakarí í Aleppo og vann í einu slíku í Tyrklandi, þangað sem fjölskyldan hafði flúið borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum sem flóttamaður til Íslands fyrir um fimm árum. Fljótlega eftir komuna kynntist hann Yaman, sem stakk fljótt uppá því að þeir myndu opna kaffihús saman. Youssef var ekki tilbúinn til þess strax, þar sem hann vildi gefa sér og fjölskyldunni tíma til þess að aðlagast fyrst, koma sér fyrir og læra íslensku, en hafði boðið alltaf á bakvið eyrað. „Nú er ég tilbúinn,“ segir hann. 

Auðug matarmenning í Aleppo

Báðir eru þeir Yaman og Youssef frá Aleppo, sem margir tengja í huganum við átök og stríð, enda hefur hún farið illa út úr átökunum sem geisað hafa. En þeim félögunum er þó í mun að fólk viti að Aleppo er svo miklu meira en það, svo þeir ákváðu að nefna nýja staðinn í höfuðið á borginni. „Ef þú kemur einhvern tímann til Sýrlands og spyrð: „Hvar fæ ég besta matinn hér?“ verður þér svarað með: Haleb. Það arabíska orðið fyrir Aleppo.  Aleppo er ein elsta borg í heimi og matarmenningin þar er mjög auðug. Við viljum að fólk viti hvernig Aleppo er í raun og okkar leið til þess er að opna þetta kaffihús,“ segir Yaman.  

Aleppo Café hefur þegar hafið rekstur en staðurinn verður opnaður formlega á morgun, laugardag og stendur veislan á milli 17.30 og 21. Yaman og Youssef segja að allir séu velkomnir. „Við ætlum að gefa öllum sem koma bita af baklava og skot af sérstöku kaffi, afar sterku og bragðmiklu. Við vonum að sem flestir komi og fagni með okkur,“ segir Yaman.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
3

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
4

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
5

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjallið, snjórinn og við
6

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma
7

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi
8

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Vandi Rússlands

Þorvaldur Gylfason

Vandi Rússlands

Tölur um plast, tölum um plast

Tölur um plast, tölum um plast

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni