Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
2

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
3

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

„Svona drekkum við kaffið í Aleppo“

Fyrir fimm árum kom sýrlenski bakarinn Youssef Jalabai til Íslands sem flóttamaður ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Á morgun opnar hann ásamt félaga sínum fyrsta sýrlenska kaffihúsið í Reykjavík, Aleppo Café, þar sem bragða má baklava og aðrar framandi kræsingar, gerðar frá grunni.

„Svona drekkum við kaffið í Aleppo“
Eigendur Aleppo Café Þeir Yaman Brikhan og Youssef Jalabi eru báðir frá Aleppo í Sýrlandi. Þeir nefndu því kaffihúsið sitt eftir borginni, sem þeir segja búa yfir afar auðugri matarmenningu.  Mynd: Davíð Þór
holmfridur@stundin.is

„Við erum með nokkrar mismunandi tegundir af baklava og ýmsar aðrar tegundir af bakkelsi. Við erum rétt að byrja að prófa okkur áfram og verðum síðar með fleiri tegundir. Við erum fyrsti staðurinn á Íslandi sem býður upp á alvöru baklava, búið til á staðnum frá grunni. Ég er spenntur að sjá hvort viðskiptavinir okkar eigi eftir að kunna að meta það sem við höfum uppá að bjóða,“ segir Yaman Brikhan, sem ásamt Youssef Jalabi stendur að baki nýju sýrlensku kafifhúsi, Aleppo Café, á Tryggvagötunni í miðbæ Reykjavíkur. Þar vinna þeim við hlið nokkuð stór hópur fólks sem flest kemur frá Sýrlandi. 

Eftirrétturinn sem Yaman vísar til, baklava, er vinsæll í Mið-Austurlöndum og til eru margar tegundir af honum. Nokkrar tegundir verða á boðstólum á Aleppo Café, þær verða búnar til uppá sýrlenskan eða tyrkneskan máta, þar sem Youssef hefur unnið sem bakari í báðum löndum áður en hann kom til Íslands. Auk baklava er meðal annars hægt að fá sæta bita af kanafih og mabruma, en á staðnum er líka hægt að nálgast bakkelsi sem er algengara að sjá í íslenskum bakaríum: Croissant, snúða, súrdeigsbrauð og fleira. Á Aleppo Café er líka seldur ís og ekki má gleyma kaffinu. Yaman býður uppá Aleppo-kaffi á meðan við spjöllum, rótsterkt með kardimommubragði. „Svona drekkum við kaffið í Aleppo,“ segir hann. 

Mabruma með pistasíumYussef, annar eigenda Aleppo Café, rak bakarí í Aleppo, áður en hann flúði þaðan vegna stríðsins.

Þeir Yaman og Youssef hafa báðir talsverða reynslu af veitingahúsageiranum á Íslandi. Yaman þó ívið meiri, enda hefur hann búið á Íslandi allt frá árinu 2000, eða í 19 ár. Hann er eigandi Ali Baba-skyndibitastaðanna. Þeir voru þrír þar til nýverið, þegar staðnum í miðbæ Reykjavíkur var lokað þar sem leigusamningur hans rann út, en hann leitar nú að nýrri staðsetningu í miðbænum.

Youssef hefur unnið sem kokkur, bæði, en í grunninn er hann bakari svo nú er hann kominn á sinn heimavöll á Aleppo Café . Hann rak sjálfur bakarí í Aleppo og vann í einu slíku í Tyrklandi, þangað sem fjölskyldan hafði flúið borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Hann kom ásamt konu sinni og tveimur börnum sem flóttamaður til Íslands fyrir um fimm árum. Fljótlega eftir komuna kynntist hann Yaman, sem stakk fljótt uppá því að þeir myndu opna kaffihús saman. Youssef var ekki tilbúinn til þess strax, þar sem hann vildi gefa sér og fjölskyldunni tíma til þess að aðlagast fyrst, koma sér fyrir og læra íslensku, en hafði boðið alltaf á bakvið eyrað. „Nú er ég tilbúinn,“ segir hann. 

Auðug matarmenning í Aleppo

Báðir eru þeir Yaman og Youssef frá Aleppo, sem margir tengja í huganum við átök og stríð, enda hefur hún farið illa út úr átökunum sem geisað hafa. En þeim félögunum er þó í mun að fólk viti að Aleppo er svo miklu meira en það, svo þeir ákváðu að nefna nýja staðinn í höfuðið á borginni. „Ef þú kemur einhvern tímann til Sýrlands og spyrð: „Hvar fæ ég besta matinn hér?“ verður þér svarað með: Haleb. Það arabíska orðið fyrir Aleppo.  Aleppo er ein elsta borg í heimi og matarmenningin þar er mjög auðug. Við viljum að fólk viti hvernig Aleppo er í raun og okkar leið til þess er að opna þetta kaffihús,“ segir Yaman.  

Aleppo Café hefur þegar hafið rekstur en staðurinn verður opnaður formlega á morgun, laugardag og stendur veislan á milli 17.30 og 21. Yaman og Youssef segja að allir séu velkomnir. „Við ætlum að gefa öllum sem koma bita af baklava og skot af sérstöku kaffi, afar sterku og bragðmiklu. Við vonum að sem flestir komi og fagni með okkur,“ segir Yaman.  

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
2

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
3

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
7

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Stuð í Feneyjum
4

Stuð í Feneyjum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Stuð í Feneyjum
4

Stuð í Feneyjum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Nýtt á Stundinni

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·
Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·