Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
3

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
4

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
5

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjallið, snjórinn og við
6

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma
7

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er rúmlega 6 mánaða gömul.

Auður Magndís Auðardóttir og Íris Ellenberger

Kandífloss á Klambratúni

Eru Bandaríkin bleikþvegin í þvottahúsi Hinsegin daga?

Auður Magndís Auðardóttir
Íris Ellenberger

Eru Bandaríkin bleikþvegin í þvottahúsi Hinsegin daga?

Kandífloss á Klambratúni

Hinsegin dagar eru handan við hornið og á ný berst litríkt og glóðvolgt tímarit hátíðarinnar inn á heimili og kaffihús í höfuðborginni. Fram kemur í blaðinu að sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi er einn stærsti bakhjarl hátíðarinnar og styrkir hana m.a. um aðgengilega palla fyrir fólk í hjólastólum við hátíðarsviðið á Arnarhóli og fjölskylduhátíð á Klambratúni. Að þessu sinni fóru einnig stjórnarmeðlimir Hinsegin daga í Reykjavík á World Pride í New York í júní síðastliðnum í boði sendiráðsins. 

Einn hluti af stuðningspakka sendiráðsins er pistil sem ritaður er af fulltrúa þess og birtist á blaðsíðu 61 í blaði Hinsegin daga. Þar er þessum stuðningi er gerð skil og státað af nokkrum afrekum Bandaríkjanna þegar kemur að réttindum og aðbúnaði hinsegin fólks. Til dæmis er vitnað í Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hefur, samkvæmt blaðinu, sagt að Bandaríkin viðurkenni reisn og jafnrétti allra óháð kynhneigð og kynvitund. Jafnframt lýsir sendiráðið því yfir að Bandaríkin heiti að vinna að réttindum hinsegin fólks víða um heim í samvinnu við íslenska „vini sína“. 

Styrkir bandaríska sendiráðsins til Hinsegin daga hafa löngum vakið upp kurr meðal ýmissa í hinsegin samfélaginu og hefur heyrst í sumum tauta orðið bleikþvottur eða pinkwashing í barminn. Hugtakið var upp­haf­lega notað til þess að lýsa því hvernig Ísra­els­ríki hefur mark­aðs­sett landið sem hinsegin túristapara­dís í því skyni að draga athygli fólks frá ofbeldi og mann­rétt­inda­brotum sem eru framin á vegum þess gagnvart Palest­ínu­fólki. Með bleik­þvotti Ísra­els­ríkis er einnig dregin upp sú mynd að Palest­ínu­fólk og múslimar séu almennt and­snúnir hinsegin fólki sem breiðir yfir mik­il­vægt starf palest­ínskra hinsegin aktí­vista og banda­manna þeirra innan sem utan palest­ínsks sam­fé­lags. Hinseg­in­væn ímynd Ísra­els­ríkis verður þannig vopn í deilum þess við Palest­ínu­fólk. Í dag er þetta hug­tak einnig notað til að lýsa almennt til­raunum ríkja og fyr­ir­tækja til að skapa sér jákvæða ímynd með því að tengja sig á einn eða annan hátt við rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks.

Dean Spade, dósent við laga­deild Seatt­le-há­skóla og hinsegin aktí­visti hefur bent á að íhaldssöm hinsegin barátta, sem ein­blínir á afmörkuð mál­efni og setji þau ekki í stærra sam­hengi, geri hinsegin fólk og hinsegin samtök sérstaklega móttækileg fyrir bleikþvotti. Þessi tegund hinsegin baráttu leit­ist nefnilega ekki við að brjóta niður stofn­an­ir, svo sem hjóna­band, ríki, her og lög­reglu, sem ýti undir ofbeldi og jað­ar­setn­ingu og mis­muni hinsegin fólki. Þvert á móti snú­ist hún um að fá aðgang að þessum stofn­unum og kom­ast undir þeirra vernd­ar­væng.

„Íhalds­söm hinsegin barátta geri fjöl­mörgum stjórn­málamönnum og fyr­ir­tækjum kleift að bleik­þvo stefnu sína, jafn­vel þótt hún ein­kenn­ist af andúð í garð fátækra, ras­is­ma, karl­rembu“

Spade vekur athygli á því að íhalds­söm hinsegin barátta geri fjöl­mörgum stjórn­málamönnum og fyr­ir­tækjum kleift að bleik­þvo stefnu sína, jafn­vel þótt hún ein­kenn­ist af andúð í garð fátækra, ras­is­ma, karl­rembu og hern­að­ar­brölti. Þeir þurfi aðeins að lýsa yfir stuðn­ingi sínum við hjóna­band sam­kyn­hneigðra og rétti þeirra til að gegna her­þjón­ustu til að skapa sér fram­sækna ímynd. Spade bendir á að síð­ara kjör­tíma­bil Obama Banda­ríkja­for­seta hafi ein­kennst af slíkum bleik­þvotti. Hann hafi lýst sig hlynntan her­þjón­ustu sam­kyn­hneigðra og hjóna­böndum tveggja ein­stak­linga af sama kyni. Þannig hafi hann not­fært sér fram­sækn­ina sem gjarna er tengd við hinsegin rétt­inda­bar­áttu til að dreifa athygli fólks frá þátt­töku hans í að byggja upp ofbeld­is­fyllstu stofn­an­irnar rík­is­ins, t.d. með því að efla landamæra­eft­ir­lit, við­halda stærsta fang­els­is­kerfi heims, láta stríðið gegn hryðju­verkum við­gang­ast og ganga hart á eftir upp­ljóstr­urum á borð við Chel­sea Mann­ing. Í ofaná­lag er vitað að sumar þess­ara aðgerða, sér­stak­lega við­hald hins gríð­ar­stóra fang­els­is­kerf­is, hafa mjög slæmar afleið­ingar fyrir jað­ar­sett­ustu hópa hinsegin sam­fé­lags­ins þar í landi.

Óróinn innan hinsegin samfélagsins á Íslandi vegna stuðnings sendiráðs Bandaríkjanna hefur skiljanlega aukist eftir að Donald Trump tók við forsetaembættinu vestra en við það urðu mótsagnirnar í stefnu Bandaríkjastjórnar enn augljósari en fyrr. Til dæmis ritaði Hafdís Erla Hafsteinsdóttir opið bréf til stjórnar Hinsegin daga í Reykjavík þar sem hún segir forkastanlegt að Hinsegin dagar þiggi stuðning frá bandaríska sendiráðinu, sérstaklega í ljósi núverandi forystu í Hvíta húsinu. Stuðninginn kallar hún „bleikþvott af svæsnustu gerð“. Svo stór orð eru skiljanleg, enda verður ekki betur séð en að sendiráðið beinlínis ljúgi, eða í besta falli fegri verulega sannleikann, á síðum tímarits Hinsegin daga.

Innan hinsegin samfélagsins heyrast þó einnig andstæð sjónarmið, að styrkur til Hinsegin daga sé í eðli sínu alltaf góður. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig að fjármögnun hinsegin hátíðar á Íslandi ætti að ganga fyrir gagnrýnni skoðun á því hvaða peningarnir koma, hvers er krafist að launum fyrir þá (e.t.v. bleikþvottur í blaði Hinsegin daga?) og hvaða afleiðingar hann getur haft fyrir jarðasett hinsegin fólk innan sem utan Íslands - en það sjónarmið er tæplega boðlegt fyrir mannréttindasamtök. 

Varla þarf að eyða miklu púðri hér í að sýna fram á að ríkisstjórn Bandaríkjanna, undir forystu Trumps, vinnur með virkum hætti gegn réttindum hinsegin fólks - en einmitt hið gagnstæða er fullyrt svart á hvítu í blaði Hinsegin daga í ár. Mike Pompeo er nefndur sérstaklega en hann verður seint talinn talsmaður hinsegin réttinda. Meðal nýjustu afreka hans er að skipa sérstaka nefnd sem fer yfir hvaða réttindi teljast til mannréttinda. Sú nefnd hefur vakið athygli fyrir að vera eingöngu skipuð íhaldsömu fólki og þykir gagnrýnendum ljóst að niðurstaða nefndarinnar verði nær örugglega tillaga að þrengri skilgreiningu á mannréttindum en sú sem nú er almennt viðurkennd. Lagaprófessorinn sem er formaður nefndarinnar hefur með virkum hætti talað gegn réttindum hinsegin fólks og þykir, jafnvel á mælikvarða andstæðinga hinsegin réttinda, róttæk í andstöðu sinni.

Það hljómar því í besta falli sem lélegt grín að nefna Mike Pompeo sem sérlegan talsmann hinsegin réttinda en í versta falli sem markviss tilraun til að slá ryki í augu fólks sem ekki hefur kynnt sér hvað hann stendur fyrir - sem er jú einmitt skilgreiningin á bleikþvotti. Birting bréfsins hlýtur því að vekja upp áleitnar spurningar um stefnu Hinsegin daga sem mannréttindasamtaka. 

Þá hafa heyrst þær raddir að bréf sendiráðsins sé einhvers konar andóf gegn stefnu Donald Trumps og ríkisstjórnar hans. Sé skyggnst undir yfirborðið komi í ljós að sendiráðið tefli pólitíska refskák sem sé ljós innanbúðarfólki en hulin leikmönnum sem ekki fylgist þeim mun betur með bandarískri pólitík. Slíkar vangaveltur verða þó lítið annað en getgátur eða óskhyggja í ljósi þess að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi var virkur stuðningsmaður forsetaframboðs Trumps árið 2016. Bréfið sem birtist í blaði Hinsegin daga er enda jafn mótsagnakennt og ummæli Trumps sjálfs. Í maí lýsti hann því yfir á Twitter að stjórn hans myndi leggjast í alheimsherferð til að afglæpavæða samkynhneigð um heim allan. Á sama tíma hefur hann lagt fram tillögu sem afnemur vernd trans fólks gegn mismunun í heilbrigðiskerfinu og leggur nú drög að tillögu sem gerir gistiskýlum fyrir heimilislaust fólk heimilt að neita trans einstaklingum um skjól. Í því samhengi er mikilvægt að geta þess að hinsegin ungmenni í Bandaríkjunum, þar af stór hluti trans, eru þrisvar sinnum líklegri til að vera heimilislaus en önnur ungmenni. 

Ef stuðningnum var raunverulega ætlað að vera andóf gegn stefnu Trumps þá hefði verið hægt að sýna það í verki með því að veita fé í verkefni sem styddu á einhvern hátt við fólkið sem verður fyrir barðinu á stefnu hans. Í stað þess að styrkja ferð stjórnar Hinsegin daga til New York og fjölskylduhátíð á Íslandi hefði t.d. verið hægt að fjármagna ferð róttækra trans aktívista frá Bandaríkjunum hingað til lands. Þannig hefði verið hægt að vekja athygli á mannréttindabrotum og bleikþvotti bandarískra yfirvalda eða á annan hátt styrkja raunverulega baráttu hinsegin fólks í Bandaríkjunum.

Algjörlega óraunhæft, kann einhver þá að segja. Sendiráðið mun aldrei styrkja viðburð sem vekur athygli á mannréttindabrotum þeirra eigin stjórnvalda. Það kann rétt að vera, og jafnvel líklegt að svo sé en þá sitjum við einmitt uppi með þá staðreynd að sendiráð, í eðli sínu, ganga alltaf erinda stjórnvalda sinna. Þau eru vængstífð þegar kemur að því að sýna sínum eigin yfirboðurum andóf eða aðhald. Kandífloss á Klambratúni fyrir íslensk börn hinsegin fjölskyldna getur a.m.k. tæplega talist skýr skilaboð til Trumps og hans vitorðsmanna í herförinni gegn trans fólki. Þvert á móti verður ekki betur séð en aðkoma bandaríska sendiráðsins að Hinsegin dögum í Reykjavík sé vatn á myllu Trumps sem um þessar mundir reynir að byggja upp hinseginvæna ímynd með því að skera upp herör gegn glæpavæðingu samkynhneigðar í heiminum á sama tíma og hann grefur undan úrræðum jaðarsettustu hópa hinsegin fólks heima fyrir. Svo ekki sé minnst á hernaðarstefnu hans eða árásir hans á konur, svart fólk, fólk af mið- og suður-amerískum ættum, innflytjendur og flóttamenn, þar sem talin fangelsun hans á fjölda flóttabarna. Þetta er ekkert annað en „bleikþvottur af svæsnustu gerð“.

Hluti þessarar greinar birtist upphaflega á Kjarnanum 9. ágúst 2015.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“
3

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt
4

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar
5

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjallið, snjórinn og við
6

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í vikunni

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Vandi Rússlands

Þorvaldur Gylfason

Vandi Rússlands

Tölur um plast, tölum um plast

Tölur um plast, tölum um plast

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni