Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
2

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
3

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·

Illugi Jökulsson

Lítilsvirðandi þvaður

Samtök atvinnulífsins telja ekki þörf á sérstökum vörnum gegn spillingu því hér hafi sérhagsmunaaðilar ekki tangarhald á stjórnvöldum.

Illugi Jökulsson

Samtök atvinnulífsins telja ekki þörf á sérstökum vörnum gegn spillingu því hér hafi sérhagsmunaaðilar ekki tangarhald á stjórnvöldum.

Lítilsvirðandi þvaður
Leggjast gegn aðgerðum gegn spillingu Samtök atvinnulífsins leggjast í umsögn gegn aðgerðum sem GRECO, alþjóðlegur hópur ríkja sem vinna gegn spillingu, leggur til að farið verði í hér á landi. 

Hér á landi tíðkast það ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum við einstökum ákvörðunum.

Gott fólk, mig langar að taka eitt skýrt og greinilega fram: Ég samdi ekki setninguna hér að ofan. Ég skrifaði hana samt af því mig langaði að prófa að skrifa hana eins og hún væri mín skoðun. Mig langaði líklega að gá hvort það væri hægt að skrifa þessa setningu og finnast hún vera bara allt í lagi, bæði marktæk og sönn.

En það var ekki hægt. Ég var varla hálfnaður með setninguna þegar ég var byrjaður að mótmæla henni hástöfum í huganum.

Ha? Birtist spilling á Íslandi ekki í því að „sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum“? Nú já? Hafa hundar sem sagt ekki fjóra fætur? Og var Neil Armstrong ekki fyrsti maðurinn til að ganga á tunglinu? Hvaða þvæla er þetta? Er þetta einhver öfugmælavísa? Eitthvert grín?

Er þetta grín?

Svo á ekki að vera. Þetta er hluti af umsögn sem Heiðrún Björk Gísladóttir, verkefnisstjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, tók saman um nýtt frumvarp sem kynnt hefur verið hér á landi að tilmælum alþjóðlegs hóps ríkja sem vinna gegn spillingu, GRECO. 

„Birtist spilling á Íslandi ekki í því að „sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum“? Nú já? Hafa hundar sem sagt ekki fjóra fætur?“ 

Tillögur GRECO, sem búið er að flétta inn í frumvarpsdrög, ganga aðallega út á að tryggja að þeir sem hafa atvinnu af að tala máli hagsmunasamtaka og -aðila séu skráðir sem slíkir, starfsemi þeirra séu uppi á borðinu og að embættismenn og stjórnmálamenn megi ekki ganga beint úr starfi í almannaþágu í starf fyrir hagsmunaaðila. 

Allar þessar tillögur virðast bæði sjálfsagðar og fullkomlega meinlausar.

En nei. Samtök atvinnulífsins reynast sem sagt vera alveg á móti þeim í sinni umsögn. Af því – eins og Heiðrún Björk skrifar – að á Íslandi hafa sterkir hagsmunaaðilar ekki náð tangarhaldi á stjórnvöldum.

Heiðarlegar manneskjur

Það sem mér finnst merkilegt við þessa umsögn SA og varð til þess að ég varð að prófa að skrifa þessa setningu eins og hún væri mín eigin, og ég meinti þetta, það er sú staðreynd hve ótrúlegt bull þessi setning er.

Og að ég segi ekki óforskömmuð.

Nú þykist ég alveg viss um að bæði Heiðrún Björk og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, séu hinar vænstu manneskjur prívat og persónulega, réttsýnar og í alla staði vel af guði gerðar, og innblási börnunum sínum, sem ég veit vissulega ekki hvort þau eiga, bæði sannsögli og heiðarleika.

En einmitt þess vegna er svo skrýtið að samtökin sem þau vinna fyrir skuli sjá sóma sinn í að setja blákalt fram annað eins bull.

Köllum það annars bara lygi.

Hverjir hafa tangarhald á stjórnvöldum?

Við vitum öll að hér á landi hafa sterkir sérhagsmunaaðilar náð tangarhaldi á stjórnvöldum og hafa áhrif á þau með viðbrögðum sínum við einstökum ákvörðunum, líkt og talað er um í úttektarskýrslu GRECO.

Svo skemmtilega vill til að meðal þessara sterku sérhagsmunaaðila eru einmitt Samtök atvinnulífsins.

Sægreifarnir, ríka fólkið, já, svo sannarlega hafa þessir hópar náð tangarhaldi á stjórnvöldum. Þeir halda jafnvel úti heilu fjölmiðlunum, heilu stjórnmálaflokkunum, heilu kynningarfyrirtækjunum, heilu lögfræðistofunum til að viðhalda þessu tangarhaldi.

Þetta vitum við alveg. Þetta veit Heiðrún Björk, sem skrifar umsögn SA, líka.

Af hverju skrifar hún þetta?

Svo af hverju skrifar hún þetta þvaður? Og hverju eiga nú allir að látast trúa því að þetta sé sönn og heiðarleg skoðun Samtaka atvinnulífsins, en ekki bara prat, eintómt og innihaldslaust prat, til að kasta málinu á dreif, reyna að koma í veg fyrir sjálfsagðar reglur um spillingu sem SA óttast að geti sett svolítinn stein í götu þeirra sérhagsmunaaðila sem eru samtökin sjálf?

Af hverju segja samtökin ekki bara: Nei, við viljum halda tangarhaldi okkar á stjórnmála- og embættismönnum, þess vegna viljum við engar reglur gegn spillingu?

Það væri heiðarlegt. Þessi umsögn SA er bara lítilsvirðandi þvaður og lygar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone
2

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni
3

Björn Bragi með „persónulegt grín“ eftir kynferðislega áreitni

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
4

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Frelsi til að vita
5

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Myndin af Pence
6

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða
7

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Stuð í Feneyjum
4

Stuð í Feneyjum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest deilt

Frelsi til að vita
1

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Enn önnur fasistaheimsókn?
2

Símon Vestarr

Enn önnur fasistaheimsókn?

·
Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður
3

Íslendingar spyrji sig hvort Trump sé bandamaður

·
Stuð í Feneyjum
4

Stuð í Feneyjum

·
Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
5

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra
6

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Mest lesið í vikunni

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu
1

Listi yfir tekjuhæsta 1 prósentið á Íslandi birtur í hátekjublaðinu

·
Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor
2

Seldu nær heila götu og fengu 2,2 milljarða hvor

·
Fendibelti fyrir fermingarpeningana
3

Fendibelti fyrir fermingarpeningana

·
Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra
4

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

·
Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði
5

Davíð Oddsson með 5,3 milljónir á mánuði

·
Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda
6

Björn Ingi með há laun þrátt fyrir fjárhagsvanda

·

Nýtt á Stundinni

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

Óráðsdraumur Of Monsters and Men rætist

·
Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

Seldi Haffjarðará á tvo milljarða

·
Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

Kaupfélagsstjórinn lang tekjuhæstur á Norðurlandi vestra

·
Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

Mestur munur á tekjuháum körlum og konum í Reykjavík

·
Vinir sem sameinuðust í matarást

Vinir sem sameinuðust í matarást

·
Stuð í Feneyjum

Stuð í Feneyjum

·
Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

Afmæli borgarinnar, tilfinningaskynjun og skilvirkt gjörningaverk

·
Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

Kynna sig sem nýtt símafyrirtæki en eru eign Vodafone

·
Myndin af Pence

Illugi Jökulsson

Myndin af Pence

·
Frelsi til að vita

Jón Trausti Reynisson

Frelsi til að vita

·
Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

·
Þjófur í Paradís

Hermann Stefánsson

Þjófur í Paradís

·