Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hver er Ásgeir Jónsson? – 10 áhugaverðar staðreyndir um nýja seðlabankastjórann

Ás­geir Jóns­son þyk­ir skarp­greind­ur og úr­ræða­góð­ur. Hann er hægri­mað­ur í skatta- og rík­is­fjár­mál­um, lít­ur á fjár­magns­höft sem mann­rétt­inda­brot og er með sterk tengsl inn í fjár­mála­geir­ann eft­ir að hafa unn­ið fyr­ir Kaupþing, GAMMA og Virð­ingu.

Hver er Ásgeir Jónsson? – 10 áhugaverðar staðreyndir um nýja seðlabankastjórann

Forsætisráðherra hefur skipað Ásgeir Jónsson hagfræðing í embætti seðlabankastjóra. Hver er maðurinn og hvers vegna var hann skipaður? Hvað hefur hann gert og hvaða skoðanir hefur hann á efnahags- og samfélagsmálum? Stundin tók saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir um Ásgeir Jónsson.

1. Þykir vel liðinn, skarpgreindur og farsæll stjórnandi

Í umsögnum sem forsætisráðuneytinu barst um Ásgeir vegna umsóknar hans um stöðu seðlabankastjóra kemur fram að hann sé skarpgreindur, víðsýnn, afkastamikill, ritfær, frjór í hugsun, mannasættir og góður í mannlegum samskiptum.

„Hefur Ásgeir reynst farsæll stjórnandi, verið
vel liðinn, með skýra sýn, sanngjarn en fylginn sér“

„Að mati umsagnaraðila hefur Ásgeir reynst farsæll sem stjórnandi, verið vel liðinn, með skýra sýn, sanngjarn en fylginn sér, úrræðagóður og fljótur að setja sig inn í hluti. Hann njóti virðingar og hafi lyft þeim einingum sem hann hefur stýrt upp á hærra stig,“ segir í rökstuðningi ráðuneytisins. Fram kemur að í viðtali hafi hann sýnt „afburða þekkingu á verkefnum og stjórntækjum Seðlabankans“. 

2. Stýrði greiningardeild Kaupþings fyrir hrun

Ásgeir Jónsson var forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004–2011. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið að á þeim árum hafi starf lektors við hagfræðideild Háskóla Íslands verið kostað af Kaupþingi og Ásgeir gegnt lektorsstöðunni samhliða störfum sínum hjá greiningardeildinni. 

„Menn hafa soldið hlaupið á undan
sjálfum sér með því að tala um að
það þyrfti að bjarga bönkunum“

Þann 7. maí, fáeinum mánuðum fyrir hrun, sagði hann í viðtali um stöðu bankanna að það hefði verið „ákveðin hystería í gangi og menn soldið hlaupið á undan sjálfum sér með því að tala um að það þyrfti að bjarga bönkunum og svo framvegis“. Sagði Ásgeir að bankarnir væru „burðugar stofnanir“ og rekstur þeirra gengi þokkalega.  „Það sem við höfum fengið með útrásinni er að þeir náttúrlega eru að starfa í mörgum löndum og tekjurnar koma víða að og jafnvel þótt það gangi eitthvað verr hér á Íslandi þá höfum við auðvitað tekjur annars staðar frá.“

Tveimur dögum síðar var svo haft eftir Ásgeiri í Viðskiptablaðinu að útrás bankanna hefði gert þá vel í stakk búna að mæta niðursveiflu í hagkerfinu. „Það er tvímælalaust styrkur núna að hafa mikið eigið fé og starfsemi erlendis, til áhættudreifingar,“ sagði hann á kynningarfundi vegna hagspár greiningardeildar bankans. 

„Það er tvímælalaust styrkur núna að
hafa mikið eigið fé og starfsemi erlendis“

Einu og hálfu ári síðar lýsti Ásgeir því í Fréttablaðspistli að runnið hefði upp fyrir þjóðinni að „hún hefði gerst sek um ofurbjartsýni á góðæristímunum“. Nú mætti þó þjóðin ekki falla í gryfju ofursvartsýni enda væri allt á réttri leið.

3. Skrifaði doktorsritgerð um sveiflujöfnun í litlu hagkerfi

Hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur mjög vel hæfa til að gegna embætti seðlabankastjóra, en eitt af því sem réði úrslitum var að Katrín Jakobsdóttir telur sérþekkingu Ásgeirs á peningastefnu geta nýst vel við stjórn Seðlabankans. Ásgeir lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð hans fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu opnu hagkerfi og ber heitið “Short-term Stabilization in Small Open Economies”. 

„Leit ráðherra meðal annars
til efnis doktorsritgerðar Ásgeirs“

„Var það mat ráðherra að sérþekking Ásgeirs Jónssonar á peningastefnu myndi nýtast mjög vel í embætti seðlabankastjóra. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til efnis doktorsritgerðar Ásgeirs á þessu sviði, rannsókna hans og kennslu á sviðinu, ritun fræðirita og reynslu hans af ráðgjöf við stjórnvöld um umgjörð peningastefnu,“ segir í rökstuðningi ráðherra fyrir ráðningunni. Jafnframt taldi ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embætti seðlabankastjóra.

Undanfarin ár hefur Ásgeir gegnt starfi forseta hagfræðideildar í Háskóla Íslands. Sérfræðiþekking Ásgeirs á peningamálum og peningastefnu kom að góðum notum þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra skipaði starfshóp um endurmat á peningastefnu Íslands árið 2017. Ásgeir var formaður hópsins og afraksturinn birtist í ítarlegri skýrslu um framtíð íslenskrar peningastefnu í fyrra.

4. Markaðssinnaður sonur þjóðlegs vinstrimanns

Faðir Ásgeirs Jónssonar er Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna til 14 ára sem gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra árin 2009 til 2011. Jón er þekktur fyrir þjóðlega verndarstefnu og enginn sérstakur aðdáandi frjálsra viðskipta.  Hann lenti upp á kant við samherja sína á kjörtímabili vinstristjórnarinnar – meðal annars vegna tregðu til að fylgja eftir verkefnum í tengslum við umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Ásgeir Jónsson er hins vegar gallharður markaðssinni og lítt hrifinn af viðskiptahöftum. Árið 2014 tók hann þátt í vinnslu úttektar fyrir ASÍ, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð og Félag atvinnurekenda þar sem mælt var með því að Ísland tæki upp evru og gerðist aðili að myntbandalagi Evrópu. 

5. Fengið á annan tug milljóna fyrir að ráðleggja stjórnvöldum 

Forsætisráðuneytið greiddi Ásgeiri Jónssyni rúmar 13 milljónir króna fyrir formennsku í nefnd um endurskoðun íslenskrar peningastefnu árin 2017 og 2018. Stundin fjallaði um málið í fyrra en fram kom í svörum ráðuneytisins að Ásgeir hefði fengið greiðslur í samræmi við verksamning fyrir 1.021 klukkustundar vinnu. Ásgeir veitti forsætisráðuneytinu einnig ráðgjöf árið 2014 þegar skoðaðar voru hugsanlegar leiðir til afnáms verðtryggingar og fékk hann þá greiðslu að fjárhæð 425.000 kr. Loks greiddi fjármála- og efnahagsráðuneytið Ásgeiri 300.000 krónur fyrir vinnu vegna frumvarps til laga um opinber fjármál í júní 2013.

Þannig er ljóst að þekking Ásgeirs þykir dýrmæt: ráðherrar þriggja mismunandi ríkisstjórna, bæði af hægri- og vinstrivængnum, hafa leitað til hans og þegið ráðgjöf frá honum við mikilvæga stefnumótun á undanförnum árum. 

6. Vel tengdur inn í fjármálageirann

Samhliða störfum sínum við Háskóla Íslands hefur Ásgeir Jónsson verið efnahagsráðgjafi hjá fjármálafyrirtækjunum Virðingu og Gamma. Þegar Stundin ræddi við Ásgeir í fyrra, vegna erindis sem hann flutti á ráðstefnu á vegum Heimavalla, stærsta leigufélags landsins, sagðist hann ekki hafa komið nálægt GAMMA síðan 2014. Ásgeir vann greiningu á íslenskum húsnæðismarkaði fyrir GAMMA árið 2011 en í kjölfarið hóf fyrirtækið stórfelld uppkaup á íbúðarhúsnæði sem svo varð grundvöllurinn að stofnun Almenna leigufélagsins.

„Ísland þarf á sterkum hagnaðar-
drifnum leigufélögum að halda“

Fyrr á þessu ári birti Ásgeir pistil á Facebook þar sem hann velti því fyrir sér hvort „ofsinn á samfélagsmiðlum“ hefði fælt fjárfesta frá Heimavöllum og ýtt upp leiguverði. Sagði hann Ísland þurfa á sterkum hagnaðardrifnum leigufélögum að halda. Störfin fyrir Gamma og Virðingu bætast ofan á fyrri störf Ásgeirs fyrir Arion banka og Kaupþing; hann hefur þannig sterk tengsl inn í fjármálageirann. 

7. Taldi fjármagnshöftin mannréttindabrot

Ásgeir Jónsson hefur lýst fjármagnshöftunum sem innleidd voru eftir hrun sem „brot á mannréttindum íslenskra þegna“. Þannig virðist hann aðhyllast sjónarmið í anda frjálshyggju um að mannréttindi kalli á óheft flæði fjármagns milli landa, þvert á t.d. sjónarmið sem voru ríkjandi í hinum vestræna heimi á tímum Bretton Woods-kerfisins eftir seinna stríð og fram eftir áttunda áratugnum þegar gert var ráð fyrir fjármagnshöftum af einu eða öðru tagi sem mikilvægu hagstjórnartæki. Þverpólitísk sátt var um beitingu fjármagnshafta á Íslandi í kjölfar hrunsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sættist á slíka stefnu, sem var til marks um viðhorfsbreytingu hjá sjóðnum sem áður hafði tekið eindregna afstöðu gegn fjármagnshöftum, m.a. í Asíukrísunni skömmu fyrir aldamót.

8. Hélt að Keynes væri Georg

Sérkennilegasta frétt sem rituð hefur verið um Ásgeir Jónsson birtist í Kvennablaðinu í mars 2017. Þar er sagt frá því að Ásgeir, þá forseti hagfræðideildar, hafi ítrekað kallað John Maynard Keynes, virtasta og áhrifamesta hagfræðing 20. aldar, George. „Spurt hefur verið um George á prófi við Háskóla Íslands og nafn hans er að finna í kennslubókum sem og skýrslum eftir Ásgeir,“ sagði í frétt Kvennablaðsins.

Keynes lávarður

Vitnað var í þó nokkrar greinar og skýrslur eftir Ásgeir þar sem misfarið er með nafn hagfræðingsins, bæði í texta og atriðaorðaskrá. Í ljósi þekkingar og reynslu Ásgeirs verður að ætla að hér hafi verið um endurtekna klaufavillu að ræða, eins konar meinloku sem hann hafi átt erfitt með að hrista af sér. Slíkt getur auðvitað komið fyrir á bestu bæjum. Keynes lávarður fékk loks sitt rétta nafn í skýrslu starfshóps Ásgeirs um framtíð íslenskrar peningastefnu í fyrra.

9. Óvinsæll meðal verkalýðsforkólfa

Þegar verkalýðshreyfingin krafðist verulegra launahækkana og boðaði svo til verkfalla fyrr á árinu birti Ásgeir hugleiðingu á Facebook þar sem hann sakaði stéttafélög um ábyrgðarleysi og sagði kröfurnar „ekki taka tillit til nútíma hagstjórnar“. Þá sagði hann „takmarkað gagn að úrdráttum úr Das Kapital eða reynslusögum af ónafngreindum einstaklingum“ og varaði við því að miklar hækkanir á grunntöxtum gætu leitt til „verri kjara hjá hinum verst settu – svo sem vegna verðbólgu, hærri vaxta og aukins atvinnuleysis“. Hann talaði með sams konar hætti í viðtali við Vísi.is í fyrra. „Sagan kennir okkur að í hvert sinn sem laun eru snarhækkuð um tugi prósenta fellur gengið og verðbólgan fer úr böndunum.“

Þetta hefur ekki aflað honum vinsælda innan verkalýðshreyfingarinnar. „Svíður gamla greiningarstjóranum að ný verkalýðshreyfing skuli voga sér að gera kröfu um að lágmarkslaun dugi fyrir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út þannig að lágtekjufólk geti náð endum saman frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn?“ skrifaði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness í fyrra. 

10. Hægrimaður í skatta- og ríkisfjármálum

Ásgeir Jónsson talar og skrifar sem hægrisinnaður hagfræðingur þegar hann fjallar um skattamál og ríkisfjármál. Eitt besta dæmið um þetta er pistill sem hann skrifaði í tímarit hagfræðinema við Háskóla Íslands í fyrra. Þar hélt hann því fram, líkt og um hlutlæga staðreynd væri að ræða, að íslenskir skattstofnar væru „að mestu fullnýttir“ og stjórnvöld framtíðar hefðu ekki möguleika á að sækja fjármagn með nýjum sköttum til að standast vaxandi kröfur um velferðarþjónustu.

Í sama pistlinum sagði Ásgeir að skattar á borð við hátekjuskatta og auðlegðarskatta skiluðu „takmörkuðum tekjum“ og jafnframt mætti færa rök fyrir því að þeir drægju úr hvatanum til vinnu og sparnaðar. Þá gagnrýndi hann harðlega ákall Kára Stefánssonar og tugþúsunda Íslendinga um stóraukin framlög hins opinbera til heilbrigðiskerfisins og sagði að færa mætti rök fyrir því að „öll besta almannaþjónustan á Íslandi“ væri „skipulögð af frjálsum félagasamtökum eða grasrótarsamtökum“ frekar en hinu opinbera. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
10
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár