Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sjálfsafgreiðslukassar gætu fækkað störfum um 3.500

Inn­leið­ing sjálfsaf­greiðslu­kassa leið­ir að lík­ind­um til þess að fjöldi starfa hverfi. „Ekk­ert til fyr­ir­stöðu“ að ró­bót­ar taki að sér hót­el­störf, seg­ir verk­efna­stjóri Ferða­mála­stofu.

Í fyrstu skáldsögu sinni, Player Piano, sá Kurt Vonnegut fyrir sér samfélag þar sem vélar höfðu verið smíðaðar til að sinna flestum störfum. Á hverju ári urðu fleiri starfsstéttir úreltar þar sem ódýrara var að skipta mannfólki út fyrir vélrænar eftirmyndir sem kvörtuðu aldrei, þurftu ekki svefn og báðu aldrei um launahækkun. Skáldsagan kom út árið 1952 en titillinn vísar til sjálfspilandi píanós sem getur spilað lög án aðkomu mennsks píanóleikara.

Vonnegut sótti innblástur til þriggja ára starfsferils síns hjá raftækjafyrirtækinu General Electric þar sem hann heyrði vísindamenn sífellt lofsyngja vélvæðingu og hugmyndum um að sjálfvirknivæða vinnuna sem fór fram á færibandinu. Slíkar hugmyndir voru ekki nýjar af nálinni; til að mynda höfðu Henry Ford og Karl Marx velt upp kostum þess að losa fólk undan heilalausri og firrandi erfiðisvinnu.

Í Player Piano nýtir Vonnegut þessar hugmyndir til að teikna upp dystópíska framtíðarsýn. Menn sem áður sinntu störfum sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár