Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Velkomin heim Valkyrja

Áhöfn­in á skút­unni Val­kyrju sigldi í höfn um há­deg­is­bil á þriðju­dag eft­ir tveggja mán­aða­ferða­lag. Nú er ferða­lag­inu lok­ið og fjöl­skyld­ur áhafn­ar­með­lima voru fegn­ar að fá þá aft­ur í arma sína.

Velkomin heim Valkyrja

Á Norðurbugt í Reykjavíkurhöfn ganga Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Úa Bragadóttir  niður flotbryggjuna í átt að skútustæði merkt skútunni Valkyrju. Maðurinn hennar Bergþóru og pabbi hennar Úu, Bragi Páll Sigurðarson, er á siglingu rétt við Íslandsstrendur og á að koma í höfn hvað úr hverju. Bragi hefur ásamt áhöfn siglt skútunni alla leið frá Sikiley. 

Beggó og Úa

Margrét Arnarsdóttir harmonikkuleikari gengur niður á bryggju, hún ætlar að taka á móti Valkyrju og vinum sínum með hátíðlegum harmonikkuleik. Á einum bátanna á flotbryggjunni situr maður sem spyr nærstadda út í þessa ævintýraferð Valkyrjumanna á meðan hann dittar að bátnum sínum. Oddur Ástráðsson, lögfræðingur og vinur Valkyrjumanna gengur næst niður flotbryggjuna. Hann á erfitt með að fela hvað hann er spenntur að taka á móti þeim, brosið hans brýst út við hvert tækifæri. Oddur hitti þá seinast á Spáni en þar urðu þeir strandaglópar þegar vélin í Valkyrju gaf …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár