Fer í meiðyrðamál við konu sem sagði hann eltihrelli: „Málið mun flóknara“

Jón Hjört­ur Sig­urð­ar­son ónáð­aði fyrr­um sam­býl­is­konu sína um ára­bil og stóð á gægj­um við heim­ili henn­ar. Lög­regla hafði margsinn­is af­skipti af hon­um og loks var hann úr­skurð­að­ur í nálg­un­ar­bann. „Við átt­um storma­samt sam­band,“ seg­ir Jón.

Jón Hjört­ur Sig­urð­ar­son ónáð­aði fyrr­um sam­býl­is­konu sína um ára­bil og stóð á gægj­um við heim­ili henn­ar. Lög­regla hafði margsinn­is af­skipti af hon­um og loks var hann úr­skurð­að­ur í nálg­un­ar­bann. „Við átt­um storma­samt sam­band,“ seg­ir Jón.

Jón Hjörtur Sigurðarson hefur höfðað meiðyrðamál gegn barnsmóður sinni eftir að hún sagði hann ofbeldismann og eltihrelli. Krefst hann miskabóta upp á 800 þúsund krónur. „Ég skal alveg staðfesta að ég er í meiðyrðamáli en ég ætla ekki að draga atriðin fram í fjölmiðlum,“ segir Jón í samtali við Stundina. „Um er að ræða persónuleg málefni okkar á milli sem koma fjölmiðlum ekkert við.“

Jón hefur skrifað fjölda greina um forsjárdeilur og umgengnismál í fjölmiðla og vikið þar lauslega að eigin umgengnisdeilu. Þá hefur móðir Jóns, Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari, fjallað með opinskáum hætti um mál sonar síns og barna hans víða á vefnum og farið hörðum orðum um barnsmóður hans.

Jón Hjörtur telur meiðyrðamálið sem hann hefur höfðað gegn henni ekki eiga erindi við almenning og segist ekki vilja að persónuleg málefni barnsmóður hans séu dregin í fjölmiðla. „Málið er mun flóknara, en það er erfitt að ræða það án þess.“

Var handjárnaður og settur í nálgunarbann

Jón Hjörtur var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart konunni þann 15. júní 2012 eftir að hafa ítrekað verið staðinn að því að ónáða hana fyrir utan heimili hennar á þriggja ára tímabili. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur að lögreglumenn hafi eitt sinn handjárnað Jón Hjört eftir að hann hafði farið inn til konunnar í óleyfi. Stundin hefur undir höndum myndir sem náðust af manninum við húsið á þessu tímabili. 

Meðan Jón Hjörtur og konan bjuggu saman bárust tilkynningar um meint ofbeldi, meðal annars frá heilsugæslustöð og félagsþjónustunni. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar hafði lögregla afskipti af Jóni í nóvember 2009 eftir að hann hafði klifrað upp á svalir hjá konunni og sagðist vilja ræða við hana um sambandsslit þeirra. Í desemberbyrjun sama ár var Jón svo handtekinn eftir að lögreglu bárust upplýsingar um meintar barsmíðar. Konan – sem á þeim tíma var ólétt – vildi ekki kæra og lögregla hætti rannsókn málsins samdægurs. 

Við heimili barnsmóður sinnarJón Hjörtur hefur meðal annars stefnt barnsmóður sinni fyrir að gefa í skyn að hann væri eltihrellir.

„Ég skal alveg staðfesta við þig að við áttum stormasamt samband. En það er alveg sama hvernig á það er horft, við gætum bæði lagt fram gögn sem sýna slíkt,“ segir Jón Hjörtur. „Ég get alveg eins sýnt þér gögn á móti um hana en það er ekki leikurinn sem ég ætla að fara í.“

„Ég skal alveg staðfesta við þig að við áttum stormasamt samband“

Aftur var kallað eftir aðstoð lögreglu vegna mannsins í febrúar og júní 2010. Í októberbyrjun 2010 barst svo lögreglu tilkynning um meint heimilisofbeldi og var Jóni gert að yfirgefa heimili konunnar. Sama kvöld þurfti lögregla aftur að mæta þangað eftir að Jón Hjörtur var sagður hafa í hótunum við íbúa.

Vísað brott og skammaður af lögreglu

Jón Hjörtur hélt uppteknum hætti árið 2011. Aðfaranótt 10. september var tilkynnt um að hann stæði fyrir utan heimili barnsmóður sinnar og væri með ónæði, en hann var horfinn þegar lögregla kom á vettvang. Morguninn eftir var hins vegar tilkynnt um innbrot. Þegar lögreglan mætti hafði konan forðað sér en Jón Hjörtur var á staðnum og viðurkenndi að hafa farið inn í óleyfi til að sýna henni bréf sem hann hefði skrifað henni. Lögregla vísaði honum burt. 

Í apríl 2012 hafði lögregla enn og aftur afskipti af Jóni heima hjá konunni. Hann var færður í járn, yfirheyrður og meint líkamsárás tilkynnt til barnaverndarnefndar. Síðar í sama mánuði var tilkynnt um að hann hefði enn einu sinni reynt að komast inn í íbúðina, nú með því að eiga við glugga, en hann var farinn þegar lögregla mætti á svæðið. Í maí kom svo lögregla að Jóni fyrir utan húsið og fékk hann skömm í hattinn.

Barnsmóðirin dæmd fyrir árás

Þann 12. júní 2012 var Jóni Hirti gert að sæta nálgunarbanni í 6 mánuði. Áður hafði konan farið fram á nálgunarbann en dregið beiðnina til baka. Nú var Jóni Hirti bannað að koma á eða í námunda við heimili barnsmóður sinnar eða veita henni eftirför. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðunina þann 15. júní, en í úrskurðinum er greint frá fjölda atvika þar sem lögregla hafði afskipti af manninum. „Þetta er tímabil þar sem hvorugt okkar getur sagt að þær ákvarðanir sem við tókum hafi verið skynsamlegar,“ segir Jón.

Nokkrum mánuðum eftir að nálgunarbannið féll úr gildi, þann 1. október 2013, kom til átaka milli Jóns Hjartar og barnsmóður hans eftir að hann hafði tekið barn þeirra með sér heim af leikskóla í óþökk móðurinnar, forsjárforeldris, og hún kallað eftir aðstoð lögreglu. Á þessum tíma hafði meint harðræði hans gagnvart barni verið til skoðunar hjá barnaverndarnefnd en málið var fellt niður. Barnsmóðir Jóns var dæmd fyrir að ráðast bæði á hann og systur hans en samkvæmt læknisvottorðum voru þau með áverka eftir að hafa verið slegin og klóruð.

Í mars 2018 var Jón Hjörtur svo ákærður fyrir að hafa veist að konunni með ofbeldi árið 2016. Samkvæmt áverkavottorði læknis hafði konan tognað á hálsi og fengið mar og bólgu við vinstra auga. Ekki þótti sannað að Jón Hjörtur hefði veitt henni áverkana og var hann sýknaður. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru ekki leyfðar við þessa grein.

Nýtt á Stundinni

Þú verður að eiga textann – og ekki hreyfa vatnið eða snerta veggina
Viðtal

Þú verð­ur að eiga text­ann – og ekki hreyfa vatn­ið eða snerta vegg­ina

Ég hef bú­ið hér síð­an í októ­ber ár­ið 2004 og fann strax og ég flutti inn: Hér er and­inn, hér vil ég vera. Þannig leið mér líka þeg­ar ég kom fyrst í Stiga­hlíð 6, þriðju hæð. Enda vor­um við þar lengi. Og hér ætl­um við að vera, seg­ir Hrönn Hafliða­dótt­ir söng­kona, sund­kona, fyrr­um skjala­vörð­ur í dóms- og kirkju­mála­ráðu­neyt­inu, fyrr­um þula í sjón­varp­inu og hús­móð­ir, eig­in­kona, móð­ir, amma og langamma, þeg­ar við setj­umst til stofu­borðs á heim­ili henn­ar og bónd­ans í gamla Vest­ur­bæ.
Kapítalisma fylgir rasismi, fátækt, atvinnuleysi, glæpir, og ofbeldi
Andri Sigurðsson
Blogg

Andri Sigurðsson

Kapí­tal­isma fylg­ir ras­ismi, fá­tækt, at­vinnu­leysi, glæp­ir, og of­beldi

Eft­ir­farna­di er þýð­ing á skrif­um leik­stjór­ans Boots Riley sem hann setti fram á Twitter fyr­ir skömmu í tengsl­um við morð­ið á Geor­ge Floyd. Rót vand­ands er efna­hags­kerf­ið sem býr til skil­yrð­in sem leið­ta til þess of­beld­is sem lög­regl­an sýn­ir fólki. Hann sýn­ir fram á hvernig at­vinnu­leys­ið, sem kapí­tal­ism­inn þarfn­ast og við­held­ur, leið­ir til fá­tækt­ar sem svo leið­ir fólk á...
Tólf kaflar og tólf kvæði um samtímann
Menning

Tólf kafl­ar og tólf kvæði um sam­tím­ann

Ný bók eft­ir pró­fess­or í heim­speki fjall­ar bæði um hvers­dags­leik­ann og stór­ar áskor­an­ir.
Samfélög og markaðir
Kolbeinn Hólmar Stefánsson
Pistill

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Sam­fé­lög og mark­að­ir

Spurn­ing­ar vakna um grunn­virkni sam­fé­lags­ins. Hvar liggja mörk gagn­semi mark­að­ar­ins?
Heima er bezt
Vettvangur

Heima er bezt

Þeg­ar mað­ur hef­ur haft lifi­brauð af því að ferð­ast um og mynda ís­lenska nátt­úru fyr­ir bæk­ur og tíma­rit í hátt í fjöru­tíu ár, hljóta auð­vit­að ein­hverj­ir stað­ir að standa upp úr. Stað­ir sem kalla á mann aft­ur og aft­ur og eru sí­breyti­leg­ir eft­ir árs­tíð­um og birtu. Hér kem­ur lít­ill listi til að hjálpa okk­ur að ferð­ast heima í sum­ar.
Villingur í hjarta
Viðtal

Vill­ing­ur í hjarta

Ugla Hauks­dótt­ir, leik­stjóri og hand­rits­höf­und­ur, hef­ur á ör­fá­um ár­um sýnt sig og sann­að. Hún hlaut með­al ann­ars verð­laun Leik­stjóra­sam­bands Banda­ríkj­anna, Director's Guild of America, fyr­ir stutt­mynd sína við út­skrift frá há­skóla og í vor fékk hún inn­göngu í þessi sömu sam­tök, fyrst ís­lenskra kven­leik­stjóra. Hún er þar með kom­in í hóp við­ur­kennd­ustu Hollywood-leik­stjór­anna að­eins þrí­tug að aldri.
Spurningaþraut 36: Fjögur flugvélamóðurskip, tvær konur, einn staður
Þrautir10 af öllu tagi

Spurn­inga­þraut 36: Fjög­ur flug­véla­móð­ur­skip, tvær kon­ur, einn stað­ur

Þá eru hér spurn­ing­ar: Auka­spurn­ing­arn­ar eru þess­ar: Á efri mynd­inni er karl nokk­ur í hlut­verki trans­konu í ný­legri sjón­varps­seríu. Áð­ur hafði karl­inn gert garð­inn fræg­an í langri röð sjón­varps­mynda þar sem hann lék lög­reglu­mann nokk­urn. Hvað hét sú per­sóna? Og hver er kon­an á neðri mynd­inni? Að­al­spurn­ing­arn­ar tíu eru þess­ar: 1.    Hversu langt er frá Gróttu­vita á Seltjarn­ar­nesi í...
Zorro kóngur og Pollyanna drottning
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Zorro kóng­ur og Pollyanna drottn­ing

Skær­ustu stjörn­ur þöglu mynd­anna í Banda­ríkj­un­um skinu skært ár­ið 1920 en eng­ar þó skær­ar en Douglas Fair­banks og Mary Pickford.
Síðasta veiðiferðin
Bíó Tvíó#178

Síð­asta veiði­ferð­in

Andrea og Stein­dór ræða gam­an­mynd­ina Síð­ustu veiði­ferð­ina sem kom út í ár.
Skála fyrir íslensku smjöri
Uppskrift

Skála fyr­ir ís­lensku smjöri

Vin­irn­ir og bak­ar­arn­ir Kjart­an og Guð­mund­ur hafa opn­að nýtt bakarí á göml­um grunni á Sel­fossi en í hús­inu hef­ur ver­ið rek­ið bakarí í ein 40 ár. Smjör­deig er í miklu upp­á­haldi hjá þeim fé­lög­um og hafa þeir próf­að sig áfram með ýms­ar nýj­ar teg­und­ir af góm­sætu bakk­elsi úr slíku til að setja í ofn­inn.
Sjarmatröllin
Kristín I. Pálsdóttir
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Sjarmatröll­in

Höf­und­ar: Guð­rún Ebba Ólafs­dótt­ir og Krist­ín I. Páls­dótt­ir Til sjarmatrölla telj­ast þau sem leyf­ist meira en venju­legu fólki af því að þau er sjarmer­andi, skemmti­leg, óút­reikn­an­leg og það sem skipt­ir mestu máli skipt­ir eru með völd. Til hag­ræð­ing­ar skul­um við tala um sjarmatröll í karl­kyni fleir­tölu. Þau fyr­ir­finn­ast vissu­lega í kven­kyni en ekki í sama mæli, kon­ur hafa nefni­lega ekki...
„Mitt líf hefur snúist um sauðfé og rekavið“
Myndir

„Mitt líf hef­ur snú­ist um sauð­fé og reka­við“

Siggi er með­al síð­ustu sauð­fjár­bænd­anna í Ár­nes­hreppi á Strönd­um. Hann er 81 árs og býr í hús­inu þar sem hann ólst upp. Hann hef­ur alltaf bú­ið þar, fyr­ir ut­an tvo vet­ur. Heiða Helga­dótt­ir ljós­mynd­ari fylgd­ist með sauð­burði hjá Sigga.