Mest lesið

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
1

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
2

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Listin að verða sextugur
3

Listin að verða sextugur

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu
4

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Kolbrún telur sig órétti beitta
5

Kolbrún telur sig órétti beitta

Segir að Landspítali myndi lamast
6

Segir að Landspítali myndi lamast

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er rúmlega 8 mánaða gömul.

Sólveig Anna Jónsdóttir

Spurning um val

„Þegar til okkar leitar verkafólk sem orðið hefur fyrir vinnuafls-valtaranum Menn í vinnu ber okkur einfaldlega skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að leita leiða að réttlæti og sanngirni fyrir það,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags.

Sólveig Anna Jónsdóttir

„Þegar til okkar leitar verkafólk sem orðið hefur fyrir vinnuafls-valtaranum Menn í vinnu ber okkur einfaldlega skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að leita leiða að réttlæti og sanngirni fyrir það,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags.

Spurning um val

Eitt helsta slagorð okkar nýfrjálshyggna nútíma er „Þú hefur val“. Það er hægt að nota við næstum hvaða aðstæður sem er og það er sannarlega gert. Inní frásögninni af mannlegri tilveru á okkar dögum er hugmyndin um val ein sú mikilvægasta; við búum inní veröld þar sem samfélagsmyndin byggir næstum algjörlega á hugmyndinni um skilvirkt og lýðræðislegt markaðshagkerfi þar sem val einstaklingsins er upphaf og endir alls sem á sér stað. Í slíkri samfélagsgerð eru það eigendur atvinnutækjanna og fjármagnsins, þeir sem lifa og starfa eftir markaðslögmálunum og móta þau jafn óðum (þeir sem nú ganga undir nafninu Frumkvöðlar) sem hvíla á toppi bæði valda- og virðingarpíramídans. Þeir fá mikið pláss í allri samfélagsumræðu, mikið pláss í fjölmiðlum og þegar þeim verður „á í messunni“ er rík tilhneiging til að finna útskýringar eða afsakanir á gjörðum þeirra.

En auðvitað er staðreyndin sú að hvað við fáum að velja og við hvaða aðstæður valið fer fram mótast mjög af samfélagslegri og efnahagslegri stöðu hverrar manneskju. Nefna má t.d það val sem íbúar hinnar frjálsu Evrópu hafa; fyrir suma snýst valið um það hvort rekstrinum sé best komið hér eða þar eða hvort námið verði sótt hingað eða þangað en fyrir aðra, t.d fólkið sem tilheyrir hinni stóru stétt evrópsks verkafólks sem alþjóðavæðingin, nýfrjálshyggjan og fjármálavæðing heimshagkerfisins hafa kastað upp í loftið eins og hverjum öðrum teningum í spilavíti, snýst valið um það hvar hægt sé að nálgast vinnu til að hafa í sig og á. Fyrir sumt fólk er valið einfaldlega svona; „val“ um að sækja láglaunavinnu langar leiðir, „val“ um að vera upp á ókunnugt fólk í ókunnugu landi komið með aðgang að nauðsynjum eins og húsnæði, „val“ um að láta draga af sér næstum öll launin sín vegna allskonar „útgjaldaliða“.

Nýverið sagði í grein eftir mann úr framvarðasveit Samtaka atvinnulífsins að við ættum að taka vel á móti þeim útlendingum sem hingað koma til að vinna, það væri í raun siðferðileg skylda okkar. En það að taka vel á móti útlendingum er ekki aðeins fólgið í því að vera næs og kammó. Það felst ekki síður og kannski fyrst og fremst í því að þeim útlendingum sem hingað koma til að vinna bíði mannsæmandi aðstæður og góð kjör. Að þeirra bíði atvinnumarkaður þar sem strangar reglur gilda og þar sem eftir þeim er farið, þar sem verkafólki býðst gott húsnæði á góðum kjörum, þar sem eftirlitskerfi hins opinbera er virkt og öflugt og getur komið í veg fyrir brotastarfsemi. Þar sem hægt er að koma í veg fyrir að fólk með skerta siðferðiskennd geti haft aðflutt vinnuafl að féþúfu. Staðreyndin er sú að um þessar mundir bíður ekkert af ofantöldu sumra félaga minna í hinni alþjóðlegu verkastétt þegar til landsins er komið. Í raun má segja að íslenskur atvinnumarkaður og hið opinbera hafi brugðist siðferðislegri skyldu sinni þegar kemur að því að tryggja góðan aðbúnað og virkt eftirlit með kjörum og skilyrðum vinnuaflsins. Það þurfa ekkert allir að vera sammála mér um það hverjar orsakirnar eru fyrir því að þessi fyrirbæri hafa brugðist skyldu sinni (að byggja samfélag á hugmyndinni um að gróði sé grundvöllur alls í mannlegri tilveru finnst mér vera fáránlegt og til þess fallið að ýmsir bregðist ýmsum skyldum) en það er samt nauðsynlegt að fólk horfist í augu við staðreyndir um íslenskan vinnumarkað eins og hann er í dag.

Ég var dálítið hissa þegar að Eldum rétt, eitt þeirra fyrirtækja sem við sendum kröfubréf um miðjan apríl, svaraði ekki erindi Eflingar fyrir hönd fórnarlamba Manna í vinnu fyrr en að frestur var liðinn og þá með því að neita að axla ábyrgð. Ég gat fyrst ekki skilið af hverju fyrirtækið horfðist ekki í augu við að hafa vissulega leigt vinnuafl af alræmdri starfsmannaleigu, þekktri sem einn af helstu leikendunum í þeirra ömurlegu uppsetningu sem ill meðferð á aðfluttu verkafólki er á íslenskum vinnumarkaði. En svo áttaði ég mig á því að það var auðvitað fáránlegt að láta eins og einfaldir og ískaldir fjárhags-hagsmunir gætu ekki ráðið för hjá Eldum rétt. Í stjórn fyrirtækisins sitja jú þaulreyndir menn úr hinu margrómaða íslenska viðskiptalífi, menn sem hafa marga fjöruna sopið, menn sem vita að á endanum er það „the bottom line“ sem skiptir máli; hversu mikið er hægt að græða. Í þeirra huga er málið sennilega ekkert flókið; ef viðskiptamódelið gengur vel, vöxturinn er trylltur frá ári til árs og peningarnir streyma í kassann er ekki í boði að hægja á einu né neinu; þegar spurningin snýst um „fjárhagslegan hag fyrirtækisins“ er ekkert athugavert við að leita til Manna í vinnu, sama hvaða fréttir hafa borist úr þeim kjallara vinnumarkaðarins. Og þegar að verkalýðsfélag ákveður að sinna skyldu sinni með því að liðsinna allslausu verkafólki sem til þess leitar í nauðum sínum, með því að horfa til íslensku laganna um keðjuábyrgð þá ákveður Eldum rétt að sýna svo ekki verður um villst að fyrirtækið hefur nákvæmlega engan áhuga á að axla ábyrgð; fyrirtækið er skyndilega orðið fórnarlamb ofsókna ofstækisfólks þegar Efling stendur fast við kröfuna sem gerð er í samráði við rúmensku verkamennina og lögfræðistofuna Rétt.

Ég verð að fá að segja að það er fáránlegt að halda að við myndum ekki ganga fram af fullri alvöru í þessu grafalvarlega máli. Efling er annað stærsta verkalýðsfélag landsins, félag verka- og láglaunafólks. Helmingur félagsmanna Eflingar er af erlendum uppruna og staðreyndin er einfaldlega sú að á íslenskum vinnumarkaði verður aðflutt vinnuafl sérstaklega fyrir barðinu á því fáránlega rugli sem hér fær að viðgangast sökum meðvitundarleysis, viljaleysis og ekki síst andstöðu ríkjandi afla við það að alvöru eftirlit og alvöru viðurlög sem leiði af sér alvöru afleiðingar séu innleidd á íslenskum vinnumarkaði (sem á auðvitað bara að fá að eftir-líta og viður-laga sjálfan sig, samkvæmt hugmyndafræðinni sem öllu stýrir). Staðreyndin er sú að á hverjum einasta degi leitar til okkar fólk sem verður fyrir ömurlegri framkomu á sínum vinnustað og verður fyrir því að þeirra réttmætu, umsömdu, kjarasamningsbundnu laun eru höfð af þeim af atvinnurekendum. Þetta eru staðreyndir á íslenskum vinnumarkaði, ekki órar í öfgafólki sem er bara alltaf að leita að hasar. „Hasarinn“ bókstaflega kemur til okkar; í fyrra voru gerðar 550 kröfur fyrir hönd félagsmanna vegna launaþjófnaðar, að meðaltali upp á 423.000 krónur sem er rétt undir meðaltali mánaðarlauna félagsmanna. Efling stendur í ströngu á hverjum degi í baráttunni fyrir hagsmunum verka- og láglaunafólks. Þegar til okkar leitar svo verkafólk sem orðið hefur fyrir vinnuafls-valtaranum Menn í vinnu ber okkur einfaldlega skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að leita leiða að réttlæti og sanngirni fyrir það.

Eldum rétt hafði, ólíkt rúmensku verkamönnunum, raunverulegt val. Val um að eiga ekki í „viðskiptum“ við Menn í vinnu. Eldum rétt hafði val um að krydda ekki gróðakássuna með vinnuafli fórnarlamba hinna grimmu og yfirþyrmandi efnahagslögmála okkar daga, þar sem bláfátækt verkafólk sem þarf að eltast við þúsundkallana frá einu landi til annars er sérstaklega útsett fyrir forhertu fólki eins og því sem rak Menn í vinnu. Fyrirtækið Eldum rétt hafði val um að segja Nei, ég hef ekki lyst á því að eiga í viðskiptum með mannfólk við Menn í vinnu. Það var í raun nákvæmlega ekkert aðkallandi sem knúði Eldum rétt til að leita til Manna í vinnu, engin neyð, engin örvænting, ekkert nema hlýðnin við markaðslögmálið um að gróði sé alltaf góður, sama hvernig arðránið fer fram og sama hvaða fórnarkostnað vinnuaflið er neytt til að bera.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Eflingar og rúmensku verkamannana í málinu gegn Menn í vinnu og Eldum rétt sagði í hádegisfréttum RÚV í dag: „Þessir verkamenn þeir koma til landsins, þekkja lítt til, skilja ekki tungumálið og vita lítið um réttindi sín og þess vegna eru þessi lög afar mikilvæg. Það þarf að gæta að mannlegri virðingu þessara verkamanna og vernda hana og koma í veg fyrir að komið sé fram við þá á vanvirðandi hátt og það er verkalýðsfélagið sem grípur þarna inn í svo svo verði.“

Rúmensku verkamennirnir sem um ræðir réðu engu um hvar þeir voru látnir búa eða hvert þeir voru sendir til að vinna. Þeir höfðu ekkert val. Eldum rétt valdi að leita til alræmds fyrirtækis, Manna í vinnu, þrátt fyrir að hafa sannarlega val um að gera það ekki. Og Efling hafði líka val; val um að afla gagna, leggjast í ítalega vinnu vegna málsins og leita til lögfræðistofunnar Réttar. Efling hafði val um að láta senda út kröfubréf á grundvelli laga um keðjuábyrgð notendafyrirtækja. Og Efling hafði val um að bregðast „harkalega“ við þegar í ljós kom að Eldum rétt hafnaði því, eitt þeirra fyrirtækja sem sambærilegar kröfur voru sendar til, að axla ábyrgð. Ég fagna því að við höfðum þetta val og ég tel að við höfum sannarlega valið rétt.

Ég stend með rúmensku verkamönnunum í baráttu þeirra fyrir því að njóta réttlætis. Ég stend með þeim í baráttunni fyrir því að vera ekki aðeins ósýnilegu partarnir í gangverki hins kapítalíska kerfis, ekki aðeins kryddið í gróðakássu íslensks atvinnulífs. Ég fagna því að þeir, eftir að hafa þurft að þola „þvingun og vanvirðandi meðferð“ geti leitað réttar síns og eigi möguleika á því að fá miskabætur fyrir að fram við þá var komið eins og einnota drasl. Ég fanga því að lög um keðjuábyrgð séu til staðar á Íslandi og að þau hafi verið hert, svo að þau fyrirtæki sem nota sér starfsmannaleigur séu sannarlega ábyrg fyrir vinnuaflinu og kjörum þess. Og ég vona innilega að rúmensku verkmennirnir fái að njóta réttlætis, eftir allt það sem þeir hafa sannarlega þurft að ganga í gegnum á útsölumarkaði íslensks atvinnulífs. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
1

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna
2

Erfðabreyttu tvíburarnir - rúmlega ári seinna

Listin að verða sextugur
3

Listin að verða sextugur

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu
4

Samherji vonar að Ríkisútvarpið „dragi lærdóm“ eftir „ánægjulega“ leiðréttingu

Kolbrún telur sig órétti beitta
5

Kolbrún telur sig órétti beitta

Segir að Landspítali myndi lamast
6

Segir að Landspítali myndi lamast

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Þegar lögreglan er upptekin
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Þegar lögreglan er upptekin
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun
4

Sorphirðufólk með 300 þúsund í grunnlaun

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
5

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle
6

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfirlýsingu vegna kvikmyndarinnar Elle

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Mest lesið í mánuðinum

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
1

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
2

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
3

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
4

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
5

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
6

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

Nýtt á Stundinni

Af hverju er Tyrkland Tyrkland?

Af hverju er Tyrkland Tyrkland?

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun

Þeir tekjulægstu eyða hlutfallslega mestu í húsnæði og mat

Þeir tekjulægstu eyða hlutfallslega mestu í húsnæði og mat

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Samherjamálið: Ekki skilyrði að menn séu dæmdir til að hægt sé að tala um mútugreiðslur

Styrmir Gunnarsson og "frelsun Breta” frá ESB

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Styrmir Gunnarsson og "frelsun Breta” frá ESB

BSRB samþykkir verkfall

BSRB samþykkir verkfall

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Sigríður Andersen varar við útþenslu Mannréttindadómstóls Evrópu

Hinar funheitu norðurslóðir

Hinar funheitu norðurslóðir

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Valkyrja

Eru láglaunakonur ekki femínískar?

Kolbrún telur sig órétti beitta

Kolbrún telur sig órétti beitta

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja

Reiknar með að Þorsteinn Már verði aftur forstjóri Samherja