Mest lesið

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
1

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
3

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
4

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Stundin #112
Febrúar 2020
#112 - Febrúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 6. mars.
Þessi grein er rúmlega 8 mánaða gömul.

Jón Trausti Reynisson

Er Ragnar lýðskrumari?

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Jón Trausti Reynisson

Deilan um Lífeyrissjóð verzlunarmanna er nýjasti kaflinn í sögunni sem íslensk stjórnmál og efnahagsmál hverfast um.

Er Ragnar lýðskrumari?
Ragnar Þór Ingólfsson Formaður VR vill skipta út stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna vegna þess að þeir gripu inn í vaxtalækkunarferli og hækkuðu breytilega vexti handvirkt á óverðtryggðum lánum.  Mynd: Heiða Helgadóttir

Þegar fólk kemst til valda er farsælt að hafa í huga hvort viðkomandi séu lýðskrumarar. Einn besti mælikvarðinn á lýðskrum er heiðarleiki, en einnig sjálfmiðuð valdsækni. Lýðskrumarar eru í besta falli tækifærissinnaðir, en í versta falli einræðissinnaðir, og geta því veitt samfélaginu einn mesta hugsanlega skaða, eins og dæmi eru um.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, hefur reglulega verið sakaður um lýðskrum frá því að hann lét til sín taka í kjarabaráttu, rétt eins og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Bæði hafa þau viðhaft átakaorðræðu og sýnt ýmis einkenni sem fyrirfinnast hjá lýðskrumurum: Lýst því hvernig áhrifamikil öfl eða elíta beiti sér gegn þeim og um leið hagsmunum almennings.

Þau lofuðu að lækka laun sín, yrðu þau kosin, líkt og Davíð Oddsson sem ætlaði að sitja launalaus á Bessastöðum. Fyrir utan ríkuleg eftirlaun sem samþykkt voru í tíð hans sem valdamesta stjórnmálamanns landsins. Ólíkt Davíð voru þau kjörin og lækkuðu laun sín og brúuðu þannig vaxandi bil milli kjara stjórnenda stéttarfélaga og aðildarfólks.

Ein leiðin til að taka undir ásakanir um lýðskrum væri að líta svo á að hagsmunir Íslendinga væru sameiginlegir og samstæðir, frekar en að stéttir og hópar hefðu andstæða hagsmuni, en þetta er gömul og róttæk hugmyndafræðileg aðgreining. Að mati Ragnars og Sólveigar er raunverulega verið að vaxtapína okkur Íslendinga með heimili okkar, leigjendur sem eigendur, og borga stórum hluta fólks óþarflega lág laun til að tryggja meira fé í vasa fjármagnseigenda.

Hörð ásökun í Fréttablaðinu

Nýr ritstjóri Fréttablaðsins, mest lesna blaðs landsins, færði nýverið fram ásökun í leiðara blaðsins að Ragnar hefði af „tylliástæðu“ ákveðið að skipta út stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Hann hefði aðeins gert það til að koma sínu fólki að.

Líklega hefur enginn fengið jafn harða umfjöllun á síðum Fréttablaðsins eins og nýtt forystufólk í kjarabaráttunni.

Eftir að Ragnar Þór brást harkalega við því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna ákvað að hækka breytilega vexti á verðtryggðum húsnæðislánum og afnema hlutlæg viðmið um vextina, þannig að stjórnin myndi sjálf ákveða vextina í stað tengingar við skuldabréfaflokk, sagði hann að stjórnarmenn sjóðsins hefðu ekki lengur umboð stéttarfélagsins til að sitja í stjórninni. 20 af 24 í fulltrúaráði VR stóðu að ákvörðuninni.

Ragnar Þór var í leiðara Fréttablaðsins sakaður um að láta stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verslunarmanna „reka erindi“ sitt út frá „duttlungum“ hans og „pólitískum hagsmunum“.

„Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins,“ skrifaði Davíð Stefánsson ritstjóri í Fréttablaðinu.

„Þarna hafði Ragnar Þór ekki hagsmuni sjóðfélaga í fyrirrúmi,“ sagði síðan í skoðanagrein viðskiptablaðamanns Fréttablaðsins. 

Annar sjóður lækkar vexti

Þannig er Ragnar kolfelldur á mælikvarða heiðarleika í greinum Fréttablaðsins og má skilja að hann sé lýðskrumari, líkt og komið hafði áður fram í skoðanaskrifum blaðsins. En hvernig stenst það mat samanburð við samhengið?

Eftir að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna kaus að hækka vextina á húsnæðislánum handvirkt úr 2,06% í 2,26%, fór annar lífeyrissjóður, Birta, þveröfuga leið og lækkaði sams konar vexti niður í 1,97%, í fyrsta sinn undir tvö prósent.

Hefur Lífeyrissjóðurinn Birta þá ekki hagsmuni sinna sjóðsfélaga í fyrirrúmi? Eða Almenni lífeyrissjóðurinn? Og Frjálsi lífeyrissjóðurinn? Lífeyrissjóðurinn Stapi? Sem allir eru með lægri vexti á breytilegum verðtryggðum húsnæðislánum en Lífeyrissjóður verzlunarmanna eftir handvirka hækkun stjórnarmanna.

Auðvitað kann að vera rétt hjá stjórn Lífeyrissjóði verzlunarmanna að afnema sjálfvirka tengingu breytilegra vaxta við ákveðinn skuldabréfaflokk, þótt hlutlægur grunnur sé traustvekjandi, en ákvörðun um vaxtahækkun gengur gegn þróun vaxta, samfélagsumræðu um mikilvægi vaxtalækkana og stýrivaxta Seðlabanka Íslands.

Á skömmum tíma hafa stýrivextir Seðlabankans, sem hafa áhrif á óverðtryggð húsnæðislán, verið lækkaðir um 0,75 prósent. 

Allt þetta bendir til þess að alvarleg ásökun á hendur Ragnari í Fréttablaðinu, sem á að undirbyggja að hann sé lýðskrumari, sé röng. Margar ástæður eru til þess að gagnrýna ákvörðun stjórnar lífeyrissjóðsins og afstaða Ragnars er í fullu samræmi við samfélagsumræðuna og svo hans fyrri afstöðu gagnvart vaxta- og húsnæðismálum.

Hagsmunir af lægri vöxtum

En er Ragnar kannski lýðskrumari vegna þess að það skiptir engu máli hverjir vextirnir eru og hann sé því ekki að vinna að hag almennings?

Vextir eru tilfærsla auðs frá þeim sem eiga til þeirra sem leigja peninga. Renta. Í tilfelli lífeyrissjóða erum við vissulega bæði þau sem eiga og þau sem leigja peninga. Eins og snákurinn sem bítur hala sinn, sem var fornt tákn alkemista á öldum áður, myndrænt fyrir óendanleikann eða heildina.

Formaður bankaráðs Seðlabankans sagði nýlega að það væri misskilningur að vaxtalækkun kæmi almenningi til góða. 

„Flest lán til heim­il­anna eru lán frá öðrum heim­il­um,“ sagði hann.

Það má vissulega deila um áhrif vaxta á hag almennings, þótt meginlínan í samfélagsumræðunni hafi snúið að því að vextir væru of háir á Íslandi og að staðreyndir sýni að vextir hér eru mun hærri en í helstu samanburðarlöndum. Við sjáum líka að lífeyrissjóðirnir hafa á fáum árum snarlækkað breytilega vexti, til dæmis úr tæpum 4 prósentum í rúm 2 prósent frá 2015.

Lífeyrissjóðirnir hafa að undanförnu framfylgt þeim draumi Íslendinga að lækka húsnæðisvexti verulega, á meðan einkareknir bankar halda þeim háum.

Húsnæðisvextir hjá Arion banka eru rúmlega 1,5 prósentustigum hærri en sambærileg lán hjá mörgum lífeyrissjóðum.

Lán hjá Arion banka upp á 40 milljónir króna kostar 137 milljónir króna í heildina með 3,59% vöxtum, en sama lán þar kostar 116,4 milljónir króna, eða rúmlega 20 milljónum krónum minna hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Þar sem verðbólga í 40 ár rýrir upphæðina mælda í krónum, mætti meta upphæðina á rúmar 5 milljónir króna á verðlagi dagsins í dag.

Ef við gefum okkur að munurinn á heildarkostnaði við lán hjá lífeyrissjóði og einkabanka yrði aðeins fimm milljónir króna á verðlaginu í dag, til einföldunar, munu neytendur væntanlega nýta á þessum 40 árum, um 12 þúsund krónur á mánuði að jafnaði í annað en greiðslu til banka. Þannig færu 125 þúsund krónur á ári fyrir hverja fjölskyldu ekki úr vasa húsnæðiseiganda til banka, sem til lengri tíma verður væntanlega á frjálsum markaði fyrst og fremst í eigu þeirra auðugustu, heldur til launþega og húsnæðiseiganda, sem nýtir þær til annars, til dæmis neyslu sem skapar ekki síður störf. Þessi skerðing á hag bankans þarf því ekki að vera þjóðfélagslega óhagkvæm.

Vextir stýra umræðunni

Vaxtamálin eru ekki duttlungar eins manns, eins og gefið er til kynna í ásökun í forystugrein Fréttablaðsins, heldur eitt stærsta hagsmunamál þjóðfélagsumræðunnar sem stjórnmálamenn vísa gjarnan til þegar þeir sækjast eftir kjöri.

Réttlætið á lánamarkaði er torfundið. Áhættusömu, erlendu lánin fyrir hrun reyndust til dæmis á endanum hafa verið einna hagstæðustu lánin, þótt sumir hafi verið búnir að rífa húsið sitt eða stinga sér í skuldafenið þegar það kom í ljós.

Í kringum hrunið átti sér eignaupptaka hjá almenningi í formi verðtryggingar sem hækkaði skyndilega lán verulega. Verðbólgan náði 18 prósentum á tímabili. Tveimur áratugum áður hafði hið öfuga gerst, verðbólga át upp raunvirði óverðtryggðra lána fyrir þá lánsömustu. Óttinn við verðtrygginguna endurspeglaðist í því að árið 2011 kváðust 80 prósent landsmanna fylgjandi afnámi verðtryggingar. 

Umræðan um íslensk efnahagsmál og kjör almennings hefur þráfaldlega ratað í botnlanga verðbólgunnar og verðtryggingarinnar, og stjórnmálamenn höfðu árum saman lofað að afnema hana.

Saga brostinna loforða

Jóhanna Sigurðardóttir, síðar formaður Samfylkingarinnar, vildi til dæmis afnema verðtrygginguna árið 2005 og mælti fyrir þingsályktunartillögu þess efnis, þá ekki í fyrsta sinn. 

Árið 2008 var hún komin í ríkisstjórn sem ráðherra húsnæðismála, húsnæðismarkaðurinn farinn á hliðina, og hún taldi of erfitt að afnema verðtryggingu. „Við af­nem­um ekki verðtrygg­ingu bara með einu penn­astriki,“ sagði hún.

Það var ekki heldur hægt í ríkisstjórninni sem hún leiddi eftir hrun.

Enginn þarf að efast um vilja Jóhönnu til að losa almenning undan verðtryggingunni. Leiðin sem hún og flokksfélagar hennar í Samfylkingunni vísuðu til var að ganga í Evrópusambandið og taka upp stöðugri gjaldmiðil.

Eftir að ríkisstjórn hennar sótti um aðild með þingsályktunartillögu Alþingis, og bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sögðust ætla að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður, var umræðan um gjaldmiðils- og vaxtamálin í afmörkuðum farvegi og því komst hlé á hana.

Tveir síðarnefndu flokkar komust í ríkisstjórn, en nýr utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, ákvað að draga hana einhliða til baka og hætta við hana eða gera hlé á henni, eftir því hver var spurður og hvenær.

Einfalt ... en flókið

Fyrir kosningarnar 2013 hafði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson orðið næstur til að boða afnám verðtryggingar og endurskipulagningu fjármálakerfisins. Hann sagði það „einfalt“ og hneykslaðist á gagnrýnendum sínum. Svo fór að hann vann stórsigur í kosningunum út á lausn sína á húsnæðismálum.

Eftir kosningarnar sagði hann það ennþá vera „einfalt“, en einnig „flókið“. Hann sagði breytingarnar „eðli málsins samkvæmt umfangsmiklar og flóknar vegna þess að verið er að taka upp raunar nýtt fjármálakerfi í landinu“.

Tveimur árum síðar og þremur árum eftir að Sigmundur varð forsætisráðherra var ekki komið nýtt fjármálakerfi í landinu, verðtryggingin var enn á sínum stað, en komnar voru fram tillögur um að stytta lánstíma úr 40 árum í 25 ár. Svolítið eins og að selja ferð á Gullfoss, en enda í Elliðaánum.

Saga vaxta og verðtryggingar eru í reynd saga íslenskra stjórnmála síðustu ára og þar með brostinna loforða. Á meðan önnur mál hefðu geta verið í brennidepli þurftum við að stíga öldurnar undir heimilum okkar.

Með hærri húsnæðisvexti en Albanía

Eftir alla umræðuna erum við hér enn með sömu óverðtryggðu húsnæðisvexti og Alsír og Líbanon. Og hærri en Svartfjallaland, Norður-Makedonía, Albanía, Taíland og Marokkó. 

Í Svíþjóð fást hins vegar lægri en 1,6 prósent vextir á húsnæðislán, þrátt fyrir tvö prósent verðbólgu. Á Íslandi eru lægstu vextirnir nú um 2 prósent að viðbættri 3,6 prósent verðbólgutryggingu, samtals um 5,6 prósent, sem þýðir enn að veruleg viðvarandi hækkun fasteignaverðs er forsenda fasteignakaupa.

Loksins þegar lífeyrissjóðir náðu að lækka húsnæðisvextina, niður fyrir 2 prósent verðtryggða og rúmlega 5,6 prósent að meðtalinni verðbólgu, átti sér stað inngrip í nafni hagsmuna fjármagnseigenda.

Það var á þessu lykilaugnabliki í þróuninni sem Ragnar Þór steig inn og þótt deila megi um fordæmið, aðferðina og afstöðuna er ómögulegt að sjá að áhersla Ragnars sé duttlungar eða tylliástæða til þess eins að öðlast völd.

Tengdar greinar

Leiðari

Íslenskt réttlæti 2020

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Jón Trausti Reynisson

Þrír hópar leita leiðréttingar. Frá þjóðarsáttinni hefur karl í efstu tekjutíund hækkað tekjur sínar um 475 þúsund krónur á mánuði með öllu. Týpísk Eflingarkona hefur á sama tíma hækkað launin um einn tíunda þess.

Þegar lögreglan er upptekin

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þegar lögreglan er upptekin

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þrjár konur, þrjár sögur. Allar áttu þær það sameiginlegt að vera undir áhrifum áfengis- eða vímuefna þegar neyðarkalli þeirra var ekki svarað. Afleiðingarnar voru skelfilegar.

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Jón Trausti Reynisson

Tákn um aukna efnishyggju birtast í menningunni. Afleiðingarnar eru að hluta til fyrirsjáanlegar.

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Árið sem við misstum sakleysið

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Nú þegar árið er að líða er ágætt að rifja upp hvað gerðist, hvað við lærðum og hvað við getum gert betur.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
1

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
2

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti
3

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Mamma þín vinnur ekki hér – hún er orðin popúlisti

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu
4

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Íslenskt réttlæti 2020
5

Jón Trausti Reynisson

Íslenskt réttlæti 2020

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé
6

Vinna tíu tíma á dag án þess að fá matarhlé

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
5

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í vikunni

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
1

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV
2

Ritstjórn

Yfirlýsing: Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle
3

Árni Pétur Arnarsson

Svar við yfir­lýsingu vegna kvik­myndarinnar Elle

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi
4

Var ofsóttur á samfélagsmiðlum og beittur ofbeldi

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“
5

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám
6

Fasteignir félags Sturlu boðnar upp eftir fjárnám

Mest lesið í mánuðinum

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Mest lesið í mánuðinum

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta
1

Ég varð aldrei sá sami eftir þetta

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar
2

Samherji boðsendir lögfræðibréf á tólf manns og vísar til fangelsisvistar

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi
3

Lögreglumenn sem starfa hjá sjálfsvarnarfyrirtæki sakaðir um ofbeldi

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra
4

Varasöm þerapía: Röng meðferð getur gert slæmt ástand verra

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista
5

Fleiri konur deila slæmri reynslu af þerapista

„Svo er ég ekkert geðveikur!“
6

„Svo er ég ekkert geðveikur!“

Nýtt á Stundinni

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Slæmar fréttir: Bernie á ekki breik

Baltasar febrúar: Everest

Baltasar febrúar: Everest

Hundar eru æði

Hundar eru æði

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

„Ég er orðin 36 ára gömul og bý með móður minni“

Bjóðum Assange vist hér

Illugi Jökulsson

Bjóðum Assange vist hér

Launin gera fólk háð maka sínum

Launin gera fólk háð maka sínum

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

„Ég er hætt að vera mjó og sæt og meðvirk“

Asnalegt

Krass

Asnalegt

Bernie á toppnum

Bernie á toppnum

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Fer af stað klukkan fjögur að nóttu

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

„Nú verður réttlætið sótt“

„Nú verður réttlætið sótt“