Dulúðlegur máttur náttúrunnar hafði mikil áhrif

Tískuljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir hellir sér út í myndlist, undir áhrifum af æsku í náttúru Íslands.

Dulúðlegur máttur náttúrunnar hafði mikil áhrif
Saga Sig Varð leið á sérhæfingunni í ljósmyndun í London.  Mynd: Saga Sig
ritstjorn@stundin.is

Saga Sigurðardóttir er einn þekktasti tískuljósmyndari landsins og hefur náð langt í sínu fagi á tiltölulega ungum aldri. Hún lærði við hinn virta London College of Fashion og starfaði í London sem ljósmyndari í sjö ár.  Hún hefur myndað herferðir fyrir Nike, TopShop, Leica, Coco de Mer og átt myndaþætti í tímaritum líkt og Dazed and Confused og Vogue svo að fáeint sé nefnt. Að undanförnu hefur Saga hellt sér út í annað form sköpunarlistar, málverkið, en hún opnaði sína fyrstu einkasýningu í Reykjavik síðastliðinn föstudag í Gallerí Bismút. 

Steinn með olíuslettum eftir Kjarval í uppáhaldi

Saga ólst upp á Þingvöllum þar sem móðir hennar var þjóðgarðsvörður. Hún segist hafa lært að skynja náttúruna, leika við hana en janframt bera virðingu fyrir henni á unga aldri.  Hún átti ekki langt að sækja listrænan áhuga sinn. „Foreldrar mínir eru listræn og af listrænu fólki bæði og svo eru systkini mín skapandi líka, tvö þeirra eru að vinna við skapandi greinar. Þegar maður bjó úti á landi var maður kannski ekki mikið meðvitaður af því sem var að gerast í menningarlífinu eða út í heimi,” útskýrir Saga. Hún segir  þau systkin hafi lesið mjög mikið. „Það var minn gluggi út í heiminn og svo teiknuðum við og bjuggum til okkur eigin ævintýri út í náttúrunni. Á heimilinu voru verk eftir Jóhönnu Boga og Gunnar Örn og svo á sveitunum í Skaftafellsýslu þar sem ég bjó frá 10 ára aldri sá maður verk Kjarvals. Hann var ættaður úr sveitinni og kom seinna á lífsleið sinni i sveitina til þess að mála og greiddi fyrir gistingu með verkum. Hann var fyrsti listamaðurinn sem ég  kynntist  á Þingvöllum þar sem hann málaði mikið. Þar er einn steinn með olíuslettum á sem einhver sagði mér að væru eftir Kjarval.  Mér fannst þetta mjög merkilegt og var viss um að þar væri álfakirkja og fannst steinninn heilagur.“ 

Saga segir að náttúran hafi haft mikil áhrif á sína listrænu sköpun og að í málverkum hennar séu formin mjög lifræn og náttúrutengd. „Til dæmis bláu verkin mín. Ég byrjaði að mála þau fyrir norðan á Langanesi þar sem sjórinn kemur frá norðrinu. Hann virðist alltaf vera dekkri, svartari og villtari en annarsstaðar á landinu. Náttúran og dulúðlegur máttur hennar hefur alltaf haft mikil áhrif á mig og hversu lifandi náttúran er. Þegar ég var yngri var maður svo beintengdur henni. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·
Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

Illugi Jökulsson

Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

·