„Mér líður eins og ég hafi misst barn“

Víkingur Kristjánsson sætti rannsókn í eitt og hálft ár, grunaður um að hafa beitt son sinn kynferðislegu ofbeldi. Bæði héraðssaksóknari og ríkissaksóknari felldu málið niður og Barnahús komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að drengurinn hefði orðið fyrir ofbeldi. Viðurkennt er að alvarlegir ágallar voru á meðferð málsins hjá Barnavernd Reykjavíkur. Þrátt fyrir að tæpt ár sé síðan að rannsókn var felld niður hefur Víkingur ekki enn fengið að hitta son sinn á ný.

freyr@stundin.is

Víkingur Kristjánsson leikari hefur ekki fengið að hitta ungan son sinn í að verða tvö og hálft ár. Víkingur sætti rannsókn lögreglu í eitt og hálft ár eftir að barnsmóðir hans tilkynnti að hana grunaði að hann hefði brotið kynferðislega gegn syni þeirra. Tíu mánuðir eru nú liðnir frá því að embætti héraðssaksóknara felldi niður rannsókn á hendur Víkingi og sjö mánuðir eru liðnir frá því að embætti ríkissaksóknara staðfesti þá niðurstöðu. Sérfræðingar í Barnahúsi telja að sonur Víkings hafi ekki orðið fyrir kynferðisofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hefur beðið Víking afsökunar á vinnubrögðum í málinu og staðfest er í skýrslu Barnaverndar að alvarlegir ágallar hafi verið á meðferð málsins. Víkingur hefur þó enn ekki fengið að hitta son sinn, sem nú er níu ára gamall, en var sex ára þegar þeir feðgar hittust síðast. „Mér líður eins og ég hafi misst barn. Það er eins og sonur minn sé dáinn.“

Hinn 2. ágúst á síðasta ári birtist á vef Kvennablaðsins grein eftir Víking þar sem hann lýsti því að þann dag hefði embætti héraðssaksóknara fellt niður kæru á hendur honum, sem byggt hefði á grun um að hann hefði misnotað son sinn kynferðislega. Greinin vakti mikla athygli enda Víkingur landsþekktur maður, leikari sem hefur verið fastagestur á skjáum landsmanna síðustu ár. Víkingur hefur frá því að greinin birtist ekki tjáð sig frekar um málið í fjölmiðlum, ekki fyrr en nú.

Sálfræðingur greindi engin merki ofbeldis

Upphaf málsins má rekja til þess að í janúar árið 2017 fékk Víkingur bréf frá barnsmóður sinni þar sem hún ásakaði sambýliskonu Víkings, Kolbrúnu Elmu Schmidt, um gróft ofbeldi á hendur syni þeirra. Á þessum tímapunkti neitaði barnsmóðir Víkings einnig að leyfa drengnum að fara til föður síns og fjölskyldu.  „Ásakanirnar voru svo alvarlegar að við Kolbrún spurðum hvort ekki væri eðlilegt að tilkynna málið til barnaverndar. Það vildi barnsmóðir mín ekki og þess í stað var fundinn sálfræðingur sem sonur minn hitti, í tvígang. Eftir seinna skiptið vorum við barnsmóðir mín kölluð inn á fund sálfræðingsins sem sagði að ekkert væri hæft í neinum ásökunum um að drengurinn hefði orðið fyrir ofbeldi. Hann væri hins vegar pínu tættur og liði ekki vel yfir sambandi okkar foreldranna, sem ég skildi alveg í ljósi aðstæðna. Þetta var í síðasta skipti sem ég hitti son minn. Ég hef ekki séð drenginn minn í að verða tvö og hálft ár, fyrst vegna tálmunar, síðan vegna þessara fáránlegu ásakana og nú vegna þess að það er ekkert að gerast í því að koma á sambandi okkar á milli, af hálfu barnaverndaryfirvalda,“ segir Víkingur.

Eftir því sem Víkingur segir ýtti barnsmóðir hans þó fast eftir því að fleiri viðtalstímum yrði bætt við hjá sálfræðingnum eftir þetta, sem að lokum var fallist á. „Þeir tímar breyttu hins vegar engu, það var eftir sem áður mat sálfræðingsins að ásakanir um ofbeldi ættu ekki við rök að styðjast. Það tilkynnti sálfræðingurinn okkur á fundi og lét þess jafnframt getið að hún myndi rekja þá niðurstöðu í greinargerð,“ segir Víkingur.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·