Þessi grein er meira en ársgömul.

„Mér líður eins og ég hafi misst barn“

Vík­ing­ur Kristjáns­son sætti rann­sókn í eitt og hálft ár, grun­að­ur um að hafa beitt son sinn kyn­ferð­is­legu of­beldi. Bæði hér­aðssak­sókn­ari og rík­is­sak­sókn­ari felldu mál­ið nið­ur og Barna­hús komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekk­ert benti til þess að dreng­ur­inn hefði orð­ið fyr­ir of­beldi. Við­ur­kennt er að al­var­leg­ir ágall­ar voru á með­ferð máls­ins hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur. Þrátt fyr­ir að tæpt ár sé síð­an að rann­sókn var felld nið­ur hef­ur Vík­ing­ur ekki enn feng­ið að hitta son sinn á ný.

Vík­ing­ur Kristjáns­son sætti rann­sókn í eitt og hálft ár, grun­að­ur um að hafa beitt son sinn kyn­ferð­is­legu of­beldi. Bæði hér­aðssak­sókn­ari og rík­is­sak­sókn­ari felldu mál­ið nið­ur og Barna­hús komst að þeirri nið­ur­stöðu að ekk­ert benti til þess að dreng­ur­inn hefði orð­ið fyr­ir of­beldi. Við­ur­kennt er að al­var­leg­ir ágall­ar voru á með­ferð máls­ins hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur. Þrátt fyr­ir að tæpt ár sé síð­an að rann­sókn var felld nið­ur hef­ur Vík­ing­ur ekki enn feng­ið að hitta son sinn á ný.

Víkingur Kristjánsson leikari hefur ekki fengið að hitta ungan son sinn í að verða tvö og hálft ár. Víkingur sætti rannsókn lögreglu í eitt og hálft ár eftir að barnsmóðir hans tilkynnti að hana grunaði að hann hefði brotið kynferðislega gegn syni þeirra. Tíu mánuðir eru nú liðnir frá því að embætti héraðssaksóknara felldi niður rannsókn á hendur Víkingi og sjö mánuðir eru liðnir frá því að embætti ríkissaksóknara staðfesti þá niðurstöðu. Sérfræðingar í Barnahúsi telja að sonur Víkings hafi ekki orðið fyrir kynferðisofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hefur beðið Víking afsökunar á vinnubrögðum í málinu og staðfest er í skýrslu Barnaverndar að alvarlegir ágallar hafi verið á meðferð málsins. Víkingur hefur þó enn ekki fengið að hitta son sinn, sem nú er níu ára gamall, en var sex ára þegar þeir feðgar hittust síðast. „Mér líður eins og ég hafi misst barn. Það er eins og sonur minn sé dáinn.“

Hinn 2. ágúst á síðasta ári birtist á vef Kvennablaðsins grein eftir Víking þar sem hann lýsti því að þann dag hefði embætti héraðssaksóknara fellt niður kæru á hendur honum, sem byggt hefði á grun um að hann hefði misnotað son sinn kynferðislega. Greinin vakti mikla athygli enda Víkingur landsþekktur maður, leikari sem hefur verið fastagestur á skjáum landsmanna síðustu ár. Víkingur hefur frá því að greinin birtist ekki tjáð sig frekar um málið í fjölmiðlum, ekki fyrr en nú.

Sálfræðingur greindi engin merki ofbeldis

Upphaf málsins má rekja til þess að í janúar árið 2017 fékk Víkingur bréf frá barnsmóður sinni þar sem hún ásakaði sambýliskonu Víkings, Kolbrúnu Elmu Schmidt, um gróft ofbeldi á hendur syni þeirra. Á þessum tímapunkti neitaði barnsmóðir Víkings einnig að leyfa drengnum að fara til föður síns og fjölskyldu.  „Ásakanirnar voru svo alvarlegar að við Kolbrún spurðum hvort ekki væri eðlilegt að tilkynna málið til barnaverndar. Það vildi barnsmóðir mín ekki og þess í stað var fundinn sálfræðingur sem sonur minn hitti, í tvígang. Eftir seinna skiptið vorum við barnsmóðir mín kölluð inn á fund sálfræðingsins sem sagði að ekkert væri hæft í neinum ásökunum um að drengurinn hefði orðið fyrir ofbeldi. Hann væri hins vegar pínu tættur og liði ekki vel yfir sambandi okkar foreldranna, sem ég skildi alveg í ljósi aðstæðna. Þetta var í síðasta skipti sem ég hitti son minn. Ég hef ekki séð drenginn minn í að verða tvö og hálft ár, fyrst vegna tálmunar, síðan vegna þessara fáránlegu ásakana og nú vegna þess að það er ekkert að gerast í því að koma á sambandi okkar á milli, af hálfu barnaverndaryfirvalda,“ segir Víkingur.

Eftir því sem Víkingur segir ýtti barnsmóðir hans þó fast eftir því að fleiri viðtalstímum yrði bætt við hjá sálfræðingnum eftir þetta, sem að lokum var fallist á. „Þeir tímar breyttu hins vegar engu, það var eftir sem áður mat sálfræðingsins að ásakanir um ofbeldi ættu ekki við rök að styðjast. Það tilkynnti sálfræðingurinn okkur á fundi og lét þess jafnframt getið að hún myndi rekja þá niðurstöðu í greinargerð,“ segir Víkingur.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.990 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
Fréttir

Los­un hvers Ís­lend­ings tvö­falt meiri en los­un hvers Svía

Los­un gróð­ur­hús­loft­teg­unda á Ís­landi væri fimm­falt meiri ef ekki væri fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa hér­lend­is. Engu að síð­ur er los­un á hvern Ís­lend­ing mik­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði.
308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?
Þrautir10 af öllu tagi

308. spurn­inga­þraut: North, Saint, Chicago og Psalm?

Þraut frá í gær, hlekk­ur. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an er stjórn­mála­kona ein. Hvað heit­ir hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hlaups­ár­dag­inn 29. fe­brú­ar 1996 lauk lengsta hern­að­ar­umsátri um nokkra borg á seinni tím­um. Það hafði stað­ið í þrjú ár, tíu mán­uði, þrjár vik­ur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta? 2.   Ár­ið 1066 var háð fræg orr­usta þar...
„Ég er vanur því að allt sé grátt“
Fólkið í borginni

„Ég er van­ur því að allt sé grátt“

Sak­ar­is Em­il Joen­sen flutti til Reykja­vík­ur frá Fær­eyj­um til að elta drauma sína sem tón­listafram­leið­andi.
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Viðtal

Misstu vinn­una í Covid og opn­uðu hringrás­ar­versl­un

Hjón­in Dav­íð Örn Jó­hanns­son og Jana Mar­en Ósk­ars­dótt­ir opn­uðu hringrás­ar­versl­un með fatn­að og fylgi­hluti við Hlemm og vilja stuðla að end­ur­nýt­ingu á fatn­aði.
Sígildir sunnudagar snúa aftur í Hörpu
Menning

Sí­gild­ir sunnu­dag­ar snúa aft­ur í Hörpu

Klass­íska tón­leikaröð­in sem átti að end­ur­vekja síð­ast­lið­inn nóv­em­ber hef­ur göngu sína á ný. Á morg­un verð­ur frum­flutt ný kammerópera eft­ir Hildigunni Rún­ars­dótt­ur.
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
Úttekt

Ör­yggi stúd­enta ótryggt í vax­andi at­vinnu­leysi

Fé­lags­efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar Covid-krepp­unn­ar hafa snert þús­und­ir lands­manna und­an­far­ið ár. Í vax­andi at­vinnu­leysi stend­ur náms­fólk ut­an þess ör­ygg­is­nets sem aðr­ir sam­fé­lags­hóp­ar geta stól­að á.
307. spurningaþraut: Hákarlaskip, Tuvalu, hver fæddist í Halifax fyrir 30 árum?
Þrautir10 af öllu tagi

307. spurn­inga­þraut: Há­karla­skip, Tu­valu, hver fædd­ist í Halifax fyr­ir 30 ár­um?

Próf­iði nú þraut­ina frá í gær — hér er hana að finna. * Auka­spurn­ing­ar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri er svona: Hér að of­an má sjá skopteikn­ingu frá tíma þorska­stríð­anna. Teikn­ar­inn var í ára­tugi einn vin­sæl­asti og af­kasta­mesti teikn­ari lands­ins og stíll hans flest­um kunn­ur. Hvað hét hann? * Að­al­spurn­ing­ar eru hins veg­ar tíu að þessu sinni, og...
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Seldi paprikustjörnur til Kína
Viðtal

Seldi papriku­stjörn­ur til Kína

Draug­ur upp úr öðr­um draug, fyrsta einka­sýn­ing Helenu Mar­grét­ar Jóns­dótt­ir, stend­ur yf­ir í Hverf­is­galle­rí til 13. mars. Helena leik­ur sér að vídd­um. Of­urraun­veru­leg mál­verk henn­ar eru stúd­í­ur í hvers­dags­leika, form­gerð, dýpt og flat­neskju. Á verk­um henn­ar má finna klass­ískt ís­lenskt sæl­gæti, eitt­hvað sem marg­ir teygja sig í þeg­ar þeir eru dá­lít­ið þunn­ir, sem er ein­kenn­andi fyr­ir titil­veru sýn­ing­ar­inn­ar.
Glæsilegt hjá Grænlendingum
Mynd dagsins

Glæsi­legt hjá Græn­lend­ing­um

Ferða­menn sem koma hing­að frá Græn­landi eru nú, ein­ir þjóða, und­an­þegn­ir að­gerð­um á landa­mær­um og þurfa því hvorki að fara í skimun, sótt­kví eða fram­vísa nei­kvæðu PCR-prófi. „Það hef­ur geng­ið vel, ein­ung­is 30 Covid-19 smit ver­ið í öllu land­inu." seg­ir Jacob Is­boseth­sen (mynd) sendi­herra Græn­lands á Ís­landi. Ef jafn­marg­ir hefðu smit­ast hér og og á Græn­landi hefðu 195 manns feng­ið Covid-19. Í morg­un var tal­an ör­lít­ið hærri, 6049 ein­stak­ling­ar hafa feng­ið far­sótt­ina hér heima.
Innsetningar, djass og afmæli
Stundarskráin

Inn­setn­ing­ar, djass og af­mæli

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar á næst­unni.
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Fréttir

Lít­ill stuðn­ing­ur í um­sögn­um við verð­trygg­ing­ar­frum­varp

Frum­varp um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar, sem rík­is­stjórn­in lof­aði sam­hliða lífs­kjara­samn­ing­um, fell­ur ekki í kram­ið hjá að­il­um vinnu­mark­að­ar­ins, fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og Seðla­bank­an­um.