Þessi grein er meira en ársgömul.

Bára hefur dvöl sína í búri: Fór á spítala vegna Klaustursmálsins

Klaust­ur­mál­ið kom Báru Hall­dórs­dótt­ur á spít­ala og hún tel­ur skort á að fólk skilji að­stæð­ur ör­yrkja. Hún er í þann mund að hefja þriggja daga dvöl í búri til að hjálpa fólki með skiln­ing­inn.

Bára hefur dvöl sína í búri: Fór á spítala vegna Klaustursmálsins

„Ég vil ekki leyfa öðru fólki að ákvarða hvernig mér líður,“ segir Bára Halldórsdóttir, sem hefur ekki farið varhluta af afleiðingum þess að greina frá viðhorfum og framkomu þingmanna. Bára segist hafa farið á spítala vegna Klaustursmálsins, en vill nú nýta reynslu sína til að hjálpa fólki að setja sig í fótspor þeirra sem eiga einna erfiðast um vik í samfélaginu. 

Klukkan níu í morgun hóf  Bára gjörning, þar sem hún dvelur í búri í þrjá sólarhringa, til að vekja athygli á veruleika öryrkja. Gjörningurinn heitir INvalid/ÖRyrki og er haldinn á Listastofunnni við Hringbraut. Hann er fluttur af Báru Halldórsdóttur í samstarfi við RVK Fringe sviðslistahátíðina. 

Bára er flestum kunnug. „Njósnarinn í dulargervi“, eins og hún var útmáluð af þingmönnum sem sátu á Klausturbar hið örlagaríka kvöld 20. nóvember síðastliðinn, kvöldið sem hún stóð sex þingmenn Miðflokksins og Flokk fólksins að háværum, fordómafullum umræðum um konur, fatlaða og hinsegin fólk. Hún er konan sem sendi fjölmiðlum upptökuna og gerði almenningi kleift að heyra hvernig afkimar Alþingis geta hljómað í ósamræmi við opinbera orðræðu sömu mælenda.

Bára skipuleggja

Gjörningur

Ég hitti hana á föstudegi á Listastofunni við Hringbraut. Hún, ásamt teymi sínu, var á fullu við undirbúning á þriggja daga gjörningnum Invalid/Öryrki. Gallerísrýmið var tómt við komu mína. Bára stígsporandi um í miðju símatali um að mér sýndist undirbúning. Þegar símtalið klárast spyr ég hana hvernig undirbúningurinn gangi. „Miklu betur en í gær. Ég var alveg hrikalega stressuð í gær en það er allt að smella saman núna. Þetta er hefðbundið ferli, maður stressar sig upp en allt kemur saman að lokum,“ segir hún. Ég spyr hana hvað það sé sem er að stressa hana. Hún segir að það þurfi enn að redda hinu og þessu, það vanti enn ísskáp og búrið er ekki komið í hús.“

Bára ætlar að dvelja í þrjá daga í þessu búri. Búrið sem verður úr hænsnavír og spýtum á að vera eftirlíking af svefnherbergi hennar. Myndmálið er á þá leið að einangrunin sem öryrkjar upplifa minni helst á búr. Sömuleiðis mun Bára ekki eiga í samskiptum við áhorfendur og aðra nema í gegnum samfélagsmiðla á meðan gjörningnum stendur en að hennar mati undirstrikar það þá félagslegu eingrun sem margir öryrkjar upplifa.

„Ég hef fengið lánaða reynslu langveiks fólks. Svo er ég með líka með reikningana mína“

Á búrinu munu hanga svokallaðir gagnapakkar fyrir áhorfendur til að kynna sér hvernig það er að vera öryrki. „Það fyrsta sem fólk hugsar oft í tengslum við öryrkja er afhverju er þessi einstaklingur öryrki? Ég hef þess vegna safnað saman upplýsingum um sjúkdóminn minn og það sem liggur á bakvið hann. Ég hef safnað saman fréttum í gegnum tíðina sem tengjast öryrkjum og mínum eigin skrifum. Ég hef fengið lánaða reynslu langveiks fólks. Svo er ég með líka með reikningana mína,“ segir hún og hlær.

Bára vildi víkka út hið sjónræna með gagnapökkunum og svo myndum sem prýða vegginn á móti búrinu. Myndinar sem teknar eru af konu Báru sem er ljósmyndari, eru úr hennar daglega lífi. Þær sýna af henni glansmyndir og svo myndir þegar hún er upp á sitt versta. „Fólk er ekki almennt hrifið af því að sýna sig upp á sitt versta en mér finnst það svo mikilvægur þáttur,“ segir Bára. 

ListastofanBára stendur við inngang rýmisins sem mun hýsa gjörninginn

Klaustursmálið

Í samtali okkar veltir Bára fyrir sér hversu mikið Klaustursmálið kemur inn í gjörninginn og rýmið. Að ákveðnu leyti finnst henni að viðbrögð þjóðarinnar við Klaustursmálinu hafi gefið henni rödd og stökkpall. „Ég er að reyna nýta þessar fimmtán mínutur sem ég hef til að halda áfram með þann aktívisma sem ég var þegar byrjuð á fyrir tíð Klaustursmálsins. Ég hafði til dæmis verið með þennan gjörning í maganum í þrjú til fjögur ár. Vinkona mín hringdi í mig og sagði við mig: Nú vita ótrúlega margir hver þú ert, nú er tíminn fyrir gjörninginn. Það ýtti á mig að taka af skarið.“

BúriðBára lýsir hvernig rýmið mun líta út á meðan á gjörningnum stendur

Hún segir gjörningin fyrst og fremst snúast um að varpa ljósi á aðstæður einstaklinga sem samfélagið veit ekki af, þeirra sem bera veikindi sín ekki endilega utan á sér, öryrkjum og langveikum. „Það sést ekki utan á mér núna að ég er að halla mér upp að þessum hurðarkamri því ég get ekki staðið almennilega vegna verkja sem yfirtaka líkama minn. Fólk sér mig kannski í einhverjum viðtölum þar sem ég er hress og lít vel út en mig langar að sýna þeim hvað er á bakvið glansmyndina og myndina sem samfélagið fær. Fólk á það til að byggja mat sit á öryrkjum út frá engum gögnum, bara tilfinningu. það byggir það á tilfinningunni „ég sá hana hressa í Hagkaup, hvernig getur verið að hún sé öryrki“. Kona sem ég veit til talaði um það að einhver hefði sagt við hana að hún liti ekkert út fyrir að vera veik og hún sagðist vera óviss um hvort sú manneskja hefði verið að hrósa hæfileika hennar til að fela veikindi sín eða gagnrýna hana.“

Klaustursmálið er að mati Báru ýktur spegill á þau viðhorf sem eiga heima á Íslandi. Viðhorfin verða til þess að álag á öryrkjum verði meira og Klaustursmálið hafi til að mynda komið Báru á spítala. „Klaustursmálið hafði nokkuð mikil áhrif á mig heilsulega séð þó það sé að koma til baka núna. Ef maður les sér til um sjúkdóminn minn þá eru nokkrir þættir sem hafa áhrif á hann, meðal annars álag. Minn sjúkdómur byggist á því að ónæmiskerfið mitt er bilað og bregst því við álagi og streitu sem einhverju miklu stærra en það er. Ef ég er undir álagi fylgir heilsan með, henni hrakar. Ég þarf að miða  margt út frá þessu. Ég þarf að hugsa er þessi tiltekna streita að fara valda því að á morgun get ég ekki sinnt hversdagslegum athöfnum, er þessi streita að fara valda því að konan mín kemst ekki frá því hún þarf að seinna mér?“

Bára

Álagið kom henni á spítala

Bára hefur áður minnst á það við mig að streitan og álagið geti komið henni á spítala. „Já það gerist oft. Það eru tvær leiðir fyrir mig upp á spítala. Annarsvegar sú algengari sem er sú að við álag eða af algjöru handahófi fæ ég verkjaköst af þeirri stærðargráðu að ég get ekki haldið þeim niðri með mínum eigin lyfjum. Við það enda ég upp á spítala með lyf í æð til að ná mér niður. Hinsvegar hef ég í gegnum tíðina líka fengið til að mynda gervi heilahimnubólgu, ég hef fengið heildar sýkingu í líkamann og í raun er alltaf eitthvað sem getur bilað í líkama mínum, eitthvað líffæri sem getur veikst. Þetta er æðasjúkdómur sem þýðir að þar sem eru æðar þar getur eitthvað bilað. Það eina sem ég get reynt að hafa áhrif á við minn sjúkdóm er hversu miklu álagi ég er undir.“

„Vikulega komu bréf frá þeim til persónuverndar“

Klaustursmálið varð til þess að suma daga fékk Bára það mikil kvíðaköst að hún gat ekki farið út úr húsi. „Vikulega komu bréf frá þeim til persónuverndar, beiðni um meiri upplýsingar frá mér þannig að streitan, álagið, kvíðinn kom aftur og aftur og aftur. Á hverjum mánudagsmorgni kom nýtt bréf sem þurfti að svara með einhverjum hætti. Svona stöðugt áreiti er erfitt. En ég hef upplifað verri hluti. Fyrir fjórum árum síðan hélt ég að ég væri að fara deyja og þyrfti að vera í hjólastól það sem eftir lifði. Ég hef upplifað verri hluti en það þýðir ekki að þetta sé búið að vera gaman,“ segir Bára.

„Ég hef upplifað verri hluti“

Sömuleiðis segir hún að þessi viðhorf sem hún sá ýkt í Klaustursmálinu hafi í minna magni og hjá almenningi valdið því að hún hafi fengið svipuð kvíðaköst. „Það sem hefur valdið mér kvíða er til dæmis það að fólk veffengjir mig og sjúkdóminn minn. Það skoðar hringana á fingrum mér, það skoðar hárgreiðsluna mína, allt út frá því hvað þetta hefur mögulega kostað. Ég hef upplifað þetta við minnstu tilefni eins og að fara út í búð og kaupa mér nammi og ég upplifi að fólk er að dæma mig fyrir magnið eða hversu mikið ég eyði í nammið. En þetta er vanalega tímabundið og ég vil ekki leyfa öðru fólki að ákvarða hvernig mér líður.“

Listin hjálparListin hefur hjálpað Báru á ýmsan hátt

Gjörningurinn hefur hjálpað Báru að dreifa huganum frá veikindum og Klaustursmálinu. „Þegar ég fór að gera þessa sýningu áttaði ég mig á því hvað þetta var að dreifa fókusnum mínum mikið. Annars var líf mitt bara veikindi og Klaustursmálið. Að fara út í að gera listræna hluti er upplífgandi. Allt þetta fólk sem kemur upp að mér út í búð og þakkar mér og hrósar er upplífgandi og uppbyggjandi. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk í minni stöðu að hafa ástríðu og eitthvað til að lifa fyrir. Öryrkjar eru kannski í misgóðri stöðu til að vera í mikilli virkni sem er að mínu mati líka vegna álags frá samfélaginu og kerfinu. Það lyftir mér upp að fá að gera eitthvað sem mér finnst skipta máli. Eins og í þessu tilviki, mér finnst ég fá að vera fulltrúi einhverra sem ekki þora eða geta komið hingað og gert þetta sjálfir. Ég er með þann hæfileika að vera ekki athyglissjúk en að finnast ekki óþæginlegt að fá athygli og maður verðu að nýta það. Við það skapast vonandi einhverjar umræður og vekur athygli á málstaðnum,“ segir Bára.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
1
ViðtalHeimavígi Samherja

Sam­herji og lík­ind­in við Kaup­fé­lag­ið: Fólk ótt­ast að tjá sig

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Grím­ur Há­kon­ar­son kynnt­ist starfs­hátt­um Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í gegn­um bæj­ar­búa þeg­ar hann dvaldi þar í mán­uð við rann­sókn­ir fyr­ir kvik­mynd­ina Hér­að­ið.
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
2
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
3
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.
305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
4
Þrautir10 af öllu tagi

305. spurn­inga­þraut: Hvað gerðu þeir Vikt­or, Páll og Óli af sér?

Sko, hér er þraut­in frá í gær! * Fyrri auka­spurn­ing. Mynd­in hér að of­an er tek­in 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að ger­ast? Hér þurf­iði sjálfsagt að giska en svar­ið verð­ur eigi að síð­ur að vera nokk­uð ná­kvæmt. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Á hvaða reiki­stjörnu sól­kerf­is­ins er mest­ur hiti? Þá er átt við yf­ir­borðs­hita. 2.   Al Thani-fjöl­skyld­an er auð­ug...
Vá... loftlagsvá
5
Mynd dagsins

Vá... loft­lags­vá

Mál mál­anna í dag er auð­vit­að jarð­skjálft­arn­ir á Reykja­nesskag­an­um, þeirri vá get­um við ekki stjórn­að. En til lengri tíma eru það auð­vit­að loft­lags­mál­in sem taka þarf föst­um tök­um áð­ur en stefn­ir í óefni. Og þar get­um við haft bein áhrif. Ís­lensk stjórn­völd hafa sent frá sér upp­færð markmið í lofts­lags­mál­um. Þar kem­ur fram að Ís­land ætl­ar að minnka los­un um...
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
6
FréttirSamherjaskjölin

Losna ekki úr gæslu­varð­haldi fyr­ir að hafa þeg­ið mút­ur frá Sam­herja

Nú er ljóst að Bern­h­ard Es­au og Tam­son Hatuikulipi verða ekki látn­ir laus­ir úr gæslu­varð­haldi í Namib­íu. Þeir sitja inni grun­að­ir um að hafa þeg­ið mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja sem Þor­steinn Már Bald­vins­son kann­ast ekki við.
306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?
7
Þrautir10 af öllu tagi

306. spurn­inga­þraut: Tungu­mál­in oromo og am­haríska, hvar eru þau töl­uð?

Gær­dags­þraut­in, hér. * Auka­spurn­ing: Í hvaða borg er sú hin lit­ríka brú er hér að of­an sést? * 1.   Í hvaða landi var Bis­marck helst­ur valda­mað­ur 1871-1890? 2.   Í hvaða landi er Cherno­byl? 3.   Hver keppti fyr­ir Ís­lands hönd í Eurovisi­on bæði 1999 og 2005? 4.   Hvaða þjóð varð heims­meist­ari í fót­bolta karla ár­ið 1970 eft­ir að hafa unn­ið Ítali...

Mest deilt

Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
1
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Finnborg Salome Steinþórsdóttir
2
Aðsent

Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir

Mamma þarf líka að vinna

Hverj­um gagn­ast efna­hags­að­gerð­ir stjórn­valda þeg­ar kem­ur að at­vinnu­mál­um?
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
3
ViðtalHeimavígi Samherja

Sam­herji og lík­ind­in við Kaup­fé­lag­ið: Fólk ótt­ast að tjá sig

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Grím­ur Há­kon­ar­son kynnt­ist starfs­hátt­um Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í gegn­um bæj­ar­búa þeg­ar hann dvaldi þar í mán­uð við rann­sókn­ir fyr­ir kvik­mynd­ina Hér­að­ið.
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
4
FréttirSamherjaskjölin

Losna ekki úr gæslu­varð­haldi fyr­ir að hafa þeg­ið mút­ur frá Sam­herja

Nú er ljóst að Bern­h­ard Es­au og Tam­son Hatuikulipi verða ekki látn­ir laus­ir úr gæslu­varð­haldi í Namib­íu. Þeir sitja inni grun­að­ir um að hafa þeg­ið mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja sem Þor­steinn Már Bald­vins­son kann­ast ekki við.
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
5
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arn­ar­lax boð­ar „nýja tíma“ með af­l­and­seldi en fagn­ar sam­tím­is 10 þús­und tonna strand­eldi í Djúp­inu

Stærsti eig­andi Arn­ar­lax, norski lax­eld­isris­inn Salm­ar, set­ur auk­inn kraft í þró­un á af­l­and­seldi á sama tíma og fyr­ir­tæk­ið fær já­kvæð við­brögð frá yf­ir­völd­um á Ís­landi um að stór­auka fram­leiðsl­una í fjörð­um lands­ins.
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
6
Fréttir

Lít­ill stuðn­ing­ur í um­sögn­um við verð­trygg­ing­ar­frum­varp

Frum­varp um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar, sem rík­is­stjórn­in lof­aði sam­hliða lífs­kjara­samn­ing­um, fell­ur ekki í kram­ið hjá að­il­um vinnu­mark­að­ar­ins, fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og Seðla­bank­an­um.
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
7
Úttekt

Ör­yggi stúd­enta ótryggt í vax­andi at­vinnu­leysi

Fé­lags­efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar Covid-krepp­unn­ar hafa snert þús­und­ir lands­manna und­an­far­ið ár. Í vax­andi at­vinnu­leysi stend­ur náms­fólk ut­an þess ör­ygg­is­nets sem aðr­ir sam­fé­lags­hóp­ar geta stól­að á.

Mest lesið í vikunni

Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
1
ViðtalHeimavígi Samherja

Mað­ur­inn sem plokk­aði Sam­herja­merk­ið af vinnu­föt­un­um sín­um: „Það átti bara að vera til ein skoð­un“

Guð­mund­ur Már Beck, fyrr­um starfs­mað­ur Sam­herja, seg­ir sér hafa lið­ið mjög illa eft­ir að hafa fylgst með frétta­flutn­ingi af fram­ferði Sam­herja í Namib­íu, svo illa að hann lýs­ir því sem áfalli.
Hvað finnst Akureyringum um Samherja?
2
MyndbandHeimavígi Samherja

Hvað finnst Ak­ur­eyr­ing­um um Sam­herja?

Stund­in spurði Ak­ur­eyr­inga út í mik­il­vægi og áhrif stór­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja á líf­ið í Eyja­firði.
Áhrif Namibíumálsins á íbúa Akureyrar: „Fólki þykir almennt rosalega vænt um Samherja“
3
RannsóknHeimavígi Samherja

Áhrif Namib­íu­máls­ins á íbúa Ak­ur­eyr­ar: „Fólki þyk­ir al­mennt rosa­lega vænt um Sam­herja“

Hvaða áhrif hef­ur það á 20 þús­und manna sam­fé­lag á Ís­landi þeg­ar stærsta fyr­ir­tæk­ið í bæn­um, út­gerð sem veit­ir rúm­lega 500 manns vinnu og styrk­ir góð mál­efni um allt að 100 millj­ón­ir á ári, er mið­punkt­ur í al­þjóð­legri spill­ing­ar- og saka­mál­a­rann­sókn sem teyg­ir sig víða um heim? Stund­in spurði íbúa Ak­ur­eyr­ar að þess­ari spurn­ingu og kann­aði við­horf íbúa í Eyja­firði og á Ís­landi öllu til Sam­herja­máls­ins í Namib­íu. Rúmt ár er lið­ið frá því mál­ið kom upp og nú liggja fyr­ir ákær­ur í Namib­íu gegn með­al ann­ars Sam­herja­mönn­um og embætti hér­aðssak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóri eru með mál­ið til með­ferð­ar á Ís­landi.
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
4
ViðtalHeimavígi Samherja

Sam­herji og lík­ind­in við Kaup­fé­lag­ið: Fólk ótt­ast að tjá sig

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Grím­ur Há­kon­ar­son kynnt­ist starfs­hátt­um Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í gegn­um bæj­ar­búa þeg­ar hann dvaldi þar í mán­uð við rann­sókn­ir fyr­ir kvik­mynd­ina Hér­að­ið.
Samherji kaupir dagskrárefni af sjónvarpsstöð á Akureyri
5
Spurt & svaraðHeimavígi Samherja

Sam­herji kaup­ir dag­skrárefni af sjón­varps­stöð á Ak­ur­eyri

Fjöl­mið­ill­inn N4 rek­ur sjón­varps­stöð á Ak­ur­eyri. Mið­ill­inn hef­ur tek­ið að sér dag­skrár­gerð, kostaða af Sam­herja, en telja það vel falla inn í þá starf­semi sem mið­ill­inn held­ur úti. „Við er­um ekki frétta­stöð,“ seg­ir dag­skrár­gerð­ar­mað­ur­inn Karl Eskil Páls­son.
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
6
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Umdeild aðkoma Samherja að fjölmiðlum
7
FréttirHeimavígi Samherja

Um­deild að­koma Sam­herja að fjöl­miðl­um

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands for­dæmdi í fyrra að­gerð­ir Sam­herja gagn­vart fjöl­miðl­um. Þor­steinn Már Bald­vins­son átti fimmt­ung í Morg­un­blað­inu. Sam­herji hef­ur keypt um­fjöll­un frá sjón­varps­stöð­inni N4 á Ak­ur­eyri. Sjón­varps­stöð­in Hring­braut braut fjöl­miðla­lög í sam­starfi við Sam­herja.

Mest lesið í mánuðinum

Ingjaldur hafnar öllum ásökunum og kennir bróður sínum um
1
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

Ingj­ald­ur hafn­ar öll­um ásök­un­um og kenn­ir bróð­ur sín­um um

Ingj­ald­ur Arn­þórs­son, fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Varp­holts og Lauga­lands, seg­ist orð­laus yf­ir lýs­ing­um hóps kvenna á of­beldi sem hann eigi að hafa beitt þær. Hann seg­ist aldrei hafa beitt of­beldi eða of­ríki í störf­um sín­um. Aug­ljóst sé að ein­hver sem sé veru­lega illa við sig standi að baki lýs­ing­un­um.
„Kerfið brást dóttur minni og fjölskyldunni allri“
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Kerf­ið brást dótt­ur minni og fjöl­skyld­unni allri“

Dagný Rut Magnús­dótt­ir seg­ir að orð geti ekki lýst því hvernig sér hafi lið­ið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi. Þetta hafi ver­ið hræði­leg­ur tími. Hún var þar um nokk­urra mán­aða skeið þeg­ar hún var fimmtán ára. Pabbi henn­ar, Magnús Við­ar Kristjáns­son, ótt­ast að hún jafni sig aldrei að fullu eft­ir reynsl­una sem hún hafi orð­ið fyr­ir á með­ferð­ar­heim­il­inu. Hann seg­ir að kerf­ið hafi ekki að­eins brugð­ist Dag­nýju held­ur allri fjöl­skyld­unni.
„Upphafið að versta tímabili lífs míns“
3
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Upp­haf­ið að versta tíma­bili lífs míns“

„Ég er bú­in að vera að reyna að safna kjarki í mörg ár til að stíga fram og segja frá því sem ég upp­lifði á með­ferð­ar­heim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi þeg­ar ég var ung­ling­ur. Ég vissi alltaf að ég þyrfti að segja frá því sem gerð­ist,“ seg­ir Kol­brún Þor­steins­dótt­ir, sem var fyrst vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti, sem ár­ið 2000 var flutt í Lauga­land í Eyja­firði. Ingj­ald­ur Arn­þórs­son stýrði báð­um heim­il­un­um.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Harm­leik­ur Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur

Ólíkt fyrri for­sæt­is­ráð­herr­um tal­ar Katrín Jak­obs­dótt­ir ekki nið­ur til fólks.
„Ég lærði að gráta í þögn“
5
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Ég lærði að gráta í þögn“

Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Páls­dótt­ir var vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var hún brot­in þannig nið­ur að allt henn­ar líf hef­ur lit­ast af því. Hún lýs­ir ótt­an­um og van­líð­an­inni sem var við­var­andi á heim­il­inu. Þeg­ar Tinna greindi frá kyn­ferð­is­brot­um sem hún hafði orð­ið fyr­ir var henni ekki trú­að og hún neydd til að biðj­ast af­sök­un­ar á að hafa sagt frá of­beld­inu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
Dagný Halla Ágústsdóttir
6
Aðsent

Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir

Dökka hlið TikT­ok al­gór­i­þm­ans

Op­ið bréf til for­eldra um notk­un barna á TikT­ok - frá þrem­ur ung­ling­um sem nota TikT­ok.
Varnarlaus börn á vistheimili upplifðu ótta og ofríki
7
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Varn­ar­laus börn á vistheim­ili upp­lifðu ótta og of­ríki

Sex kon­ur stíga fram í Stund­inni og lýsa al­var­legu of­beldi sem þær segj­ast hafa orð­ið fyr­ir á með­an þær dvöldu á með­ferð­ar­heim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi, sem stýrt var af sömu að­il­um. For­stöðu­mað­ur heim­il­anna hafn­ar ásök­un­um. Ábend­ing­ar um of­beld­ið bár­ust þeg­ar ár­ið 2000 en Barna­vernd­ar­stofa taldi ekk­ert hafa átt sér stað. Kon­urn­ar upp­lifa að mál­um þeirra hafi ver­ið sóp­að und­ir tepp­ið. „Við vor­um bara börn.“

Nýtt á Stundinni

„Ég er vanur því að allt sé grátt“
Fólkið í borginni

„Ég er van­ur því að allt sé grátt“

Sak­ar­is Em­il Joen­sen flutti til Reykja­vík­ur frá Fær­eyj­um til að elta drauma sína sem tón­listafram­leið­andi.
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Viðtal

Misstu vinn­una í Covid og opn­uðu hringrás­ar­versl­un

Hjón­in Dav­íð Örn Jó­hanns­son og Jana Mar­en Ósk­ars­dótt­ir opn­uðu hringrás­ar­versl­un með fatn­að og fylgi­hluti við Hlemm og vilja stuðla að end­ur­nýt­ingu á fatn­aði.
Sígildir sunnudagar snúa aftur í Hörpu
Menning

Sí­gild­ir sunnu­dag­ar snúa aft­ur í Hörpu

Klass­íska tón­leikaröð­in sem átti að end­ur­vekja síð­ast­lið­inn nóv­em­ber hef­ur göngu sína á ný. Á morg­un verð­ur frum­flutt ný kammerópera eft­ir Hildigunni Rún­ars­dótt­ur.
Öryggi stúdenta ótryggt í vaxandi atvinnuleysi
Úttekt

Ör­yggi stúd­enta ótryggt í vax­andi at­vinnu­leysi

Fé­lags­efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar Covid-krepp­unn­ar hafa snert þús­und­ir lands­manna und­an­far­ið ár. Í vax­andi at­vinnu­leysi stend­ur náms­fólk ut­an þess ör­ygg­is­nets sem aðr­ir sam­fé­lags­hóp­ar geta stól­að á.
307. spurningaþraut: Hákarlaskip, Tuvalu, hver fæddist í Halifax fyrir 30 árum?
Þrautir10 af öllu tagi

307. spurn­inga­þraut: Há­karla­skip, Tu­valu, hver fædd­ist í Halifax fyr­ir 30 ár­um?

Próf­iði nú þraut­ina frá í gær — hér er hana að finna. * Auka­spurn­ing­ar eru tvær að þessu sinni. Sú fyrri er svona: Hér að of­an má sjá skopteikn­ingu frá tíma þorska­stríð­anna. Teikn­ar­inn var í ára­tugi einn vin­sæl­asti og af­kasta­mesti teikn­ari lands­ins og stíll hans flest­um kunn­ur. Hvað hét hann? * Að­al­spurn­ing­ar eru hins veg­ar tíu að þessu sinni, og...
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Seldi paprikustjörnur til Kína
Viðtal

Seldi papriku­stjörn­ur til Kína

Draug­ur upp úr öðr­um draug, fyrsta einka­sýn­ing Helenu Mar­grét­ar Jóns­dótt­ir, stend­ur yf­ir í Hverf­is­galle­rí til 13. mars. Helena leik­ur sér að vídd­um. Of­urraun­veru­leg mál­verk henn­ar eru stúd­í­ur í hvers­dags­leika, form­gerð, dýpt og flat­neskju. Á verk­um henn­ar má finna klass­ískt ís­lenskt sæl­gæti, eitt­hvað sem marg­ir teygja sig í þeg­ar þeir eru dá­lít­ið þunn­ir, sem er ein­kenn­andi fyr­ir titil­veru sýn­ing­ar­inn­ar.
Glæsilegt hjá Grænlendingum
Mynd dagsins

Glæsi­legt hjá Græn­lend­ing­um

Ferða­menn sem koma hing­að frá Græn­landi eru nú, ein­ir þjóða, und­an­þegn­ir að­gerð­um á landa­mær­um og þurfa því hvorki að fara í skimun, sótt­kví eða fram­vísa nei­kvæðu PCR-prófi. „Það hef­ur geng­ið vel, ein­ung­is 30 Covid-19 smit ver­ið í öllu land­inu." seg­ir Jacob Is­boseth­sen (mynd) sendi­herra Græn­lands á Ís­landi. Ef jafn­marg­ir hefðu smit­ast hér og og á Græn­landi hefðu 195 manns feng­ið Covid-19. Í morg­un var tal­an ör­lít­ið hærri, 6049 ein­stak­ling­ar hafa feng­ið far­sótt­ina hér heima.
Innsetningar, djass og afmæli
Stundarskráin

Inn­setn­ing­ar, djass og af­mæli

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar á næst­unni.
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Fréttir

Lít­ill stuðn­ing­ur í um­sögn­um við verð­trygg­ing­ar­frum­varp

Frum­varp um skref til af­náms verð­trygg­ing­ar, sem rík­is­stjórn­in lof­aði sam­hliða lífs­kjara­samn­ing­um, fell­ur ekki í kram­ið hjá að­il­um vinnu­mark­að­ar­ins, fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og Seðla­bank­an­um.
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
FréttirSamherjaskjölin

Losna ekki úr gæslu­varð­haldi fyr­ir að hafa þeg­ið mút­ur frá Sam­herja

Nú er ljóst að Bern­h­ard Es­au og Tam­son Hatuikulipi verða ekki látn­ir laus­ir úr gæslu­varð­haldi í Namib­íu. Þeir sitja inni grun­að­ir um að hafa þeg­ið mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja sem Þor­steinn Már Bald­vins­son kann­ast ekki við.
Mamma þarf líka að vinna
Finnborg Salome Steinþórsdóttir
Aðsent

Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir

Mamma þarf líka að vinna

Hverj­um gagn­ast efna­hags­að­gerð­ir stjórn­valda þeg­ar kem­ur að at­vinnu­mál­um?