Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Götubitahátíð og keppni um besta götubitann

Götumat­ur, eða street food, er órjúf­an­legf­ur hluti af mat­ar­menn­ingu margra og ólíkra þjóða. Slík­ar kræs­ing­ar hafa átt mikl­um vin­sæld­um að fagna á Ís­landi á síð­ustu ár­um. Nám­skeið þar sem list­in að elda góð­an götu­bita fyll­ast, hér hafa sprott­ið upp mat­hall­ir sem bjóða upp á fram­andi mat og í sum­ar verð­ur víða blás­ið til að minnsta kosti tveggja götu­bita­há­tíða.

Götubitahátíð og keppni um besta götubitann
Borðar alltaf götumat á ferðalögum Götumatur á rætur sínar að rekja djúpt í menningu þjóða og er oft gerður eftir gömlum uppskriftum sem hafa lifað lengi með þeim. Þess vegna borðar Sigríður Björk Bragadóttir, framkvæmdastjóri Salt eldhúss, alltaf götumat á ferðalögum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Götumatur, eða street food, hefur átt miklum vinsældum að fagna á Íslandi síðastliðin ár. Upp hafa sprottið mathallir úti á Granda, á Hlemmi, á Bíldshöfða og í  Kringlunni með ýmiss konar básum þar sem hægt er að gæða sér á gómsætum og framandi mat. Eins hafa matarmarkaðir og matarvagnar átt velgengni að fagna en meðal þeirra má nefna Reykjavik Street Food, sem má segja að séu regnhlífarsamtök aðila er selja götumat. Á þeirra vegum verður blásið til götubitahátíðar á Miðbakkanum helgina 19.–21. júlí og til matarmarkaðar í Laugardalnum fyrstu og aðra helgina í júlí.

Matarmarkaður í Laugardal var ein þeirra hugmynda sem varð hlutskörpust í hverfakosningu árið 2018 og er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykjavík Street Food.  Þar verða sölubásar og matarvagnar, bæði með tilbúnum mat og matvöru frá býlum og öðrum smærri matvælaframleiðendum.

Gleðitíðindi fyrir götubitaaðdáendurBlásið verður til götubitahátíðar á Miðbakka 19.–21. júlí og til matarmarkaðar í Laugardalnum fyrstu …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár