Á endanum erum við öll eins

Candice Aþena Jónsdóttir er transkona. Hún var ættleidd frá Rúmeníu og var lögð í einelti nær alla sína skólagöngu sem braut hana niður. Hún hefur nokkrum sinnum reynt að svipta sig lífi. Candice leggur áherslu á að á endanum séum við öll eins og vill að fólk kynni sér hvað það þýðir að vera trans. „Mig langar til að hjálpa öðru fólki sem er að ganga í gegnum þetta með því að segja sögu mína.“

Á endanum erum við öll eins
Finnur fyrir fordómum Candice Aþena Jónsdóttir er trans og segist vera litin hornauga, þó hún taki ekki alltaf eftir því. Stundum fái hún stundum óþægileg „skítakomment“, bæði dagsdaglega og á djamminu.  Mynd: Heiða Helgadóttir
ritstjorn@stundin.is

Árið er 1998. Íslensk hjón ættleiða tveggja ára gamlan rúmenskan dreng og gefa honum nafnið Eyjólfur. Eyjólfur Jónsson. Fjölskyldan bjó í úthverfi í Reykjavík.

„Strax í 1. bekk var byrjað að leggja mig í einelti af því að ég var öðruvísi. Ég er dökk,“ segir Candice Aþena Jónsdóttir. Hún situr með svart, sítt hárið í glampandi sól á bekk í útigarði veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur. Sígarettupakki og kveikjari á borðinu fyrir framan hana. Hún vill að tvær vinkonur sínar séu viðstaddar viðtalið. 

„Mig langaði alltaf til að vera stelpa og eineltið hófst fyrir alvöru eftir að ég tók þátt í sýningu í 4. bekk og kom fram í dragi, eða stelpufötum. Þá vissi ég ekkert um kynhneigð eða kynvitund. Það var farið að kalla mig ógeðslegum uppnefnum og sagt að ég væri „gay“. Ég barðist gegn þessu og sagði að ég væri ekki „gay“ af því að ég skammaðist mín ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Vandi Rússlands

Þorvaldur Gylfason

Vandi Rússlands

Tölur um plast, tölum um plast

Tölur um plast, tölum um plast

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Vinnuveitendur við Héðinshúsið sæta rannsókn lögreglu

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Áróðursmynd kveikti áhuga á sjónarhorni listamannsins

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Tveggja barna móðir missir húsnæðið eftir sölu Heimavalla á Akranesi: „Ég er búin að gráta af hræðslu“

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Óvinir alþýðunnar: Herská orðræða nýja sósíalistans

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Ólánssaga úkraínskra flugvéla

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Borðar hreinna og hollara sem grænkeri

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði til skoðunar

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Manneskjan er mitt stærsta áhugamál

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni