Að virða fyrir sér skúlptúr er eins og að horfa á dans

Skúlptúrar á höfuðborgarsvæðinu skipta hundruðum. Þeir eru af öllum stærðum og gerðum en vegfarendur taka misjafnlega vel eftir þeim þegar þeir sinna sínum daglegu erindum. Myndhöggvarinn Carl Boutard bauð blaðamanni og ljósmyndara Stundarinnar í bíltúr og opnaði augu þeirra fyrir ýmsu forvitnilegu sem farið hafði framhjá þeim og eflaust mörgum öðrum á ferðinni um borgarlandslagið.

Að virða fyrir sér skúlptúr er eins og að horfa á dans
holmfridur@stundin.is

Sumir segja að bestu listaverkin í almenningsrými séu einmitt þau sem aldrei verða til. Þau séu of ýkt, of spennandi, of viðkvæm, eða of hvað sem er til að verða fyrir valinu – þau hefðbundnu og pottþéttu séu frekar valin.

Hvað sem því líður er staðreynd að mikinn fjölda útilistaverka er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Flest þeirra er að finna miðsvæðis í Reykjavík en þau er líka að finna á jaðrinum og á ólíklegum stöðum, þar sem fáir búast sérstaklega við því að rækta andann, meðan þeir sinna sínum daglegu erindum. 

Fólk er líka misjafnlega móttækilegt fyrir list í almannarými. Sumir segja hana þjóna litlum tilgangi og telja að ekki eigi að verja almannafé í listaverk, því sé betur varið í aðra hluti. Aðrir benda á að það megi ekki drekkja lífinu í steinsteypu. Listina verði að næra í manngerðu umhverfi því þannig líði öllum betur. Þessi sjónarmið tókust á nýverið, í samkeppninni um útilistaverk í Vogabyggð, þar sem margir supu hveljur yfir því að verja ætti 140 milljónum í pálmatré undir glerhjúp. Aðrir vörðu tillöguna og bentu á að list í almenningsrými væri fyrir alla til að njóta, óháð efnahag, stétt og stöðu. 

Ekki þarf að spyrja að því hvorum hópnum Carl Boutard, myndhöggvari og lektor við myndlistardeild LHÍ, tilheyrir. Hann er mikill áhugamaður um list í almenningsrými og ekki síst kann hann að meta skúlptúra af hinum ýmsu stærðum og gerðum. Að hans mati úir allt og grúir af áhugaverðum skúlptúrum á höfuðborgarsvæðinu, bæði þeirrar tegundar sem mannshöndin hefur skapað og annarra, sem hafa orðið til upp úr þurru, sprottið fram úr veggjasprungu, eða upp úr teiknibókum verkfræðinga, alveg óvart. Slíkir skúlptúrar séu ekki skilgreindir sem listaverk en séu það nú samt. Carl bauðst til að sýna ljósmyndara og blaðamanni Stundarinnar nokkur af sínum eftirlætisskúlptúrum á höfuðborgarsvæðinu. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Enn vanti sjálfstætt eftirlit með lögreglu

Enn vanti sjálfstætt eftirlit með lögreglu

·
Freud, áttatíu ára ártíð

Stefán Snævarr

Freud, áttatíu ára ártíð

·
Hvað er á seyði á Alþingi?

Illugi Jökulsson

Hvað er á seyði á Alþingi?

·
Vínið heim í hérað

Freyr Rögnvaldsson

Vínið heim í hérað

·
Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur

·
Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·