Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
7

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Illugi Jökulsson

Stríð og páfagaukar

Illugi Jökulsson heyrði merkilega örlagasögu í heita pottinum í morgun

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson heyrði merkilega örlagasögu í heita pottinum í morgun

Stríð og páfagaukar
Þýskar stúlkur á Íslandi árið 1949. Örlög þeirra urðu mjög mismunandi eins og gengur. 

Árið 1949 stóðu íslensk bændasamtök fyrir því að til landsins voru fluttir rúmlega 300 Þjóðverjar til að starfa á íslenskum sveitabæjum. Þar af voru 240 konur, flestar kornungar. Íslensku bændurnir ætluðu sér með þessum innflutningi að sporna gegn fækkun vinnandi fólks á sveitabæjum og einnig - lá milli línanna - vaxandi kvenmannsleysi.

Konurnar sem komu höfðu nær allar lent í meiri eða minni hremmingum vegna heimsstyrjaldarinnar sem lauk 1945. Flestar þeirra höfðu upplifað hræðilega hluti.

Margar og kannski meirihluti þessara þýsku kvenna ílentust hér á landi, sumar áttu góða ævi, aðrar ekki. Í sjópottinum í Laugardalslauginni heyrði ég þessa sögu í morgun:

Barnung stúlka var í bílferð með föður sínum í Reykjavík. Faðirinn ók jeppa og leið þeirra lá meðal annars framhjá Tjörninni. Þar sá faðirinn unga stúlku á gangi og sýndist hún eitthvað í öngum sínum. Með því að hann var hjálpsamur maður nam hann staðar, skrúfaði niður bílrúðuna og kallaði til stúlkunnar hvort hún væri í einhverjum vandræðum.

Dótturinni í aftursæti jeppans er það enn í minni þegar faðir hennar hallaði sér út um bílgluggann og stúlkan kom gangandi upp að bílnum. Hún svaraði á erlendu tungumáli.

Faðir hennar svaraði á sama máli.

Þetta var þýska. Stúlkan spurði hvort hann kynni þýsku, hann sagðist geta bjargað sér á því máli.

Þá sagði stúlkan honum að hún væri ein hinna þýsku kvenna sem nýkomnar væru til Reykjavíkur. Þeim hefði verið smalað saman í bragga úti í Nauthólsvík en á morgun ætti að koma bíll og flytja þær til starfa upp í sveit.

Stúlkan hafði vissulega ráðist í Íslandsferðina undir því fororði að hún færi til starfa á sveitabæ.

En nú leist henni ekki á blikuna, hún þorði ekki í sveitina, hvort hann kynni nokkur ráð til að hún fengi að vera og vinna í Reykjavík?

Faðirinn bauð stúlkunni að setjast upp í bílinn. Dóttirin horfði forvitnislega á þessa framandlegu stúlku. Þau óku heim og faðirinn sagði við eiginkonu sína:

„Ég fann þessa stúlku. Eigum við ekki að reyna að hjálpa henni?“

„Auðvitað reynum við það,“ sagði konan hans.

Svo heppilega vildi til að faðirinn rak fyrirtæki þar sem þýska stúlkan gat fengið vinnu. Hann hringdi því í yfirvöldin og spurði hvort stúlkan mætti ekki bara hætta við að fara í sveitina, hún fengi vinnu hjá sér svo hún yrði ekki byrði á neinum og hann gæti leigt henni húsnæði líka.

Yfirvöldin sögðu nei.

Stúlkan hefði ráðið sig í vist í sveit og þar væri beðið eftir henni. Ef hún færi ekki þangað strax yrði henni umsvifalaust vísað úr landi.

Það varð að vera svo.

Daginn eftir kom bíllinn að sækja þýsku stúlkuna. Dótturinni á heimilinu þótti leiðinlegt að sjá á bak henni. Henni fannst stúlkan bæði spennandi og vingjarnleg.

Strax fyrstu nóttina á sveitabænum reyndi bóndinn að nauðga þýsku stúlkunni. Hann virtist telja að það væri sjálfsagður réttur sinn.

Morguninn eftir lagði stúlkan af stað gangandi til Reykjavíkur. Það var langt að fara en að lokum komst hún einhvern veginn á leiðarenda og leitaði til fjölskyldunnar sem hafði reynt að hjálpa henni áður.

Aftur talaði heimilisfaðirinn við yfirvöldin. Nú létu þau undan og féllust náðarsamlegast á að þýska stúlkan fengi að starfa við fyrirtæki föðurins.

Stúlkan batt mikla vináttu við fjölskylduna. Þau urðu hennar fjölskylda. Hún sagði engum frá því hvað hún hefði upplifað á lokamánuðum stríðsins en það hafði allavega ekki skemmt mannúð hennar. Móðirin á heimilinu átti við veikindi að stríða og líka einn af sonum hjónanna. Þýska stúlkan var einkar nærfarin og umhyggjusöm við þau bæði.

Þegar til lengdar lét hentaði vinnan í fyrirtæki föðurins ekki stúlkunni og hún fór að vinna í fiski. Þá voru yfirvöldin hætt að skipta sér af því hvað þýsku stúlkurnar höfðust að. Stúlkan giftist íslenskum sjómanni en hélt alltaf mjög góðum tengslum við fjölskylduna.

Þýska stúlkan og sjómaðurinn áttu ekki börn en hún átti hins vegar marga litfagra páfagauka í stóru búri. Sjómaðurinn var ekkert illmenni en hann drakk einhver reiðinnar býsn og þýska stúlkan gerðist að lokum mjög þreytt á heimilislífinu. Það var undirlagt af drykkjuskap eiginmannsins.

Einu sinni var hún svo örmagna á drykkjulátum eiginmannsins að hún fór að heiman. Réði sig norður á Raufarhöfn í vinnu heilan vetur.

Áður en hún fór kom hún á heimili íslensku fjölskyldunnar, vina sinna. Dóttirin, sem hafði setið í aftursæti jeppans við Tjörnina forðum, var nú á fermingaraldri. Þýska stúlkan var með búrið sitt með páfagaukunum.

Hún bað dótturina að gæta páfagaukanna meðan hún væri á Raufarhöfn.

Eftir veturinn kom hún aftur en sótti ekki páfagaukana sína. Hún reyndi að vera áfram gift drykkfellda sjómanninum. Það gekk svona og svona.

Árið 1961 hvíldi skuggi yfir heimili íslensku fjölskyldunnar. Veikindi móðurinnar höfðu ágerst. Tengslin við þýsku stúlkuna rofnuðu nokkuð meðan fjölskyldan tókst á við það. Að lokum dó móðirin langt fyrir aldur fram.

Þá fréttist að þýska stúlkan væri einnig veik. Krabbamein. Hún dó þetta sama ár suðrí Hafnarfirði, varla nema rétt rúmlega fertug.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
7

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Mest lesið í vikunni

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði
1

Valdatafl í Kaupfélaginu: Það sem ekki er sagt í Skagafirði

·
Kona féll fram af svölum
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
3

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
4

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
5

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
6

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·

Nýtt á Stundinni

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·