Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Verst refsingu fyrir sannleikann

Síð­ast­lið­ið haust sett­ist Krist­inn Hrafns­son í rit­stjóra­stól Wiki­Leaks, eft­ir að hafa helg­að sam­tök­un­um stærst­an hluta síð­ustu tíu ára. Krist­inn ræddi við Stund­ina um Wiki­leaks-æv­in­týr­ið, and­vara­leysi blaða­manna og al­menn­ings gagn­vart hættu sem að þeim steðj­ar og sökn­uð­inn gagn­vart feg­ursta stað á jarð­ríki, Snæfjalla­strönd, þar sem hann dreym­ir um að verja meiri tíma þeg­ar fram líða stund­ir.

Hvernig vildi það til að íslenskur rannsóknarblaðamaður gerðist ritstjóri Wikileaks, heimsþekktra en umdeildra samtaka sem hafa hrist upp í hverju valdakerfinu á fætur öðru og afhjúpað spillingu og lögleysu með birtingu leynigagna? Til þess að útskýra það er nauðsynlegt að fara rúmlega tíu ár aftur í tímann, aftur til janúar 2009, þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst og Kristinn Hrafnsson var sjónvarpsfréttamaður á Stöð 2. Þar starfaði hann við fréttaskýringaþáttinn Kompás og hafði um nokkurt skeið verið að vinna í frétt um Robert Tchenguiz, breska fjárfestinn sem hafði verið gríðarlega stór lántakandi í íslensku bankakerfi á árunum fyrir hrun. Upplýsingarnar sem Kristinn hafði undir höndum sýndu að flestar fjárfestingar Tchenguiz fóru í gegnum aflandsfélög og höfðu lítil sem engin veð á bak við sig. Til stóð að flytja þáttinn á mánudagskvöldi og því hafði Kristinn samband við fréttastjóra og óskaði eftir aðstoð fréttastofunnar við að kynna það sem í vændum var. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár