Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Illugi Jökulsson

Furður í héraðsdómi

Dómarinn Arnar Þór Jónsson, sem í vikunni kvað upp dóm yfir þeim Oddnýju Arnarsdóttur og Hildi Lilliendahl, virðist engan skilning hafa á ákvæðum um tjáningarfrelsi í íslenskum lögum.

Illugi Jökulsson

Dómarinn Arnar Þór Jónsson, sem í vikunni kvað upp dóm yfir þeim Oddnýju Arnarsdóttur og Hildi Lilliendahl, virðist engan skilning hafa á ákvæðum um tjáningarfrelsi í íslenskum lögum.

Furður í héraðsdómi
Dómari lýsir röngum skoðunum Illugi Jökulsson telur Arnar Þór Jónsson, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, hafa takmarkaðan skilning á tjáningarfrelsinu.  Mynd: Johanna Vigdis Gudmundsdottir

Á miðvikudaginn féllu tveir meiðyrðadómar. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur dæmdi þær Oddnýju Arnarsdóttur og Hildi Lilliendahl Viggósdóttur sekar um meiðyrði í garð tveggja karla vegna orða sem þær létu falla í vetrarbyrjun 2015. Þá birtust í ýmsum fjölmiðlum fréttir um að tveir karlmenn væru grunaðir um kynferðisofbeldi og einn daginn birti Fréttablaðið frétt þar sem fram kom að karlarnir hefðu haft til umráða íbúð í Hlíðunum sem væri „útbúin til nauðgana“.

Samkvæmt fréttinni virtist sekt karlanna afdráttarlaus og mikil reiði braust út þegar fréttist að þeim hefði verið sleppt úr haldi lögreglu eftir yfirheyrslu. Þótti það enn ein sönnun þess hve linkulega væri tekið á nauðgunum og öðrum kynferðisbrotum innan kerfisins.

Ekki ákærðir

Hildur skrifaði á Facebook-síðu sína þann sama dag nokkur orð sem gáfu til kynna að hún tryði afdráttarlaust frásögn Fréttablaðsins en fólu reyndar aðallega í sér gagnrýni á lögregluna. Ákvörðun hennar um að fara ekki fram á gæsluvarðhald væri „aðför að öryggi kvenna“.

Sama dag var Oddný í viðtali við eins konar skólablað fjölmiðlanema við Háskólann á Akureyri og gekk þar eins og Hildur út frá því að frásögn Fréttablaðsins væri rétt þegar hún talaði um mennina tvo.

Síðar kom í ljós að frétt Fréttablaðsins var röng í megindráttum. Íbúðin í Hlíðunum var ekki „útbúin til nauðgana“. Karlmennirnir tveir voru að endingu ekki ákærðir fyrir neinar nauðganir, hvorki kerfisbundnar né aðrar. Lögmaður karlanna krafðist þess að fjöldi fólks, sem hafði talað um málið á Facebook og víðar drægi orð sín (margvíslegar fordæmingar á körlunum tveimur) til baka. Margir gerðu það. Eftir stóðu þremur og hálfu ári síðar málin gegn Oddnýju og Hildi sem nú hafa verið dæmdar til að greiða körlunum tveimur miskabætur auk þess að standa skil á málskostnaði.

Tregða kerfisins, hver er hún?

Um þetta má margt segja, enda hefur það sannarlega verið gert. Sumir hafa sett dóminn yfir þeim í samhengi við tregðu kerfisins í kynferðisbrotamálum þar sem konur eru yfirgnæfandi í hópi brotaþola. Aðrir hafa bent á þær taumlausu svívirðingar sem konur mega reglulega þola á Facebook og víðar og enginn er dæmdur fyrir. Þessar ábendingar eru ágætar fyrir sitt leyti og samhengi hlutanna en geta þó náttúrlega að endingu ekki haft áhrif á hvernig ummæli Oddnýjar og Hildar eru metin.

Og það er ljóst að bæði Oddný og Hildur gengu lengra í orðum sínum en þær hefðu átt að gera. Þótt það sé vissulega gott og gilt sjónarmið – sem lögmaður þeirra setti meðal annars fram fyrir dómi – að erfitt sé að áfellast fólk fyrir að trúa frásögnum fjölmiðla, sem settar eru fram með svo afdráttarlausum hætti sem Fréttablaðið gerði, þá er þó enn betra sjónarmið að fara alltaf varlega í orðavali um mál sem varða alvarlega glæpi, meðan fólk veit ekki meira en þær gerðu á þessum tímapunkti.

En hvort þær Oddný og Hildur áttu heima á sakamannabekk og dæmdar fyrir eina setningu á Facebook og fáeinar setningar í viðtali við skólablað, það er aðeins meiri spurning.

Sanngjörn réttarhöld, hvað er það?

Og altént er líka ljóst að þær áttu rétt á sanngjörnum réttarhöldum. En þau réttarhöld sýnist mér að hafi ekki verið í boði. Þær lentu nefnilega fyrir framan dómarann Arnar Þór Jónsson sem virðist hafa litið á mál þeirra sem tækifæri til að viðra skoðanir sínar á ýmsum málum.

Í dómsorði fabúlerar Arnar Þór sitt af hverju um afstæðishyggju í samfélaginu, hvernig réttarríkið molnar innan frá og hitt og þetta. Hann skammar Oddnýju fyrir að vísa til „almannahagsmuna“ en það hugtak megi fólk ekki skilgreina út frá eigin skoðunum og tilfinningum. Þá taki við „lögleysa, stjórnleysi og upplausn“! Að túlka hugtök virðist sem sé aðeins hlutverk yfirvaldanna, sem er uggvænleg skoðun, vægast sagt. Jón Ólafsson hefur annars farið gegnum þennan kafla í orðræðu Arnars Þórs þannig að ekki verður betur gert og ég hvet lesendur til að leita uppi „glósur“ hans við dóminn á netinu.

Tjáningarfrelsið, hvað er það?

Mig langar aðeins að vekja sérstaka athygli á þeim orðum Arnars Þórs í dómsniðurstöðu sinni „að ómálefnaleg rök, dylgjur, sögusagnir, múgæsing og lýðskrum á ekki erindi inn í slíka umræðu og er ekki verndað af tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála“.

Að dómari við íslenskan dómstól hafi svo takmarkaðan skilning á tjáningarfrelsisákvæðum sem þessi orð (og raunar fleiri) lýsa, það er nánast hrollvekjandi“

Að dómari við íslenskan dómstól hafi svo takmarkaðan skilning á tjáningarfrelsisákvæðum sem þessi orð (og raunar fleiri) lýsa, það er nánast hrollvekjandi. Hvernig hefur hann komist á þennan stað í lífinu án þess að skilja að tjáningarfrelsinu er einmitt ætlað að vernda rétt fólks til að hafa og setja fram skoðanir sem öðrum (og ekki síst yfirvöldum) kunna að virðast ómálefnalegar? Nú er vissulega fjarri mér að afsaka lýðskrum en jafnvel lýðskrum á ekki að vera refsivert (nema þá farið sé yfir einhver mörk í hatursáróðri).

Þarf dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur virkilega að láta segja sér það?!

Réttarríkið, hvað er það?

Þá virðist Arnar Þór á því að með því að lýsa skoðunum sínum (vissulega röngum) hafi þær Oddný og Hildur freistað þess að „taka lögin í sínar hendur“. Og hann fullyrðir að réttarríkið snúist um að „stjórnað sé með lögum en ekki með hnefarétti eða geðþótta“. Hvað í veröldinni þessar hugleiðingar hans hafa að gera í dómsorði yfir þeim Oddnýju og Hildi, það er mér algjörlega hulin ráðgáta, alveg burtséð frá því – sem Jón Ólafsson bendir réttilega á – að réttarríkið „snúist fyrst og fremst um réttindi borgaranna gagnvart yfirvöldum“.

Dóminum yfir Oddnýju og Hildi verður vonandi áfrýjað. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á orðum þeirra, þeim sem kært var fyrir, þá eiga þær eins og aðrir rétt á að vera dæmdar af verkum sínum en ekki verða einhvers konar sektarlamb fyrir þörf dómara fyrir að belgja sig. Og það verður að útkljá hvort æðri dómstólar á Íslandi gúteri þær forsendur sem dómarinn byggir niðurstöðu sína á.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Annað andlit  – sama röddin
5

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
6

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
7

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Nei, nei og aftur nei!
4

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
6

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Annað andlit  – sama röddin
2

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Nei, nei og aftur nei!
4

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
5

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
6

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Nýtt á Stundinni

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

Mótmæltu niðurfellingu nauðgunarmála

·
Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

Ferskir straumar í nýrri tónleikaröð við Hlemm

·
Þegar nasisminn nam land

Illugi Jökulsson

Þegar nasisminn nam land

·
Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·