Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Stundin #103
Október 2019
#103 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. nóvember.

Sólveig Anna Jónsdóttir

Nokkur orð um frelsi, á 19. júní

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar í tilefni kvenréttindadagsins.

Sólveig Anna Jónsdóttir

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar í tilefni kvenréttindadagsins.

Nokkur orð um frelsi, á 19. júníÉg las um daginn litla frétt um ráðstefnu haldna einhversstaðar í Ameríku. Hún, ráðstefnan, bar yfirskriftina Viðhaldararnir, the Maintainers; hin ónefndu, óséðu og undirborguðu, þau sem viðhalda og næra mannlegt samfélag með vinnu sinni. Á ráðstefnunni var sjónum beint að því að viðhaldararnir gera í raun meira fyrir samfélagið en hinir endalaust umtöluðu frumkvöðlar, því samfélagið raunverulega stendur og fellur með vinnu þeirra. Ég gladdist þegar ég las þetta og hugsaði með mér að við ættum að halda svona ráðstefnu á Íslandi; um viðhald samfélags og hvað í því felst, um umönnun og tilfinningavinnu, um frumkvöðla og kapítalista-átrúnaðinn sem opinberast allstaðar í kringum okkur, í því hvernig talað er um menntun og til hvers hún er og um hina mögnuðu kerfislægu andúð sem ríkir gagnvart kven-vinnuaflinu, helstu umönnurum og viðhöldurum samfélagsins. Hina yfirgengilegu dýrkun a valdi, peningum, „dugnaði“, valdagræðgi og hörku sem gegnsýrir íslenskt samfélag, og þá andúð á mýkt og mildi sem hlýtur að fylgja slíkri dýrkun. Ráðstefnu þar sem við „kíkjum bak við tölurnar“ og hittum fyrir fólkið sem vinnur við að um-annast og við-halda, og notar til þess hina heilögu þrenningu; hönd, hjarta og heila. Ráðstefnu þar sem við hittum fyrir okkur sjálf. Á svona ráðstefnu gætum við spurt: Hvað þýðir það þegar samfélag neitar að „fjármagna“ umönnun með sanngjörnum hætti, hvað þýðir það þegar brauðmolarnir, loksins þegar þeir lenda á gólfinu, þar sem félagslega endurframleiðslan á sér stað eru svo fáir að þeir duga ekki til að næra? Hversu lengi er hægt að ætlast til þess að fólk sætti sig við að hirða þá samt upp af því að þeir eru það eina sem er í boði?

Við gætum spurt spurningarinnar: Hvað „kostar“ það að greiða um-önnurum samfélagsins laun sem nægja varla til þess að þau sjálf megi endurframleiða vinnuaflið sitt, hvað kostar það að láta konur og börn lifa við skert kjör, hvað kostar það að halda áfram að samþykkja hið undirmannaða ofur-álag sem gerir þau sem um-annast veik á sál og líkama? Hvað kostar að búa til samfélag sem upphefur gróðatækifæri framar öllu öðru og hver ber þann kostnað á endanum?

Hvað kostar það að leyfa djústæðri kvenfyrirlitningu, hugmyndinni um að konum sé eðlislægt að taka að sér umönnunarstörf, það sé frumeðli kvenna að vinna slík störf, að þessvegna geti samfélagið endurnýjað sjálft sig á þeirra kostnað, að ráða för? Já, ég læt aftur þessa plötu á fóninn; hún er svo langt frá því að vera biluð. 

Í umönnunariðnaðinum, einum helsta og forhertasta notanda á undirverðlögðu vinnuafli kvenna um alla veröld, sjáum við arðránið og kvennakúgunina sem kapítalisminn viðheldur sjálfum sér með birtast með svo ótrúlega augljósum hætti. Eins og marxíski femínistinn og fræðikonan Silvia Federici bendir á hefðu kapítalistarnir ekkert starfsfólk til að arðræna ef konur legðu ekki fram nánast endalausa lítt greidda og ógreidda vinnu við að annast um, fóstra og næra. 

Á fáum stöðum er sjúk hræsni og yfirgengilegur tvískinnungur þeirrar „frjálslyndu“ og markaðsvæddu frelsisbaráttu kvenna sem að við höfum búið við á undandförnum árum og áratugum jafn sláandi. Íslenskt stjórnmálafólk hreykir sér af æðislegu stofnanareknu umönnunarkerfunum sem hér hefur verið komið á sem einni aðalundirstöðu hins sérstaka íslenska kvenfrelsis á meðan þau neita að viðurkenna þá kerfisbundnu kvennakúgun sem kerfisbundin vöruvæðing umönnunarinnar einmitt grundvallast á.„Kapítalisminn hefur boðað til allsherjar yfirtöku og útsölu á öllu því sem skiptir raunverulegu máli í mannlegri tilveru“

Við búum í því sem næst al-vöruvæddum veruleika þar sem kapítalisminn hefur boðað til allsherjar yfirtöku og útsölu á öllu því sem skiptir raunverulegu máli í mannlegri tilveru. Hvað sleppur við að láta skella á sig verðmiða? Ekkert er ósnert og ekkert er ósnertanlegt, ekkert er frjálst undan ósýnilegu höndinni sem þuklar og káfar á öllu því sem hún kremur ekki. Allt er iðnaður því öllu hefur verið iðn-bylt. Líkamar okkar með öllu innvolsinu eru ekki annað en eitthvað sem við seljum, eitthvað sem keyptur er aðgangur að.

Okkur hefur verið troðið inní þennan ömurlega útsölumarkað af fólki sem aðhylltist eitthvað sem flokkast ætti sem einstaklega sérvitringsleg sýn á samfélag, ef við viljum komast kurteislega að orði. Öldum saman hafa bæði þeir sem tala fyrir og þeir sem framkvæma arðráns-verkefnið reynt að fela eigin grimmd og kaldlyndi gagnvart öðru fólki á bak við einhverja goðsögn um að upptaka á landi, það að gera stóran hluta mannkyns að engu öðru en útsöluvöru á markaði, það að gera jörðina að engu öðru en óendanlegri uppsprettu prívat-auðæfa, sé algjörlega eðlileg og í raun besta og skynsamlegasta niðurstaða allra mála. En nú er svo komið að það „vísindalega sannað“ að þetta er í raun versta og óskynsamlegasta niðurstaða mála sem hægt er að hugsa sér (sem ætti auðvitað ekkert að koma á óvart; blóði drifin saga kapítalismans er saga kúgunnar og hörmunga á alheimsskala þar sem hver blaðsíða segir frá mönnum með skerta samhyggð og afbrigðilega sýn á mannlegt eðli og mannleg tengsl; kynþáttahöturum, kvenhöturum og náttúruhöturum; þegar við skoðum sögu innleiðingar arðránskerfisins er á endanum augljóst að nokkur hundruð ár af þeim hryllingi hlutu að enda með ósköpum). Við höfum verið teymd inn í útsölumarkaðinn og það hefur runnið upp fyrir okkur ljós; á endanum endar heimurinn hvorki með kveini eða hvelli, hann endar á niðursettu verði eins og einnota drasl, eins og við sjálf; fyrir eina útdauða tegund fylgir önnur með ókeypis. Alltaf að græða. Hvað þurfum við að gera til að byrja að brjóta okkur leið út úr þessari mannakjötsverslun? Því að við sannarlega þurfum að byrja að brjóta. Við getum byrjað á að hafna því að arðránið sé sjálfsagt í mannlegum samskiptum. Við getum hafnað því að það sé skynsamlegt að byggja samfélag á misskiptingu gæða. Við getum hafnað því að það sé aðeins persónuleg sorgarsaga einnar manneskju eða einnar fjölskyldu þegar óréttlætið kemst upp með að kremja og kúga; að það sé ásættanlegt ástand að auð-börn, afkomendur auðfólks, kaupi upp lúxusíbúðir á meðan fullvinnandi kona, einstæð 3 barna móðir, láglaunakona, kven-vinnuafl á samræmdum útsölumarkaði íslenskrar láglaunastefnu með 366.000 í skattskyldar tekjur á mánuði, þurfi að borga 250.000 krónur í leigu til að hafa aðgang að þeirri lífsnauðsyn sem húsnæði augljóslega er (þetta er svokölluð „sönn saga“ sem ég flokka inní mínu höfði sem Satt íslenskt sakamál; hér er framinn grimmilegur efnahagslegur glæpur á konu og börnum, glæpur með augljósu fórnarlambi og geranda ); í prinsippinu þurfa jú öll að hafa þak yfir höfuðið, en á meðan fjármagnseigendur þurfa fleiri fjárfestingartækifæri verður konan bara að sætta sig við að hennar ó-frelsi nærir al-frelsi auðdrengsins, vöruvæðing húsnæðis er einfaldlega komin til að vera. Litla kona, þú verður bara að passa að fæðast ríkari næst og láttu engan segja þér að það sé ekki hægt! Ég spyr: Ef við erum ekki fær um að hafna þessum viðbjóði hverju erum við þá fær um að hafna?Við getum byrjað á því að sameinast um hvað við viljum, hverju við viljum ekki lifa án. Við getum byrjað á að segja: Kerfi nýfrjálshyggjunnar sem við búum inní, er einfaldlega ófært um að útbúa jarðveg réttlætis og frelsis í mannlegum samkiptum. En kerfið er ekki ófært um að útbúa jarðveg réttlætis eða frelsis vegna mistaka eða vegna þess að flækjustig réttlætis í mannlegum samskiptum er svo mikið, nei, það er ófært um að búa til jarðveg réttætis vegna þess að arðránið er grundvöllurinn sem það byggir á og grundvöllur aðránsins er óréttlætið. Það mun ávallt reyna að gera lítið úr og breiða yfir þær mótsagnir og andstæður sem magnast í innbyggðu hamsleysinu, í þeim tilgangi að í hugum okkar sjálfra rísi upp þær „afgirðingar“ sem nauðsynlegar eru til að koma í veg fyrir að okkar eigin heilar og okkar eigin hjörtu njóti frelsis; frelsis til að blómstra, hugsa, vera, „til-finna“.Við getum byrjað á að hafna fölsku frelsi kapítalismans og útsendara algjörra yfirráða hans yfir mannlegri tilveru og lífríkinu öllu. Við getum byrjað á að viðurkenna að okkur ber einfaldlega skylda til þess, í raun aldrei meiri skylda en nákvæmlega núna, að viðurkenna og horfast í augu við að valdastéttin inní sínum frjálslyndis-fulltrúa-lýðsræðis-turni er algjörlega vanhæf um að takast á við verkefnið sem verður að takast á við, að stöðva eyðingu lífríkisins, hún er ekki einu sinni fær um að sýna fram á löngun til að hemja kapítalismann. Hún getur ekki sinni sagt kapítalismi. Ófær um að sýna löngun í að tryggja lágmarksþarfir líkt og húsnæði, ófær um að sýna löngun til að frelsa láglaunakonuna úr þeim fjötrum sem hún hefur verið bundin í. Ekki fær um neitt af þessu; hvernig ætti hún þá að vera fær um að leiða það risavaxna verkefni sem nú verður að hefjast? Þau sem dýrka ástarsamband nýfrjálshyggjunnar og frjálslynds lýðræðis meira en allt hafa í skeytingarleysi sínu og forherðingu, yfirborðsmennsku og kaldlyndi tekist að útbúa stjórnmál sem eru ekkert meira en stjórnsýsla auðstéttarinnar; sama hvað á dynur, áfram skal bálið kynnt með tíma okkar, draumum og framtíð; sama hvað á dynur, áfram skal öryrkjum refsað fyrir að ekki sé hægt að hagnýta þá að fullu, áfram skal aðflutt verkafólk gert atvinnulaust, áfram skal láglaunakonan ofur-arðrænd, áfram skulu börn á flótta og foreldrar þeirra hverfa á næturna. Áfram skal grætt og grillað, árangur áfram, ekkert stopp; þegar þú kannt ekkert annað en að grilla verður heimurinn og allt í honum ekkert annað en kóteletta til að kasta á kolin.Við getum byrjað á að hafna því sem við hljótum að fyrirlíta; kvalalosta stéttskiptingarinnar og við getum byrjað á að halda áfram að valdeflast; fyrir kerfið skiptir ekkert meira máli en að telja okkur trú um að við höfum ekki völd og þessvegna skiptir ekkert meira máli fyrir okkur en að finna að við höfum þau (þessvegna tjúlluðust þau í vetur þegar við fórum í verkfall, glaðar yfir því að fá að sýna völdin okkar); ef að vinnuaflið í samfélaginu er „valdelft“ rækilega þá mun fylgja, eins og dagur fylgir nótt, krafa um „velferð“, um jöfnuð, um „aðgengi“ að öllu því sem gerir tilveru okkar betri; um aukið aðgegni að tíma, heilsu og raunverulegu frelsi – frelsi frá neyð og óöryggi og frelsi til að fá að sleppa við heimsendi. Krafa um að samfélagið sinni þörfum fólks en ekki fjármagns. Krafa um alvöru réttlæti, um alvöru frelsi; mannlega tilveru lausa undan ofbeldi misskiptingarinnar. Alvöru frelsi, fyrir allt „vinnuafl“, okkur sem arðrænum ekki, okkur sem við-höldum og um-önnum, okkur sem finnum af öllu hjarta að það er eitthvað að, okkur sem vitum að hlutirnir verða að breytast, okkur sem vitum hvað það kostar að búa til samfélag sem upphefur gróðatækifærin á kostnað alls annars, öll okkur sem brennum af lönguninni til að hafna því að bera áfram þann glæpsamlega háa kostnað. Ef það er ómögulegt að tryggja réttlæti, ómögulegt að uppræta misskiptingu, ómögulegt að leyfa öllu fólki að lifa frjálsu, krefjumst þá hins ómögulega. Notum sögulega minnið okkar; allt er ómögulegt þangað til að það er mögulegt og nú er ekkert annað en möguleikinn er í boði. There is no alternative. Sameinumst um að vera í upprisu og frelsunarhug; sameinumst í samstöðu, við sem höfum engu að tapa nema tilgangsleysinu, neysluhyggjunni, arðráninu og sjálft frelsunarverkefnið að vinna.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Nýtt á Stundinni

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·
Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

Illugi Jökulsson

Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

·