Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vélhundar viðkunnanlegri en vélmenni

Gervi­greind til góðs og ills. Ný sýn­ing í London kann­ar báð­ar hlið­ar.

Vélhundar viðkunnanlegri en vélmenni

Í janúar árið 2015 birtu Stephen Hawking, Elon Musk og fleiri af klárustu köllum heims opið bréf þar sem þeir vöruðu við hættunum sem gætu stafað af gervigreind. Mánuði fyrr hafði Hawking varað við að gervigreind gæti boðað endalok mannkyns. En hversu raunveruleg er þessi hætta? Í menningarmiðstöðinni Barbican í London er nú nýopnuð sýning sem spyr einmitt þessara spurninga. Nefnist hún „AI: More Than Human,“ og stendur í allt sumar.

Óttinn við gervigreind á sér reyndar eldri rætur en tæknin sjálf. Eitt fyrsta skáldverkið til að velta spurningunni fyrir sér var bókin Frankenstein eftir Mary Shelley. Bókin kom fyrst út árið 1818 í kjölfar blóðsúthellinga Napóleonsstríðanna. Rómantísku skáldin sem Shelley umgengst voru þegar hér er komið við sögu mjög farin að efast um að mannlegt hugvit gæti leyst öll vandamál, eins og upplýsingarheimspekingar fyrri aldar höfðu haldið fram. Þvert á móti var hún allt eins líkleg til að leiða þá til glötunar, og skrímsli Frankensteins gerir einmitt það við skapara sinn.

Japanar giftast tölvum

Vísindaskáldsögur hafa oft síðan fetað svipaða slóð. Í seinni tíð má nefna kvikmyndir eins og Blade Runner, þar sem kúguð vélmenni rísa upp gegn sköpurum sínum og koma þeim fyrir kattarnef. Einna þekktust er Terminator, þar sem vélmennin taka völdin í framtíðinni og nánast gera út af við mannkynið og er sama saga sögð með blæbrigðamun í The Matrix. Í Japan er þessu hins vegar öðruvísi farið.

Vinalegi vélkötturinn Doraemon birtist fyrst í manga teiknimyndasögublöðum árið 1969, og í anime teiknimyndum tíu árum síðar. Blöðin hafa selst í yfir 100 milljón eintökum og teiknimyndirnar gengið óslitið til dagsins í dag. Doraemon er vélmenni frá 22. öld sem hefur snúið aftur í tímann til að hjálpa stráknum Nobita við að leysa ýmis vandamál. Hann er vingjarnlegur, hjálpsamur og á margan hátt mannlegur, hefur til dæmis mannlegar þarfir eins og að sofa og borða.

„Eiginkonan sem aðeins er til í forriti var tákngerð með tuskubrúðu og giftingarhringurinn settur um úlnlið hennar“

Það mætti ímynda sér að menning sem er alin upp við Doraemon fremur en Frankenstein og Terminator sé betur stefnd gagnvart hugsandi vélmennum, og sú virðist einnig vera reyndin. Japanar hafa löngum verið afar framarlega í notkun vélmenna og veitir ekki af, fæðingartíðni í landinu er afar lág og samfélagið eldist hratt. Sumir, eins og hinn 35 ára Kondo, hafa jafnvel tekið upp á því að kvænast konum sem einungis eru til á tölvuskjám. Fjörutíu manns voru viðstaddir brúðkaupið sem kostaði um 2 milljónir króna, en ættingjar Kondo kusu að sitja heima. Eiginkonan, sem aðeins er til í forriti, var tákngerð með tuskubrúðu og giftingarhringurinn settur um úlnlið hennar. Hjónakornin hafa nú verið gift í um hálft ár og ekki er annað vitað en að þau séu hamingjusöm, hann hringir í hana á leið heim úr vinnu og hún kveikir ljósin fyrir hann í íbúðinni áður en hann kemur heim.

Vélmenni sem barþjónar eða gæludýr

Á sýningunni er skýringarmynd sem sýnir hversu auðvelt við eigum með að hafa samkennd með vélmennum. Það kemur kannski ekki á óvart að samkenndin er minnst þegar vélmennið minnir lítið á lifandi veru, eins og til dæmis vélarmar sem víða hafa verið notaðar í iðnaði síðan á 8. áratugnum, og þá sérstaklega í Japan. Á Barbican eru álíka vélar látnar blanda drykki og verða svosem viðkunnanlegar fyrir vikið, þó varla vilji maður deila sorgum sínum með þeim eins og öðrum barþjónum, að minnsta kosti ekki á fyrsta glasi. Það vekur hins vegar meiri athygli að eftir því sem vélmennið verður mannlegra, því meiri óhug vekur það. Okkur virðist líða illa í návist vera sem virðast manneskjur en eru það þó ekki. Þetta stemmir svo sem við ímyndir hryllingsmynda, hvort sem um er að ræða hinar ótal útgáfur af sögunni um skrímsli Frankensteins eða Arnold Schwarzenegger í hlutverki Tortímandans.

Á hinn bóginn virðumst við kunna hvað best við vélmenni sem minna á dýr sem við umgöngumst. Ekki aðeins á þetta við um teiknimyndapersónuna Doraemon heldur líka vélmennið AIBO. Fyrsti AIBO hundurinn frá Sony kom á markað árið 1999 í takmörkuðu upplagi. Minnti hann örlítið á Snoopy og seldist samstundis upp í Japan og Bandaríkjunum. Fleiri útgáfur fylgdu í kjölfarið, sumir jafnvel í laginu eins og ljónaungar, allt þar til framleiðslu þeirra var hætt árið 2006. Í fyrra birtust AIBO hundar aftur eftir áratugshlé og eru nú mun hundslegri í útliti og framkomu en áður. Er ætlunin að þeir stytti eigendum sínum stundir og jafnvel að þeir verði til gagns á elliheimilum, þó ekki sé ætlast til þess að þeir sinni öðrum störfum enn um sinn. Þeir geta jafnvel greint á milli manna og verða hændari að eigendum sínum en öðrum, en það þarf bæði nettengingu og áskrift til að þeir læri ný trikk. Erfitt er að kenna sambandslausum hundi að sitja.

Allsherjarstríð eða endalok hungurs

Báðar útgáfur AIBO eru hér á sýningunni, og sú nýrri vekur fögnuð gesta. En er þá ástæðulaust að óttast gervigreind svo lengi sem hún kemur í krúttlegum búningi? Er ótti okkar við vélmenni fyrst og fremst byggð á bíómyndum og skáldsögum sem eiga kannski litla stoð í raunveruleikanum?

„Er ótti okkar við vélmenni fyrst og fremst byggð á bíómyndum og skáldsögum sem eiga kannski litla stoð í raunveruleikanum?“

Líklega er þetta beggja blands. Gervigreind getur bætt heiminn til muna, en henni fylgja líka hættur. Ef til vill hefur vísindaskáldskapurinn lagt ofuráherslu á hið seinna á kostnað hins fyrra, að minnsta kosti á Vesturlöndum. Á sýningunni er bæði fjallað um hvernig gervigreind getur verið notuð til að búa til sjálfvirk vopn með ófyrirséðum afleiðingum, sem og eflt landbúnað margfalt og það á umhverfisvænan máta. Meira að segja bréf Hawking og félaga leggur áherslu á kosti gervigreindar auk gallanna.

Vissulega geta flestir verið sammála um að tilhugsunin um sjálfvirk drápsvélmenni er ekki kræsileg og mikilvægt að leggja bann við slíku, þótt erfitt gæti verið að framfylgja því í reynd. En til nokkurs er að vinna ef hægt er að binda enda á hungur í heiminum með aðstoð nýjustu tækni. Til skemmri tíma litið er fyrirséð að gervigreind muni leggja niður mörg störf, en líklegt er að lausnin á því verði tæknilegs eðlis líka eins og verið hefur síðan í iðnbyltingu. Og kannski er kominn tími á að við förum öll að vinna minna? Vandinn er ekki fólginn í tækninni sjálfri heldur hvernig við beitum henni. Mannlegt hugvit hefur stundum komið okkur í vanda, þó er ekkert sem hefur leyst jafn mörg vandamál og einmitt það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
10
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár