Fjöldi líkamsfrumna okkar bliknar þó í samanburði við allan þann fjölda baktería sem býr í og á líkama okkar. Þessar dreifkjarnafrumur sem líkami okkar hefur tekið að sér að hýsa gegna ekki síður mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar, jafnvel þótt þeirra mikilvæga hlutverk sé aðeins að koma almennilega í ljós núna.
Staphylococcus aureus
Ein af þessum dreifkjarnafrumum ber tegundaheitið Staphylococcus aureus (S. aureus). S. aureus er baktería sem lifir gjarnan á húð eða í nefholi manna og talið er að um 30% manna beri hana í sinni eðlilegu húðflóru.
Þótt bakterían sé tiltölulega algeng í eðlilegri flóru manna getur hún samt sem áður valdið sýkingum. Hjá einstaklingi sem er með bakteríuna í sinni hefðbundnu bakteríuflóru gerist það yfirleitt bara ef einhver röskun verður á bakteríuflórunni.
Staphylococcus veldur helst sýkingum í þeim líffærum sem eru nefnd hérna að ofan, það er að segja á húð eða í öndunarvegi. Reyndar finnst ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir