Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Nei, nei og aftur nei!
7

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Stundin #101
September 2019
#101 - September 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 4. október.

Henry Alexander Henrysson

Ný sýn á náttúruvernd

Eðlilegt og heilbrigt ástand náttúrulegra heilda og vistkerfa er eftirsóknarvert og það er sú staðreynd sem á að stjórna ákvörðunum okkar.

Henry Alexander Henrysson

Eðlilegt og heilbrigt ástand náttúrulegra heilda og vistkerfa er eftirsóknarvert og það er sú staðreynd sem á að stjórna ákvörðunum okkar.

Ný sýn á náttúruvernd

Það er sagt að á jörðinni séu tvær eyjar bestu staðirnir fyrir rannsóknir á prímötum. Manhattan til þess að fylgjast með atferli einnar tegundar, en Tiwai-eyja í Moafljóti í Vestur-Afríku til að skoða lifnaðarhætti meira en tíu tegunda sem þar lifa saman á fremur litlum bletti. Í heimi kvikmynda virðist sem fyrrnefnda eyjan sé í stöðugri hættu, en raunveruleikinn er reyndar sá að það er sú síðarnefnda sem mest þarf að hafa fyrir að vernda í samtímanum. Viðurinn sem þar vex er dýrmætur, jarðvegurinn frjósamur og allir þessir apar gera lítið sjáanlegt gagn.

Ég var í miðju erindi á opnum fundi um daginn þar sem ég ræddi á gagnrýninn hátt um ástæður þess að okkur ber siðferðileg skylda til að vernda náttúruleg fyrirbæri eins og Tiwai þegar allt í einu heyrðist mikill hvellur og rifa opnaðist í tímarúmið. Inn á fundinn gekk ungur maður úr framtíðinni til að upplýsa viðstadda að komandi kynslóðir væru ekki að biðja sérstaklega um að við verndum náttúruna fyrir þau. Smekkur þeirra hafi breyst og þau fíli ekki lengur allt þetta ósnorta. Tiwai-eyja væri eitt af því sem mætti alveg fara.

Ókei, þetta gerðist ekki. En ef þetta hefði gerst hefði það haft lítil áhrif á erindi mitt (þ.e. efni þess – flutningurinn hefði vissulega farið úr skorðum). Ég hefði einfaldlega haldið áfram að gagnrýna mörg þau rök sem við færum fyrir mikilvægi náttúruverndar í samtímanum. Og þau eru fjölmörg og af ýmsu tagi. Rök sem byggja á skyldu við komandi kynslóðir eru bara ein gerð. Vandamál náttúruverndar er ekki skortur á ástæðum fyrir henni. Vandamálið er að mínu áliti að við komumst ekki mikið lengra með þessar ástæður – þær eru eilítið úr sér gengnar. Við skulum þó rifja nokkrar þeirra upp.

Fyrir utan þá sem þegar hefur verið nefnd, skyldur við komandi kynslóðir, er sú kunnasta nú um stundir sú að náttúruvernd og ferðamennska fari saman. Eðlilega eru þetta þau meginrök sem haldið er á lofti við landeigendur Tiwai-eyju. Rökin sem fara næsthæst eru þau að eyjan sé fjársjóðskista fyrir þekkingarleit mannkyns. Að hluta til tengjast þau þeim fyrri. Hugmyndin er ekki einungis að höfða til vísindaáhuga landeigenda heldur einnig að komur vísindamanna og uppbygging aðstöðu fyrir þá muni skapa tekjur sem fara langt fram úr hefðbundinni landnotkun. Þá nefnir fólk sem ber hag eyjunnar fyrir brjósti að mögulega fari hún á opinberan lista hjá UNESCO og þar af leiðandi beri að vernda náttúru eyjunnar. Að lokum má nefna nýlegar ástæður fyrir náttúruvernd um að eyðing afskekktra skóga og heimkynna sjaldgæfra dýra kunni að vera orsakaþáttur í að leysa úr læðingi og ýta undir útbreiðslu sjaldgæfra sjúkdóma.

„Þýðir skortur á heimsóknum ferðamanna að þá megi fórna náttúru eyjunnar? Varla“

Ofangreindur málflutningur hefur margt sér til ágætis en eitt einkenni hans er að hann er algjörlega mannhverfur. Það er ekki óeðlilegt að við hugsum fyrst og fremst um okkar eigin hagsmuni en vandamálið er að gegn öllum þessum ástæðum er hægt að draga fram öflug gagndæmi. Straumur ferðamanna lætur til dæmis bíða eftir sér á Tiwai. Og þó að fólk færi að birtast þar í auknum mæli er stór spurning hversu marga hún ber í raun og veru. Svo þarf ekki mikið til svo að ferðamenn hætti að koma. Eitt alvarlegt óhapp getur gert það að verkum að heimsóknir stöðvist og þar af leiðandi tekjustraumurinn. En þýðir skortur á heimsóknum ferðamanna að þá megi fórna náttúru eyjunnar? Varla.

Svipaða sögu má segja um hin rökin. Vísindalegur áhugi er meira í orði en borði. Að minnsta kosti finna heimamenn ekki mikið fyrir þessum áhuga, hvað þá að þeir hafi tekjur af honum. Vísindalegur grunnur þess að okkur standi bein hætta af skógareyðingu í afskekktum afkimum Afríku er ennþá veikur og fyrst og fremst um lauslega tilgátu að ræða. Og möguleg heiðurssæti á alþjóðlegum listum um náttúruleg verðmæti skipta landeigendur engu máli. Sagan hefur sýnt að ekki er á vísan að róa með slíkt. Raunar hleypir slík umræða einnig illu blóði í innfædda þegar henni fylgja hugmyndir um að þeir hljóti að vera svo mikil náttúrubörn og að þeir átti sig betur á óefnislegum verðmætum skógarins heldur en aðrir. Höfðingjar sem ráða þorpunum umhverfis eyjuna spyrja sig í fullri alvöru hvers vegna þeir ættu að láta hana vera ósnorta.

Náttúra

Augljóslega á öll þessi umræða einnig við um Ísland og íslenska náttúruvernd. Hún hefur snúist um umhverfisvæna og gjaldeyrisskapandi ferðamennsku, um áhuga útlendinga og að okkur beri að varðveita tilteknar upplifanir. En ég er ekki sannfærður um að þetta séu góð rök þegar við tökum ákvarðanir um að friða tiltekin svæði. Bestu rökin sem heyrast í því samhengi snúast um eitthvað allt annað þótt þau séu ekki skýrt orðuð og stundum í afsakandi tón. Spurningin er í raun og veru hvort rétt sé að standa vörð um ákveðnar náttúrulegar heildir hvort sem þangað koma ferðamenn eða ekki. Og hvort sem komandi kynslóðir munu óska eftir því eða ekki. Spurningin er hvort stök náttúrufyrirbæri hafi einhvers konar tilverurétt í krafti sjálfs sín.

„Spurningin er hvort stök náttúrufyrirbæri hafi einhvers konar tilverurétt í krafti sjálfs sín“

Til þess að skilja betur hvað ég á við með að vísa til óskýrt orðaðrar orðræðu sem fylgir friðlýsingum í samtímanum, þá ætla ég fyrst að nefna eitt tengt atriði. Á undanförnum árum hefur orðið algjör viðhorfsbylting í viðhorfum okkar til velferðar dýra. Vissulega finnst mörgum ekki nóg að gert (og þá má svo sannarlega efla þessi viðhorf) en það er staðreynd að mannhverf rök hafa verið á sífelldu undanhaldi. Þess í stað hefur kastljósinu verið beint að því að dýr finni til sársauka og geti því liðið þjáningar. Það eru því hagsmunir dýra sem reynt er að lýsa í lagatextum og reglugerðum – og þau þannig látin njóta vafans.

Landsvæði og náttúruleg fyrirbæri njóta ekki verndar einfaldlega vegna þess að svo er mælt fyrir í lögum. Við höfum sett lög vegna þess að við erum sífellt meira að komast á þá skoðun að okkur beri að vernda þau. Á þessu tvennu er grundvallarmunur. En okkur hættir til að snúa þessu á hvolf til einföldunar. Mig grunar að það sé meðal annars vegna þess að vistkerfi hafa ekki taugakerfi, þau finna ekki til sársauka og því eigum við erfitt með að vísa í eitthvað auðskiljanlegt til að byggja forsendur okkar á. Við vitum að fyrirbærin eru dýrmæt í sjálfu sér en þegar kemur að því að gera grein fyrir ákvörðunum okkar þá annaðhvort forðumst við að svara hvers vegna þessi ákvörðun var tekin eða þá að við grípum til þeirra mannhverfu röksemdafærslna sem hér hafa verið nefndar.

Ein ástæða þess að okkur gengur illa að láta eins og náttúrufyrirbæri önnur en einstök dýr hafi til að bera einhvers konar rétt er að siðferðileg umræða um hvað sé náttúrulegt eða eðlilegt hefur fengið býsna slæmt orð á sig í samtímanum. Tortryggni í garð slíkra hugmynda hefur oft átt fyllilega rétt á sér. Hver kannast ekki við óþægilega orðræðu um ónáttúrulega kynvitund eða kynhneigð? Fleiri slík dæmi mætti nefna. Í stuttri grein eins og þessari gefst ekkert pláss til að útskýra hvers vegna slík dæmi ættu ekki að hindra okkur í að sækja aftur í heimsmynd sem greinir hagsmuni í ljósi þess sem er náttúrulegt. Stutta svarið er að mörg gagndæmi, eins og það sem var nefnt hér að framan, byggja á ranghugmyndum um hvað sé í raun hið náttúrulega ástand. Eðlilegt og heilbrigt ástand náttúrulegra heilda og vistkerfa er eftirsóknarvert og það er sú staðreynd sem á að stjórna ákvörðunum okkar. 

„Ef við tökum ákvörðun um að virða ekki skyldu þá skiptir mestu að við rökstyðjum í hvert sinn hvers vegna við gerum undantekningu“

En nú mun örugglega einhver reka upp stór augu og spyrja hvernig það eigi að geta gengið upp. Ef náttúruleg fyrirbæri eins og Tiwai-eyja og Þingvallavatn hafa tilverurétt sem svo birtist í skyldu okkar að láta þau sem mest í friði, hvar eigum við þá að láta staðar numið? Eru þá allar framkvæmdir sem ganga á náttúrufyrirbæri ósiðlegar fyrst okkur ber að vernda þau? Við þessari spurningu er til einfalt svar þótt vissulega fylgi því fleiri spurningar. Að okkur beri skylda til einhvers þýðir ekki að við eigum skilyrðislaust að hlíta henni. Siðferðislífið er einmitt svo flókið vegna þess að skyldur okkar stangast á. Þetta verður sjaldan eins skýrt og í sambandi okkar við umhverfið. Ef við tökum ákvörðun um að virða ekki skyldu þá skiptir mestu að við rökstyðjum í hvert sinn hvers vegna við gerum undantekningu. Og það er ekki um neina undantekningu að ræða nema siðferðileg verðmæti séu til staðar báðum megin, ef svo má að orði komast.

Nú kann það vel að vera að allt tal um að okkur beri að virða siðferðilega hagsmuni náttúrulegra heilda eins og eyja, stöðuvatna, kóralrifja og skóglendis hafi ekkert að segja í náttúruverndarumræðu eins og þeirri sem ég nefndi hér í upphafi. Hver veit nema sá dagur renni upp að skógurinn á Tiwai-eyju verði felldur og dýralíf hennar þannig þurrkað út? Það sem ég hef drepið á í þessari grein er ekki dregið fram vegna þess að ég trúi á sannfæringarkraft þess. Ástæðan er sú að ég held að þetta sé rétt. Og ég er nokkuð viss um að þetta hefur ekki síðri sannfæringarkraft en þær leiðir sem við höfum reynt hingað til. Markmiðið er að skilja hverja náttúrulegu heild fyrir sig, reyna að útskýra fyrir sjálfum sér og öðrum í krafti hvers hún er slík heild, og rökstyðja að lokum ákvörðun sem tekur tillit til hennar sem slíkrar. Náttúran mun alltaf lúta lægra haldi þegar verið er að vega og meta ólíka hagsmuni ef við trúum ekki að hagsmunir hennar séu raunverulegir.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
2

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
3

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
4

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs
5

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu
6

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest deilt

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
2

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum
4

Jaðarskattar lágtekjufólks miklu hærri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum

·
Nei, nei og aftur nei!
5

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar
6

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
6

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi

·

Mest lesið í vikunni

Kona féll fram af svölum
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
2

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið
3

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
4

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum
5

Veittist að konum og beraði á sér kynfærin í háskólanum

·
Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
6

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi

·

Nýtt á Stundinni

Annað andlit  – sama röddin

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Annað andlit – sama röddin

·
Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

Bróðir ráðherrans sem skipaði Sigríði án auglýsingar fékk stöðu án auglýsingar

·
Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

Hefur unnið að sáttum fyrir hönd forsætisráðuneytisins en hafnar því að lögregla hafi beitt harðræði

·
Kona féll fram af svölum

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Kona féll fram af svölum

·
Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Kafli 1: Allt verður breytt en samt ekki

·
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar

·
Nei, nei og aftur nei!

Illugi Jökulsson

Nei, nei og aftur nei!

·
Börnin mín eiga rétt á framtíð!

Hjalti Hrafn Hafþórsson

Börnin mín eiga rétt á framtíð!

·
Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

Þjóðskrá neitar transkonu um að leiðrétta nafn hennar og kynskráningu

·
Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

Ágústa Arna Sigurdórsdóttir

Val um að vera edrú: Ævisaga partídýrs

·
Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

·
Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

Eyði ekki hugsunum í manninn sem kostaði mig næstum lífið

·