Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Siðanefnd vísar kæru Þórðar frá en telur „fréttaskýringu“ Sigurðar ekki vera fréttaskýringu

Siðanefnd blaða­manna tel­ur að efni sem Sig­urð­ur Már Jóns­son blaða­mað­ur kynnti sem frétta­skýr­ingu sé ekki frétta­skýr­ing og falli því ut­an gild­is­sviðs siða­reglna blaða­manna. „Kannski væri best að siðanefnd­in, eða Blaða­manna­fé­lag Ís­lands, upp­lýsi bara um það um hvaða fjöl­miðla siða­regl­urn­ar eigi við og hverja ekki og sömu­leið­is hvaða blaða­menn séu til þess falln­ir að ákveða sjálf­ir eðli skrifa sinna og hverj­ir ekki,“ seg­ir Þórð­ur Snær Júlí­us­son í sam­tali við Stund­ina.

Siðanefnd vísar kæru Þórðar frá en telur „fréttaskýringu“ Sigurðar ekki vera fréttaskýringu
Siðanefnd tekur ekki afstöðu Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur sig ekki geta fjallað efnislega um kvörtun Þórðar Snæs sökum þess að siðareglur félagsins nái ekki til skrifa Sigurðar Más. Það er vegna þess að í efnisyfirliti Þjóðmála hafi grein Sigurðar Más verið merkt sem „umfjöllun“ en ekki frétt eða fréttaskýring.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, gegn Sigurði Má Jónssyni og Gísla Frey Valdórssyni og ætlar ekki að taka málið til efnislegrar meðferðar. Tilefni kærunnar var umfjöllun Sigurðar Más um Kjarnann sem birtist í nýjasta hefti Þjóðmála sem Gísli Freyr ritstýrir. Þórður hefur gagnrýnt skrifin harðlega og taldi siðareglur blaðamanna ná til þeirra í ljósi þess að Sigurður Már hefur sjálfur lýst umfjölluninni sem „fréttaskýringu“

Í kæru sinni tiltók Þórður ýmis atriði sem farið var ranglega með í greininni og greindi frá tölvupóstssamskiptum sínum við Sigurð Má þar sem Sigurður hefði „ekki sýnt vilja til að leiðrétta þær skýru staðreyndavillur og annars konar rangfærslur sem er að finna í fréttaskýringunni né beiðnum um að biðja fólk sem gerðar eru upp skoðanir og hvatir í fréttaskýringunni afsökunar“. 

Að mati siðanefndar ná hins vegar siðareglur Blaðamannafélags Íslands ekki til skrifanna í ljósi þess að í efnisyfirliti Þjóðmála er greinin merkt sem „umfjöllun“ en ekki frétt eða fréttaskýring. „Telur siðanefnd umrædda umfjöllun fremur bera persónulegan keim með framsetningu höfundar á skoðunum sínum á miðlinum fremur en rökstudda greiningu eða fréttaskýringu,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar.

Einn nefndarmanna ósammála

Einn nefndarmanna, Friðrik Þór Guðmundsson, var ósammála meirihlutanum um frávísun málsins og taldi að leggja ætti lýsingu Sigurðar Más sjálfs á skrifum sínum sem „fréttaskýringu“ til grundvallar og taka kæruna til efnismeðferðar.

Athygli vekur að Jóhannes Tómasson er einn þeirra siðanefndarmanna sem standa að niðurstöðunni. Jóhannes var upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins þegar Gísli Freyr Valdórsson, annar hinna kærðu, var aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli fékk síðar refsidóm fyrir að leka afbökuðum trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla í lekamálinu svokallaða en Jóhannes stýrði upplýsingagjöf ráðuneytisins og gaf út yfirlýsingar fyrir hönd þess þegar málið stóð sem hæst.

Sigurður Már lýsir sjálfum sér sem blaðamanni og grein sinni í Þjóðmálum sem fréttaskýringu.

Þórður Snær segir í samtali við Stundina að sér þyki úrskurðurinn illskiljanlegur. „Siðanefnd neitar að taka efnislega fyrir skrif sem höfundurinn sjálfur skilgreinir sem fréttaskýringu, vegna þess að hún telur sig vita betur hvers eðlis efnið sé og skilgreinir það sem skoðanagrein. Þannig kemur siðanefndin sér undan því að taka afstöðu til alls ellefu ummæla höfundar sem við teljum borðleggjandi að brjóti gegn 1. og 3. grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands, þar sem öll kærð ummæli eru ósannindi, aðdróttanir, afbakanir eða hugarburður höfundar,“ segir hann.

„Samkvæmt úrskurði siðanefndar þá eru væntanlega öll skrif í Þjóðmálum, sem er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd með birta ritstjórnarstefnu, þess eðlis að þau falli ekki undir siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Því má birta hvað sem er um hvern sem er á þeim vettvangi. Kannski væri best að siðanefndin, eða Blaðamannafélag Íslands, upplýsi bara um það um hvaða fjölmiðla siðareglurnar eigi við og hverja ekki og sömuleiðis hvaða blaðamenn séu til þess fallnir að ákveða sjálfir eðli skrifa sinna og hverjir ekki.“

Fleiri kæra skrif Sigurðar 

Þórður bendir á að þótt úrskurði siðanefndar verði ekki áfrýjað sé ljóst að ansi margir einstaklingar hafi orðið fyrir barðinu á „þessum rætna atvinnurógi sem birtist um Kjarnann í Þjóðmálum í síðasta mánuði“. Þannig geti margir kært mál er varða grein Sigurðar Más til siðanefndar.

Það hefur raunar Magnús Halldórsson, annar starfsmaður Kjarnans, þegar gert. Að sögn Þórðar hefur sú kæra að geyma viðbótarupplýsingar um ritstýringu á grein Sigurðar Más og nýjar upplýsingar um að fyrir hafi legið að greinin væri ekki skoðanagrein áður en hún var birt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
1
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
2
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
3
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
7
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
9
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár