Mest lesið

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
1

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
2

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
3

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni
4

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Samfarir kóngs og drottningar
5

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
6

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
7

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Stundin #109
Janúar 2020
#109 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 24. janúar.
Þessi grein er rúmlega 8 mánaða gömul.

Þorsteinn V. Einarsson

Er karlmennskan kannski ónýt?

Hugtakið karlmennska elur af sér óraunhæfar, ósanngjarnar og stundum skaðlegar hugmyndir sem grundvallast á því að vera ekki kona, ekki kvenlegur, og grundvallast þannig á kvenfyrirlitningu.

Þorsteinn V. Einarsson

Hugtakið karlmennska elur af sér óraunhæfar, ósanngjarnar og stundum skaðlegar hugmyndir sem grundvallast á því að vera ekki kona, ekki kvenlegur, og grundvallast þannig á kvenfyrirlitningu.

Er karlmennskan kannski ónýt?

Í öðrum þætti Karlmennskunnar, Að vera alvöru maður, var fjallað um hugtakið karlmennska og gerð tilraun til að útskýra það í fræðilegu og hversdagslegu samhengi. Í þeirri viðleitni var fólk úti á götu spurt hvað sé karlmennska og ekki karlmennska, auk þess sem Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Karlmennska og jafnréttisuppeldi, sat fyrir svörum. Þá deildi tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, sinni upplifun af karlmennskuhugmyndinni. Prófessorinn og tónlistarmaðurinn voru nokkuð sammála í þeirri afstöðu sinni að hugtakið karlmennska væri í raun frekar vont orð og jafnvel ónýtt hugtak. Meðal annars af því að hugtakið karlmennska elur af sér hugmyndir sem drengjum og karlmönnum er beint og óbeint ætlað að elta. Óraunhæfum, ósanngjörnum og stundum skaðlegum hugmyndum sem grundvallast á því að vera ekki kona, ekki kvenlegur. Því má segja að karlmennskan grundvallist á kvenfyrirlitningu. Liggur þá ekki í augum uppi að hugtakið um karlmennsku er ónýtt?

„Á að gera alla karla að kellingum?“

Vandinn við að gagnrýna hugtakið karlmennsku leiðir strax af sér þá klípu að einhverjum karlmönnum finnst verulega að sér vegið. Að með því að gagnrýna hugmyndakerfi sé þar með verið að gagnrýna suma menn persónulega. Ég hef hóflega samúð með þeirri viðkvæmni og skil hana að vissu marki. Það er aldrei þægilegt að þurfa að horfast í augu við að hugmyndir, viðhorf og hegðun sem maður hefur hingað til litið með ákveðnum hætti sé snúið á hvolf. Hugmyndaheimi manns snúið á hvolf og stundum gegn manns eigin vilja. Þá jafnvel herðast tökin á enn íhaldssamari hugmyndum og leitað í banka dýraríkis eða eðlisins til að stöðva glundroðann sem blasir við. Menn reiðast, fara í vörn og henda út eitruðum frösum eins og „er þá ekki næsta skref að setja á sig dömubindi?“ og „á að gera alla karla að kellingum?“ á samfélagsmiðlum eða kommentakerfum. Þessar áleitnu spurningar og glundroðinn er nauðsynlegur partur af þróunarferlinu. Við verðum að þola við í óvissunni og leyfa hlutunum að finna sinn farveg. Þetta verður allt í lagi. Allir karlar eru ekki fávitar. Karlar þurfa ekki að skammast sín fyrir kyn sitt. Þetta snýst ekkert um persónur, þótt karlmennskan sé persónuleg.

„Þetta verður allt í lagi. Allir karlar eru ekki fávitar.

Hvað er karlmennska?

Karlmennskuhugmyndirnar sem ég gagnrýni og eru almennt gagnrýndar snúa að skaðlega hluta hugmyndanna. Engum dettur í hug að gagnrýna sterklegt vaxtarlag, hugrekki eða seiglu, afrek eða sigra né karlkynið eins og það leggur sig. Gagnrýnin beinist að því litla svigrúmi sem karlmennskuhugmyndirnar veita karlmönnum til að upplifa sig sem alvöru menn. Hún beinist að þeirri normalíseringu að karlmenn eigi að búa yfir tiltekinni hæfni, útliti eða hegðun einungis vegna kyns síns eða kyngervis (e. gender). Við eigum fjölmörg dæmi þess að drengir og karlmenn svigna, bugast og brotna undan þessum hugmyndum, svo ekki sé talað um ofbeldi gegn konum sem þessar hugmyndir leiða af sér.

Stóra samhengið

Hugmyndakerfið sem nærir karlmennskuhugmyndina er undir mikilli gagnrýni um þessar mundir og hefur svosum verið lengi. En það er kannski núna á síðustu misserum sem athyglinni er beint að karlmennskunni og þeim afleiðingum hugmyndakerfisins. Þótt mönnum kunni að hafa verið uppálögð að hluta til viðhorf, hegðun og útlitsviðmið sem nú eru gagnrýnd þýðir það ekki endilega að menn liggi undir gagnrýni. Heldur bara parturinn sem er smitaður eða gallaður en er breytanlegur. Það er algjört lykilatriði að hugmyndakerfið sem elur af sér karlmennskuhugmyndirnar er háð félagslegu, sögulegu og menningarlegu samhengi. Þær verða til í orðræðunni, í hegðun okkar, viðhorfum og gildismati. Við höfum séð það í gegnum söguna að karlmennskuhugmyndirnar breytast með tíð og tíma og eru ólíkar milli menningarsamfélaga. Það eru sterkustu rökin, að mínu viti, með því að við eigum að taka gagnrýninni fagnandi því þótt hún sé oft og tíðum óþægileg og virðist ansi persónuleg, þá snýr hún að hugmyndakerfi og stóra samhenginu. Ekki mér né þér né neinum öðrum. Við getum hins vegar nýtt þessa gagnrýni og tekið persónulega ábyrgð með því að láta af viðhorfum og viðmiðum sem eru gagnrýnd og leiða fátt annað af sér en óhamingju. Ég sé ekkert nema gagn af því.


Yfirráðaréttur karla 

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson er prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands og er einn helsti sérfræðingur hérlendis í karlafræðum. Ingólfur Ásgeir skrifaði meðal annars bókina Karlmennska og jafnréttisuppeldi sem byggir á fjölmörgum erlendum og innlendum rannsóknum.

Ingólfur telur að með aukinni umræðu og fræðslu þróist hugmyndirnar um karlmennsku til betri vegar. Tekur Ingólfur sem dæmi að eftir að slysavarnaskóli sjómanna tók til starfa hafi slysum á sjó fækkað til muna. „Ef við erum aftur á móti að tala um þær hugmyndir að körlum líðist einhvers konar ofbeldi gagnvart konum eða öðrum körlum þá veit ég ekki hvað mikið hefur áunnist í því, þannig að það hefur áunnist að það þyki ekki sjálfsagður hlutur en samt heyrum við of mikið um að það gerist. Ég tengi það tvímælalaust við hugmyndirnar um karlmennsku og að karlar eigi einhvern yfirráðarétt af einhverju tagi.“

Ingólfur Ásgeir er gagnrýninn á hugtakið karlmennska og forðast að skilgreina það. „Ég vil í rauninni ekki skilgreina karlmennsku í hversdagslegum skilningi. Ef karlmennska eru einhverjir hegðunareiginleikar þá getur í raun hvaða kyn sem er tileinkað sér þá og að því leyti er hugtakið ónýtt. Aðrir vilja í raun útrýma þessu feðraveldi og að hlutirnir væru raunverulega kynhlutlausir, og við gætum losnað við svona hugmyndir um hvernig við eigum að vera.“


Ný tegund karlmennsku 

Tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson (Króli) viðurkennir að hafa fallið í eitraðan karlmennskupytt þegar hann var að hefja tónlistarferilinn sinn en textarnir í fyrstu lögum Jóa P og Króla innibáru karlrembu og kvenfyrirlitningu. „Þetta var bara nákvæmlega afleiðing þess að ungur strákur var að hlusta á mjög toxic texta um kvenfyrirlitningu og ég hélt að maður þyrfti að gera þetta svona.“

„Þetta var bara nákvæmlega afleiðing þess að ungur strákur var að hlusta á mjög toxic texta um kvenfyrirlitningu“

Króli segist hafa lært mikið síðastliðin ár og að hann sleppi lögum eða línum sem innihalda þessi óviðeigandi textabrot. Í dag séu textarnir um allt annað: „Núna fyrst er ég að skrifa um það sem skiptir mig virkilegu máli og er líka nær mér í öllu.“ Króli játar því aðspurður að hann sé að tala um eigin erfiðleika í laginu Þráhyggja. „Já, vá ... ég hef aldrei ákveðið að tala opinberlega um þetta af því  að ég er bara ennþá að vinna í sjálfum mér en ég greindist alveg með katalóginn sko. Greindist með þráhyggju, árátturöskun, ofsakvíða og athyglisbrest og tourette heilkennið þegar var í 6. bekk. Það hefur ekkert horfið. Það er bara búið að grasserast.“

Króli segist oft skrifa textabrot þegar honum líði ekki vel og að því leyti séu lögin stundum eins og að opna dagbókina sína fyrir umheiminum. „Næsta plata sem við erum að fara að gefa út er bara mjög berskjölduð og um alls konar hluti sem rapparar eru ekkert mikið að tala um.“ Það er spurning hvort Króli endurspegli nýja tegund af karlmennsku sem sé að rísa upp í íslensku samfélagi, karlmennsku sem gefur rými til að tala um tilfinningar og andlega erfiðleika og byggir ekki á sér karllægum eiginleikum. Jafnvel kynhlutlausum.

Tengdar greinar

Karlmennskan

Typpin á toppnum

Þorsteinn V. Einarsson

Typpin á toppnum

Þorsteinn V. Einarsson
Karlmennskan

Völd valda því oft að þeir sem þau hafa öðlast einnig völd á fleiri sviðum, sökum þeirra áhrifa sem staða þeirra býður upp á. Í langflestum tilvikum eru það karlar sem fara með völdin.

Reiðir menn hlusta ekki

Þorsteinn V. Einarsson

Reiðir menn hlusta ekki

Þorsteinn V. Einarsson
Karlmennskan

„Sterkur karlmaður er einhver sem er alveg meðvitaður um tilfininganæmi sitt og hvar hann stendur tilfinningalega. Er óhræddur við að sýna tilfinningar sínar en getur líka stigið fram og er óhræddur við að standa á sínum skoðunum,“ segir Máni Pétursson.

Karlremba verður femínisti

Þorsteinn V. Einarsson

Karlremba verður femínisti

Þorsteinn V. Einarsson
Karlmennskan

Karlmennskuhugmyndir og afleiðingar þeirra á líf okkar og umhverfi eru viðfangsefni Þorsteins V. Einarssonar, sem gerir grein fyrir því hér hvaðan hann kemur, reynsluna af því að vera óupplýst karlremba sem verður femínisti. Ferli sem tengist unglingsdrengjum, naglalakki og kynjafræðikennara.

Baráttan fyrir betri karlmennsku

Þorsteinn V. Einarsson

Baráttan fyrir betri karlmennsku

Þorsteinn V. Einarsson
Karlmennskan

Metoo er ekki afleiðing gjörða fárra manna sem kunna ekki að haga sér heldur afleiðing innrætingar á yfirráðum karlmennskunnar og karlmanna yfir konum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
1

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
2

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
3

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni
4

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Samfarir kóngs og drottningar
5

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
6

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
7

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
6

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin
2

Svona leit Flateyri út úr lofti eftir snjóflóðin

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
3

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
4

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
6

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Að auka streitu foreldra og barna

Svala Jónsdóttir

Að auka streitu foreldra og barna

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Óhagstæð lög og stefna stjórnvalda hindrar innflytjendur á vinnumarkaði

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Margrét Hallgrímsdóttir

Hálendisþjóðgarður í allra þágu: Höfum ekki asklok fyrir himin

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Ritstjórn

Styttri opnunartími eða styttri vinnuvika?

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Spyr hvort takmarka eigi sölu á orkudrykkjum

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Samfarir kóngs og drottningar

Illugi Jökulsson

Samfarir kóngs og drottningar