Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Forsætisráðherra: Vinstriflokkar í Evrópu verða að brjóta öfgahægrið á bak aftur og sameinast um róttækar lausnir

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að efna­hags­stefna Evr­ópu­sam­bands­ins og lýð­ræð­is­hall­inn inn­an þess hafi graf­ið und­an stuðn­ingi við Evr­ópu­samrun­ann. Þetta hafi fært öfga­hægriöfl­um, út­lend­inga­höt­ur­um og vald­boðs­sinn­um vopn í hend­ur. Nú verði evr­ópsk­ar vinstri­hreyf­ing­ar að sam­eina krafta sína og bjóða al­menn­ingi upp á rót­tæk­ar lausn­ir í anda lýð­ræð­is, mann­rétt­inda, um­hverf­is­vernd­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is.

Forsætisráðherra: Vinstriflokkar í Evrópu verða að brjóta öfgahægrið á bak aftur og sameinast um róttækar lausnir

Lýðræðishalli innan Evrópusambandsins og efnahagsstefna sem sundrar frekar en að sameina hefur grafið undan stuðningi almennings við Evrópusamrunann. Þetta hefur fært öfgahægriöflum, útlendingahöturum og valdboðssinnum vopn í hendur og kallar á að vinstrihreyfingar um alla Evrópu standi í lappirnar, sameini krafta sína og bjóði almenningi upp á róttækar lausnir í anda lýðræðis, mannréttinda, umhverfisverndar og félagslegs réttlætis.

Þetta er meginboðskapurinn í grein eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem birtist í nýútkomnu riti, A Vision for Europe, þar sem fjöldi fræðimanna, listamanna, stjórnmálamanna og aktívista fjallar um framtíð vinstristjórnmála í Evrópu. Bókin er gefin út af forlaginu Eris Press í samstarfi við stjórnmálasamtökin Diem25. Á meðal höfunda eru Noam Chomsky, Yanis Varoufakis, Naomi Klein, Brian Eno, Caroline Lucas, Slavoj Žižek, Ann Pettifor og James K. Galbraith. 

Í grein sinni fjallar Katrín um mikilvægi þess að hafna stjórnmálum sem nota efnahagslegt óöryggi fólks til að kynda undir útlendingahatri og kynþáttahyggju.

Stjórnmálaumhverfið í Evrópu gengur nú í gegnum miklar breytingar, segir Katrín, þar sem hefðbundnir íhaldsflokkar og sósíaldemókrataflokkar glíma við gríðarlegt vantraust. Um leið sækja andlýðræðisleg og popúlísk hægriöfl í sig veðrið og ógna lýðræðisgildum, mannréttindum og réttarríkinu. 

Katrín segir að stjórnmálaflokkar af meginstraumi stjórnmálanna freistist gjarnan til að apa útlendingahatrið eftir öfgahægrimönnum í von um að slá vopnin úr höndum þeirra, eða veiti sjónarmiðunum lögmæti með því að reiða sig á stuðning hægriöfgaafla í stjórnarsamstarfi.

„Vinstrinu hefur hingað til ekki tekist að brjóta þessa óheillaþróun á bak aftur, en góðu fréttirnar eru þær að nú virðast vinstri- og græningjaflokkar vera að ganga í endurnýjun lífdaga í Evrópu. Á sama tíma rís ungt fólk upp og krefst aðgerða gegn loftslagsvandanum,“ skrifar forsætisráðherra.

„Um leið og horfur eru um margt dökkar megum við ekki gleyma því að á umbrotatímum getur allt gerst. Því verður ekki neitað að lýðræðishalli og sundrandi efnahagsstefna hefur grafið undan stuðningi almennings við Evrópusambandið. Brexit og uppgangur hægriöfgahreyfinga sýna þetta hvað best. Þetta má einnig rekja til þess að ekki hafa verið gerðar nauðsynlegar kerfisbreytingar á regluverki Evrópusambandsins, þar sem stofnanir eins og Seðlabanki Evrópu hafa tekið sér gríðarlegt vald án þess að lúta lýðræðislegri ábyrgð. Eitt er þó víst, að framtíð Evrópu getur ekki byggt á þeirri afturhaldssömu, andlýðræðislegu og þjóðernissinnuðu stefnu sem rekin er að valdboðssinnuðum stjórnmálamönnum.“

Katrín kallar eftir því að framsæknar hreyfingar og vinstriflokkar í Evrópu sameinist og myndi fjölþjóðlega fylkingu um róttækar lausnir. „Á tímum loftslagsbreytinga og efnahagslegs ójöfnuðar þarf að marka djarfa, framsýna og sameinandi stefnu með áherslu á félagslegt réttlæti, kynjajafnrétti, grænt hagkerfi og alþjóðlegar kerfisbreytingar. Um leið þurfum við að vera meðvituð um söguna og reynslu fyrri kynslóða af baráttunni gegn valdboðshyggju, hernaði og kynþáttahyggju,“ skrifar hún.

„Evrópskir vinstriflokkar deila grundvallargildum um mannlega reisn, frið, algild mannréttindi og mikilvægi félagslegrar verndar. Þeir hafa barist gegn sveltistefnu og einkavæðingu nýfrjálshyggjunnar, krafist eftirlits með fjármagnsflutningum milli landa og lokunar á skattaskjólum og kallað eftir skattkerfi sem vinnur gegn ójöfnuði og aflar tekna til að fjármagna innviðauppbyggingu. Þá hafa margar vinstrihreyfingar gagnrýnt stríðsrekstur og hernaðaríhlutun stórvelda harðlega.“

Katrín Jakobsdóttir segir að þótt vinstrimenn í Evrópu greini á um ýmislegt sé það skylda þeirra á víðsjárverðum tímum að vinna saman að því að leita lausna. „Við þurfum að hrinda af stað róttækum og lýðræðislegum breytingum, pólitískum og félagslegum, skapa fjölþjóðlegan og framsækinn vettvang og nota hann til að tryggja langtímayfirráð vinstristefnu í evrópskum stjórnmálum.“ 

Í fyrra greindi Katrín frá því að hún hefði þegið boð Bernie Sanders og Yanis Varoufakis um að taka þátt í stofnun alþjóðlegu stjórnmálasamtakanna Progressive International. „Þátttaka mín grundvallast á tveimur þáttum. Í fyrsta lagi tel ég afar mikilvægt að bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi, auk þess að grafa undan hornsteinum lýðræðisins á borð við réttarkerfið og sjálfstæða fjölmiðlun. Í öðru lagi vil ég styðja við þá jákvæðu sýn sem liggur Progressive International til grundvallar, það er baráttan fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk,“ skrifaði hún. Pistill hennar í bókinni A Vision for Europe er í takt við þetta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
2
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
4
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
1
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
3
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.
Greiddi 450 þúsund krónur fyrir bílastæði í miðbænum á síðasta ári
4
Fréttir

Greiddi 450 þús­und krón­ur fyr­ir bíla­stæði í mið­bæn­um á síð­asta ári

„Ekki refsa fólki sem vinn­ur í mið­bæ Reykja­vík­ur,“ seg­ir Hall­dór Jóns­son, yf­ir­þjónn á Mat­ar­kjall­ar­an­um. Á síð­asta ári greiddi hann næst­um hálfa millj­ón króna bara í bíla­stæða­kostn­að. Hann sótti um áskrift í bíla­stæða­hús­inu á Vest­ur­götu fyr­ir tveim­ur ár­um en veit ekki hvort eða hvenær hann fái þá áskrift.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
9
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Heilbrigðiseftirlitið lét henda gömlum rækjum á WokOn - „Okkur blöskrar“
4
FréttirRannsóknin á Davíð og Pho Vietnam

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið lét henda göml­um rækj­um á Wo­kOn - „Okk­ur blöskr­ar“

Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur lét henda núðl­um, hrís­grjón­um og rækj­um á veit­inga­stað Wok On í Krón­unni á Fiskislóð í des­em­ber. Stað­ur­inn fékk fall­ein­kunn hjá eft­ir­lit­inu í byrj­un des­em­ber og var starf­sem­in stöðv­uð að hluta. „Við tök­um þetta mjög al­var­lega,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. Henni finnst að nið­ur­stöð­ur eft­ir­lits­ins ættu að vera að­gengi­legri.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
6
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Friðrik keypti varðskip gegnum Ríkiskaup og græddi 40 milljónir við söluna
8
Fréttir

Frið­rik keypti varð­skip gegn­um Rík­is­kaup og græddi 40 millj­ón­ir við söl­una

Frið­rik Arn­gríms­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, sem heit­ir SFS í dag, keypti tvö varð­skip af ís­lenska rík­inu eft­ir út­boð hjá Rík­is­kaup­um og seldi þau til Tyrk­lands fyr­ir tæp­lega 40 millj­ón­um krón­um meira en hann greiddi fyr­ir þau. Hann var á sama tíma formað­ur nefnd­ar sem starf­aði með Rík­is­kaup­um um smíði nýs rann­sókna­skips fyr­ir Haf­rann­sókna­stofn­un.
Þorsteinn Már og Helga eiga rúmlega 71 milljarð og skulda nánast ekki neitt
9
Greining

Þor­steinn Már og Helga eiga rúm­lega 71 millj­arð og skulda nán­ast ekki neitt

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á Sam­herja­sam­stæð­unni á síð­ustu ár­um og eign­ar­hald á henni að stóru leyti fært yf­ir til barna stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins. Fé­lag í eigu barna Þor­steins Más Bald­vins­son­ar sem fékk selj­endalán frá for­eldr­um sín­um til að kaupa hlut þeirra í Sam­herja hef­ur ein­ung­is greitt vexti af lán­inu og hagn­ast alls um 16 millj­arða króna á þrem­ur ár­um.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
10
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár