Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ljúfsárir kveðjutónleikar, fjölskrúðug blómaverk og Mozart

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 24. maí–6. júní.

Ljúfsárir kveðjutónleikar, fjölskrúðug blómaverk og Mozart

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Kveðjutónleikar Bagdad Brothers

Hvar? Húrra
Hvenær? 24. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frjáls framlög

Indírokksveitin Bagdad Brothers hefur með nostalgískum tónum komið sér fyrir í hjörtum ansi margra ungra sálna. Tónlistin er einstaklega viðkunnanleg og ljúf og flutningurinn einlægur og aðgengilegur, en sveitin heldur nú út á mánaðarlangan túr í Bandaríkjunum og því verða þetta síðustu tónleikar þeirra á næstunni. Þeim til stuðnings spila þrjár aðrar sveitir á þessum tónleikum; ungu rokkararnir í Gróu sem komust á úrslitakvöld Músíktilrauna 2017 og hafa haldið teitinu gangandi síðan þá, skeggprúði þjóðlagatöframaðurinn Teitur Magnússon heldur messur tileinkaðar draumum og góða lífinu á hverjum tónleikum, femíníska pönksveitin Hórmónar hefur fangað kvíða og ótta þúsaldarkynslóðarinnar og umbreytt henni í réttmæta reiði og uppreisn gegn ráðandi öflum.

ADHD – útgáfutónleikar

Hvar? Harpa
Hvenær? 24. maí kl. 21.00
Aðgangseyrir: 4.990 kr.

Djasshljómsveitin ADHD gaf á dögunum út sína sjöundu plötu, ADHD 7, og efnir því til útgáfutónleika. Platan kom út í mars og ættu aðdáendur því að vera vel kunnir efni hennar. Hljómsveitin var stofnuð í kringum blúshátíð Hafnar á Hornafirði fyrir tólf árum og hefur verið starfrækt síðan þá.

Raflost 2019

Hvar? Mengi
Hvenær? 24.–25. maí
Aðgangseyrir: 2.000 kr. 

Raflost er raflista- og miðlalistahátið sem færir saman listamenn, vísindamenn og hakkara – erlenda og innlenda – til að kanna tækni í nútíma menningu. Raflost hafnar því venjulega, helgar sig jaðarlistum og vegsamar þá sem ganga lengra. Fram koma meðal annars Jeffrey Scudder, Angela Rawlings, Kaðlín Sara Ólafsdóttir, Jóhann Eiríksson og Hallvarður Ásgeirsson. 

Hverra manna ertu?

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 24. maí til 29. september
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hulda Hákon hefur markað sér algjöra sérstöðu í íslenskri listasögu bæði í efnisvali og myndmáli, en þessi sýning er yfirlitssýning sem spannar næstum fjóra áratugi. Flest verka hennar eru lágmyndir og eru elstu verkin gerð úr spýtnabraki. Lágmyndirnar sem hún smíðaði þóttu frumleg viðbót við flóru Nýja málverksins og óvænt andsvar við hið ríkjandi taumleysi sem einkenndi listsköpun ungs fólks á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar.

Blómsturheimar

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 25. maí til 6. október
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Sölvi Helgason (1820–1895), eða Sólon Íslandus eins og hann kallaði sig, er tvímælalaust einn af áhugaverðustu alþýðulistamönnum sem þjóðin hefur alið, heillandi utangarðsmaður í lífshlaupi sínu og listsköpun. Fjölskrúðugt blómaflúr er aðaleinkenni mynda Sölva, en á sýningunni Blómsturheimar verða sýnd 16 áður óþekkt verk eftir Sölva Helgason sem varðveist hafa í Danmörku.

Get ekki teiknað bláklukku

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 25. maí til 5. janúar
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Listamaðurinn Eggert Pétursson (f. 1956) hefur sett saman sýningu á blómaverkum Jóhannesar S. Kjarvals. Eggert segir um blómaverk Kjarvals að þau séu yfirgripsmeiri heldur en verk hans sjálfs, að Kjarval fari út um víðan völl. Hann einskorði sig ekki við grasafræði heldur máli og teikni þau blóm sem eru í kringum hann, hvort sem það eru skrautblóm, pottaplöntur eða villt blóm, en ekki síst máli hann flóru hugans.

Sígildir sunnudagar – Brahms: Opus 120

Hvar? Harpa
Hvenær? 26. maí kl. 16.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Arngunnur Árnadóttir og Ben Kim leika tvær sónötur Johannesar Brahms fyrir klarínett og píanó. Sónöturnar eru með helstu perlum klassískrar kammertónlistar auk þess að vera hornsteinn í höfundarverki Brahms, en þær voru með síðustu tónverkunum sem hann samdi. Auk Brahms leika Ben og Arngunnur „Vier Stücke Op. 5“ eftir Alban Berg, þann lagrænasta úr tónskáldahópi Seinni Vínarskólans.

1001 Nótt Dansveisla

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 26. maí kl. 16.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Í þessari dansveislu, sem er uppskeruhátíð magadansmeyja, koma fram fjölbreyttir hópar sem allir dansa magadans um allt landið, en þar verður öllu tjaldað til. Einnig verða fjölmörg og skemmtileg gestaatriði úr öðrum dansstílum, til dæmis bollywood, salsa, burlesque, hula og jallabina, sem koma fram og auka enn á flóruna. Búast má við litríkri gleðisprengju á sviðinu.

Prjónabíó - Stella í orlofi

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 26. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Hin ógleymanlega Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðilla karla, tryllt börn, alkóhólista, flugmenn, Lionsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Myndin er nú komin á stafrænt form, rúmlega þrjátíu árum eftir frumsýningu. Húsið verður opnað klukkan 19.00 fyrir þá sem vilja prjóna eða hekla sig í gírinn, en einnig verður hægt að munda prjónana og heklunálar í salnum á meðan sýningunni stendur.

Tilvist mannsins: Skissa að íslenskri samtímalistasögu [III]

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 29. maí til 15. september
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Á sýningunni er úrval verka sem sýna ólíkar leiðir listamanna að því að kanna hvað felst í því að vera mannlegur. Í verkunum er staldrað við líkamlega og sálfræðilega eiginleika, viðburði og aðstæður sem segja má að séu grundvallarþættir tilverunnar. Á sýningunni má meðal annars sjá verk eftir Önnu Hallin, Ástu Ólafsdóttur, Björk Guðnadóttur, Gjörningaklúbbinn, Helga Þorgils Friðjónsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Kristleif Björnsson og fleiri.

Rið

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 29. maí til 15. september
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Á fjögurra áratuga ferli hefur Finnbogi Pétursson unnið með skynjun og lagt áherslu á mörk sjónar og heyrnar. Hann hefur þróað ótal leiðir til þess að gera hljóðbylgjur sýnilegar, dregið fram tíðni efnis og rýmis og unnið með eðlisfræði umhverfisins. Á sýningunni Rið eru hljóðbylgjur leiddar í stóra laug og gárur vatnsins endurkastast á veggi salarins í alltumlykjandi innsetningu. 

The Rebecca & Lóa Show

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 31. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Sviðslistakonurnar og grínistarnir Rebecca Scott Lord og Lóa Björk Björnsdóttir eru að eigin sögn röngum megin við 25 ára, geta notað barnamiða í strætó, elska hnífa, stráka og að „vera psycho“. Þær hafa áður haldið uppistand saman en frumflytja nýtt efni á þessari sýningu. Uppistandið hennar Rebeccu er á ensku en Lóu á íslensku.  

A Night at the Roxbury – Föstudagspartísýning!

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 31. maí kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Tveir aulalegir bræður, Steve og Doug Butabi, eiga sér þann draum heitastan að stofna sinn eigin skemmtistað, þrátt fyrir að komast ekki sjálfir inn á Roxbury-klúbbinn sem er heitasti staðurinn í bænum. Ofurfyrirsætan og „gullgrafarinn“ Vivica og vinkona hennar, Cambi, reyna að svindla peninga út úr bræðrunum, en það er til lítils þegar þær komast að því að þeir eiga ekki bót fyrir boruna á sér.

Kirkjulistahátíð 2019

Hvar? Hallgrímskirkja og Ásmundarsalur
Hvenær? 1.–10. júní
Aðgangseyrir: 16.000 kr.

Um 200 listamenn munu koma fram á 20 viðburðum á tíu dögum á Kirkjulistahátíðinni. Nýsköpun í tónlist og myndlist verður stór þáttur hátíðarinnar, en auk tónleika og myndlistarsýninga verða líka listamannaspjöll og messur. Hátíðin verður sett 1. júní klukkan 15.00 þar sem erlendur orgelvirtúós leikur verk eftir J.S. Bach og Duruflé.

Richard Goode leikur Mozart

Hvar? Harpa
Hvenær? 6. júní
Aðgangseyrir: frá 2.500 kr.

Richard Goode hefur um áratuga skeið verið í hópi fremstu tónlistarmanna Bandaríkjanna. Hann hefur hlotið Grammy-verðlaunin fyrir hljóðritanir sínar og nýverið skrifaði tónlistarrýnir New York Times að tónleikar hans í Carnegie Hall hafi einkennst af „stórbrotinni og djúpri túlkun“. Hér leikur Goode einn af síðustu píanókonsertum Mozarts með Sinfóníuhljómsveit Íslands, saminn árið 1786 þegar tónskáldið stóð á hátindi ferils síns.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
8
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár