Mest lesið

Spillingarsögur Björns Levís birtar
1

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
2

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
3

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
4

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
5

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Saklausasta fólk í heimi
6

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf
7

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Stundin #107
Desember 2019
#107 - Desember 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. desember.

Þorsteinn V. Einarsson

Karlremba verður femínisti

Karlmennskuhugmyndir og afleiðingar þeirra á líf okkar og umhverfi eru viðfangsefni Þorsteins V. Einarssonar, sem gerir grein fyrir því hér hvaðan hann kemur, reynsluna af því að vera óupplýst karlremba sem verður femínisti. Ferli sem tengist unglingsdrengjum, naglalakki og kynjafræðikennara.

Þorsteinn V. Einarsson

Karlmennskuhugmyndir og afleiðingar þeirra á líf okkar og umhverfi eru viðfangsefni Þorsteins V. Einarssonar, sem gerir grein fyrir því hér hvaðan hann kemur, reynsluna af því að vera óupplýst karlremba sem verður femínisti. Ferli sem tengist unglingsdrengjum, naglalakki og kynjafræðikennara.

Karlremba verður femínisti

Í kjölfarið á misheppnuðu dragkvöldi í félagsmiðstöðinni sem ég vann í árið 2014 ákvað ég að halda naglalakkinu  í nokkra daga sem unglingarnir höfðu sett á mig. Vissulega bjóst ég við einhverjum viðbrögðum en aldrei átti ég von á eins sterkum og tíðum viðbrögðum, því nánast hver sem er og hvar sem er virtist hafa þörf til að segja eitthvað um naglalakkið. Vinsælasta „grínið“ var að spyrja mig hvort að ég væri að koma út úr skápnum, eins og það væri eitthvert grín og eins og allir sem koma út úr skápnum byrji á því að setja á sig naglalakk. Eftir nokkra daga með naglalakk fór ég að hugsa um þessi viðbrögð, hvers vegna hefur fólk svona sterkar skoðanir á því að ég sé með naglalakk? Hvers vegna alltaf sama grínið og hvers vegna hefur fólk svona sterka þörf fyrir að hafa á því skoðun?

Í kjölfarið laumaði ég naglalakkinu inn í félagsmiðstöðina þar sem ég hvatti unglingastrákana til að prófa að vera með naglalakk. Það vatt verulega upp á sig og um tíma voru nánast allir strákar í unglingadeildinni með naglalakk.  Þeirra upplifun og reynsla var svipuð minni þar sem fólk hafði miklar skoðanir. Minnist ég þess að einn unglingurinn talaði um að þjálfarinn sinn hefði gert athugasemd við naglalakkið og sagt honum að svona ætti maður ekki að vera.

Fótboltastrákurinn og karlremban

Þessi naglalakksreynsla opnaði glugga fyrir mig inn í reynsluheim sem ég hafði aldrei áður getað ímyndað mér né haft forsendur til að skilja. Ég hef alltaf verið í þessu svokallaða normi og fylgt straumnum, jafnvel án þess endilega að vera meðvitaður um það. Ég spilaði fótbolta í yfir 20 ár, hef alla tíð notið félagslegrar velgengni og aldrei rekist á neinar kerfisbundnar hindranir samfélagsins. Aldrei þurft að glíma við að passa ekki inn í umhverfið mitt eða nokkurn tímann átt erfitt uppdráttar. Á seinni stigum lífs míns hef ég lært að það að mæta engum kerfisbundnum hindrunum og njóta sjálfgefinna forréttinda er hvorki sanngjarnt né réttlátt. Ég hef líka lært að á meðan maður býr við þessi forréttindi er erfitt að taka eftir þeim á sama tíma, sérstaklega þegar maður hefur ekki lært inn á þessi forréttindi og birtingarmyndir þeirra. Í hverju þau felast, hvernig þau birtast og af hverju þau eru til komin.

Ég hafði engar forsendur til að setja naglalakkið og viðbrögð fólks í samhengi við neitt. Eina sem ég vissi var að fólk tók mér ekki lengur eins og það hafði gert. Ég vissi að ég passaði ekki lengur inn í hið svokallaða norm og hugmyndir fólks um hvernig karlmaður á að vera. Í þættinum rifjar Unnur Gísladóttur, kynjafræðikennari og vinkona mín, upp þegar ég hringdi í hana og bað hana um að hitta mig á kaffihúsi í spjall. Í stuttu máli sagt fór kaffihúsahittingurinn ekki eins og Unnur hafði búist við, þar sem hún taldi augljóst að með naglalakkinu væri ég að brjóta reglur kynjakerfisins með femínískum aktivisma. Hugtök sem ég, á þessum tíma, hafði ekki minnstu hugmynd hvað þýddu. Kynjakerfi, femínismi og aktivismi. Fyrir mann sem hafði tekið afstöðu gegn jafnréttismálum og gagnrýnt „þetta endalausa jafnréttiskjaftæði“ sem ég upplifði sem miklar árásir á karlmenn, var ansi skrítið að vera bendlaður við femínisma. Orð sem ég skildi ekki en hafði samt ekkert sérstaklega gott álit á og óttaðist yfirráðatilburði femínískra kvenna.

Reglur kynjakerfisins

Hægt og bítandi tókst Unni þó að hjálpa mér við að sjá samhengi hlutanna. Ég fór að sjá sjálfan mig í samhengi við kenningar um kynjakerfi. Kynjakerfið mætti skilgreina á ýmsan hátt, en ég kýs að skilgreina það sem óskráðar og skráðar reglur um hvað má og hvað má ekki út frá hugmyndum okkar um kyn. Það byggir á alhæfandi ofur einfölduðum hugmyndum um eðli og fasta kyns þar sem kvenlegt er ekki metið jafn verðmætt og karllægt. Kerfið er ekki næmt á margbreytileika fólks og nær því illa að endurspegla flóru fólks. Þetta kynjakerfi hefur áhrif á líf okkar með fjölbreyttum og kúgandi hætti. Sumt fólk, sérstaklega sem fellur innan hins svokallaða norms, tekur sjaldan eftir reglum kynjakerfisins nema þegar það á einhvern hátt uppfyllir ekki reglur þess. Því um leið og reglur kynjakerfisins eru brotnar, t.d. bara með því að vera strákur með naglalakk eða varalit, þá bregst ekki einungis samferðafólk við heldur upplifir fólk jafnvel óþægindi sjálft. Þannig erum við formuð inn í hlutverk sem er hvorki uppbyggilegt né gagnlegt og viðheldur íhaldssömum kynhlutverkum, staðalmyndum og óraunhæfum hugmyndum um kvenleika og karlmennsku.

Lærdómurinn

Í kjölfarið á þessari naglalakksreynslu og að hafa upplifað svona sterkt hversu mikil áhrif þessar kynjuðu reglur hafa, hef ég verið brennimerktur áhuga þess að uppræta ósanngjarnar kröfur kynjakerfisins. Tala stundum um að ég hafi óvart platað sjálfan mig til þess að verða femínisti.

Ég geri mér grein fyrir því að ég get ekki leitt femíníska kvenfrelsisbaráttu og hef því valið að beina orðum mínum aðallega að karlmönnum. Enda eru það menn eins og ég var, og er að sumu leyti, sem þurfa að sjá forréttindin sín, hlusta á femínískar konur og læra að horfa á eigin stöðu með gagnrýnum hætti, án þess að hrökkva í vörn eða taka því sem persónulegri árás. Flestir karlmenn hafa val um að misnota kynjakerfið sér í hag eða vinna gegn því og gera heiminn réttlátari, sanngjarnari og heilbrigðari. Þótt ég viti að ég eigi margt eftir ólært og geti aldrei skilið reynsluheim kvenna til fulls, þá fór ég frá því að vera forréttindafirrtur andfemínískur fótboltastrákur til þess að vera í meistaranámi í kynjafræði. Fyrst að ég gat breyst, þá geta allir breyst sem hafa vott af réttlætiskennd.


Viðhorfin breyttust
með naglalakkinu 

Þeir Dagur Elí Axelsson, Jón Gunnar Guðmundsson og Tómas Guðnason voru í félagsmiðstöðinni Dregyn í Grafarvogi vorið 2014 þegar nánast allir strákarnir í unglingadeildinni naglalökkuðu sig. Í dag eru þeir á tvítugsaldri og rifja upp upplifunina af naglalakkinu og lærdóminn sem þeir drógu af því að vera með naglalakk.

„Ef einhver vill vera, segjum bara með skikkju, þá bara já, gerðu það sem þú vilt. Ef þú vilt vera einhvern veginn öðruvísi en normið, þá bara já, gerðu það. Ég hætti bara að taka eftir litlum hlutum sem skipta engu máli,“ segir Tómas þegar hann rifjar upp hvaða lærdóm hann telur sig hafa haft af því að vera með naglalakk. Tómas segist setja á sig naglalakk stundum bara til gamans: „Mér finnst það skipta mig engu máli, set bara á mig til að hafa gaman. Jújú, ég sá alveg að fólk tekur eftir þessu, en ég er ekkert að pæla í því. Ef fólk er að pæla í þessu þá er það bara þeirra mál.“ Tómas virðist því vera nokkuð frjáls fyrir áliti fólks á því að hann sé með naglalakk. Hann segir að á sínum tíma hafi naglalakkið kennt honum að vera opnari fyrir hlutum, bera virðingu fyrir fjölbreytileika fólks og að vera ekki jafn upptekinn af norminu.

Fraus við viðbrögðin 

Jón Gunnar Guðmundsson rifjar upp skemmtilegt atvik af sjálfum sér þegar hann var með naglalakk á sínum tíma. „Þú [Þorsteinn, starfsmaður í félagsmiðstöðinni] varst búinn að segja okkur að við áttum ekki að segja að þetta væri tilraun. Ég fór í skírn og einhver úr fjölskyldunni spyr mig: „Jón, ertu með naglalakk?“ Ég fraus bara og blaðra út úr mér: „Já, þetta er fyrir skólann, ég er bara að gera þetta fyrir skólann.“ Og eftir á var ég alveg, vó, af hverju fór ég í svona mikla vörn? Af hverju stífnaði ég upp og byrjaði að svitna? Það voru skrítnustu viðbrögðin mín.“ Jón Gunnar segist hafa áttað sig á því að hann hafi fylgt einhverjum óskráðum lífsreglum fram að naglalakksreynslunni og hafi til dæmis bara átt svört föt. „Ég man að ég áttaði mig á því að ég átti eiginlega bara svört föt heima. En líka að þessi uppbyggði karlmennskuveggur var kominn til staðar og eftir naglalakksreynsluna byrjaði hann að lækka mjög mikið.“

Sagðir hommalegir og skrítnir

Dagur Elí Axelsson rifjar upp dæmigerð viðbrögð sem strákarnir fengu við naglalakkinu: „Bara verið að kalla okkur hommalega og skrítna og eitthvað þannig“. Dagur segist finna fyrir ákveðnum kröfum sem gerðar séu til karlmanna sem hann tengir við karlmennskuhugmyndir: „Maður þarf að vera tilbúinn að vinna og vinna mikið, annars er maður bara „kelling“. Maður má ekki vera of sentimental, en samt alveg nóg. En ekki of mikið, alls ekki of mikið. Ekki vera hræddur við að fara í slagsmál þótt það sé alltaf óþarfi.“ Dagur segist hafa lært að það sé mikilvægt að vera samkvæmur sjálfum sér: „Það skiptir ekki beint máli hvernig maður lítur út eða gerir, bara svo lengi sem maður er með sjálfum sér þá er það allt í góðu.“

Hér má sjá fyrsta af fjórum vefsjónvarpsþáttum Þorsteins um karlmennskuhugmyndir og afleiðingar þeirra á líf okkar og umhverfi. 

Tengdar greinar

Karlmennskan

Typpin á toppnum

Þorsteinn V. Einarsson

Typpin á toppnum

Þorsteinn V. Einarsson
Karlmennskan

Völd valda því oft að þeir sem þau hafa öðlast einnig völd á fleiri sviðum, sökum þeirra áhrifa sem staða þeirra býður upp á. Í langflestum tilvikum eru það karlar sem fara með völdin.

Reiðir menn hlusta ekki

Þorsteinn V. Einarsson

Reiðir menn hlusta ekki

Þorsteinn V. Einarsson
Karlmennskan

„Sterkur karlmaður er einhver sem er alveg meðvitaður um tilfininganæmi sitt og hvar hann stendur tilfinningalega. Er óhræddur við að sýna tilfinningar sínar en getur líka stigið fram og er óhræddur við að standa á sínum skoðunum,“ segir Máni Pétursson.

Er karlmennskan kannski ónýt?

Þorsteinn V. Einarsson

Er karlmennskan kannski ónýt?

Þorsteinn V. Einarsson
Karlmennskan

Hugtakið karlmennska elur af sér óraunhæfar, ósanngjarnar og stundum skaðlegar hugmyndir sem grundvallast á því að vera ekki kona, ekki kvenlegur, og grundvallast þannig á kvenfyrirlitningu.

Baráttan fyrir betri karlmennsku

Þorsteinn V. Einarsson

Baráttan fyrir betri karlmennsku

Þorsteinn V. Einarsson
Karlmennskan

Metoo er ekki afleiðing gjörða fárra manna sem kunna ekki að haga sér heldur afleiðing innrætingar á yfirráðum karlmennskunnar og karlmanna yfir konum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Spillingarsögur Björns Levís birtar
1

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
2

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja
3

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
4

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
5

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Saklausasta fólk í heimi
6

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf
7

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
4

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
5

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
4

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
5

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna
6

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Ekki missa af ...

Ekki missa af ...

Lúkasjenkó þaulsetinn á valdastólnum

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Lúkasjenkó þaulsetinn á valdastólnum

Þegar nasisminn lá í dvala

Ásgeir H. Ingólfsson

Þegar nasisminn lá í dvala

Jólabasar, jólatónleikar og hamfarahlýnun

Jólabasar, jólatónleikar og hamfarahlýnun

Blaðamenn Stundarinnar samþykktu kjarasamninga

Blaðamenn Stundarinnar samþykktu kjarasamninga

Íslendinga þyrstir í japanskar kvikmyndir

Íslendinga þyrstir í japanskar kvikmyndir

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Þorbjörn Þórðarson til ráðgjafar Samherja

Stundin hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ

Stundin hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Hvað ef VG hefði haft hugrekki?

Illugi Jökulsson

Hvað ef VG hefði haft hugrekki?

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi