Þegar markaðir veðja gegn mannkyninu

Rekja má meira en helming af útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna iðnaðar síðustu þrjá áratugi til 25 stærstu kola-, olíu- og gasfyrirtækja heims. Fyrirtækin hamast gegn aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum – enda eru eignir og hlutabréf fyrirtækjanna verðmetin út frá markmiðum um að brenna margfalt meira jarðefnaeldsneyti heldur en vistkerfi jarðar þolir.

Þegar markaðir veðja gegn mannkyninu
johannpall@stundin.is

Rekja má meira en helming af útblæstri gróðurhúsalofttegunda vegna iðnaðar síðustu þrjá áratugi til 25 stærstu kola-, olíu- og gasfyrirtækja heims. Fimm þeirra hafa varið samtals um 600 milljónum bandaríkjadala, eða sem jafngildir 74 milljörðum íslenskra króna, í að grafa undan aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum frá því að Parísarsáttmálinn var samþykktur árið 2015.

Fjallað er með ítarlegum hætti um ábyrgð einstakra stórfyrirtækja á útblæstri gróðurhúsalofttegunda í úttekt sem samtökin Carbon Disclosure Project gáfu út árið 2017 í samstarfi við Climate Accountability Institute. Meðal helstu mengunarvalda heims eru kínversk, rússnesk og sádi-arabísk ríkisfyrirtæki og vestræn stórfyrirtæki á borð við ExxonMobil, Royal Dutch Shell, Chevron, BP og Total.

Fyrr á þessu ári birti svo bandaríska hugveitan InfluenceMap skýrslu um lobbýisma þessara fimm einkafyrirtækja. Þar er rakið hve gríðarlegu púðri þau verja í að hafa áhrif á umræðuna um loftslagsmál og sveigja hana að hagsmunum sínum. Fyrirtækin ganga hart fram gagnvart stjórnmálamönnum, þjóðþingum og alþjóðastofnunum, meðal annars gegnum þrýstisamtök á borð við American Petroleum Institute og FuelsEurope, og beita sér gegn umhverfisreglugerðum, grænum sköttum, rafvæðingu samgöngukerfa og öðrum stjórnvaldsaðgerðum á sviði loftslagsmála. Fram kemur í skýrslu InfluenceMap að á þessu ári verði aðeins þremur prósentum af nýjum fjárfestingum ExxonMobil, Shell, Chevron, BP og Total varið til lágkolefnistengdrar starfsemi, þvert á fagurgala olíufyrirtækjanna um að þau séu fullfær um að leysa loftslagsvandann upp á eigin spýtur og ríkisafskipti séu óþörf.

Gamblað með framtíð mannkynsMörgum varð brugðið þegar Donald Trump gerði framkvæmdastjóra ExxonMobil, Rex Tillerson, að utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 2017. Hér má sjá Tillerson ásamt Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Kína er það ríki sem dælir mestum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en Bandaríkin koma þar á eftir – og þar er ExxonMobil það fyrirtæki sem mengar mest.

Kolefnisbirgðirnar langt umfram „mengunarsvigrúm“ jarðar

Til að ná markmiðum Parísarsáttmálans um að halda hlýnun jarðar vel undir tveimur gráðum miðað við meðalhitastigið fyrir iðnbyltingu getur uppsafnaður útblástur koltvísýrings af manna völdum ekki orðið meiri en 1.170 gígatonn næstu þrjá áratugi. Svo mikil hlýnun hefði alvarlegar afleiðingar, myndi valda talsverðri hækkun sjávarmáls, flóðum, þurrkum, vatnsskorti, veðuröfgum og uppskerubresti víða um heim og bitna verst á þjóðum sem búa nú þegar við bág kjör. Afleiðingarnar af 1,5°C hlýnun yrðu skömminni skárri, en til þess þyrfti að halda útblæstri koltvísýrings undir 420 gígatonnum næstu áratugina að mati loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna

Þær skráðu kolefnisbirgðir heims (e. carbon reserves) sem ríki og fyrirtæki hafa yfir að ráða myndu hins vegar valda um 2800 gígatonna koltvísýringsútblæstri – miklu meiri mengun en vísindamenn telja óhætt að leysa út í andrúmsloftið án þess að afleiðingarnar fyrir vistkerfi jarðar og samfélög manna verði hamfarakenndar. 65 prósent af þessum 2.800 gígatonnum eru kol, 22 prósent eru olía og 13 prósent gas. 745 gígatonn tilheyra þeim 200 stærstu kola-, olíu- og gasfyrirtækjunum heims sem skráð eru á markað. Hlutabréf fyrirtækjanna eru verðmetin út frá því að hægt sé að vinna þetta eldsneyti, selja það og brenna. 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.690 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.
Tengdar greinar

Hamfarahlýnun

Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Mikill meirihluti Íslendinga hefur áhyggjur af hlýnun jarðar

Hamfarahlýnun

Konur, ungt fólk, lífeyrisþegar og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa mestar áhyggjur af hlýnun jarðar, samkvæmt könnun MMR. Stuðningsfólk Miðflokksins hefur ólík viðhorf til málsins.

Framkvæmdastýra Landverndar: Draga þarf úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu

Framkvæmdastýra Landverndar: Draga þarf úr niðurgreiðslum til kjötframleiðslu

Hamfarahlýnun

Koma verður á kerfi til að draga úr neyslu á kjöti, segir Auður Önnu Magnúsdóttir. Umgengnin við auðlindirnar verður orðinn takmarkandi þáttur í fæðuframleiðslu löngu áður en fólksfjöldinn verður það.

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum

Ríkið setur meira fjármagn í stækkun flugvallar heldur en í aðgerðir gegn loftslagsvandanum

Hamfarahlýnun

Ríkisfyrirtækið Isavia mun líklega trappa niður uppbyggingaráform á Keflavíkurflugvelli í ljósi samdráttar í ferðaþjónustu. Engu að síður er útlit fyrir að miklu meira fé verði varið til stækkunar flugvallarins, til að standa undir aukinni flugumferð til og frá Íslandi, heldur en í loftslagsáætlun stjórnvalda og framkvæmd hennar.

Græni draumurinn: „Við höfum enga aðra valkosti“

Græni draumurinn: „Við höfum enga aðra valkosti“

Hamfarahlýnun

Samfélagssáttmáli Alexöndru Ocasio-Cortez um aðgerðir í loftslagsmálum, að ráðist verði í aðgerðir gegn fátækt samhliða róttækum aðgerðum gegn loftlagsbreytingum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Eyþór fjármagnaður af Kýpurfélagi sem er miðpunktur mútugreiðslna Samherja

Eyþór fjármagnaður af Kýpurfélagi sem er miðpunktur mútugreiðslna Samherja

Forseta Namibíu misboðið: Vill reka ráðherra sem þáðu mútur Samherja

Forseta Namibíu misboðið: Vill reka ráðherra sem þáðu mútur Samherja

Félög Samherja á Kýpur greiddu 280  milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti

Félög Samherja á Kýpur greiddu 280 milljónir í mútur eftir að Jóhannes hætti

Lögðu grunn að málsvörn vegna mútugreiðslna dagana fyrir birtingu

Lögðu grunn að málsvörn vegna mútugreiðslna dagana fyrir birtingu

Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu

Mútugreiðslur Samherja nema meira en helmingi af þróunaraðstoð Íslands til Namibíu

Uppljóstrarinn í Samherjamálinu: „Það er bara verið að ræna Namibíu“

Uppljóstrarinn í Samherjamálinu: „Það er bara verið að ræna Namibíu“

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Þorsteinn Már kynnti Kristján Þór fyrir Namibíumönnunum sem „sinn mann“

Sómakennd Samherja

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Isländsk fiskejätte använde mutor och flyttade 650 miljoner i skatteparadis genom DNB NOR

Isländsk fiskejätte använde mutor och flyttade 650 miljoner i skatteparadis genom DNB NOR

Afríkuveiðar Samherja og spillingin í Namibíu

Afríkuveiðar Samherja og spillingin í Namibíu