Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Undurfagri Nuukfjörður

Reyn­ir Trausta­son fór í æv­in­týra­ferð inn Nu­uk­fjörð. Græn­lensk­ur bóndi tal­aði ís­lensku, ljós­mynd­ar­inn féll í haf­ið og ægi­feg­urð var við hvert fót­mál.

Báturinn skar hafflötinn á Nuuk-firði á 30 sjómílna hraða. Sjórinn var spegilsléttur og þokan lá yfir eins og teppi. Útsýni til fjalla var ekkert. 

LeiðsögumaðurinnMiiti Geisler gjörþekkir Nuukfjörð og lýsti fyrir gestunum því sem fyrir augu bar.

„Það birtir þegar við komum innar í fjörðinn,“ fullyrti Miiti Geisler, verslanaeigandi og maraþonhlaupari í Nuuk, og upplýsti að innst í firðinum væri gjarnan blíðuveður, bæði bjart og hlýtt. Hún átti sumarhús í þorpinu Kapisillit og dvaldi þar þegar hún vildi komast í ró og næði frá hraðanum og nútímanum í Nuuk.

Við vorum átta saman á ferð á vegum Ferðafélags Íslands að aðstoða Grænlendinga við að stofna Ferðafélag Grænlands. Hugmyndin hafði orðið til þegar Inga Dóra Guðmundsdóttir bjó á Íslandi og tók þátt í fjallaverkefninu Fyrsta skrefinu með mér. Inga Dóra er Íslendingur í aðra ættina en Grænlendingur í hina. Móðir hennar er Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu