Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hversdagslíf Grænlendinga frá sjónarhorni þeirra sjálfra

Græn­lend­ing­ar eru ekki eins exó­tísk­ir og um­heim­ur­inn virð­ist halda. Þetta seg­ir ljós­mynd­ar­inn Inu­u­teq Storch, sem hef­ur gert nokkr­ar bæk­ur byggð­ar á mynda­al­búm­um og bréfa­skrift­um fjöl­skyldu sinn­ar. Hann vill leggja sitt af mörk­um til að dýpka skiln­ing á Græn­landi nú­tím­ans.

Hversdagslíf Grænlendinga frá sjónarhorni þeirra sjálfra

Á sýningunni Porcelain Souls sem nú stendur yfir í Norræna húsinu deilir grænlenski listamaðurinn og ljósmyndarinn Inuuteq Storch myndum og bréfasamskiptum fjölskyldu sinnar frá árunum 1960–1980. „Þegar ég byrjaði að grúska í myndum og bréfum foreldra minna sá ég fyrir mér að gera eina bók. En eftir því sem ég kafaði dýpra áttaði ég mig á hversu mikið efni ég var með í höndunum, svo það stefnir í að þetta verði á endanum nokkrar bækur,“ segir Inuuteq Storch.

Inuuteq StorchGrænlenskar ræturnar eru til umfjöllunar í verkum hans.

Hann svarar í símann í heimabæ sínum í Sisimiut á Grænlandi. Þar er hann alla jafna með annan fótinn en með hinn í Kaupmannahöfn. Þegar hann er ekki á öðru hvoru heimila sinna ferðast hann með verk sín um heiminn en þau hafa verið sýnd í Bandaríkjunum, Kólumbíu, Grænlandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Bókin Porcelain Souls er sú fyrsta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár