Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Stundin #103
Október 2019
#103 - Október 2019
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 1. nóvember.

Illugi Jökulsson

Takk fyrir Hatari

Illugi Jökulsson hugsaði og skrifaði um Hatara, Eurovision og Ísrael

Illugi Jökulsson

Illugi Jökulsson hugsaði og skrifaði um Hatara, Eurovision og Ísrael

Takk fyrir Hatari

Hatari er hljómsveit sem er að taka þátt í Eurovision.

Lagið er gott og dúndrandi, kveikir eld í æðunum og textinn kaldhamraður og sterkur. Viðkvæmnislegar raddirnar (báðar) hljóma svo hárréttar og sjóið er fantafínt eins og groddar séu að búast að öli og dansi eftir að vinnu lýkur í smiðju Hefaístosar á föstudagseftirmiðdegi.

Helvíti gott, sem sagt. Og það má m.a.s. auðveldlega fyrirgefa Hatara þessa ljótu BDSM-búninga!

En þótt Hatari sé hljómsveit að taka þátt í Eurovision og það sé mikilvægt að gleyma því ekki, þá hefur Hatara-flokkurinn reynst hafa margt og mikið annað fram að færa.

Burtséð frá kapítalismanum, sem er jú opinbert skotmark Hatara, þá hafa þeir Klemens og Matthías og félagar allt frá byrjun gefið skýrt til kynna að Hatari sé rækilega andsnúinn framferði gestgjafanna í Ísrael á Gazasvæðinu og Vesturbakkanum.

Það hefur alls ekkert farið milli mála. Það kemur skýrt fram í öllum viðtölum við þá, þótt þeir haldi sig rétt innan reglna Eurovision um að tjá sig ekki um pólitík.

Dansi á línunni, skulum við segja.

Sumum finnst greinilega að þeir eigi að stíga yfir línuna. Hrópa gagnrýni sína út í eterinn á keppniskvöldinu, veifa palestínskum fánum, jafnvel segja sig úr keppni í mótmælaskyni.

Og menn segja sem svo að þeir Matthías og Klemens hafi þegar sagt nánast berum orðum að þeir muni gera eitthvað slíkt, svo þeim sé eins gott að standa við það.

Og þess verður vart að fólk setji fram kröfur til Hatara jafnvel með nokkrum þjósti.

Ég veit ekki hvort þeir lofuðu okkur einhvern tíma svo opinskáum mótmælum. Ég er ekki viss um það.

En hitt veit ég að sama hvað Hatari gerir eða gerir ekki í kvöld, þá hefur hljómsveitin sigrað.

Enginn keppandi í Ísrael hefur borið við að mótmæla framferði Ísraela gegn Palestínumönnum.

Nema Hatari, sem hefur gert það á hverjum einasta degi.

Á sinn hátt, á sinn eigin hátt, enda er þetta sjóið þeirra.

Og þeir skulu og verða að fá að ráða ferðinni.

Hvernig þeir fara að hlutunum er þeirra mál.

Hingað til hefur barnslegur hátíðleikinn virkað.

Kannski hafa þeir einhver frekari mótmæli á prjónunum í kvöld. Gott hjá þeim þá, en ég veit ekki hvort það muni virka öllu betur en það sem Hatarar hafa gert hingað til -  með því einu að gera öllum afstöðu sína ljósa.

Því hvað mundi gerast?

Sjónvarpsmennirnir verða alveg áreiðanlega viðbúnir og eldsnöggir að stilla yfir á Tomma & Jenna.

Og nokkrir Ísraelsmenn verða voðalega ergilegir. Þeir eru reyndar voðalega ergilegir fyrir. 

Umfram allt:

Þessi heimur er uppfullur af mótsögnum og tvískinnungi og hið kærleiksríka BDSM-sjó Hatara er satt að segja meiri og betri vitnisburður um þá tvíræðni en nokkuð það sem nokkurn tíma hefur verið boðið upp á í Eurovision, treysti ég mér til segja.

Heimurinn er jú þannig að Benjamín Netanjahú og Malala Júsafí hafa nánast alveg sama DNA. Og blessuð sólin elskar allt er kjarnorkusprengja.

Hvergi eru mótsagnirnar meira himinhrópandi en á svæði eins og Ísrael.

Ég var í Ísrael fyrir réttu ári síðan. Daginn áður en ég lenti voru 40 manns skotnir á Gaza. Yfir baðströndinni í Tel Aviv sá ég Apache bardagaþyrlur á leiðinni suður til Gaza. Ég fór til Hebron og horfði upp á hamslausa frekju hinna ísraelsku landræningja. Ég keypti mér armband með palestínska fánanum og fannst ég vera að mótmæla. Svo fór ég í slóð Jesú-ferðamanna að Genesaretvatni og fór í kláf með öllum hinum túristunum upp í Mazada-virkið.

Og á veitingahúsi suðrí Jaffa gáfu arabísku þjónarnir þungvopnuðum ísraelskum hermönnum high-five þegar þeir kvöddu eftir að hafa úðað í sig sjaksjúka.

Og sumir þungvopnuðu ísraelsku hermennirnir með hlaðnar byssurnar voru stelpur sem ég sver að litu ekki út fyrir að vera meiren 15 ára. 

High-five?

Í slíkum heimi virkar lag Hatara. Í slíkum heimi skiljum við þetta lag.

Takk fyrir mig, Hatari.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
1

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
2

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Það er von
3

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
4

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Komið að skuldadögum fyrir Trump?
5

Komið að skuldadögum fyrir Trump?

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
6

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“
7

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest deilt

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
1

Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu

·
Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
2

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds
3

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu
4

Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Lækkun erfðafjárskatts eykur misskiptingu

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Mest lesið í vikunni

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn
1

Opnari og ekki eins stressuð eftir að hún fékk dúkkubarn

·
Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“
2

Sveinn Andri þarf að endurgreiða 100 milljónir - „Hann hefur verið að hugsa um eigin hag frá byrjun“

·
Draumur að eiga dúkkubarn
3

Draumur að eiga dúkkubarn

·
Hamingjan er bæði skin og skúrir
4

Hamingjan er bæði skin og skúrir

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“
5

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“
6

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·

Nýtt á Stundinni

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

Rýtingur í bak Kúrda leiðir til lokauppgjörs í Sýrlandi

·
Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

·
Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

Vigdís leggst gegn loftslagsskógi

·
Samherji afskrifar stóran hluta  225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

Samherji afskrifar stóran hluta 225 milljóna láns Eyþórs Arnalds

·
Það er von

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Það er von

·
„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

„Þú upplifðir aldrei að henda nestinu þínu í ruslið af skömm“

·
Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

·
Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

Barnavernd skortir úrræði vegna forsjár dæmdra barnaníðinga

·
Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

Kynferðisbrot á Vogi: „Dóttir mín átti að vera örugg“

·
Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

Illugi Jökulsson

Hver er Nancy Pelosi? Verður hún Bandaríkjaforseti?

·
„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

„Það er eins og barnið mitt komi mér ekki við“

·
Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar

·